Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1993 19 Flugleiðir boða víðtækan sparnað og fækkun stöðugilda næstu 18 mánuði Verðum að hafa lægri kostnað en önnur félög Sparnaður kynntur 500 milljóna króna sparnaðaráform Flugleiða og uppsagnir 44 starfs- manna voru kynntar af stjórnendum Flugleiða í gær. Frá vinstri: Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri þróunarsviðs, Sigurð- ur Helgason forstjóri, og Einar Sigurðsson blaðafull- trúi. - segir Sigurður Helgason forstjóri FLUGLEIÐIR hafa kynnt starfsfólki sínu áform um 500 miHj- óna króna sparnað í rekstrinum á næstu 18 mánuðum. Heildar- velta Flugleiða er um 13 miiyarðar kr. á ári, þannig að ráðgert er að spara um 4% miðað við veltu. Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða sagði á blaðamannafundi þar sem sparnaðará- formin voru kynnt að þetta væri gert á sama tíma og félagið yki starfsemi sína um 8% og undirbyggi sókn inn á nýja markaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. í máli Sigurðar kom fram að útlit væri fyrir rekstrartap hjá félaginu og því hefði verið gripið til þessara aðgerða en hann lagði áherslu á að sjóðsstaða fyrirtækisins væri öflug. Hann sagði að tilgangur spamaðar- ins nú væri að ná niður rekstrar- kostnaði til að félagið væri betur undir samkeppni búið á heimamark- aði, í Evrópu og Norður-Atlantshafs- flugi, og til þess að mæta lækkandi fargjöldum, sem hann sagði að myndu lækka enn frekar á næstu misserum. Engar nýráðningar 44 starfsmönnum fyrirtækisins, 27 hérlendis og 17 á tíu stöðum er- lendis verður sagt upp störfum. Sig- urður sagði að uppsagnimar hefðu komið jafnt niður á flestum hópum starfsmanna, jafnt yfir- sem undir- manna. Stöðugildum heima og er- lendis verður fækkað um 119, með því að ráða ekki nýja starfsmenn í stað þeirra er hætta. Þá vom þær breytingar gerðar að Bjöm Theódórsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri flugrekstr- ar- og stjórnunarsviðs. Leifur Magn- ússon sem áður gegndi því starfi, verður framkvæmdastjóri þróunar- sviðs og verður í forsvari fyrir innan- landsflug og flugflotaáætlanir. „Við ætlum að gera gagngerar breytingar á rekstri innanlandsflugs- ins á næstu misserum. Það héfur verið rekið með töluvert miklu tapi á meðan annað í rekstrinum hefur skilað hagnaði. Flestar breytingarnar miða að því að samnýta starfsfólk og efla okkar markaðsstarfsemi," sagði Sigurður. I tengslum við spamaðaráætlun- ina hafa Flugleiðir gert breytingar á markaðskerfí sínu erlendis og fækk- að þar starfsmönnum, en félagið hefur söluskrifstofur í tíu löndum. Tilgangurinn er að ná fram spamaði í sölustarfínu á sama tíma og það verður lagað að breyttum aðstæðum og því ætlað að skila stærri hlut í framtíðinni. Þetta er m.a. gert með því að erlendar ferðaskrifstofur geta frá og með febrúar bókað flug með Flugleiðum beint í gegnum Amad- eus-bókunarkerfíð, sem Flugleiðir em aðilar að. Sölusvæði erlendis verða fimm í stað fjögurra áður. Erlent samstarf „Við ætlum að nýta allan flugflota félagsins, ijórar Fokker 50, þrjár Boeing 757 og fjórar Boeing 737 í flugi fyrir félagið næsta sumar og vetur. Þetta er því ekki samdráttur heldur fyrst og fremst spamaður," sagði Sigurður. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að smávægilegt rekstr- artap hefði orðið á sl. ári. Samkeppn- in færi hins vegar vaxandi og því væri nauðsynlegt að draga úr kostn- aði. Hann sagði að skilaboð til þeirra hópa sem unnu að sparnaðarhug- myndum hefðu verið að halda upp- sögnum í lágmarki. „Við verðum að hafa lægri kostn- að en önnur félög ef við ætlum að standast samkeppnina því við emm tiltölulega lítið fyrirtæki. Við stefn- um að því að fara í samstarf við erlent flugfélag og höfum talað við forsvarsmenn nokkurra flugfélaga. Því miður hefur orðið seinkun á þessu máli vegna tafa á framkvæmd Evr- ópska efnahagssvæðisins. Við von- umst til að á næstu vikum skýrist það og við getum þá væntanlega gengið frá samningum við ákveðið erlent flugfélag og hafíð vonandi næsta sumar flug innan Evrópska efnahagssvæðisins í tengslum við flug til og frá Islandi," sagði Sigurð- ur. Hann sagði að samstarf við erlent flugfélag væri algjört skilyrði þess að Flugleiðir gætu keppt á evrópsk- um markaði. Flugleiðir hafa m.a. rætt við forsvarsmenn KLM-flugfé- lagsins, Air France og fleiri stórra flugfélaga. Sigurður sagði að útlit væri fyrir að Flugleiðir gengju til samninga við eitthvert hinna stærri evrópsku flugfélaga. Flugleiðir ráðgera að taka í notkun nýtt viðhaldsskýli sitt á Keflavíkur- flugvelli um miðjan næsta mánuð og flytjast um 200 störf fiugvirkja þá frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Sig- urður sagði að ekki væri bjart útlit fyrir að erlend viðhaldsverkefni fengjust í bráð vegna almennrar lægðar í rekstri flugfélaga. En í áætlunum félagsins er gert ráð fyrir að 10% af starfseminni þar tengist viðhaldi fyrir erlenda aðila. ÓTRUŒG Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum tegundum við allra hæfi. Van Gogh og list hans - eftir Hans Bronkhorst íslandseldar Litprentuð glæsibók í stóru broti, gefin út fyrir þremur árum er hundrað ár voru liðin frá láti Van Goghs. Hér er farið í fótspor þessa áhrifamikla brautryðjanda í nútímamyndlist. Venjulegt verð: Tilboðsverð: 3.760,- 995,- Opið alla virka daga frá kL 9-18, laugardaga frá kL 10-16, sunnudaga frá kL 12-16. * VAKA-HfclTiAFELL Síðumúla 6, sími 688 300 - Ari Trausti Guðmundsson Venjulegt verð: 3.904,- Tilboðsverð: 995,- í þessari viðamiklu og vönduðu bók er gerð grein fyrir eldvirkni á íslandi undanfarin 10.000 ár. í bókinni eru um 200 Ijósmyndir, sérunnar skýringarmyndir og kort og er bókin öll litprentuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.