Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 48
MICROSOFT. einar j.
WlNDOWS. SKÚLASONHF
MORCUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SlMBRÉF 691161, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Borgarstarfsmenn
Hvassviðri
um land allt
stóðu í ströngu við að opna niðurföll og hefta vatnsflóð
DJÚP Iægð orsakaði hvassviðri
með úrkomu um mestallt landið
í gær. Víða um landið voru rign-
ingarskúrir, en snjóaði þar sem
land liggur hærra. í gærkvðldi
voru 7-10 vindstig um allt land-
ið nema á Vestfjörðum, þar sem
skip voru að leggja úr höfn.
í Reykjavík stóðu flestallir
starfsmenn gatnamálastjóra í
ströngu fram eftir kvöldi við að
losa klakastíflur úr niðurföllum
og hefta vatnsflaum á götum.
Eitthvað var um að flæddi inn í
kjallara, en að sögn borgarstarfs-
manna virðast margir húseigend-
ur hafa gripið til ráðstafana gegn
flóðum.
Dæmi voru þess að bílar fykju
til á hálku og rækjust saman, en
ekki urðu slys á mönnum eða
miklar skemmdir af þeim sökum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bamsránið
Urskurð-
ur kærður
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
úrskurðaði í gær Bandaríkja-
mennina Donald Feeney, 39 ára,
og James B. Grayson, 33 ára, í
gæsluvarðhald til 10. febrúar að
kröfu RLR, sem rannsakar brott-
nám þeirra á dætrum Ernu Eyj-
ólfsdóttur. Þeir kærðu úrskurðinn
til Hæstaréttar, sem ber að fjalla
um kæruna innan þriggja daga.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins ber Emu og Feeney saman
um kvikmyndasöguna, sem greint
hefur verið frá í aðdraganda brott-
námsins, en ekki um önnur atriði.
Ema segir að við meðferð skilnað-
armáls síns fyrir dómstóli í Flórída
hafi hún fengið ósanngjama meðferð
vegna þess að hún er útlendingur.
Þegar hún fór með dætur sínar frá
Bandaríkjunum segist hún hafa verið
með íslensk bráðabirgðavegabréf.
Sjá fréttir á bls. 20 og 21
Kyiming’
á Islandi
prentuð
erlendis?
EMBÆTTI ríkistollstjóra telur
gerð landkynningarefnis Ráð-
stefnuskrifstofu Islands virðis-
aukaskattskylda. Ársæll Harð-
arson, framkvæmdastjóri skrif-
stofunnar, segir að ef sá úr-
skurður standi, muni ráðstöfun-
artekjur skrifstofunnar skerð-
ast um 18% og hann íhugi þvi
að láta vinna kynningarbækl-
iiiga, myndbönd og annað efni
á vegum Ráðstefnuskrifstofunn-
ar erlendis.
„Þetta er kannski eini möguleik-
inn sem við höfum á þessum síð-
ustu og verstu tímum til að auka
gjaldeyristekjur af ferðaþjón-
ustunni. Ef við stöndum frammi
fyrir því að geta ekki nýtt okkur
skattareglumar eins og önnur fyr-
irtæki og dregið innskattinn frá,
heldur þurfum að greiða fullan
virðisaukaskatt af þjónustu, sem
Bensínverð
óbreytt að
svo stöddu
OLÍUFÉLÖGIN frestuðu
ákvörðun um lækkun bensín-
verðs fram yfir hélgi vegna
ólgu á heimsmarkaði olíuvara
í kjölfar frétta um fyrirhugað
frumvarp á Bandarikjaþingi
um skatt á innflutta olíu.
Tonnið af bensíni var komið
í 186 Bandaríkjadali síðdegis í
'gær og hafði hækkað um 10
dali á tveimur sólarhringum.
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Olíufélagsins Skeljungs hf.,
segist vilja sjá hvar verðið leiti
jafnvægis áður en ákveðið verði
að breyta verðinu og því hafi
því verið frestað fram yfír helgi.
Gjaldeyristekjur
Ársæll Harðarson telur skattheimt-
una geta komið niður á tekjum af
ferðaþjónustu.
við kaupum hér, verðum við að
velta því alvarlega fyrir okkur að
kaupa þessa þjónustu erlendis og
fjármunimir fara þá í viðskipti
þar,“ sagði Ársæll. Hann hyggst
leita til fjármálaráðuneytisins til
að fá áliti tollsljóra hnekkt.
flugleiðir segja upp
44 starfsmönnum
Viðræður við evrópskt flugfélag um markaðssamstarf langt komnar
FLUGLEIÐIR ætla að segja upp 44 starfsmönnum, 27 hér
á landi og sautján erlendis, og spara allt að 100 milljónir kr.
í auglýsingakostnað og 24 milljónir með eigin framleiðslu
á mat um borð í flugvélum fyrirtækisins. Þetta er meðal
þeirra aðgerða sem Flugleiðir hafa kynnt sem lið í því að
draga úr rekstrarkostnaði um 4%, eða 500 miHjónir kr., á
næstu 18 mánuðum.
Nú á að hrinda í framkvæmd
200 tillögum um spamað sem
komu frá 25 hópum starfsmanna
Flugleiða. Þar á meðal er hugmynd
um að fækka stöðugildum um 119,
en rúmum helmingi þeirrar fækk-
unar nær félagið með því að ráða
ekki í störf sem losna á næstu
mánuðum.
Evrópskt samstarf
Þrátt fyrir sparnaðaráformin er
gert ráð fyrir 8% aukningu í starf-
semi félagsins á þessu ári. Félagið
tekur sjálft í notkun eina flugvél
sem hefur verið í leigu. Þá hyggja
Flugleiðir á landvinninga á evr-
ópskum flugmarkaði og eru við-
ræður við stórt evrópskt flugfélag
um markaðssamstarf langt komn-
ar. Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir að verði enn frek-
ari dráttur á því að samningurinn
um Evrópska efnahagssvæðið taki
gildi muni félagið leita til stjóm-
valda um að þau beiti sér fyrir
gerð tvíhliða flugmálasamnings við
Evrópubandalagið.
Sjá ennfremur bls. 19.
Sproti og rússneskir aðilar undirbúa stofnun dreifíngarfyrírtækis fyrír sfld í Moskvu
Samið um sölu á 250 þús.
tunnum af síld til Rússa
SPROTI hf., fyrirtæki Orra Vigfússon-
ar, gekk í gær frá rammasamningi um
sölu á 250 þúsund tunnum af saltaðri
síld til Rússlands. Samningsfjárhæðin
samsvarar um 1 lA milljarði króna. Síld-
in verður aðallega afhent á næstu síld-
arvertíð. Kaupendurnir eru fimm fyr-
irtæki í Rússlandi. Jafnframt er unnið
að stofnun dreifíngarfyrirtækis fyrir
saltsíld í Moskvu. Síldarvertíðin sem
nú stendur yfir er sú þriðja, þar sem
lítið eða ekkert er saltað af sfld fyrir
Rússlandsmarkað.
Orri Vigfússon er í Moskvu og var skrifað
undir samninginn síðdegis í gær. Hann segist
hafa notið aðstoðar Sfldarútvegsnefndar og ís-
lenska sendiráðsins við samningsgerðina en
bætir því við að eftir sé að ganga frá ýmsum
atriðum.
Kaöpendumir eru fímm fyrirtæki í Rúss-
landi; tvær verslar.akeðjur, stórt frystihús og
tvö útgerðarfyrirtæki í Múrmansk. Orri segist
aðallega fá greitt í beinhörðum gjaldeyri en
hluti síldarinnar verði greiddur með þorski úr
Barentshafí.
í samningnum er kveðið á um að síldin verði
afhent á næstu fimmtán mánuðum. Orri segir
að erfítt sé að fá sfld til söltunar á yfirstand-
andi sfldarvertíð og eftir að salta upp í þegar
gerða samninga þannig að sfldin verði aðallega
afhent næsta haust. Þó sé gert ráð fyrir að
nokkrir gámar verði sendir til Rússlands í vor.
Orri á hlut í síldarsöltunarstöðinni Verktökum
hf. á Reyðarfírði en hann segir að Sproti hf.
verði að semja við fleiri fyrirtæki um söltun.
Orri segir að jafnframt sé hugmyndin að
stofna dreifingarfyrirtæki fyrir saltsfld í
Moskvu. Sproti hf. og rússnesku kaupendumir
standa að því auk þess sem reynt verður að
fá fleiri rússnesk fyrirtæki til að taka þátt.
Tilgangurinn með stofnun dreifíngarfyrirtækis-
ins er að liðka fyrir viðskiptum í framtíðinni
og að þar geti einnig farið fram frekari úr-
vinnsla síldar.
Samningur í gildi
Síldarútvegsnefnd gerði í desember 1991
samning við rússneska ríkisfyrirtækið
Rosvneshtorg um sölu á 300 þúsund tunnum
af síld._ Samningurinn var háður því að Lands-
banki íslands veitti Rússum 800 rnilljóna kr.
lán vegna viðskiptanna. Hér heima stóð í stappi
um þessa lánveitingu fram í febrúar, vegna
þess að hún þótti áhættusöm, þar til Seðlabank-
inn gerði greiðslusamning við rússneska út-
flutningsbankann. Þá fóru fímm þúsund tunnur
til Rússlands. í haust óskaði rússneska fyrir-
tækið eftir að framkvæmd samningsins yrði
frestað þar sem það hafði ekki fengið fjárveit-
ingu í peningum eða vörum til að standa við
hann.
Einar Benediktsson, framkvæmdastjóri Síld-
arútvegsnefndar, vildi í gær ekki tjá sig um
samning Sprota hf. þar sem hann hefði ekki
haft tækifæri til að kynna sér hann. Hann tók
það fram að unnið hefði verið að málinu í góðu
samstarfi og kvaðst fagna því ef rétt reyndist
að kominn væri á samningur um saltsíldarsölu.