Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBJLAÐIÐ, LiAUGARDAGUR 130. JANÚAR 1993 on Ian Hamilton Finlay Myndlist Eiríkur Þorláksson Á miðju síðasta ári birtust fréttir um að menningarmála- nefnd Reykjavíkur hefði ákveðið nýja stefnu í sýningarmálum Kjarvalsstaða, sem felst í því að frá upphafi þessa árs verða allar sýningar í húsinu skipulagðar af menningarmálanefnd og sett- ar upp í nafni hennar; salir Kjarvalsstaða verða því ekki lengur leigðir einstökum lista- mönnum eða hópum þeirra til sýninga, og öll ábyrgð af sýning- arhaldi verður því á einni hendi. Þessar fréttir hlutu litla at- hygli þegar þær komu fram, en hið nýja fyrirkomulag á væntan- lega eftir að vekja meira umtal þegar frá líður, og tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessi stefna verður Kjarvalsstöðum til góðs eður ei. Þó má benda á að jafn- framt var ákveðið að lengja þann tíma sem hver sýning stendur, og er slíkt til mikilla bóta; einnig má vænta þess að samræmdur undirbúningur sýninga skili sér í faglegum uppsetningum og sýningarskrám, og á þessu sviði lofar byijunin góðu. Fyrsta sýning Kjarvalsstaða undir hinni nýju sýningarstefnu er stór sýning á verkum skoska listamannsins Ians Hamiltons Finlays, og tengist Skottís, skosk-íslenskum menningardög- um, sem standa yfir í Reykjavík um þessar mundir. Allt sýningar- rými Kjarvalsstaða er lagt undir, og er uppsetningin til fyrirmynd- ar, enda krefst sú list sem hér er á ferðinni mikils af gestum og því nauðsynlegt að hún sé eins aðgengileg og mögulegt er. Ian Hamilton Finlay er einn þeirra listamanna sem hafa orðið þekktir fyrir persónulega fram- göngu ekki síður en fyrir listina. Hann lifir einangruðu lífí, er ómannblendinn og vinnur mest í samvinnu við fáa einstaklinga; engu að síður hefur hann staðið dyggan vörð um list sína, og sýnt mikla þrautseigju í deilum og málaferlum við yfirvöld, t.d. bæði heima í Skotlandi og Frakk- landi. Nafn hans er vel þekkt innan listaheimsins, og verk hans er að fínna víða um lönd, þó heima fyrir hafí hann vart hlotið verðskuldaða viðurkenningu enn sem komið er. Rætur Finlays sem listamanns liggja öðru fremur í ljóðlistinni, og á sjöunda áratugnum gat hann sér orðs sem einn að merk- ari boðberum konkret-ljóðsins. Frá þessu upphafí lá leiðin út í hönnun grafíkverka, höggmynda og garða, en á öllum þessum sviðum hefur Finlay átt sam- vinnu við aðra listamenn um hina endanlegu gerð verkanna, sem hefur orðið til að auka á fjöl- breytni þess sem Finlay lætur frá sér fara. Þetta sést vel á sýningunni á Kjarvalsstöðum, þar sem verk í öllum stærðum, gerðum og litum fylla salina. í allri ijölbreytninni er þó ljóst að list Finlays grundvallast fyrst og fremst á hinu ritaða orði, og að orðið hefur ætíð ákveðna til- vísun. Finlay stofnaði snemma eigið útgáfufyrirtæki, The Wild Hawthorn Press, til að koma verkum sínum á framfæri; sýn- ingin á Kjarvalsstöðum er raunar einnig kennd við það fyrirtæki. Þó að orðið (sem hér er ýmist á ensku, frönsku eða latínu) sé þannig undirstaða alls í verkum Finlays og geri nokkrar kröfur til gesta um tungumálakunnáttu, þá skipta hinir sjónrænu miðlar einnig máli, og víkka grundvöll verkanna; neonljós í ýmsum lit- um, litprentuð spjöld, setningar á fréttaborða — allt verður þetta til að gera hina sjónrænu reynslu ríkulegri. Ef reyna ætti að skipa lista- manninum í flokk innan nútíma- listar liggur beinast við að fjalla um Finlay sem konsept-lista- mann, þar sem hann fæst að mestu við hugmyndir og úr- vinnslu þeirra í verkum sínum. Hins vegar er sú flokkun ekki einhlít, því Finlay gerir meira af því en flestir samtímamenn hans að leita aftur til listasög- unnar að efnivið til að nota við að varpa nýju ljósi á ýmislegt sem stendur okkur nærri nú á tímum. í þessu sambandi má nefna þá flokka verka sem hann hefur gert og tengjast goðsögn- inni um Apolló og Dafne, sælud- alnum Arkadíu, og loks frönsku byltingunni, en verk sem tengj- ast henni (og einstökum hetjum hennar) eru áberandi hér. Þau verk sem snúa að bylting- armanninum Saint-Just, sögu hans og skoðunum, eru einn at- hyglisverðasti hluti sýningarinn- ar. Þegar borgarastyijaldir geisa leynt og ljóst víða um lönd er yfírfærslugildi þess sem gerðist fyrir tveimur öldum augljóslega talsvert, og þær kenningar sem þama eru settar fram virðast enn í fullu gildi, hversu óhugnanleg sem sú tilhugsun er. Afstaða franskra yfírvalda til verka Finlays er síðan ljósasti votturinn um þá skinhelgi sem einkennir alla umræðu um það ofbeldi sem fylgir manninum. Finlay hefur haldið því fram að ofbeldi, stríð og kúgun þess séu allt að því forboðin viðfangsefni, á líkan hátt og kynlíf og kvenlíkaminn var fyrr á tímum; viðbrögð við verkum hans styðja þessa kenn- ingu. List Ians Hamiltons Finlays er ekki auðskilin, heldur má fremur líkja verkum hans við sáðkom, sem eiga eftir að bera ávöxt í hugum sýningargesta, ef þau falla í fijósama jörð. Oft er um að ræða misflókna leiki með orð og letur, sem skemmta auganu um leið og þeir beina athyglinni að pólitískum eða sögulegum skoðunum lista- mannsins. Einnig em hér verk sem kreíja sýningargestinn um tíma, íhugun og jafnvel endan- lega afstöðu til þess málefnis sem listamaðurinn hefur tekið til umfjöllunar. Það er ekki al- gengt að listsýningar geri slíkar kröfur til sýningargesta, og fyrir það eitt er list Ians Hamiltons Finlays vel þess virði að henni sé veitt verðskulduð athygli. Sýningarskrá er í óvenjulegu formi, og þar er að fínna tvær ágætar ritgerðir um listamann- inn, sem skýra ýmsar hliðar á verkum hans; það væri ráðlegt að lesa þessar ritgerðir að nokkru yfir kaffibolla áður en sýningin er yfírgefin. Sýningin á verkum Ians Hamiltons Finlays á Kjarvals- stöðum stendur til sunnudagsins 7. febrúar, og eru listunnendur hvattir til að gefa sér góðan tíma til að skoða hana. M A R ATAPLAN! Ian Hamilton Finlay: „Marat“ 1986. SJÁLFSKIPTUR SUIMIMY Framhjóladrifinn SUINIIMY hlaðinn aukahlutum: Bein innsprautun, IBOOcc, yfir 100 hestöfl, vökva og veltistýri, samlæsing á hurðum, rafdrifnar rúður, útihitamælir og margt margt fleira VERÐ AÐEIIMS 1.066.000- Bílasýning um helgina í Keflavík BG bílasölunni frá kl 14-17 OPIÐ UM HELGINA FRÁKL 14-17 Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík P.O. Box 8036, Sími 674000 IMIS5AIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.