Morgunblaðið - 10.02.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.02.1993, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 33.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Glápið eykur hættuá offitu Chicago. Reuter. SJÓNVARPSGLÁP barna getur valdið offitu veg-na þess að efnaskiptin í likama þeirra verða mun hægari þegar þau horfa á sjónvarp- ið. Efnaskiptin verða jafnvel hægari en þegar börnin hvíla sig og hafast ekkert að. Þetta kemur fram í grein sem birt var í febrúarhefti banda- ríska læknablaðsins Pediatrics og hún er eftir vísindamenn sem rannsökuðu áhrif sjón- varpsgláps barna á efnaskipti þeirra. Höfundarnir segja nið- urstöðuna þá að sjónvarpsgláp- ið skapi hættu á offitu vegna hægari efnaskipta og ennfrem- ur vegna fituríks snarls sem börnin borða oft fyrir framan sjónvarpið. Vísindamennirnir segja að offita barna sé nú gífurlegt vandamál í Bandaríkjunum og íjórða hvert barn sé of feitt. Bandarísk börn á aldrinum sex til ellefu ára horfi á sjónvarpið í 26 klukkustundir á viku og yfir allt árið séu þau lengur við sjónvarpið en í skólanum. Könnun vísindamannanna náði til 31 barns á aldrinum átta til tólf ára, 15 þeirra voru of feit en 16 í eðlilegri þyngd. Vísindamennirnir segjast ekki vita hvað valdi minni hraða efnaskipa fyrir framan sjón- varpið. Reuter Mótmæla uppsögnum Starfsmenn Leyland DAF vörubílaverksmiðjanna í I samdráttar í rekstri verksmiðjanna. Myndin var tekin Bretlandi mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum vegna I fyrir framan þinghúsið í London í gær. Clinton fækkarí starfsliði Washington. Daily Telegraph. Reuter. BILL Clinton ákvað í gær að segja 350 starfsmönnum Hvíta hússins upp störfum og sagði það gert til þess að auka skilvirkni ríkiskerf- isins og stuðla að sparnaði í ríkis- rekstrinum. Það var eitt af kosningaloforðum Clintons að fækka starfsfólki í Hvíta húsinu um 25%. Auk þess ákvað hann að láta breyta matstofu fyrir útvalda í opna kaffiteríu, afnema ýmis fríðindi starfsmanna, svo sem afnot af lí- mósínum með bílstjóra, og lækka laun um 6-10%. Starfsmenn Hvíta hússins voru 1.394 við lok forsetatíðar George Bush en Clinton ætlar að fækka þeim í 1.044 áður en næsta fjárlaga- ár gengur í garð 1. október. Sjá „Nýi forsetinn hrasar um hverja þúfu . . .“ á bls. 21. Jeltsín tílbúinn að falla frá þjóðaratkvæðinu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsin, forseti Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að hætta við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl á þessu ári um stjórnskipun ríkisins. Lagði hann til að forseta- og þingkosningum yrði flýtt um eitt ár og öllum meiriháttar pólitísk- um átökum frestað fram til næsta árs. Stakk hann upp á viðræðum í sjónvarpi við Rúslan Khasbúlatov þingforseta og Valeríj Zorkín, forseta stjórnlagadómstóls Rússlands, þar sem sverðin yrðu slíðruð. Jeltsín lét þessi sáttaorð falla á fundi stjórnar- skrárnefndar rússneska þingsins í gær. Gerði hann einkum að umtalsefni þjóðaratkvæða- greiðsluna í april sem boðað var til fyrir jól vegna hatramms ágreinings forsetans, Jeltsíns, og þingsins, og þá einkum forseta þess Khasbúl- atovs. Átti að leita til þjóðarinnar um svar við þeirri spurningu hvert ætti að vera valdahlut- fall þessara tveggja greina ríkisvaldsins. Khasb- úlatov lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri algerlega andvígur þjóðaratkvæðagreiðslunni í april. Vildi hann að forsetakosningum yrði flýtt um tvö ár en þingkosningum um eitt ár. Kjör- tímabil þingsins rennur út 1995 en forsetans 1996. Reuter Söguleg heimsókn NJUYAN Manh Cam tekur á móti Frakklandsforseta á flugvellinum í Hanoi. Frakkar ætla að tvöfalda aðstoð sina við Vietnam. Mitterrand vill rjúfa einangrun Hanoi. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti hét því í gær að beita sér fyrir því að Bandaríkin afléttu viðskiptabanni á Víetnam. Mitterr- and, sem er fyrsti vestræni þjóðhöfðinginn, sem heimsækir Víetnam, brýndi jafnframt fyrir gestgjöfum sínum að virða mannréttindi og auka lýðræði. Mitterrand fer í dag til Dien Bien Phu, en þar unnu Víetnamar sigur á franska hernum, sem í raun batt enda á yfirráð Frakka í landinu. Vo Njuyen Giap hershöfðingi, sem þá leiddi víetnamska herinn til sig- urs, sat við hlið Mitterrands í kvöld- verðarboði í gærkvöldi. Hollenska þingið leggur blessun sína yfir líknardráp Þörfín er fyrir hendi - segir hollenskur læknir í samtali við Morgunblaðið ÞAÐ var þrýstingur frá almenningi og það út- breidda viðhorf að þörf væri á þeim kosti að dauð- vona sjúklingar gætu leitað til lækna með ósk um liknardauða sem leiddi til þess að hollensk yfir- völd lögðu blessun sína yfir líknardráp, segir Rob Dillmann, læknir og starfsmaður Konunglegu hol- lensku læknasamtakanna, en Morgunblaðið ræddi við hann í síma i gær. „Læknar þurfa hvarvetna að taka erfiðar ákvarðanir andspænis dauðastríði sjúklinga, hérlendis er hægt að ræða þennan vanda og þá kemur þörfin fram, víða annars staðar eru þessi mál ekki rædd,“ sagði Dillmann ennfremur. Það er alkunna að víða tíðkast það undir vissum kringumstæðum að læknar stöðvi meðferð dauðvona sjúklinga, þ.e. haldi að sér höndum og geri ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að framlengja dauða- stríð langt leiddra sjúklinga. Hollendingar hafa geng- ið skrefí lengra. Árum saman hafa hollenskir dómstól- ar heimilað líknardráp af hálfu lækna að uppfylltum ströngum skilyrðum. Áætlað er að eitt dauðsfall af hveijum fimmtíu verði með þessum hætti. Mikið hefur verið rætt opinberlega um þetta efni og í síðustu viku náðist pólitísk samstaða um reglugerð er heimilar berum orðum það sem viðgengist hefur árum saman. Hollenska þingið lagði svo blessun sína í gær yfir reglugerð dómsmálaráðuneytisins um þetta efni, en hún mun taka gildi um áramótin. Skilyrði þess að lækni sé heimilt að uppfylla ósk sjúklings um að bundinn sé endi á líf hans eru einkum þessi að sögn Dillmanns: Ólæknandi sjúkdómur sjúkl- ings, óbærilegt ástand, endurtekin ósk um dauða bor- in upp af fúsum og fijálsum vilja, aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar og annar læknir verður að staðfesta eftir viðtal við sjúkling að þessi skilyrði séu fyrir hendi. Banvænn skammtur af svæfingarlyfi Dillmann segir að flest líknardráp eigi sér stað í heimahúsum og yfirleitt sé heimilislæknir að verki sem þekki sjúklinginn vel. Gefinn sé banvænn skammtur af svæfingarlyfí. „Vissulega þarf læknir að yfirvinna siðferðilegar hindranir áður en hann getur leyst slíkt læknisverk af hendi, þar er aldrei um auðvelda ákvörð- un að ræða,“ segir Dillmann. „En þetta efni hefur verið rætt fram og aftur hér í Hollandi og þörfin fyr- ir þennan kost er fyrir hendi. Líknardráp eru viður- kennd í okkar samfélagi, 80-85% þjóðarinnar eru þeim fylgjandi, en hjá öðrum þjóðum kynni þetta að vera óviðunandi fyrirkomulag."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.