Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 1
72 SIÐUR B/C
64tbl. 81. árg.
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Prúðbúnir
Keuter
PRÚÐBÚNIR fyrrverandi liðsmenn lífvarðar Bretadrottningar komu
saman í gær við athöfn á degi Patreks, verndardýrlings Ira. Voru
þeir sæmdir heiðursviðurkenningu við það tækifæri.
Moskvu. Reuter.
Aðskilnaðarsinnar í Abkhazíu sögðust í gær hafa hætt sókn
sinni inn í Sukhumi, höfuðborg héraðsins sem skagar út úr norð-
vesturhluta Georgíu. Aðrar heimildir hermdu að sveitir stjórnar-
hers Georgíu hefðu hrundið árásunum og hefðu 120 aðskilnaðar-
sinnar fallið og fjöldi særst.
Aðskilnaðarsinnar kváðust hafa
hætt árásum á Sukhumi til þess að
hún yrði ekki lögð í rúst. Sögðust
þeir hafa dregið lið sitt til baka yfir
ána Gumista sem er 20 km norður
af borginni, að því er Itar-Tass-
fréttastofan hafði eftir leiðtogum
þeirra.
Edúard Shevardnadze, leiðtogi
Georgíu, sagði í gær að Sukhumi
væri algjörlega á valdi stjórnarhers-
ins. Aðskilnaðarsinnar, sem Shev-
ardnadze segir njóta liðsstyrks mörg
þúsunda rússneskra hermanna og
málaliða, réðust á borgina á sunnu-
dagskvöld og hörfuðu ekki fyrr en
í gær. Shevardnadze ritaði Borís
Jeltsín Rússlandsforseta bréf í gær
og skoraði á hann að hjálpa til við
að stöðva bardagana í Abkhazíu.
Lagði hann til að ríkin hæfu viðræð-
ur í því skyni í Moskvu eða Sukhumi.
Tilræðivið
Khameini
París, Dubai. Reuter.
ÍRANSKIR stjórnarandstæð-
ingar í París sögðu í gærkvöldi
að sprenging hefði orðið á
heimili Seyeds Ali Khameinis
trúarleiðtoga írana í Tehran
og kynni hann að hafa beðið
bana.
Starfsmaður írönsku fréttastof-
unnar IRNA vísaði þessu alveg á
bug sem hreinum uppspuna í síma-
samtali til Dubai. Talsmaður Abol-
hassans Bani-Sadrs, fyrrum forseta,
í París sagði að sprengingin hefði
orðið að næturlagi í fyrrinótt. Götum
að húsi Khameinis hefði verið lokað
og fyrirhuguðum kvöldverði með
fulltrúum þingsins í gærkvöldi hefði
verið aflýst.
Sukhumi á valdi
slj órnarher sins
Reuter
Á bak við bát er fjölskylda
FJÖLSKYLDUR franskra sjómanna tóku þátt í mótmælum í mörgum hafnarbæjum og borgum í gær.
Var myndin tekin í bænum Etaples skammt frá Boulogne og hefur ungur sjómannssonur skrifað á
teikningu sína að hver bátur brauðfæði að minnsta kosti eina fjölskyldu.
Franskir sjómenn
þrýsta á stjórnina
„ÓEIRÐALÖGREGLA var með mikinn viðbúnað hér í Boulogne
því sjómennirnir sem unnu skemmdarverkin hér á sunnudags-
kvöld komu af veiðum í fyrrinótt og var því búist við nýjum
aðgerðum af þeirra hálfu í gær. Til þess kom ekki og allt var
með kyrrum kjörum,“ sagði Gestur Matthíasson starfsmaður
uppboðsfyrirtækisins Unipeche í Boulogne í Frakklandi í sam-
tali við Morgunblaðið.
Þúsundir sjómanna og fjölskyldur
þeirra mótmæltu kröppum kjörum
og innflutningi á ferskfiski í mörgum
frönskum hafnarbæjum í gær. Víða
sýndu bændur og verslunarfólk sjó-
mönnunum samúð með þátttöku í
aðgerðunum. A nokkrum stöðum
kom til harðra átaka milli lögreglu
og sjómanna, að sögn Reuters-
fréttastofunnar
Engin úrlausn
„Það er mikil óvissa með fram-
haldið því sjómennirnir hafa enga
úrlausn fengið, það hefur ekkert
gerst í því efni,“ sagði Gestur. í dag
koma sjávarútvegsráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) saman til fundar
í Brussel. Charles Josselin sjávarút-
vegsráðherra Frakklands sagðist
myndu krefjast þess þar að lág-
marksverð á innfluttum fiski yrði
hækkað um 30%, lágmarksverð yrði
sett á fleiri tegundir en nú væri og
ennfremur myndi hann leggja til að
innflutningur á -íússaþorski yrði
stöðvaður.
Talsmenn sjómanna sögðu tilgang
mótmælanna í gær að mótmæla
meintu aðgerðarleysi frönsku stjórn-
arinnar í málefnum sjómannanna.
Þeir hafa orðið fyrir miklu tekjutapi
vegna verðlækkunar sem rakin hefur
verið til mikils framboðs á innfluttum
físki.
Vilja að Jeltsín taki sér
sérstakt forsetavald
Moskvu. Reuter.
NÁNUSTU ráðgjafar Borís Jeltsíns Rússlandsforseta ráð-
lögðu honum í gær að taka sér sérstakt forsetavald til þess
að binda enda á pólitíska kreppu í rúsneska valdakerfinu,
að sögn /tar-Tass-fréttastofunnar. Talið er að í því felist að
þingið verði sent heim.
Vjatsjelav Kostíkov, talsmaður
Jeltsíns, sagði að fulltrúar í for-
setaráðinu hefðu sagt það siðferði-
lega skyldu forsetans að grípa til
„mjög harðra ráðstafana". Til þess
hefði hann stjómlagalegan rétt.
í síðustu viku felldi rússneska
fulltrúaþingið allar tillögur forset-
ans og aflýsti þjóðaratkvæða-
greiðslu um stjórnskipan landsins.
Brást Jeltsín við því með því að
saka þingið um að vilja endurreisa
kommúnisma í Rússlandi. Hefur
þingið veikt .stöðu forsetans með
mörgum lagabreytingum en Rúsl-
an Khasbúlatov þingforseti segir
að það hafi verið gert til þess að
varðveita lýðræðið og koma í veg
fyrir einræði.
Kostíkov sagði að allar leiðir til
málamiðlunar og sátta í deilum
forsetans og þingsins hefðu verið
þrautreyndar. Áður sagði Sergej
Shakhraj aðstoðarforsætisráð-
herra að nýjar sáttatilraunir ættu
sér nú stað á bak við tjöldin og
hefðu m.a. verið á dagskrá þjóða-
röryggisráðs sem fundað hefði
undir forystu Jeltsíns í gær.
Kostíkov sagði að forsetinn
myndi að líkindum ávarpa þjóðina
á morgun, föstudag, og skýra frá
til hvaða ráðstafana yrði gripið.
Ákvæði um sérstakt forsetavald
er ekki að finna í rússneskum lög-
um en almennt er talið að í því
felist að forsetinn leysi upp þingið.
Samveldið
í gær lagði Jeltsín til að hlut-
verk Samveldis sjálfstæðra ríkja
yrði skilgreint svo það gæti staðið
undir þeim vonum sem við það
voru bundnar í öndverðu. Ætla
mætti að það hefði hvorki tilgang
né hlutverk. Án stofnana sem
hefðu skilgreindu hlutverki að
gegna yrði ekkert gagn af Sam-
veldinu. Sérstök þörf væri fyrir
skilvirkar sameiginlegar varnir til
þess að koma í veg fyrir svæðis-
bundin hernaðarátök.
Selskinn
hrúgastupp
í Grænlandi
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
SELSKINN hrúgast nú upp
hjá grænlenska skinnafyrir-
tækinu Great Greenland og
finnst enginn kaupandi að
þeim, að sögn grænlenska
útvarpsins.
Great Greenland hafði gert ráð
fyrir að taka á móti 50-55.000
skinnum en þau eru nú orðin
80.000 og ekkert lát á framboð-
inu. Fyrirtækið er skuldbundið til
að kaupa skinn af selveiðimönn-
um þó engin eftirspurn sé eftir
þeim.
Vegna samdráttur í fiskveiðum
hafa margir grænlenskir sjómenn
snúið sér að selveiðum. Heima-
stjórnin ákvað að ríkisfyrirtækið
Great Greenland skyldi kaupa
skinnin. Veiðimennirnir fá
200-250 danskar krónur fyrir
skinnið, jafnvirði 2.000-2.500
íslenskra. Á uppboðsmarkaði í
Danmörku, þar sem þau eru seld,
fást hins vegar einungis 50
danskar krónur fyrir skinnið, ef
kaupandi á annað borð finnst.