Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
íslenska landsliðið í handknattleik í Stokkhólmi
Stund
milli
stríða
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik fékk kærkomið
tækifæri í gær til að gleyma
handknattleik í tvær klukku-
stundir þegar liðinu va_r boðið
í móttöku í sendiráð íslands
í Stokkhólmi. Sigríður Snæv-
arr sendiherra bauð liðið vel-
komið og ræddi við piltana
og síðan var boðið uppá mat
og drykk. Piltarnir héldu síð-
an í Globen-íþróttahöllina og
sáu Svía bursta Þjóðveija
24:16. íslenska liðið mætir
Dönum kl. 17 í dag.
Morgunblaðið/RAX
Móttaka í sendiráðinu
FRÁ móttöku í sendiráði íslands í Stokkhólmi í gær. Frá vinstri: Jakob Gunnarsson sjúkraþjálf-
ari, Guðrún Arnarsdóttir, eiginkona Geirs Sveinssonar, Einar Gunnar Sigurðsson, Sigríður Snæv-
arr sendiherra, Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Kristín Pétursdóttir, unnusta Valdimars, og
Einar Þorvarðarson.
ísland leiðir
eftir fyrstu
umferðina
ÍSLENDINGAR unnu Frakka í
fyrstu umferð landskeppni þjóð-
anna í skák í gærkvöldi. Islending-
ar fengu 6 vinninga gegn 4 vinn-
ingum Frakka.
I fyrstu umferðinni unnu Jóhann
Hjartarson, Þröstur Þórhallsson,
Héðinn Steingrímsson og Björgvin
Jónsson skákir sínar. Margeir Pét-
ursson, Helgi Ólafsson, Karl Þor-
steins og Róbert Harðarson gerðu
jafntefli en Jón L. Árnason og Hann-
es Hlífar Stefánsson töpuðu.
Sjá skákþátt bls. 45.
♦ ♦ ♦---
*
Islendingur
vann 12 millj.
ÍSLENDINGUR var meðal þriggja
vinningshafa í Víkingalottó sem
dregið var úr í fyrsta skipti í
gærkvöld. Koma rúmar 12 milljón-
ir króna í hlut hans.
Sex aðaltölur og þijár bónustölur
voru dregnar út í beinni útsendingu
sjónvarpstöðvanna í gærkvöldi.
Vinningshafamir reyndust vera þrír,
frá jafn mörgum löndum, og skipta
þeir pottinum, 36.400.000 kr.
Útlit fyrir almenna
lækkun litlánsvaxta
ÚTLIT er fyrir almenna lækkun útlánsvaxta á næsta vaxta-
breytingardegi sem er um helgina. Bæði raunvextir og
nafnvextir munu þá lækka á mánudag. Vaxtalækkunin
kemur í kjölfar lækkunar á ávöxtunarkröfu spariskírteina
á eftirmarkaði að undanförnu.
Ákveðið að leigja
gamla Otto Wathne
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Skipaþjónusta Suðurlands í Þorlákshöfn
taki gamla Otto Wathne NS frá Seyðisfirði á leigu þar til skipið
verður selt úr landi, að sögn Kristins Þ. Ásgeirssonar, framkvæmda-
sljóra Skipaþjonustu Suðurlands.
„Við ætlum að veiða upp í þann
aflakvóta sem gamli Otto Wathne
átti eftir að veiða upp í. Aflinn verð-
ur seldur á fískmörkuðum hér
heima og jafnvel verður eitthvað
af honum sett i gáma,“ segir Krist-
inn Þ. Ásgeirsson. Þá segir hann
ætlunina að gamli Otto Wathne,
sem er ísfisktogari, veiði upp í kvóta
sem aðrir útvegi Skipaþjónustunni,
t.d: sé hugsanlegt að Birtingur hf.,
útgerðarfélag Dvergasteins hf. á
Seyðisfirði og Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, útvegi Skipaþjón-
ustunni kvóta en Birtingur ætlaði
að kaupa togarann Gylli frá Flat-
eyri áður en Flateyrarhreppur
ákvað að neyta forkaupsréttar.
Nýi Otto Wathne, sem er frysti-
togari, fær ekki leyfi til veiða í ís-
lensku fiskveiðilögsögunni fyrr en
búið er að afskrá gamla Otto Wat-
hne. Sá nýi er nú á veiðum fyrir
utan lögsöguna á Reykjanes-
hryggnum og var búinn að fá þar
á annað hundrað tonn af blönduðum
afla, þar á meðal blálöngu, þegar
síðast fréttist.
í dag
A tvinnuleysisbætur____________
Þegar sótt er um atvinnuleysisbæt-
ur hefst töluvert flókið ferli og
margir koma þar nærri 20
íslandsbanki
Jóhannes Nordal formaður banka-
stjómar Seðlabankans segir eig-
infjárstöðu íslandsbanka mjög
góða og enga ástæðu til að ætla
að bankinn lendi í vandræðum 26
HM í handbolta á íslandi
Enn margir lausir endar, segir for-
maður framkvæmdanefndar 51
Leiðari________________________
Umhverfísvemd og efnahagur 26
Viðskipti/Atvinnulif
► Tap Búnaöarbankans 31 milþ'-
ón - Auknar afskriftir Fiskveiða-
sjóðs Hagstofusfjórar Eystra-
saltsríkja í heimsókn - Hrun
norska bankakerfisins.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, sagði að ákvörðun um
vexti yrði tekin fyrir helgi. Sagði
hann ekki ólíklegt að vextir muni
lækka, bæði raunvextir og nafn-
vextir. Valur sagði óákveðið hvað
lækkunin yrði mikil.
Til athugunar
í Búnaðarbanka
Jón Adolf Guðjónsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, sagði að til
athugunar værí í bankanum að
lækka vexti á næsta vaxtabreyting-
ardegi og myndi breytingin ná bæði
til óverðtryggðra og verðtryggðra
útlána. Sagði hann að lækkunin
væri fyrst og fremst vegna lækk-
andi vaxta á eftirmarkaði en ekki
væri búið að ákveða hvað vöxtum
yrði breytt mikið.
Ekki ákveðið
hjá sparisjóðum
Baldvin Tryggvason, formaður
Sambands íslenskra sparisjóða,
sagði að sparisjóðirnir hefðu ekki
ákveðið vaxtalækkun. Ekki náðist
í bankastjóra Landsbanka íslands í
gær.
Ávöxtun ríkisvíxla lækkaði í út-
boði í gær um hálft prósentustig
og er meðalávöxlunin 10,14%.
Sjá bls. 6: „Ávöxtun ríkisvíxla..."
lófl
II _ 'Tt ^jibíSBSkb - jj ii laV * 1 #,1 ajR ij
Dagskrá
^ Kaup Sjónvarpsins á erlendu
dagskrárefni - Evrópa í stríði
við Bandaríldn - þáttur um vímu-
efnaneyslu á Sólinni - bók um
par úr kaffiauglýsingum.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Forseti Liiháens íheimsókn
ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháens, kom í gær til íslands í tveggja
daga heimsókn. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók á móti forsetanum
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með Brazauskas í för eru m.a. ráðgjafí
hans Ramunas Bogdanas,' sem átti mikil samskipti við íslendinga sem
aðstoðarmaður Vytautas Landsbergis fyrrverandi forseta Litháens, og
Dalius Cekuolis, sendiherra Litháens I Danmörku og á íslandi. Á mynd-
inni með Brazauskas og Davíð er túlkur litháenska forsetans.
Sjá bls. 22: „Jeltsín verður ekki steypt"
Ákærðusýknuð
í Efranesmálinu
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, ásamt kaupanda og seljanda jarð- i
arinnar Efraness í Borgarfirði, hefur verið sýknaður af kröfu 1
hreppsnefndar Stafholtstungnahrepps um að hnekkt verði úr-
skurði landbúnaðarráðuneytisins, þar sem felld var úr gildi ákvörð-
un hreppsnefndarinnar um að neyta forkaupsréttar á jörðinni
Efranesi og endurselja hana öðrum aðilum.
Ólafur Þ. Þórðarson alþingis-
maður keypti jörðina Efranes 14.
maí 1991 af Ásdísi Jóhannesdótt-
ur, en á fundi 26. maí ákvað
hreppsnefnd Stafholtstungna-
hrepps að neyta forkaupsréttar og
selja öðrum aðilum jörðina. Ólafur
kærði þessa málsmeðferð til land-
búnaðarráðuneytisins og 19. júlí
felldi ráðuneytið úr gildi ákvörðun
hreppsnefndarinnar á þeirri for-
sendu að efnisleg rök fyrir henni
hefðu ekki verið nægjanleg. Höfð-
aði hreppsnefndin þá mál á hendur
ráðuneytinu, Ólafi og Ásdísi, þar
sem farið var fram á að úrskurði
ráðuneytisins yrði hnekkt, og að
þeim Olafí og Ásdísi yrði gert að
þola að úrskurði ráðuneytisins yrði
hnekkt.
Fólkið sem keypti jörðina af
hreppsnefndinni hóf þar búskap og
sat síðan áfram í óþökk Ólafs eftir
að kaupin gengu til baka og þar
til fógeti kvað upp úrskurð um út-
burð 12. mars 1992.
Almennra reglna ekki gætt
í dómi Héraðsdóms Vesturlands
sem Hervör Þorvaldsdóttir héraðs-
dómari kvað upp kemur fram að
hreppsnefnd Stafholtstungna-
hrepps hafi ekki gætt þeirra al-
mennu reglna sem gilda um máls- i
meðferð og ákvarðanatöku, og því
hafi verið rétt af landbúnaðarráð-
herra að fella úr gildi ákvörðun
hreppsnefndar. Því beri að sýkna
stefndu, landbúnaðarráðherra, Ólaf
Þ. Þórðarson og Ásdísi Jóhannes-
dóttur af öllum kröfum stefnanda
í málinu. Var Stafholtstungna-
hrepp gert að greiða stefndu 200
þús. krónum hverju í málskostnað.