Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Fjöldi árekstra varð í blindbyl FJÖLDI árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi í gær, þegar skyndilega skall á versta veður. í Reylgavík skemmdust til dæmis 49 bifreiðar í 20 árekstrum. Þá varð mjög harður árekstur í Hafnarfirði, þar sem níu bifreiðar skemmdust meira eða minna. Um kl. 10 í gærmorgun byrjuðu óhöppin, enda var þá kominn blind- bylur. Alls urðu 20 árekstrar í höf- uðborginni fram að hádegi. Sjö bíl- ar skullu saman í Ártúnsbrekku um kl. 10.30 og fimmtán mínútum síðar skuliu fjórir bílar saman þar í brekkunni. Þá varð fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrarbraut um kl. 11.30. í árekstrunum 20 skemmdust alls 49 bílar og sumir mjög mikið. í Hafnarfirði skemmdust níu ökutæki í gærmorgun í sömu árekstrahrinunni, sem varð á Reykjanesbraut, við gamla kirkju- garðinn. Þar var vitlaust veður og varla stætt. Upphafið varð þegar litlum fólksbíi var ekið á jeppa, en síðan bættust æ fleiri bflar í hóp- inn. Subaru-bíll lagðist nær saman og gjöreyðilagðist þegar snjóm- oksturstæki var ekið á hann. Kon- ur, sem voru í bílnum, höfðu þá rétt forðað sér út úr honum, eftir að bíll þeirra skall á annan bíl. Lögreglan í Hafnarfírði sagði að tvo tíma hefði tekið að koma um- ferð í eðlilegt horf eftir þessar miklu hrinu. Gífurlegt tjón varð, en síðdegis í gær var enn unnið að því að reyna að fínna út, hver ók á hvem. Þá varð fímm bíla árekstur á Álftanesvegi á svipuðum tíma og þrír bílar skullu saman á Reykja- víkurvegi. Lögreglan í Hafnarfírði lýsti ástandinu í umferðinni á þess- um tíma sem „hrikalegu". Morgunblaðið/Ingvar Árekstur í kófi SJÖ bílar skullu saman í Ártúnsbrekku í Reykjavík í gærmorgun, þar á meðal lenti fólksbíll aftan undir áætlunarbíl. Engin slys urðu á fólki. ÞAÐ var algeng sjón á höfuðborgarsvæð- inu í gærmorgun að sjá fólk ýta bílum úr snjósköflum sem mynduðust snögglega. Morgunblaðið/Sverrir VEÐURHORFUR I DAG, 18. MARS YFIRLIT: Skammt norðaustur af landinu er 968 mb nærri kyrrstæð lægð, en um 400 km vestsuðvestur af Reykjanesi er önnur lægð, 970 mb djúp. Hreyfist hún austnorðaustur og grynnist heldur. SPA: Norðan- og norðaustanátt, víða nokkuð hvöss, en lægir síðdegis. Eljagangur um landið norðanvert, en léttskýjað á Suður og Suðaustur- landi. Kóinandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt með snjókomu um mest allt land í fyrstu, en síðan vestanátt og él vestanlands. Frost víðast á bilinu 3 til 6 stig. HORFUR A LAUGARDAG: Vestan- og síðan norðvestanátt. Éljagangur norðanlands og vestan en léttskýjað suðaustan til. Áfram kalt. HORFUR Á SUNNUDAG: Suövestan eða breytileg átt á landinu. Snjó- koma eða él sunnan- og vestanlands en þurrt norðaustanlands. Tals- vert frost. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Q ▼ v/"\ C ) Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r * / * * * * . ? * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V V V y Súld Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ^ FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Sæmileg færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, en töluverður éljagang- ur sunnan- og vestanlands og getur verið mjög dimmt að aka í éljunum. Fært er um Hellisheiði og Þrengsli, með suðurströndinni og austur á firði og yfirleitt er góð færð eystra. Fært er fyrir Hvalfjörö og um vegi í Borgarfiröi, en á norðanverðu Snæfellsnesi, Fróðárheiði og í Kerlingar- skarði hefur ekki verið neitt ferðaveður. Það er færi um Heydali í Dali og Reykhólasveit. Slæmt ferðaveður hefur verið um Holtavörðuheiði, en vegurinn er fær þar og um Strandir til Hólmavíkur. Stórir bílar kom- ast um Steingrímsfjarðarheiði til (safjarðar. Að öðru leyti er góð færö á vegum á Norðurlandi og fært allt austur að Vopnafirði og sömuleiðis um Mývatnsöræfi og Mörðudalsöræfi. Upplýsingar um færð fást hjá Vegaeftirliti f sfma 91-631500 og á grænnilínu 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 úrkoma Reykjavlk +2 snjóél Bergen 4 skúr Helsinki 2 alskýjað Kaupmannahöfn 7 súld Narssarssuaq +19 léttskýjað Nuuk vantar Osló 9 skúr Stokkhólmur 9 léttskýjað Þórshöfn 4 íshaglél Algarve 18 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 16 miBtur Beriín 8 rigning Chicago +8 léttskýjað Feneyjar 8 pokumóða Frankfurt 12 rigning Glasgow 13 súid Hamborg 8 súld London 15 skýjað LosAngeles 16 alskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madrid 17 heiðskírt Malaga 18 skýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 3 rigning NewYork 6 rigning Orlando 18 úrkoma Paría 13 skýjað Madeira 19 léttskýjað Róm 15 léuskýjað Vín 11 rlgning Washington 4 rigning Winnipeg +24 heiðskírt Vestmannaeyjabær neytir forkaupsréttar Breytir ekki áformum Vinnslustöðvarinnar SIGHVATUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar hf. í Vestmannaeyjum, segir að ákvörðun bæjar- stjórnar Vestmannaeyja um að neyta forkaupsréttar að togaranum Sindra og bátnum Frigg sem fyrirtækið hafði selt útgerðarfélögum í Grindavík breyti engu um áform Vinnslustöðvarinnar hf. „Við seldum báða þessa báta góðum mönnum í góðri trú. Akvörðun bæjarstjómar breytir engu fyrir okkur en þetta er leiðin- legt því við erum búnir að vinna lengi með kaupendunum að þess- um viðskiptum. Maður hefur reynt að standa við gefin orð í sambandi við þau en er svo gerður ómerkur orða sinna,“ sagði Sighvatur. Hann sagði að Vinnslustöðin hf. væri komin með tryggari kaupend- ur því bæjarsjóður hlyti að taka á sig allar þær skuldir og ábyrgðir sem samningarnir kveða á um og þar með væru þær lausar af herð- um vinnslustöðvarmanna og bæj- arsjóður virðist vera nokkuð traustur skuldari. „Það er orðið ansi flókið mál að selja skip á milli landshluta þegar bæjarsjóðir geta alltaf gengið inn í kaupin, þó að menn hafi oft og tíðum vitað að skipin hafí verið til sölu í lang- an tíma. Síðan er gengið í málið allt í einu á þennan hátt. Ég held að menn ættu frekar að veija kvót- ann en skipin," sagði Sighvatur. Fer beint í gáma Hann sagði að fyrirtækið hefði stefnt að því að fækka skipum og myndi hugsanlega gera það eitt- hvað áfram. Gott væri að vita af því að bæjarsjóður væri öruggur kaupandi að þeim skipum sem áhugi væri á að selja. „Það er gott að halda skipunum áfram í bænum og verður kannski til þess að kvótaeign hér eykst. Það er auðvitað jákvætt og mér sem Vest- mannaeyingi hlýtur að líka það. Aftur á móti er það neikvætt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að sá kvóti sem fer frá okkur fer beint í það að flytja út ferskan fisk í gámum í stað þess að fara í vinnslu í Grindavík. Menn verða að hugsa um það hvar aflinn er unninn í þessu atvinnuleysi,“ sagði Sighvat- ur. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skyiduaðild að nem- endafélagi afnumin SKÓLANEFND Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sam- þykkt tillögu fulltrúa nemenda þess efnis að gefa aðild að nemendafélagi skólans, frá og með næstu haustönn, frjálsa. Daði Einarsson, annar fulltrúi nemenda í nefndinni, segist ekki búast við að meirihluti nemenda segi sig úr nemendafé- laginu í kjölfarið. Aðspurður sagði Daði að eflaust myndu einhvetjir nemendur telja hag sinn í að vera ekki í nemerid- afélaginu og nefndi hann í því sam- bandi eldra fólk sem gert hefði hlé á námi. Hann kvaðst hins vegar ekki búast við að meirihluti nem- enda segði sig úr félaginu. Daði játti því að starfsemi nem- endafélagsins myndi taka breyt- ingum í kjölfar afnáms skylduað- ildar. Þannig yrði lögð meiri áhersla á að nemendur högnuðust á að vera í félaginu en áður. FG er fyrsti framhaldsskólinn til að afnema skylduaðild að nem- endafélagi en það hefur m.a. kom- ið til tals í Háskólanum og var eitt af baráttumálum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í nýaf- stöðnum kosningum til Stúdenta- ráðs. Þess má geta að einhugur var um afnám skylduaðilar í skóla- nefnd FG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.