Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 10

Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ IlMMTUDAGUR 18. MÁRZ 1993 S JÚK í ÁST __________Leiklist_____________ Hávar Sigurjónsson Leikhópur Fjölbrautaskólans við Armúla sýnir Sjúk í ást eftir Sam Shepard i leikstjórn Guðmundar Haraldssonar. Þýðandi ónefnd- ur. Leikendur: Sigurður Líndal Þór- isson, Sara Dögg Eriesdóttir, Sigurjón Starri Hauksson og Þórður Guðmundsson. Sýnt í Rósenbergkjallaranum. Leikritið Sjúk í ást var sýnt hér af hópi atvinnuleikara fyrir fáeinum árum við góðar undirtektir. Það er djarft af ungum og óreyndum leik- endum að takast á við verk af þessu tagi, enda kennileitin fá á snúnu einstiginu að hjarta persóna Shep- ards. Það er fjarri því að þessum hópi takist að fóta sig fullkomlega allt til enda, en þeim tekst engu að síður að standa sig furðanlega og eftir situr einkennilega áleitin minning um þessa litlu sýningu. Verkið gerist á móteli í einhveiju eyðimerkurríkja Bandaríkjanna. Eddie nokkur leitar þar uppi vin- stúlku sína, May, sem hefur hálf- partinn falið sig þar fyrir honum. Á milli þeirra liggja ótal þræðir, ástarsamband með meiru. Nýr kunningi May, gæðablóðið Martin, kemur til að fara með henni í bíó en Eddie sleppir þeim ekki svo auð- veldlega. í bakgrunni er gamall maður sem rifjar upp sögu sína og hvernig hann, Eddie og May tengj- ast í fortíðinni. Einn veikleiki þess- arar sýningar er hversu illa er unn- ið úr persónu gamla mannsins og er þar ekki við leikarann að sak- ast, heldur er engu líkara en leik- stjórinn hafi ekki áttað sig á því hversu mikilvæguni tilgangi sá gamli þjónar í verkinu. Staðsetning hans utan við sviðið og tengslaleysi við hina leikendurna bendir a.m.k. til þess. Sigurður Líndal og Sara Dögg áttu mörg falleg augnablik og sér- staklega þótti mér til um góðan flutning Sigurðar á sögu þeirra beggja; þar tókst honum að halda athygli áhorfenda óskiptri og draga upp sterka mynd af innihaldinu. Sara Dögg hafði einnig góðan skiln- ing á May, viðbrögð og svipbrigði voru sannfærandi en veiki hlekkur- inn var framsögnin sem hún veit sjálfsagt meira en nógu vel af sjálf. Hún ætti samt ekki að láta það draga úr sér kjarkinn. Siguijón Starri kom skemmtilega á skjön inn í þessa mynd og gerði Martin einna líkastan saklausum pilti að norðan. „Piltar að norðan“ finnast sjálfsagt líka í Ameríkunni og mér þótti vænt um að Siguijón Starri og leikstjórinn höfðu staðist þá freistingu að gera Martin að kjánalegum trúð. Leikendur standa sig vel í þessari sýningu og leikstjór- inn á vafalaust sinn þátt í því að greinileg alúð hefur verið lögð við hljóðvinnslu og lýsingu. Bakljósið fyrir gamla manninn er samt algjör óþarfi og beinlínis truflandi fyrir áhorfendur. í sem stystu máli, þetta er sýning með stóra kosti og áber- andi galla en vel þess virði að sjá hana. Sara Dögg Ericsdóttir og Sigurður Lindal Þórisson eru Sjúk í ást í Rósenbergkjallaranum þessa dagana. Einsöngvai’ar og stjórnandi með Kammersveit Reykjavíkur, Kammersveit Reykjavíkur _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í íslensku óperunni sl. þriðjudag. Fyrri hluti tónleik- anna var helgaður Grieg en í júni nk. eru liðin 150 ár frá fæð- ingu hans. Auk laga Griegs voru flutt söngverk eftir Leif Þórar- insson og Arne/ Nordheim og eitt kammerverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Einsöngvarar voru Þórunn Guðmundsdóttir og Njál Sparbo. Konsertmeistari var Rut Ingólfsdóttir en stjórnandi Ingar Berby. Flutt voru nokkur píanólög og sönglög er Grieg umskrifaði fyr- ir strengjasveit. Þessi smáverk voru leikin af þokka, þó nokkuð væru þau bæld á köflum og þar af leiðandi tíðum nokkuð hljóm- dauf. í þessum rómantísku verk- um þarf stærri strengjasveit og að því þarf að gæta, að það sem hljómar sterkt upp á sviði, hefur allt annan hljómstyrk út í sal. Njáll Sparbo söng fimm lög Gri- egs við ljóð eftir Vinje og söngv- erkið Den Bergtekne, op. 32. Sönglög Griegs njóta sín best í samleik píanós, auk þess sem umritun þeirra fyrir strengja- sveit var heldur klén. Af Vinje- lögunum eru Vorið og Móðir mín gamla þekktust en öll lögin voru vel sungin. Sparbo er mjög góður söngvari og í söngverkinu, sem Grieg samdi við þjóðkvæðið Den Bergtekne, var flutningur söngv- arans sérstaklega góður. Reverie heitir kammerverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og er það samið fyrir flautu, selló og hörpu. Reverie er fallega samið verk, og var ágætlega leik- ið af Martial Nardeau, Elísabet Waage og Sigurði Halldórssyni. Angelus Domini er gamalt verk eftir Leif Þórarinsson og skemmtilegt að heyra hversu nýstárleiki þess heldur sér vel, en svo er um alla góða tónlist, að þar fær tíminn engu um breytt. Verkið var sérlega vel flutt og átti söngkonan stóran þátt í ánægjulegum endurfundi við þessa faliegu og innilegu bæn í þýðingu Halldórs Laxness. Lokaverk tónleikanna var Magic Island eftir Arne Nord- heim. Verkið er að gerð eins konar hljóðtjöid, enda samið við texta úr Storminum eftir Shake- speare. Hljóðumhverfi þess er búið tii með kammersveit og raf- hijóðum en tveir söngvarar flytja textann, sem í fyrstu er nokkuð slitróttur í framsetningu. Er líður á verkið nálgast höfundurinn eða réttara sagt sættist hann við textann og tónverkið kyrrist undir lokin. Hljóðskipan verksins er víða áhrifamikil og hljómsveit- arleik og rafhijóðum víða mjög skemmtilega raðað saman. Þór- unn og Sparbo fluttu verkið af öryggi en oft reyndi á og er ýmislegt í verkinu, sem er erfitt að komast frá með góðu móti. Þessa „fingurbijóta" yfirstigu söngvararnir með glæsibrag. Flutningur Kammersveitar Reykjavíkur var í heild góður en þó bestur í verkum Leifs og Nordheim og auðheyrt að gesta- stjórnandinn Ingar Berby er ágætur stjórnandi, sem kom hvað best fram í nútímaverkun- um. Við bjóðum þér: 10 fðiM sjónvarp & myndbandstski SAMAN í PAKKA AÐEINS KR. 49.900 Rétt verö kr. 65.335 Elta Mini- hljómtækja- stæda Tíu myndbandsspólur á aðeins kr. 1*990 TILBODSVERÐ; mim Réttverð kr. 34^900 ■ CD-SPILARI ' • > KASSETTUIÆKI > tónjafnari ' '• >■ ÚTVARP MW/Fm’- VÍPÓMa' Víð hjá Tónver bjóðum besta verðið! Á tímum harðandi samkeppni dugar ekkert annað en að bjóða betur en aðrir... ENNFREMUR: Utvíarpsk Iul« í< ir trá kr. >oo Hljómtacíi<i frá 9.900 VctSPidísko t: á kr 900 Ferðatæk: irá kr 1 .900 Biítæk: -r tíátöiíarcar kr. Útvcarpjstoek( frá kr. 900 BYÐUR NOKKUR BETUR? Nýtt símanúmer: 68 49 77 Sendum hvert á land sem er MUNALÁN • ÞÝSK GÆÐAMERKI • ÁBYRGÐ Erum fluttir að Suðurlandsbraut 12 Næg bílastæöi Einleikur á selló á sinfóníutónleikum VERK eftir Haydn, Lutoslawski og Brahms verða leikin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld. Hljómsveitinni stjórnar Pólverjinn Wojciech Michni- ewski og ungur sellóleikari frá Bandaríkjunum, Wendy Warner, leikur einleik. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Wojciech Michniewski stundaði tónlistarnám í Varsjá. Hann út- skrifaðist með láði í tónsmíðum og hljómfræðum frá Chopin-aka- demíunni þar og stjórnaði Þjóðarf- ílharmóníuhl- jómsveit landsins frá 1973. Síðan hefur hann stjórnað öllum helstu hljómsveit- um Póilands, var meðal annars til skamms tíma listrænn stjórnandi Fílharmóníusveitarinnar í Poznan, og sópað að sér verðlaunum í al- þjóðiegum keppnum. Wendy Warner var undrabarn á selló, hún hóf tónlistarnám íjög- urra ára og hefur síðustu ár notið leiðsagnar sellósniliingsins Mstislav Rostropovits. Hún er 21 árs gömul og hefur haft atvinnu af tónlistinni síðan hún var átján ára. Warner hefur unnið til fjölda verðlauna og hróður hennar fer sífellt vaxandi. Hún er orðin eftir- sóttur einleikari víða um þeim. Á tónleikunum verður ieikin 49. sinfónía Haydns, Píslarsinfóníana, sem hann samdi árið 1768. Selló- konsert Lutoslawskis er tileinkað- ur kennara Warner, Rostropovits, og hefur verið lýst sem átökum pólsku þjóðarinnar og kerfisins. Loks flytur hljómsveitin þriðju sinfóníu Brahms. Tónleikarnir í kvöld eru hinir fimmtu í svokall- aðri rauðri tónleikaröð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.