Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 11

Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1998 11 Formræn grunnmál Myndlist Bragi Asgeirsson Sumir flýta sér hægt, en aðrir geysast áfram uppnumdir af þeim hugmyndum, sem taka hug þeirra fanginn hverju sinni. Myndlistar- maðurinn Guðjón Bjarnason er einn þeirra sem sést ekki fyrir í ákafa sínum og og sköpunargleði. Menn urðu með sanni varir við þessa eig- inleika hans á hinni stóru sýningu á Kjarvalsstöðum 1990 og svo aft- ur í Menningarstofnun Bandaríkj- anna 1991. Þá hefur hann haldið hvorki meira né minna en 10 einka- sýningar frá 1990 og má með sanni segja að Guðjón hafí virkjað hraða nútímans á fleiri en einn hátt. Á sýningu hans á Kjarvalsstöð- um kenndi sterkra áhrifa frá Ans- elm Kiefer, sem var svo sem ekk- ert verra, og maðurinn enda goð- sögn vestra á þeim árum. Síðustu tvær sýningar bera þess svo vott að Guðjón sé farinn að hugsa meira í byggingarfræðilegum formum og þá einkum sú, sem nú og fram til 21. marz stendur yfír í Hafnar- borg. Jafnframt má álíta að Guðjón sé á leið til naumhyggju, en sú list- stefna hefur átt miklu fylgi að fagna hin síðari ár og er mörgum sem trúarbrögð. Það er einkum í hinum tvívíðu verkum eins og á endavegg sem naumhyggjan ræður ríkjum, en annars er öll sýningin tilbrigði við samkynja þrívíð tákn, sem fyrst eru skorin út úr stálbitum eðá köntuð- um stálrörum með logsuðutækn- inni, en síðan fært í tvívíðan bún- ing, en afgangsformin liggja svo í einni hrúgu í hliðarherbergi. Þetta má kalla vissa tegund formrænna eldæfinga, sem ganga síðan í gegn- um ákveðið ferli, sem er í senn hugrænt sem byggingarfræðilegt. Gerandinn eins og kveikir form- rænt líf úr dauðu járni og nýtir alla möguleika hins sérstaka forms til hags fyrir rökfræðilegt mynstur. Hér kemur fram hinn sígildi leikur með orsök og afleiðingu mótaður í búning sjónræns ferlis. Það er næsta auðvelt að sjá það í myndrænum athöfnum Guðjóns, að hér er húsameistari að verki, enda lauk hann meistaragráðu í arkitektur frá Columbia háskólan- um í New York 1989, en einnig hefur hann meistaragráðu frá Skóla sjónrænna lista í sömu borg (1987). Miðað við hve stutt er síðan Guðjón lauk viðamiklu námi má með sanni segja að hann hafl ekki setið auðum höndum, en eins og kunnugt er svífur margur í lausu lofti í nokkur ár á eftir. Hins vegar er ég ekki viss um að hann hafi fundið fast undir fæti í viðleitni sinni enn sem komið er, en athafna- gleði hans er hins vegar aðdáunar- verð. Uppgötvanir Guðjóns kannast maður vel við úr list samtímans, svo hann er hér ágætlega upplýst- ur, en einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni, að hann vinni ekki nægilega úr þeim. Þannig eru skúlptúrformin, sem blasa við á salargólfinu er upp á stigapallinn er kornið, hálf umkomulaus og nið- urröðun þeirra tætingsleg. Hins vegar er mun meira samræmi í myndaröðinni á endavegg og hér er eitthvað, sem segja má að hafi gengið upp í listhugsun Guðjóns samanber endavegginn á Kjarvals- stöðum á sýningunni 1990, og var þá einnig í heild sinni eftirminnileg- asta framlag hans. Hvernig myndirnar njóta sín svo einar sér á vegg er erfiðara að gera sér grein fyrir og hinar dökku myndir í innri salnum eru annars eðlis, þrátt fyrir skylt myndrænt táknmál. Sýningin í heild er þannig fyrir margt hugsuð sem allsherjar upp- setning „installation", en í reynd gengur hugmyndin ekki alveg upp, til þes er hún full brotakennd í ein- hæfni sinni. Það má segja að högg- myndalist 20 aldarinnar hafi um margt nálgast byggingarlistina og að listamaðurinn sé öðrum þræði einnig arkitekt og verkfræðingur, og í sumum tilvikum jafnvel vél- fræðingur! En sumir hafa þó hafn- að þessum skilningi í eigin vinnu eins og t.d. Henri Moore, Alberto Giacometti, Marino Marini og Marcello Mascerini svo einhveijir séu nefndir, sem hafa öðru fremur Guðjón Bjarnason gengið út frá hinu upprunalega og lífræna í forminu. Jafnframt hafa þeir gætt verk sín máttugri ljóð- rænni kennd, sem sækir eldsneyti sitt í grómögn lífisins og gerir verk þeirra svo sláandi mitt inni í frum- skógi kaldra nútímabygginga. Hvað hina byggingarfræðilegu hlið snertir má vísa til fjölmargra, svo sem Alexanders Árkipenko, sem var einn hinna fyrstu sem uppgötvaði tjáningarmöguleika op- ins rýmis sem andstæðu við hvelfd form, Vladimir Tatlin, bræðurna Antonie Pevsner og Naum Gabo og Robert Jacobsen. Báðir hóparnir hafa gert stór- brotin verk og ég geri ekki upp á milli þeirra, en séu ekki hin arki- tektónísku verk einnig öðrum þræði lífræn gef ég ekki mikið fyrir þau. Guðjón Bjarnason telst til hins arkitektóníska skóla, en verk hans skortir enn sem komið er einhver þau lífsmögn og þá formrænu dýpt, sem eins og jarðtengir þau — gerir þau að þátttakendum í hræringum lífsflórunnar. Viðbót við sýninguna eru svo hugleiðingar ritskálds og bók- menntafræðings á sýningarblöð- ungi og kannski eykur það við ris hennar í augum -einhverra og er sjálfsagt í besta lagi að listamenn leita á þau mið list sinni til fullting- is. En á stundum verður manni þá hugsað til orða Oscars Wilde: „... ofsi bókamannsins er alltaf sér- kennilega máttvana. Framkvæmd- irnar halda honum ekki í skefjum og hann verður óháður staðreynd- um. Hann er ekkert annað en lýs- ingarorð og mælska, áherzla og ýkjur ... DUNDUR UTSALA á eldri skíðagerðum og skíðafatnaði Amað60% afsláttur [$skíðagallar 30% afsláttur kr. 19.900,-+ Craft skíðagallar á börn og unglinga Verð frá 3.950-6.990,- Úlpur 3.950-4.700,- S?03T ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. Söluturn - Kóp. Höfum í einkasölu góðan söluturn í eigin húsnæði í versturbæ Kópavogs. Góð tæki og áhöld. Lottó. Verð með húsn. kr. 3,5 millj. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Rúðfjöf ■ Bókhald ■ Skattaaðstoð ■ Kaup or sulu fyrirlœkju Síðumúli 31 ■ IDH Reykjavík ■ Sími DH 92 99 ■ h'ax 6H 19 45 Kristinn B. Raf>narsson, viðskiptafrœðinxur RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S. 61 95 50 MAZDA 323 WAGON 4WD. AlDRIFSBÍll Á GÓÐU VERÐI! t 1600 cc vél meö innspýtingu • Sídrif • Læsing í millikassa • 5 gírar • Vökvastýri • Álfelgur o.fl. Verð kr. 1.295.000 stgr. meö ryövörn og skráningu. Opið laugardaga frá kl. 10 -14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.