Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
15
Aðstoð við félaga í þrengingum
hefur verið viðfangsefni samtaka
iðnaðarmanna öldum saman.
Múrarameistarar stofnuðu styrktar-
sjóð árið 1934. Stofnframlag var sá
hluti sjóða Múrarafélags Reykjavík-
ur, sem kom í hlut meistara við skipt-
ingu félagsins. Þorkell Ingibergsson
lagði til á aðalfundi 1935 að lífeyris-
sjóður yrði stofnaður á vegum fé-
lagsins. Tillagan var samþykkt og
gengið frá samþykktum sjóðsins 7.
júní sama ár. Sjóður þessi hlaut
nafnið Tryggingasjóður.
Samskipti Meistarafélagsins og
Múrarafélagsins hafa yfirleitt verið
góð. Félögin keyptu jörðina Önd-
verðarnes í Grímsnesi árið 1968 og
hafa komið sér þar upp sumarbú-
staðahverfi og sameiginlegri að-
stöðu. Fyrirtæki í byggingariðnaði
hafa styrkt þessa starfsemi.
Múrarameistarafélagið var á
hrakhólum með starfsemi sína allt
til ársins 1964, en þá var opnuð
skrifstofa í leiguhúsnæði á Suður-
landsbraut 12. Skrifstofumaður var
aðeins einn, en skrifstofan var opin
allan daginn. Fljótlega þurfti að
fjölga starfsmönnum, enda var eftir-
lit með mælingum meðal verkefna
skrifstofunnar. Múrarameistarafé-
lagið gekk í Samband meistara í
byggingariðnaði við stofnun þess 5.
maí 1958, en hafði áður átt aðild
að Vinnuveitendasambandi íslands.
Viðfangsefnin síðastliðinn áratug
hafa verið með svipuðu sniði og á
fyrri áratugum. Uppbyggingunni í
Öndverðarnesi hefur verið haldið
áfram og í samvinnu við Múrarafé-
lagið sem fyrr og þar hefur verið
borað eftir heitu vatni með mjög
góðum árangri. Borholumar hafa
þó ekki verið virkjaðar enn sem kom-
ið er, enda er talið sýnt að kostnað-
ur við þær framkvæmdir yrði 30-40
milljónir króna. Nýr golfskáli er í
byggingu, en hann er að stofni til
hlaða frá dögum búskapar í Önd-
verðarnesi. Gert er ráð fyrir, að skál-
inn verði fullbúinn til notkunar á 20
ára afmæli golfklúbbs múrarafélag-
anna árið 1994. Framkvæmdir við
golfvöll á svæðinu hófust 1973.
Múrarafélögin hafa einnig átt
mikið samstarf á sviði menntunar
félagsmanna. Unnið hefur verið að
því að gera ménntunina markvissari
með þeim árangri að næstkomandi
haust verður væntanlega sett á stofn
grunndeild við Iðnskólann. Þá eykst
verkleg kennsla verulega. Miklar
vonir eru tengdar við deild þessa.
Einnig hefur verið unnið að endur-
menntun félagsmanna. Nýlega er
lokið námskeiði um steypuskemmd-
ir, greiningu þeirra og tilboðsgerð í
að lagfæra þær. Um 30 manns voru
á námskeiði þessu. Námskeið í flísa-
lögn og arinhleðslu er í undirbúningi.
Kjaramál hafa verið með svipuðu
sniði og fyrr. Atvinnuástand var
gott, ef allrasíðustu ár eru undan-
skilin, en upp á síðkastið hefur at-
vinnuleysi verið talsvert. Orsakir
þessa eru nokkrar, en samdráttur í
þjóðfélaginu vegur þyngst. Hér má
einnig nefna tæknilegar orsakir, til
dæmis þann sið að klæða hús, jafn-
vel heilar blokkir, með innfluttum
3M
Scotch
PÁSKAEGGIN
ERU KOMIN í
BARNABOXIN
Hótel Esja i I M Mjódd
68 08 09 ^ 68 22 08
gifsplötum og plötum í staðinn fyrir
að nota innlent efni.
Múrarameistarafélag Reykjavíkur
er aðili að Meistara- og verktaka-
sambandinu og Landsambandi iðn-
aðarmanna. Tilvist þessara sam-
banda er óráðin, enda bendir allt til
þess að þau gangi bæði í fyrirhuguð
samtök iðnaðarins. Múrarameistara-
félagið hefur ekki tekið afstöðu í
þessu máli. Skoðanir eru þó nokkuð
skiptar.
Arshátíðir félagsins hafa verið
merkisviðburður hvers árs. Þar eru
þeir félagar heiðraðir sem unnið
hafa félaginu mikið starf. Á síðustu
árshátíð var Guðjón Sigurðsson
gerður að heiðursfélaga og tólf menn
að auki sæmdir gullmerki félagsins.
Guðjón var gjaldkeri félagsins um
árabil.
Stjórn Múrarameistarafélags
Reykjavíkur er þannig skipuð: Frið-
rik Andrésson formaður, Einar Ein-
arsson varaformaður, Þórarinn
Hrólfsson ritari, Viðar Guðmunds-
son gjaldkeri og Ásmundur Kristins-
son meðstjórnandi. Skrifstofa fé-
lagsins er í Skipholti 70, en þangað
var hún flutt 1. október 1965.
Múrarameistarar eiga 11% af hús-
eign þessari og tóku þátt í að byggja
hana. Starfsmenn skrifstofunnar eru
þrír, Friðrik Andrésson, formaður
félagsins, og skrifstofustúlkurnar
Svava og Úndína Gísladætur.
Höfundur er sagnfræðingur.
...og sýningin heldur áfram
MICRA
SLÆR HINA ÚT
Þegar gerður er
gæðasamanburður
hefur Micran öll trcmp
á hendi, því hún er...
LIPRARI
RÚMBETRI
BÍLL ÁRSINS
1993
500 manns reynsluóku Nissan
Micru um síðustu helgi og
lýstu ánægju sinni með bílinn.
Þið hin sem ekki hafið
komið, séð og reynsluekið
Nissan Micru er velkomið
að sannreyna gæði
Micrunnar, bíl ársins
1993.
Verðdæmi:
MICRA LX 3ja dyra,
með VÖKVASTÝRI
SKEMMTILEGRI
S PAR NEYTNARI
□G ÓDÝRARI
beinni innspýtingu,
1300cc, 16 ventla vél,
hituð sæti.
VERÐ AÐEIIMS
799.000- Stgr.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföi 2,112 Reykjavík
P.O. Box 8036, Sími 674000
NISSAN