Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 17

Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Til aðstandenda Lestrarkeppninnar miklu 8.-18. mars í tilefni af Lestrarkeppninni miklu viljum við kennarar við Snæ- landsskóla í Kópavogi koma nokkr- um athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur keppninnar. 1. Hugmyndin að baki þessarar keppni er góðra gjalda verð og kennarar að sjálfsögðu hlynntir því að allt sé gert til að hvetja börn til lesturs. En ýmis atriði varðandi skipulag keppninnar teljum við ámælisverð. 2. Við teljum að æskilegt hefði verið að Kennarasamband íslands hefði einnig verið aðstandandi að keppninni, þar sem kennurum er falið að sjá um framkvæmdina af hálfu skólanna. 3. Fyrirvarinn á keppninni er allt of stuttur. Kennarar skipuleggja starf sitt langt fram í tímann og því ekki víst að allir sjái sér fært að aðstoða nemendur sína við að taka þátt í keppninni núna. Ef fyrir- varinn hefði verið meiri hefðum við getað gert meira úr þesu og tengt þetta betur skólastarfinu. Æskilegt hefði verið að fá að vita af keppn- inni núna og framkvæmdin yrði síð- an næsta haust. 4. Að okkar mati eru 10 dagar allt of stuttur tími fyrir svona keppni/átak með tilliti til nemenda með mismunandi lestrargetu og hætta á að þetta verði ekki sú hvatning sem til er ætlast. Að lokum viljum við geta þess til fróðleiks að í Snælandsskóla eru mjög oft í gangi sérstakar aðgerðir fyrir utan hina sjálfsögðu lestrar- kennslu til þess að auka lestrar- færni nemendanna. Þær ganga undir ýmsum nöfnum, má þar nefna Lestrarspretti, Kortér á dag, Lestr- arormur, Lestrarhestur, Bókalistinn þinn, Bókagerð o.fl. Árlega er staðið fyrir bók- menntakynningum og rithöfunda- heimsóknum. I nóvember tók allur skólinn þátt í Lestrarviku í sam- vinnu við heimilin, síðan hefur það verið mismunandi eftir árgöngum hvað gert hefur verið í vetur. Snæ- landsskóli ásamt Kópavogsskóla fékk styrk frá Menntamálaráðu- neytinu tl að gera átak í að efla lestrarkennslu á unglingastiginu. Fyrri hluta þessa átaks er að ljúka fimmtudaginn 12. mars með sér- stakri athöfn i skólanum. Á miðstig- inu hafa nemendur unnið verkefnið, „Bókalistann minn“ í allan vetur og fá nemendur viðurkenningar- skjal eftir að hafa lesið ákveðinn fjölda af bókum. Á yngsta stiginu hefur ýmislegt verið gert fyrir utan það hefðbundna t.d. Lesum saman korter á dag — samvinna heimilis og skóla, Lesum korter á dag inn í bekk, Bókagerð o.fl. F.h. kennarafundar í Snælandsskóla miðvikudaginn 4. mars 1993 Kristrún Hjaltadóttir, Guðbjörg Emilsdóttir, Krist- ín Björk Guðmundsdóttir, Valborg E. Baldvinsdóttir. HARÐVtÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 ROSSIGNOl PóskcitHboó ó skíðum og skíóaskóm 20-60% AFSLATTUR Barnaskíði.kr. 4.490 - áður kr. 6.450 Barnaskór.kr. 3.990 - áður kr. 5.485 Unglingaskíði. kr. 5.490 - áður kr. 7.960 Unglingaskór. kr. 3.990 - áður kr. 8.990 Fullorðinsskíði....frá kr. 6.990 Kvenskór kr. 7.990 - áður kr. 14.990 Gönguskíði.... kr. 4.990 - áður kr. 6.990 Stærðir 36-47 kr. 6.990 - áður kr. 9.390 BOSSIGNOl SKÍÐASKÓR »hummel^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMAR 813555, 813655.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.