Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 BJÖRN Guðmundsson flokksstjóri hjá Björgunarsveitinni Hjálpinni, sagði að fimmtán manns hefðu gengið fjörur í gær og leit hefjist á ný í birtingu. Þyrlan fann mann- lausan gúmbátinn ALLS tóku fimmtán manns úr Björgunarsveitinni Hjálpinni og úr Hjálparsveit skáta á Akranesi þátt í leit að sjómannin- um sem saknað er af Akurey AK 134. Leitarsvæðið er um 20 km strandlengja og var áætlað að halda leit áfram fram eftir kvöldi í gær og hefja hana á ný þegar birti. Laust fyrir kl. 15 í gær fann þyrla Gæslunnar mannlausan gúmbát Aku- reyjar. Björn Guðmundsson flokksstjóri hjá björgunarsveitinni sagði að þeim hefði verið gert viðvart um kl. 14. „Við erum með fimmtán menn úti að leita og erum á tiltölu- lega afmörkuðu svæði. Við göngum fjörur, en það er ákveðinn staður þar sem brak hefur rekið, við Leyni, og þar erum við með stöðuga vakt,“ sagði Björn. Hann sagði að leitarsvæðið næði allt austur að Innra-Hólmi. Taldi hann líklegt að svæðið væri í allt um 20 km. Þá hefði verið lögð áhersla á að leita við brimvarnar- garðinn. Gæslan brást fljótt við Upplýsingar um að óttast væri um Akurey AK 134 bárust til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunn- ar frá Tilkynningarskyldunni kl. 13.53. Þyrla Gæslunnar, TF SIF, var strax kölluð út til leitar og fór frá Reykjavík kl. 14.14. Tíu minút- um síðar tilkynnti áhöfn TF SIF að hún sæi sokkinn bát og fastan við hann uppblásinn gúmbát á hvolfi. Um tuttugu mínútum síðar staðfesti áhöfn þyrlunnar að bátur- inn væri Akurey. Sigmaður þyrl- unnar skar gat á botn gúmbátsins, en hann reyndist mannlaus. Leit var haldið áfram til kl. 17.15, en þyrlan lenti í Reykjavík kl. 17.27. Meðan TF SIF var á svæðinu var hún beðin að svipast um eftir fimm bátum sem voru ekki komnir til hafnar. Fylgdi hún þeim smæstu til hafnar. Leit hefst að nýju í birtingu Björn sagði að líklega yrði höfð næturvakt og fylgst með afmörk- uðu svæði í grennd við Leyni. Síð- an yrði leitað á öllu svæðinu og það jafnvel stækkað þegar birti af degi. Kröpp smá- lægð olli stórviðri á Faxaflóa KRÖPP smálægð sem mynd- aðist skyndilega í gærmorgun olli stórviðri með snjókomu á Faxaflóasvæðinu, en sam- kvæmt upplýsinguin Veður- stofunnar var henni um megn að spá þessu veðri við Faxa- flóa í veðurfregnum kl. 6.45 og í veðurfregnum kl. 7.30. Hvorki veðurskeyti né tölvu- spár hafi gefið tilefni til að reikna með myndun smálægð- arinnar, og formleg spá um stórviðri því fyrst komið í veð- urfregnum kl. 10.45. Samkvæmt upplýsingum veð- urspádeildar Veðurstofunnar var ljóst snemma í gærmorgun að mjög var farið að hvessa á mið- unum suðvestur af iandinu, en um kl. 8 hringdu skip unnvörp- um inn og tilkynntu um 8-10 vindstig í kringum Eldey og á þeim slóðum. Síðan hvessti skyndilega í Reykjavík kl. 9.30 og óx vindur mjög skyndilega með snjókomu. Þegar veðrið brast á í Keflavík um kl. 10 fór vindur þar úr 4 vindstigum í 9 vindstig á 14 mínútum. Um há- degisbilið var þessi krappa smá- lægð sem óveðrinu olli yfir Faxa- flóa og þá voru 8-9 vindstig á Reykjanesskaga og syðst á Faxaflóa. Klukkan 15 var all- hvasst eða hvasst við Faxaflóa, eða 7-8 vindstig. í Reykjavík náði vindurinn hámarki kl. 11 en þar datt síðan skyndilega allur botn úr veðrinu, sem gekk norðureftir þegar leið á daginn. Fjölda báta veitt aðstoð í óveðrinu BJÖRGUNARSKIP Slysavarna- félagsins, Henry Hálfdánarson, aðstoðaði fjölda smábáta frá Reykjavík um hádegisbilið í gær, þegar óveðrið sem þá skall á var hvað verst. Var bátunum fylgt til hafnar í Reykjavík og var komið þangað með síðasta bátinn kl. 14. Að sögn Hálfdáns Henryssonar, deildarstjóra hjá Slysavarnafélag- inu, fóru að berast tilkynningar um að slæmt veður væri orðið i Sand- gerði og í Grindavík strax um níu- ieytið í gærmorgun og var þá haft samband við Veðurstofuna og beðið um að send yrði út stormviðvörun, sem síðan var lesin upp á Reykja- vikurradiói til skipa um kl. 10.30. Um kl. 11 var óskað eftir að björgunarskip SVFÍ, Henry Hálf- dánarson, færi út' á móti smábátum frá Reykjavík, sem þá voru staddir allt norður fyrir Kjalarnes. Farið var af stað um 11.50 og komið til baka um kl. 14 en þá var síðasta bátnum fylgt inn. „A meðan á þessu stóð bárust fregnir af fyrra sjóslysinu á Akra- 'nesi og skömmu síðar kom svo hitt slysið í kjölfarið. Þetta gerðist allt eiginlega á sama tímanum þegar veðrið var verst. Þarna voru þijú loðnuskip út af Akranesi sem veittu ómetanlega aðstoð, Víkingur, Bjarni Ólafsson og Höfrungur, en þau hjálpuðu við að fylgja bátunum eftir og hafa auga með þeim,“ sagði Hálfdán. Björgunarsveitir gengu fjörur í nágrenni Akraness alveg frá því seinna slysið varð og fram í myrkur í gærkvöldi að leita skipveijans sem saknað er. Morgunblaðið/Carsten Kristinsson Heimstím í hafróti Einn af bátum Akurnesinga á leið inn til hafnar um miðjan dag í gær í hafróti og roki. TF-Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, leitaði yfir svæðinu í gær. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.