Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Umhverfisvemd og efnahagur Ríkisstjórnin hefur lagt fram stefnu sína í umhverfismál- um undir yfirskriftinni „A leið til sjálfbærrar þróunar“. Stefnumót- un stjórnarinnar byggist meðal annars á niðurstöðum Ríó-ráð- stefnunnar, þar sem staðfestar voru reglur, sem eiga að stuðla að sjálfbærri þróun í umhverfis- málum. Síðar er að vænta fram- kvæmdaáætlunar ríkisstjómarinn- ar í umhverfismálum, sem mun ná fram til aldamóta. í skýrslu umhverfisráðuneytis- ins um stefnumótun í umhverfis- málum eru talin upp ýmis helztu umhverfisvandamál, sem steðja að íslenzku samfélagi. Þar á meðal er hin gífurlega gróðureyðing og uppblástur. Minnkandi veiðiþol þorskstofnsins er einnig alvarlegt umhverfisvandamál. Rakin er sú ógn, sem ýmsum náttúruminjum stafar af ágangi ferðamanna, út- rýmingarhætta ýmissa plöntuteg- unda, vandamál vegna óviðunandi förgunar 40% alls sorps í landinu og slæmt ástand frárennslismála, svo nokkur atriði séu nefnd. Helzta markmið ríkisstjórnar- innar er að „ísland verði um næstu aldamót hreinasta land hins vest- ræna heims og ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar tengist allri atvinnustarfsemi í landinu.“ Önnur markmið eru t.d. að stuðla að sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda, að draga úr staðbundinni mengun, mengun andrúmslofts og myndun úrgangs, að bæta gróðurvemd og landgræðslu og ljúka úrbótum í sorp- og frárennslismálum. Sjálfbær þróun er lykilhugtak í stefnumótun ríkisstjórnarinnar, eins og yfirskriftin gefur til kynna. Sjálfbær þróun felst í því að efna- hagsþróun og umhverfisvernd haldist í hendur en séu ekki and- stæður; með öðrum orðum að ekki sé gengið nærri náttúruauðlindum í þágu hagvaxtarmarkmiða til skamms tíma, heldur séu þær nýtt- ar með þeim hætti að þær geti staðið undir stöðugum vexti til lengri tíma. „Við mat á hagvexti ber að taka tillit til áhrifa þróunar á náttúruleg gæði,“ segir í skýrslu umhverfisráðuneytisins. Þetta hef- ur stundum verið kallað endurskil- greining á hagvexti; að hann felist ekki eingöngu í beinharðri aukn- ingu þjóðarframleiðslu, heldur einnig varðveizlu þess auðs, sem í umhverfinu felst. Hugsunarháttur sjálfbærrar þróunar ætti raunar að vera íslend- ingum tamari en flestum öðrum þjóðum. Við byggjum lifsafkomu okkar að mjög verulegu leyti á einni auðlind, fiskinum í sjónum. Efnahagslegir hagsmunir okkar eru undir ástandi lífríkisins í hafinu komnir. Um leið og slæmt ástand fiskistofna er helzta efnahags- vandamál okkar, er það eitt alvar- legasta umhverfisvandamálið. Nýting fiskveiðiauðlindarinnar verður að byggjast á uppbyggingu fískistofnanna til langs tíma til þess að þeir geti staðið undir vel- megun þjóðarinnar til frambúðar. Á þessum rökum var ákvörðunin um að fara að tillögum fiskifræð- inga um minnkun þorskafla byggð. Þannig blasir það við að hugsun- arháttur sjálfbærrar þróunar verð- ur að ráða, þegar auðlindum sjáv- arins er stýrt, sama hvort litið er til hefðbundinnar skilgreiningar á hagvexti eða nýrri skilgreininga. Það sama á við um mörg fleiri úrlausnarefni í umhverfismálum. Uppgræðsla lands, takmörkun of- beitar og náttúruvernd almennt er til dæmis vænlegri leið til að standa undir hagvexti, sem ferðaþjónusta og útflutningsstarfsemi munu skila af sér til lengri tíma, en að fara eftir skammtímahagsmunum óhagkvæms landbúnaðar. I stefnu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að sú meginregla verði í heiðri höfð, að þeir, sem menga eða spilla umhverfinu vís- vitandi eða óafvitandi, greiði skað- ann. Jafnframt verði farið eftir þeirri reglu að sá, sem nýti nátt- úruauðlindir sér til ávinnings eða ánægju, „greiði þann kostnað sem til fellur við vemdun og viðhald þessara náttúruauðlinda, þ.m.t. eftirlit með þeim, stjómun nytja og mat á starfsemi og fram- kvæmdum." í framhaldi af þessu vill ríkisstjórnin í auknum mæli taka upp umhverfisskatta og skila- gjöld og hefja „gagngera endur- skoðun skattalaga og opinberra gjalda til að laga neyzlu, atvinnu- líf og hagkerfi að kröfum sjálf- bærrar þróunar." Umhverfisskattar og -gjöld geta gegnt mikilvægu hlutverki og beint neyzlu fólks og athöfnum í vist- vænni farveg, ef slíkt hefur efna- hagslegan ávinning í för með sér, samanborið við lífshætti sem hafa slæm áhrif á umhverfið. Hins veg- ar felur notkun slíkra stjómtækja í sér ýmsar hættur. Áherzlu ber að leggja á raunverulega endur- skoðun skattkerfisins, en ekki að- eins þyngingu skattbyrðar. Sú hætta er fyrir hendi að heitið „um- hverfisskattur" verði misnotað, eins og átti sér stað árið 1989 er þáverandi ríkisstjórn lagði „meng- unarskatt“ á bifreiðar, sem fór eftir þyngd bíla en ekki benzín- notkun og var því úr tengslum við þá mengun, sem bíleigendur valda með akstri. Sú skattlagning var fyrst og fremst þáttur í víðtækari tekjuöflun ríkissjóðs. Eitt mikilvægasta afyiðið í stefnu ríkisstjórnarinnar í um- hverfísmálum er að áherzla skuli lögð á að virkja almenning, félaga- samtök, fyrirtæki og opinbera að- ila til að vinna að umhverfisvernd og stuðla að framgangi sjálfbærrar þróunar. Slíkt er forsenda fyrir því að markmiðið um hreinasta land á Vesturlöndum náist. Sjálfbær þró- un byggist fyrst og fremst á því að hver og einn borgari þekki ábyrgð sína gagnvart umhverfinu og að skila því óspilltu til afkom- enda sinna. RIKISSTJORNIN LEGGUR LANDSBANKANUM TIL VIÐBOTARFE Jóhannes Nordal segír eigínfjárstöðu íslandsbanka mjög góða Tryggiiigarsjóði er ekki breytt vegna Islandsbanka JÓHANNES Nordal, formaður bankasljórnar Seðlabankans, segir að eiginfjárstaða íslandsbanka sé n\jög góð. Eiginfjárhlutfallið sé um 10%, eða fjórðungi hærra en svokallað BlS-lágmark. Það sé því engin ástæða til að ætla að bankinn lendi í vandræðum. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði í umræðum á Alþingi í gær að með því að veita Tryggingarsjóði viðskipta- banka ríkisábyrgð fyrir tveimur milljörðum króna, umfram það sem Landsbankinn þyrfti í víkjandi lán, væri verið að búa í haginn fyrir aðstoð við Islandsbanka. Ólafur sagði að athyglisvert myndi að skoða stöðu íslandsbanka með sama hætti og staða Landsbank- ans væri nú metin, og myndi bankinn ekki vera vel staddur. „Okkur er alls ekki kunnugt um að Islandsbanki sé í vandræðum með eiginfjárstöðu sína. Satt að _segja er hún góð og mjög ríflega yfir því lágmarki, sem sett hefur verið,“ sagði Jóhannes. „Það er óhætt að segja að við sjáum ekki nein sérstök vandamál framundan hjá þeim, sem gefi tilefni til að afla sérstakra lagaheimilda." íslandsbanki um aðstoð við Landsbanka Ræðst af skilyrð- um hvort vaxta- munur breytist VALUR Valsson segist ekki geta svarað því hvort Landsbanki íslands geti komist af með minni vaxtamun en til dæmis íslandsbanki eftir aðgerðir ríkisstjórnarinar til hjálpar bankanum. Hann segir að það ráðist af því hvaða skilyrði fylgi framlagi og lánum ríkisins. „Við bendum hins vegar á það að í Noregi hafa orðið deilur um þennan þátt svona aðgerða, þar sem bankar sem fengu ríkisaðstoð voru gagn- rýndir fyrir að hafa nýtt sér bætta stöðu að einhveiju leyti í samkeppn- inni,“ sagði Valur. Hann sagðist hins vegar ekki á þessu stigi málsins geta fullyrt um það hvort svo verði á íslandi en sagði mikilvægt að stjómvöld gæti þessa þáttar í með- ferð þessa mikilvæga máls. Valur sagði óviðeigandi að hann blandaði sér í málið þegar hann var spurður að því hvers konar skilyrði hann teldi að ríkisvaldið ætti að setja Landsbankanum fyrir aðstoðinni til að fyrirbyggja misnotkun hennar. Hugmyndin komin frá Seðlabanka Seðlabankastjóri sagði að hug- myndin um að efla Tryggingarsjóð viðskiptabanka umfram þörf Lands- bankans væri komin frá Seðlabank- anum. „Ástæðan fyrir þeirri tillögu er að við teljum að hér á landi séu alltof veikir tryggingarsjóðir. Reyndar var enginn tryggingarsjóð- ur fyrir viðskiptabankana fyrr en með lögum, sem voru sett 1985. Sá sjóður hefur vaxið dálítið síðan, en við teljum að miðað við breyttar aðstæður og það, sem hefur verið að gerast almennt í kringum okkur, sé orðið mjög tímabært að efla þessa sjóði,“ sagði Jóhannes. „Þeir hafa gegnt mjög stóru hlutverki víða í heiminum undanfarin ár og verið lögð á þá vaxandi áherzla. Þess vegna töldum við að sérstaklega væri ástæða til þess núna, þegar svona atburður verður, að veita þarf mikilvægum banka aðstoð með þessum hætti, að gera almennar ráðstafanir til styrktar bankakerf- inu í heild.“ Fullkomnari löggjöf síðar Jóhannes sagði að málið hefði verið til umræðu um nokkra hríð þótt það hefði ekki verið komið á lagasetningarstig. „Ætlunin er að viðskiptaráðuneytið setji nefnd til þess að endurskoða þennan þátt laganna. Það má segja að þessi aðgerð núna sé fyrsta skref til bráðabirgða," sagði Jóhannes. „Væntanlega kemur svo fullkomn- ari löggjöf síðar meir. Þetta er ekki tengt neinni tiltekinni stofnun, held- ur sýnir reynslan að bankastarfsemi er áhættusamari en áður og strang- ari reglur hafa verið settar um lág- mark eiginfjár. Þetta hvort tveggja Benedikt Davíðsson forseti ASÍ Bankimi betur í stakk búinn til að styðja atvinnulíf BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segist vera ánægður með það ef ríkið hafi stöðu til að bæta eiginfjárstöðu Landsbankans svo bankinn verði betur i stakk búinn til að aðstoða atvinnulífið. Benedikt sagðist ekki telja líklegt að stuðningur ríkis- stjómarinnar við Landsbank- ann þrengdi svigrúm ríkisins til að koma inn í kjarasamn- inga aðila vinnumarkaðarihs með ákveðnum aðgerðum. „Ég held við hljótum að líta svo á að Landsbankinn standi miklu betur til þess að styðja við atvinnulífíð eftir en áður og hann sé einnig betur í stakk búinn til þess að draga úr vaxtamun hjá sér eftir að hann er búinn að fá svo gífur- lega mikinn stuðning af al- manmnafé,“ sagði Benedikt. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að Landsbank- inn stæði svo illa að ríkis- stjórnin téldi nauðsynlegt að grípa til neyðarfundar til að rétta hag hans. Hann hefði hins vegar vitað að staða bankans væri erfið vegna þess hversu mikið hann þyrfti að afskrifa af útlánum. Benedikt sagði varðandi hvernig málið hefði að borið, að það lyktaði dálítið af því að það væri verið að skjóta fólki skelk í bringu varðandi hve staðan væri slæm og ef til vill væri að einhveiju leyti verið að renna stoðum undir þá kenningu að efnahagslífið væri hér á svipuðum brauðfót- um og í Færeyjum „en ég vona vissulega að það sé röng hugdetta hjá mér,“ sagði Benedikt að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Snarpar umræður UMRÆÐUR um aðgerðir ríkisstjórnariimar urðu snarpar. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, kom þar nokkuð við sögu en hér situr hann í sæti sínu og hlýð- ir á umræður ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. kallar á að hér sé viðbúnaðarkerfí þegar bankastofnanir lenda í tíma- bundnum erfiðleikum. Þessi ákvörð- un byggist eingöngu á þessari rök- semdafærslu og íslandsbanki hefur þar hvergi komið við sögu.“ Engin viðbrögð frá erlendum aðilum Jóhannes sagði að Seðlabankinn hefði sent út fréttatilkynningu um aðgerðirnar vegna Landsbankans, eins og gert væri þegar eitthvað sérstakt væri á ferðinni. „Við send- um tilkynningu til erlendra aðila, sem við erum í samskiptum við, og létum aðrar bankastofnanir hér hafa tilkynningu ef þeir vildu hafa hana til hliðsjónar. Við höfum ekki orðið varir við mikil viðbrögð við þessu. Þar sem flestir þeirra banka, sem við erum í skiptum við, hafa mjög oft samband, teljum við ekki ástæðu til að ætla að það verði nein alvarleg neikvæð viðbrögð. Þvert á móti fela aðgerðirnar í sér yfirlýsingu íslenzkra stjórnvalda um að komi til einhverra erfiðleika séu stjórnvöld tilbúin að grípa til nauð- synlegra ráðstafana.“ Morgunblaðið/Kristinn Mælt fyrir frumvarpinu JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir sljórnarfrumvarpi um aðstoð við Landsbankann og eflingu Tryggingasjóðs viðskiptabanka á Alþingi í gær. > • « Islandsbaiiki lagði 1.512 millj. áaf- skriftarreikning ÍSLANDSBANKI lagði 1.512 milljónir króna á afskriftarreikning útlána á síðasta ári og til viðbótar lögðu eignarhaldsfélög bankans 369 milljónir króna inn á afskriftarreikninginn. Þetta er mikil aukn- ing frá árunum á undan en á árinu 1991 voru 800 milljónir lagðar á afskriftarreikning og 565 milljónir á árinu 1990. Á afskriftarreikn- inginum voru samtals 2.587 milljónir króna í lok síðasta árs, en það svarar til 5,1% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum í árslok. Á síðasta ári varð 177 milljóna króna halli á rekstri bankans, sam- anborið við 62 milljóna króna hagn- að 1991 og 448 milljóna króna hagnað árið 1990. í greinargerð frá bankanum segir að rekstrarárangur bankans hafi ekki verið viðunandi síðustu tvö ár og það megi rekja til aukinna afskrifta útlána. Það hljóti hins vegar að teljast verulegur árangur að bankinn skuli ekki vera með meiri halla en þetta, þrátt fyr- ir mikil framlög á afskriftarreikn- ing. Stöðugildum fækkar Síðan segir að það megi þakka þeirri hagræðingu sem orðið hafi í rekstri bankans á síðastliðnum þremur árum. Þannig hefur stöðu- gildum fækkað um tæplega eitt hundrað á tveimur árum, úr 892 á árinu 1990 í 797 á síðasta ári, og Þingmenn stjórnarandstöðunnar deila á viðskiptaráðherra Aðgerðir komu baukastjórum á óvart ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar báru í umræðum á Alþingi I gær Halldór Guðbjarnason, bankastjóra Landsbankans, fyrir því að Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra hefði ekki gefið bankasljórn bankans réttar upplýsingar um tímasetningu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna bank- ans. Haft er eftir Halldóri að Jón hafi á fundi með bankastjórninni á þriðjudagsmorgun talið nokkra daga þar til gripið yrði til aðgerða. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, gagnrýndu mjög meðferð ríkisstjórnarinnar á málinu. Þeir báru að klukkan ellefu á þriðjudagsmorgun hefði Jón Sig- urðsson tjáð bankastjórum Lands- bankans að ekki lægi á aðgerðum og nokkrir dagar væru til stefnu. Klukkan fjögur hefði ríkisstjórnin hins vegar setzt á fund og tékið ákvörðun um aðgerðir. Ekki rætt nákvæmlega um tímasetningar Ólafur Ragnar krafðist þess að viðskiptaráðherra svaraði því hver væri sannleikurinn í málinu. Jón Sig- urðsson sté í ræðustól og svaraði því til að á fundi sínum með banka- stjórunum hefði ekki verið fjallað „nákvæmlega um tímasetningar". Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, sagði að Hall- dór Guðbjarnason hefði mætt á fund nefndarinnar í gærmorgun. Hann hefði þar tjáð nefndinni að Jón Sig- urðsson hefði á umræddum fundi sagt að ekkert ræki á eftir aðgerðum í málinu og menn hefðu nokkra daga til að taka ákvörðun um hvemig lagfæra ætti eiginfjárstöðu bankans. Hann sagði að bankastjórinn hefði sagt að um atburðina, sem sigldu í kjölfar þessa fundar, hefðu banka- stjóramir vitað jafnlítið og þing- menn. Jóhannes Geir sagðist ekki vilja væna viðskiptaráðherra um ósann- indi og sagist telja sýnt að forsætis- ráðherra hefði tekið ráðin af Jóni Sigurðssyni í málinu um hádegisbil á þriðjudag og því hefði ákvörðun verið tekin án vitundar bankastjór- anna. Formenn stjórnarandstöðuflokka vitna í skýrslur og uppgjör Landsbanka Eiginfj árhlutfall yfir lágmarki í þriggja vikna gömlu uppgjöri FORMENN Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson, vitnuðu í ræðum sín- um á Alþingi í gær til nýrrar skýrslu endurskoðenda Landsbankans og lokauppgjörs bankans, sem lagt var fram fyrir um þremur vikum. Ólafur Ragnar segir að í lokauppgjörinu, sem lagt var fyrir bankar- áð áður en endurskoðendur fóru yfír það og gerðu athugasemdir, væri gert ráð fyrir 1,3 milljarða hagnaði þjá bankanum og að eiginfj- árhlutfall hans væri 8,3%, yfir lágmarki svokallaðra BlS-reglna. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins og bank- aráðsmaður í Landsbankanum, vitn- aði í skýrslu endurskoðanda Lands- bankans frá 10. marz. Þar kemur fram það álit endurskoðandans að upptaka svokallaðra BlS-reglna um eiginfjárhlutfall hafí meðal annars lækkað eigið fé Landsbankans um 575 milljónir vegna þess að eignar- hlutur bankans í hlutafélögum teljist ekki til eigin fjár þar sem bankinn eigi ekki meirihluta. Steingrímur sagði að í úttekt end- urskoðandans á lánum, sem hugsan- lega myndu tapast, væru talin upp mörg vel rekin fyrirtæki, sem Stein- grímur sagðist telja að stæðu vel, en hann vildi þó ekki deila við endurskoð- endur um mat á getu þeirra til að borga lánin til baka. 8,3% eiginfjárhlutfall samkvæmt uppgjöri Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði að fyrir þremur vikum hefði lokauppgjör Landsbankans verið lagt fram á bank- aráðsfundi og ekki verið gerðar at- hugasemdir við það þar. Miðað við tölurnar, sem þar hefðu komið fram, áður en endurskoðendur lögðu til aukin framlög í afskriftasjóð, hefði Landsbankinn staðizt kröfur BIS- reglnanna um 8% eiginfjárhlutfall með ágætum, verið með að minnsta kosti 8,3% eiginfjárhlutfall og sex milljarða króna eiginfjárstöðu. Lausafjárstaðan hefði aldrei verið betri og Landsbankinn hefði ekki greitt krónu í refsivexti til Seðlabank- ans á síðasta ári. Auk þess hefði hagnaður bankans verið 1,8 milljarð- ar króna fyrir skatta. Gert hefði ver- ið ráð fyrir að afskriftasjóður yrði hækkaður úr 1.500 milljónum króna í 2.800 milljónir. Ólafur sagði að ýmislegt væri ein- kennilegt í skýrslu endurskoðenda Landsbankans. Til dæmis væru taldir upp um 150 aðilar, þar sem talið væri að 6 milljóna útlán eða minna gæti tapazt. Ólafur sagði að af þeim 4,5 milljörðum í útlánum, sem endur- skoðendurnir teldu að gætu tapazt, væru 100 milljónir vegna loðdýra- ræktar, 300 milljónir vegna rækjufyr- irtækja, 200 milljónir vegna ullariðn- aðar og 800 milljónir vegna fiskeldis. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin væru heldur ekki inni í þessari úttekt endur- skoðendanna og mikið af útlánum, sem menn teldu í hættu, væri bara hjá hinum og þessum fyrirtækjum. Dæmi væru um afskriftir, sem væru einkennilegar, til dæmis væri lagt til að 100 milljónir af 160, sem bankinn ætti í Bílaborgarhúsinu, yrðu afskrif- aðar. Slíkt taldi Ólafur út í hött. rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildarfjármagni lækkaði úr 6,5% í 5,7% á milli áranna 1991 og 1992. Vaxtamunur bankans hefur einnig minnkað. Hann var 5,2% fyrir af- skriftir 1990 en 4% eftir afskriftir og lækkaði í 4,9% á árinu 1991 fyrir framlag á afskriftareikning en var 3,4% eftir afskriftir. í fyrra var vaxtamunurinn 4,7% fyrir afskriftir en 2,2% eftir afskriftir. Hvert pró- sentustig í vaxtamun svarar til 590 millljón króna í tekjum fyrir bank- ann. Þá segir í greinargerðinni að þeg- ar tillit sé tekið annars vegar til þess að enn sé verulegs árangurs að vænta vegna hagræðingar á þessu ári og ólíklegt sé að framlög á afskriftarreikning verði jafnmikil á næstu árum og þau hafa verið að undanfömu hljóti staða bankans að teljast traust. Raunsætt mat á afskriftum undanfarin ár og mik.fi/* hagræðing ættu að tryggja afkomu hans í framtíðinni. Þá kemur fram að eiginfjárhlutfall bankans var 10% í árslok 1992 eða tveimur prósentu- stigum yfír lögboðnu lágmarki. Magnús Gunnars: son formaður VSÍ Undirstrik- ar erfið- leika at- vinnulífsins „ÞAÐ ER nijög jákvætt að ríkis- sljórnin styrki eiginfjárstöðu Landsbankans því það er (jóst að Landsbankinn hefur mikil áhrif inn í atvinnulífið og það mun ekki veita af að bankinn hafi sterka eiginfjárstöðu til að mæta þeim erfiðleikum sem fyr- irtækin eru að ganga í gegn- um,“ segir Magnús Gunnarsson formaður VSI. Hann segir að fjárveitingin við Landsbankann muni ekki auka svigrúm ríkisins til að koma inn með aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamn- inga. „Vandi Landsbankans undir- strikar vanda atvinnulífsins, því þarna verður bankinn fyrir áföllum sem fyrirtækin hafa lent í og þau eru að undirbúa sig undir frekari áföll á næstu mánuðum. Þetta endurspeglar gífurlegan rekstrar-' vanda fyrirtækjanna," segir hann. „Þótt þessi lausn sé fundin á vanda Landsbankans sjáum við enn sem komið er ekki hvernig við leysum vanda atvinnulífsins á næstu mánuðum. Þetta undirstrik- ar erfíðleikana og hefur á þann hátt áhrif á viðræðurnar um gerð kj arasamninga,“ sagði Magnús. 4 imMm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.