Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 34

Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 f. ATVINNU AUGL ÝSÍNGAR Skíðaskálinn í Hveradölum óskar eftir aðstoðarfólki í sal. Aðeins vant fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 684028 milli kl. 15 og 18 og á staðnum milli kl. 18 og 21 í dag. Karl eða kona óskast til almennra sveitastarfa í nágrenni Reykjavíkur. Húsnæði og fæði á staðnum. Umsóknir sendist auglýsingadeild fyrir 23. mars merkt: „Sveit - 14092“. Byggingastjóri Öflugt verktakafyrirtæki í almennum bygg- ingarframkvæmdum óskar að ráða bygg- ingastjóra til starfa, strax. Viðkomandi sér um heildarstjórn uppbygg- inga á byggingarstað. Leitað er að iðnaðar- manni, t.d. með framhaldsmenntun og starfsreynslu á þessu sviði. Mikil vinna framundan. Þeir sem hafa áhuga á starfi þessu vinsamleg- ast hafi samband við skrifstofu okkar, sem fyrst. Guðnt Tónsson RÁÐCJÓF & RÁÐN l NCARNÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjavík Eftirtaldar stöður eru lausartil umsóknar: 1. Staða yfirfélagsráðgjafa á Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra f Reykjavik. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum í þágu fatlaðra og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 621388. 2. Staða deildarþroskaþjálfa á sambýli þroskaheftra með atferlistruflanir. Starfið er krefjandi og er unnið samkvæmt starfs- og verklýsingu. Viðkomandi hefur umsjón með tenglastarfi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 689554. 3. Stöðu deildarþroskaþjálfa til að aðstoða og leiðbeina fötluðu fólki sem býr f íbúð- um. Vinnutími er aðallega á kvöldin og um helgar. Staðan veitist frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið hyggst ráða skipulagsráð- gjafa til eins árs. Verktakavinna gæti komið til greina. Nánari upplýsingar veitir útvarpsstjóri. Umsóknir og/eða tilboð skulu send starfs- mannastjóra Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, fyrir 1. apríl. Hjá Sjónvarpinu er starf ritara dagskrárstjóra Innlendrar dag- ----skrárdeildar laust til umsóknar. * Góð tölvu- og íslenskukunnátta er nauðsynleg, auk kunnáttu í ensku og einu Norðurlandarmáli. Ritari þarf að geta unnið sjálfstætt að verkefnum, vera drífandi og ófeiminn. Starfið felst í bréfa- skriftum, skýrslugerð og öðrum trúnaðar- störfum og veitir vissa möguleika á að kynn- ast dagskrárgerð við sjónvarp. Umsóknarfrestur er til 27. mars og ber að skila umóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðu- blöðum sem fást á báðum stöðum. RÍKISÚTVARPIÐ RAÐA UGL YSINGAR KENNSLA Framhaldsnám við Fósturskóla íslands Fósturskóli íslands auglýsir framhaldsnám í stjórnun fyrir fóstrur með starfsreynslu. Námið verður hlutanám í tvo vetur. Ef ekki verður næg þátttaka, verður boðið upp á fullt nám einn vetur. Umsóknarfrestur rennur út 2. apríl nk. Greiðsluáskorun Innheimtumaður ríkissjóðs í Rangárvalla- sýslu skorar hér með á gjaldendur, sem ekki " hafa staðið skil á virðisaukaskatti með gjald- daga 1. mars 1993 og fyrr ásamt gjaldföllnum og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum, svo og staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi með gjalddaga 15. mars 1993 og fyrr, ásamt vanskilafé, álagi og sektum, að gera skil nú þegar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Hvolsvelli 17. mars 1993. Sýslumaður Ragnárvallasýslu. Nýsköpun í smáiðnaði Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntæknistofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa út um land að veita styrki, þeim sem hyggjast efna til nýjunga í smáiðn- aði eða stofna ný iðnfyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, rhönnun, stofnsetningu nýrrarframleiðslu svo og markaðssetningu. Þeir eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráð- gjafa eða Iðntæknistofnunar íslands fyrir 23. apríl nk. Frá menntamálaráðuneytinu Fjárveiting úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sér- stakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. reglugerð um íþrótta- sjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjár- veitingar til sjóðsins 1994, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveitinga ársins 1994 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum ásamt greinargerð um fyrirhugað verkefni. Iðnaðar-, skrifstofu- eða verslunarhúsnæði óskast keypt óskum eftir ca 300-1000 fm húsnæði á höf- uðborgarsvæðinu sem greiða mætti að hluta með góðu og arðbæru fyrirtæki. Margt kemur til greina. Áhugasamir leggi inn nafn sitt, símanúmer og upplýsingar um stærð og staðsetningu húsnæðis á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Góð sala - 11890“ fyrir 26. mars nk. Sala - Leiga Glæsilegt skrifstofu- húsnæði við Borgartún Til sölu eða leigu sérlega vandað skrifstofu- húsnæði um 292 fm. Ýmsir möguleikar á skiptingu þess í minni einingar. Aðgangur að sameiginlegum ritara, símavörslu, Ijósrit- un, faxi og möguleiki á 250 fm lagerhúsnæði á sama stað. Ársalirhf. -fasteignasala, sími 624333. áMbmtr SAMTÖK FYRIRTÆKJAÍ MÁLM-OG SKIPAIÐNAÐI Við minnum aðildarfyrirtæki á að síðasti inn- ritunardagur á Námsstefnu um markaðs- setningu í skipaiðnaði er í dag fimmtudag, 18. mars. Tilkynnið þátttöku í síma 91-621755. Framkvæmdaráð faghóps um skipaiðnað. Slysavarnadeildin Ingólfur Aðalfundur 1993 Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 25. mars 1993 kl. 20.30 í húsi Slysavarnafélags íslands, Grandagarði 14, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnjn Garðabær Aðalfundur Aðalfundur sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldinn í Lyngási 12 í dag, fimmtu- daginn 18. mars. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Ávarp: Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Önnur mál. Fundurinn hefst kl. 20.30. Stjórn sjálfstæöisfélags Carðabæjar. X MiANI) UNl I s /// l)ISMA Hvert stefnir íEvrópu- málum? liriMDAI I Ul< F • U S Utanrlkismálanefnd SUS og utanríkismála- nefnd Heimdallar halda sameiginlegan umræðufund í kvöld, fimmtudaginn 18. mars kl. 20.30, undir yfirskriftinni „Hvert stefnir í Evrópumálum?" Frummælandi á fundinum verður Björn Bjarnason, formað- ur utanrikismálanefndar Alþingis. Björn mun ræða stöðu mála varðandi EES-samn- inginn og almennt um Evrópumál og stefnu íslendinga í þeim. Fundurinn verður haldinn í kjallara Valhallar og eru sjálfstæðismenn hvattir til að fjölmenna. Utanrikismálanefnd SUS Utanríkismálanefnd Heimdallar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.