Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
Minning
Egill Bjarnason
. Okkur langar að minnast í örfá-
um orðum elskulegs afa okkar sem
lést sunnudaginn 7. mars síðastlið-
inn.
Hann afi sem alltaf var svo kát-
ur og glaður er nú horfinn á braut.
Við minnumst hans með söknuð í
huga.
Afi var mjög bamgóður og til
hans var gott að leita. Ætíð gaf
hann sér tíma til að ræða málin
og hafði gaman af að fylgjast með
áhugamálum yngri kynslóðarinn-
ar.
Afi rak fombókasölu í áratugi.
Þær voru ófáar heimsóknimar til
afa í búðina. Alltaf gaukaði hann
einhvetju að ungum sálum, en ör-
læti var hans aðalsmerki. Hann
var ungur í anda og hélt lífsgleði
sinni og skopskyni óskertu, þótt
árin færðust yfír. Stundum var
hann svolítið stríðinn og þær vora
ófáar glósumar sem flugu, en allt
yar þetta meint í góðu og var sem
krydd í tilverana.
Afí hafði mikið dálæti á kökum,
var sannkallaður kökukarl eins og
langafabamið hans, Bryndís Dögg,
kallaði hann oftast. Minningamar
hrannast upp nú þegar hann er
farinn frá okkur. Jólin hjá afa og
'ríimmu í Lundarbrekku vora
sannarlega tilhlökkunarefni. Afí
var hrókus alls fagnaðar og sló
alltaf á létta strengi og af honum
geislaði svo sannarlega lífgleðin.
Afí söng með Kirkjukór Kópa-
vogs í mörg ár og var söngur hans
líf og yndi.
Hann þýddi ýmsar þekktar óper-
ettur og óperar. Einnig samdi hann
og þýddi fjölda texta við kór- og
einsöngslög. Hann var mjög hag-
mæltur og var ekki mikið mál fyr-
' it hann að snara fram einni stöku
eða svo.
Afi Egill var félagslyndur og
blíður maður sem talaði ekki illa
um nokkurn mann. Sárt er til þess
að hugsa að samverastundimar
verði ekki fleiri því að afí hafði svo
margt að gefa.
Minning hans mun lifa í hjörtum
okkar þótt dauðinn skilji að.
Við kveðjum hann með nokkrum
ljóðlínum eftir hann sjálfan.
Nú sest ég niður
og stilli strengi
Þeir hljóma viðkvæmt
svo hlýtt og lengi.
Þeir tónar þýðir
> og blævarblíðir
um loftin dansa
en deyja um siðir.
Þótt fátt ég hafi
af heimsins yndi
þig siðast frá mér
eg selja myndi.
Um sæ og hauður
þú ert minn auður
og sá sem á þig
er aldrei snauður.
Ef sorgin mæðir
þú með mér grætur
og tárað tónaflóð
titra lætur.
X
Tökum að okkur
erfidrykkjur í
ný uppgerðum
Gyllta salnum.
Hlaðborð og
nýlagað kaffi
kr. 790,-
Hótel Borg
sími 11440.
Svo þungan stynur
þinn strengjahvinur
en undir hljómar
ég er þér vinur.
(Egill Bjamason)
Egill, Hrefna, Gyða og
Friðjón.
Kveðja frá Kópavogsbraut la.
Hvergi er betra að vera’ en á vinafundum
og víst væri best að dvelja þar öllum stundum.
En einn verður jafnan endir sérhverra funda:
Áður en varir dregur til_ kveðjustunda.
(ívar frá Steðja.)
Ekki uggði mig að svo stutt
yrði til kveðjustundar 6. mars, er
við Egill settumst niður og ræddum
um næsta fund í félaginu okkar
hér í húsinu, en hann átti að halda
viku seinna. Ágætur maður ætlaði
að koma og flytja okkur sitthvað
skemmtilegt. Egill sagðist hlakka
til þessa fundar. Ef hann fær ein-
hvetju um það ráðið verður hann
áreiðanlega ekki langt frá okkur
er við höfum næsta fund.
Skömmu eftir að við fluttum í
þetta hús (þar sem era 40 íbúðir),
eða í árslok 1988, stofnuðum við
félagið Dægradvöl. Síðan hafa ver-
ið haldnir 63 skemmtifundir. Egill
var að sjálfsögðu strax kosinn í
stjóm félagsins og bar þar titilinn
skemmtanastjóri. Þegar við, að
honum gengnum, föram að hugsa
um starfsemi félagsins fínnum við
hve stór þáttur Egils var. Fjöldi
sjálfboðaliða hefur skemmt á fund-
um okkar, sumir komið oft og flest-
ir fyrir milligöngu Egils. Þá kom
berlega í ljós hve vel kynntur og
vinamargur hann var. Hann stjóm-
aði flestum fundum félagsins, hélt
uppi þeirri léttu glaðværð sem
honum var svo eiginleg, að
ógleymdum söngnum sem hann
stjórnaði, en söngur hefur verið
stór þáttur í starfsemi félagsins,
eins og hann hefur verið á öllum
lífsferli Egils sjálfs.
Helgakviðu (H. Tryggvasonar)
orti Egill árið 1976. Mig langar
að hér verði birtar nokkrar ljóðlín-
ur úr Helgakviðu, og leyfí ég mér
að breyta um nöfn, — Helgi í Egill:
Mörgum greiða gerði hann
Góðra manna hylli vann.
Biðja Agli blessunar
bókamenn og safnarar.
Og síðar í kviðunni, þegar komið
er að hinu gullna hliði og Pétur
ávarpar komumann:
Gjörðu svo vel að ganga inn
um Guilna hliðið, Egill minn.
Margir taka á móti þér...
Kjartan Halldórsson frá Bæjum
á Snæfjallaströnd við ísafjarðar-
djúp lézt sunnudaginn 7. marz
1993, 75 ára að aldri.
Kjartan fæddist í Bæjum 17. júní
1917. Foreldrar hans vora Halldór
Halldórsson bóndi í Neðri-Bæ og
Þorbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja.
Kjartan ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Bæjum og var þar heimilisfast-
ur til 1947.
Kjartan varð snemma mikill at-
gerfismaður. Hann varð búfræðing-
ur frá Hvanneyri og vann að jarða-
bótum í Djúpi og á Hornströndum.
Hann var vegaverkstjóri í Snæ-
fjallahreppi og smíðaði bryggjurnar
í Bæjum og á Amgerðareyri.
Það fór orð af Kjartani fyrir
dugnað og atfylgi við þessi verk.
Til þess var tekið, þegar hann 23
ára gamall gekk inn í kaupin á
bryggjutimbri, sem ætlað hafði ver-
ið annað. Það gerði hann til að
knýja á um bryggjusmíðina á Bæj-
um.
Aðstandendum hans öllum send-
um við einlægar samúðarkveðjur
héðan úr húsinu. Blessuð sé minn-
ing Egils Bjamasonar.
Kristján Guðmundsson.
í dag verður gerð útför vinar
okkar og söngbróður Egils Bjama-
sonar og langar okkur að minnast
hans nokkram orðum.
Egill kom til starfa í kirkjukóm-
um hér í Kópavogi þegar hann var
stofnaður árið 1952 og söng með
honum óslitið síðan, þar til nú í
vetur að fótaveiki meinaði honum
kirkjugöngu. Á þessum langa
starfsferli gefur augaleið að náin
kynni hafa skapast meðal þeirra
félaga, sem lengst hafa starfað
saman, engin leið er betri en söng-
gleðin til að sameina hugi og hjörtu
einstaklinga. Já, hann Egill átti
sönggleði í ríkum mæli. Segja má
að söngurinn hafí verið stór þáttur
í hans lífshlaupi. 16 ára gamall
byijaði hann að syngja í kirkjukór
á Dalvík og síðan hefur sönglistin
verið hans tómstundaiðja allt frá
því að syngja glaða gluntasöngva
og til þess að syngja helstu kór-
verk tónbókmenntanna með
stærstu kóram þessa lands.
Egill var hagmæltur vel og
ósjaldan flugu hnyttnir kviðlingar
við ýmis tækifæri sem félagarnir
kunnu vel að meta. Einnig þýddi
hann marga ópera- og óperettu-
texta af mikilli vandvirkni, og
vantaði texta við lög sem kórinn
ætlaði að æfa var Egill ekki lengi
að bæta úr því.
Egill var fyrirmannlegur í fasi
og snyrtimenni svo að eftir var
tekið. Þar sat prúðmennskan í
fyrirrúmi og aldrei hrutu styggðar-
yrði af vöram hans, enda vinsæll
af öllum sem honum kynntust.
Honum fylgdi alltaf ljúfur andblær
græskulausrar gleði og hans
glettnislega bros kom öllum í gott
skap.
Kjartan kvæntist 11. júlí 1947
Kristínu Þorsteinsdóttur frá Áreyj-
um í Reyðarfírði. Sama ár gerðist
hann bæjarverkstjóri á ísafírði. Síð-
ar tók hann að sér rekstur Upp-
sala, húss sjálfstæðismanna á
ísafírði, og þar hóf hann veitinga-
rekstur ásamt Kristínu húsfreyju
sinni. Á ísafjarðaráram sínufh tók
hann sveinspróf í húsasmíði og stóð
fyrir húsbyggingum.
Árið 1958 fluttust þau hjón til
Reykjavíkur og stofnuðu smur-
brauðsstofuna Brauðborg, síðar
keyptu þau ísborg í Austurstræti
og enn síðar stofnuðu þau veitinga-
staðinn Ingólfsbrann við Aðalstræti
og ráku til starfsloka.
Kjartan var mikill að vallarsýn
og sópaði að honum hvar sem hann
fór. Hann var rammur að afli og
þó köttur liðugur. Með aldrinum
safnaði hann holdum. Hann gerði
það oft til skemmtunar vinum sín-
um að tvista af hjartans list. Þá
sveiflaði hann sínum mikla líkama
Eyru okkar nema ekki lengur
hans þróttmiklu bassarödd frá öft-
ustu röðinni í kórnum en góð minn-
ing um genginn hal geymist meðan
við lifum. Við þökkum fyrir að
hafa notið samfylgdar hans.
Gyðu konu hans og allri fjöl-
skyldunni sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
guðs blessunar.
Kór Kópavogskirkju.
Við Egjll Bjarnason vorum sveit-
ungar og æskuvinir, hvor frá sín-
um bæ í Svarfaðardal. Ekki kynnt-
umst við þó að ráði fyrr en leiðir
okkar lágu saman á Dalvík, þar
sem Egill var snemma hrókur afis
fagnaðar í hópi æskumanna. Komu
þá strax í ljós helstu eiginleikar
hans, hversu léttur hann var í
skapi, vel máli farinn, laglega hag-
orður og allra manna glaðastur í
söng.
Eftir að við Egill fluttumst báð-
ir til Reykjavíkur urðu samskipti
okkar brátt mikil. Auk sameigin-
legra æskustöðva kom það til að
tengsl mynduðust milli fjölskyldna
okkar; Ingunn kona mín og Gyða
kona Egils era náskyldar, og fylgdi
þar vinátta frændsemi. Oft voru
þau hjón kærkomnir gestir á heim-
ili okkar, enda var samfara komu
þeirra glaðværð og notalegt and-
rúmsloft. Margsinnis gerðumst við
Ingunn ferðafélagar þeirra hjóna,
bæði innan lands og utan. Ekki
var hægt að kjósa sér skemmti-
legri ferðafélaga en Egil Bjama-
son. Olli því létt lund hans, víðfeðm
þekking og góð skaphöfn. Eigum
við hjónin margar og ljúfar minn-
ingar frá þessum ferðum, og hið
sama má segja um öll kynni við
Egil.
Egill Bjamason fluttist tvítugur
til Reykjavíkur og var þar búsettur
til ársins 1953, en átti heima í
Kópavogi alla tíð síðan. Fornbóka-
verslun rak hann áratugum saman,
enda var hún gildasti þáttur í lífs-
starfí hans. Mörgum varð tíðföralt
í búðina til Egils. Hann var ákaf-
lega hjálpsamur og lagði oft á sig
ómælt erfiði til að leysa vanda
bókamanna. Hitt laðaði menn þó
ekki síður að fombókasölu hans,
hve viðræðugóður hann var,
gamansamur og léttur í lund.
Eitt sterkasta einkenni Egils
Bjamasonar var tónlistaráhugi
hans og hversu lifandi söngmaður
hann var. Hann naut þess af alhug
að syngja með öðra fólki. Allt frá
16 ára aldri heima á Dalvík og
fram til síðustu stundar söng hann
í kirkjukórum, mörg síðari árin í
Kirkjukór Kópavogs. Hann söng í
mörgum kórum öðrum, sumum
landskunum og naut þess að taka
virkan þátt í félagslífí þeirra. Þá
þýddi hann og óperar, óperettur
og marga sönglagatexta. Naut þar
sín vel hagmælska hans og söng-
og beygði fætur svo hann kom nið-
ur undir gólf og reis upp aftur fjað-
urmagnaður sem ungur hjörtur.
Kjartan var mikill félagsmála-
maður og gleðimaður, hrókur alls
fagnaðar á mannamótum, höfðingi
í sjón og raun. Hann hóf þátttöku
í félagsmálastarfí í heimasveit sinni
ungur að árum og hélt alla tíð
tryggð við heimabyggð sína. Hann
og félagar hans úr sveitinni endur-
reistu fyrir nokkram árum félags-
heimilið Dalbæ milli Bæja og Lyng-
holts.
Kjartan var virkur í Félagi Djúp-
manna í Reykjavík og lengi gjald-
keri félagsins. Hann verður okkur
minnisstæður fyrir allra hluta sakir.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
allra Djúpmanna; við sendum Krist-
ínu húsfreyju Kjartans samúðar-
kveðjur.
Helgi G. Þórðarson.
Látinn er vinur minn og velgjörð-
armaður, Kjartan Halldórsson frá
Bæjum á Snæfjallaströnd. Það var
af tilviljun að ég kynntist þeim
mæta Vestfirðingi sem ásamt sinni
góðu konu Kristínu Þorsteinsdóttur,
átti eftir að halda í hönd mína og
sona minna um langan tíma og
styðja okkur á alla lund.
Kjartan Halldórsson
frá Bæjum - Minning
hæfni.
Egill Bjarnason var vænn maður
og mikill gleðigjafí. Við Ingunn
minnumst með þakklæti allra
ánægjustundanna sem við áttum
með þessum ljúfa vini okkar. Gyðu
og börnum þeirra Egils sendum
við hlýjar kveðjur.
Valdimar Jóhannsson.
Genginn er á vit feðra sinna
Egill Bjamason eftir afkastamikla
og viðburðaríka ævi.
Mér er ljúft að minnast Egils,
en þau hjón Egill og Gyða era
ásamt foreldram mínum ein af
frambyggjum í vesturbæ Kópa-
vogs. Heimili þeirra hjóna var mik-
ið menningarheimili þar sem tón-
list og bóklestur var í hávegum
hafður. Þá var garðurinn þeirra í
Hófgerðinu sérstaklega fallegur og
áttu þau hjónin ófá handtökin þar.
Þá var hátíðleg stund að fá að
líta inn í skúrinn hans Egils, þar
var sem ævintýraheimur, allt fullt
af bókum, og fylltist ég hátíðleik
innan um þennan fjársjóð. Það
þótti því alveg við hæfí þegar við
Soffía sátum tímunum saman sitt
í hvora homi og lásum bækur, á
meðan önnur böm voru úti að leika
sér.
Egill var listamaður af guðsnáð,
mikill íslenskumaður og talaði fal-
legt og gott mál, og mikill áhuga-
maður um tónlist, þýddi margar
óperur og óperettur, svo sem Don
Pasquale, Sígaunabaróninn, My
fair lady og Fiðlarinn á þakinu, svo
að fátt eitt sé upp talið, og samdi
fjölda texta.
Hann rak fornbókaverslun á
Hverfísgötunni til margra ára og
var það hans aðalstarf seinni árin.
Þangað hafa margir lagt leið sína
í gegnum árin. Þá nýtti hann sitt
eigið hljóðfæri, röddina, til hinstu
stundar, en hann hafði djúpa og
fallega bassarödd og söng í mörg-
um kórum. Hafa Kópavogsbúar
notið krafta Egils í þijátíu ár í
Kirkjukór Kópavogs.
Trygglyndi er mér efst í huga
þegar ég hugsa um fjölskylduna
sem fyrram bjó í Hófgerðinu. Af
því hafa þau hjón miðlað ríkulega
til barna sinna þriggja, Hrafnkels,
Ólafíu og Soffíu. Sem dæmi um
trygglyndi Egils má geta, að ekki
era nema þijú ár síðan ég fékk
sendingu ásamt frumsömdu ljóði
frá honum er ég hélt upp á stóran
áfanga í lífí mínu.
Ég þakka Agli samfylgdina,
minn er heiðurinn, og bið góðan
Guð að gefa Gyðu þrek og styrk.
Soffía mín og Gunnar, Óla og
Gunnar, Keli og Anna og barna-
börnin, þið eigið minninguna um
góðan dreng.
Kveðjur eru sendar frá fyrram
nágrönnum í Holtagerði 1, Gylfa
Gunnarssyni og fjölskyldu.
Þorgerður Gylfadóttir.
Þau Brauðborgarhjón áttu út-
réttar hendur. Þau leiddu okkur sem
yngri vorum og efldu á alla lund.
Það var oft glatt á hjalla, bæði í
starfí og á heimili þeirra, sem svo
sannarlega glæddi líf okkar starfs-
fólksins.
Ég hitti Kjartan því miður of
sjaldan hin síðustu ár, en þegar
hann var sjötugur, 17. júní 1987,
hélt hann sem fyrr veglega veislu
í Oddfellow-húsinu í Reykjavík, en
í þeirri reglu var hann mæætur
félagi.
Kjartan'fyar smiður góður og
ákaflega afkastamikill. Hann var
ætíð glaður og reifur og lét aldrei
deigan síga í þeim verkum sem
hann tók að sér. Kjartan hafði mikla
ánægju af félagsmálum. Hann var
mikill sjálfstæðismaður og lét sitt
aldrei eftir liggja í stjórnmálabar-
áttunni.
Það var sama hvað Kjartan tók
sér fyrir hendur, hann var gaman-
samur með afbrigðum, sterkur per-
sónuleiki og járnvilji einkenndi öll
hans störf.
Genginn er góður drengur en
minningin lifir. Bið ég góðan guð
að blessa eiginkonu hans og ástvini
þeirra og gefa þeim styrk. í guðs
friði. .
Salóme Herdís.