Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 37

Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 37 Kveðja * Gunnar Olafsson Fyrir nokkrum árum bættist eru æsku- og uppvaxtarstöðvar okkur hjá Gufubaðsstofu Jónasar Gunnars, honum og ferðamönnum góður og glaðbeittur liðsauki, sem í nokkur misseri auðgaði líf hóps- ins, sem reglulega hittist á Austur- ströndinni, með alveg sérstöku við- móti og lífsgleði. Þetta var Gunnar Ólafsson, sem borinn var til grafar í gær. Gunnar var einn af þessum einstöku persónuleikum, sífellt glaður og einlægur í viðmóti og stutt í dillandi hlátur. Hann var einfaldlega eins og hannaður af æðri máttarvöldum til að vera fremstur meðal jafningja í hópi, sem nokkrum sinnurri í viku leitar afdreps í gufunni til að hvíla sig eftir annir dagsins. Ef menn komu þreyttir og niðurdregnir hafði hann lag á því á örskammri stundu að fá menn til að brosa með lítilli sögu og ískrandi hlátri, eða þá að hann dró fram skákborðið. Gunnar kom til okkar er hann hafði lokið hinu raunverulega lífsstarfi, sem oftast tengdist sjónum og físk- vinnslu, enda var hann hafsjór af fróðleik um allt er varðaði menn og málefni og þá mest vestur á fjörðum. Þegar fór að vora fann maður er hann byijaði að iða af tilhlökkun eftir að komast vestur til að gerast trillukarl og hann kom í bæinn sólbrúnn og útitekinn og tilbúinn til að dekra við okkur gufukarlana sína. Fyrir rúmu ári fékk hann heilablæðingu og átti þessi lífsglaði félagi okkar erfiða daga bundinn við rúmið. Það hlýt- ur að hafa verið honum gleðistund þegar kallið kom. Við félagar hans söknum hans um leið og við gleðj- umst með honum og biðjum allar góðar vættir að vernda hann. Frú Sigurlaugu, börnum hans og ætt- ingjum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. gufufélaganna, Ingvi Hrafn Jónsson. Á lífsleiðinni verða sumir menn minnisstæðari en aðrir þar sem atvik, stór eða smá, eða fas manna gerir þá eftirminnilega. Lífsglaðir menn eiga hér iðulega hlut, að máli og þeir eiga áreiðanlega auð- veldara með að sigla í gegnum líf- ið og andstreymi þess, en þeir sem gera sér rellu út af smámunum. Léttleiki tilverunnar, þar sem grunnt er á glensi og gamni, er líklega einhver besti eiginleiki sér- hvers manns. Þessum eiginleikum var Gunnar Ólafsson gæddur, sem í dag er til moldar borinn í Foss- vogskirkjugarði. Hann lést 8. mars sl. á einum éljadegi þessa vetrar, eftir langa sjúkdómslegu, en óbil- andi vilja til þess að komast til betri heilsu. Gunnar fæddist 9. janúar 1918 í Reykjarfirði í Suðurfjörðum og var þvi rétt liðlega 75 ára er hann lést. Reykjarfjörður er í hópi með öðrum Suðurfjörðum sem ganga inn úr Arnarfirði; Geirþjófsfirði, Trostansfirði og Fossfirði. Dalur- inn upp af fírðinum er kjarri vax- inn, heitar laugar við fjarðarbotn- inn og silungur í á. Fjarðarbotninn er ekki aðeins gróðursæll, þakinn lyngi og kjarri, heldur teygir flóran sig upp á efstu hjalla þar sem vex blóðberg, jöklasóley, lambagras og músareyra. Óvíða hér á landi er fegurra en við innanverðan Arnar- fjörð þegar sól hnígur í sæ. Þetta Tlutarzcv Heílsuvörur nútímafólks ógleymanlegar. Gunnar missti föður sinn sem ungur drengur, en hann dó 1926. Móðir hans Ólafía, lét þó ekki deigan síga, því að hún stóð fyrir búi með ráðsmönnum um nokk- urra ára skeið, eða þar til börn hennar gátu farið að hjálpa til við búskapinn. Ólafía deyr 1955. Eins og svo víða hafa fegurstu og bú- sældarlegustu sveitir farið í' eyði á árunum milli 1950 og 1960. Það á einnig við um Reykjarfjörð, því að Gunnar og kona hans fluttust til Bíldudals 1960. Gunnar kvæntist Sigurlaugu Magnúsdóttur, móðursystur minni, 1955, en hún er frá Vind- heimum í Skagafirði. Ég man það sem strákur norður í landi, að mér þótti sem Sigurlaug hefði ekki aðeins flust í aðra sveit, heldur í fjarlæga sveit. Gunnari og Sigur- laugu varð fjögurra barna auðið. Elstur er Ólafur Jóhannes hag- fræðingur, fæddur 1956, búsettur í Bandaríkjunum. Næstelst bama er Anna Maggí, fædd 1957, en hún býr í Tálknafirði. Þá er Selma Sigrún hjúkrunarfræðingur fædd 1960, en hún er gift og búsett í Danmörku og loks er Bragi íþróttakennari fæddur 1961, býr í Hafnarfírði. Uppeldi barna sinna fórst þeim hjónum einkar vel úr hendi. Barnaböm þeirra eru nú ellefu, sum í hinn legginn ramm- verstfirsk, en önnur þýsk. Gunnar var ávallt mikill vinur barna sinna sem og bamabarna, ekki síst vegna skaphafnar sinnar. Það er árið 1960, sem Gunnar og Sigurlaug flytjast til Bíldudals eftir að hafa staðið fyrir búi í Reykjarfirði í nokkur ár. Fyrr á árum var kauptúnið vel sett við innanverðan fískisælan fjörð, rétt þar sem innfirðimir mætast. Þar var verslun og viðskipti, læknir, prestur og skóli, enda var Bíldu- dalur viðskiptamiðstöð allra Arn- firðinga. Atvinnusaga Bíldudals hefur á vissum tímum risið mjög hátt, en á öðrum hefur hallað undan fæti. Gunnar var á sinn hátt þátttakandi í mótun atvinnu- sögu Bíldudals í tæp tuttugu ár. Hann var á sjó, vann í landi, mest við útgerð og sjávarvinnslu og var í fyrirsvari fyrir vinnsju rækju og skelfisks á staðnum. í húsi undir brattri hlíð bjó Gunnar með fjöl- skyldu sinni þau ár sem hann bjó á Bíldudal. Mér er húsið og stað- setning þess eftirminnileg vegna þeirrar gestrisni og frændsemi sem ég naut þar sem vegavinnu- strákur. Ósjaldan skaut hann mér bæjarleið þegar á því þurfti að halda, ávallt léttur í bragði. Árið 1978 fluttust þau hjón búferlum til Blönduóss og taka þátt í stofnun rækjuvinnslu þar. Reynsla Gunnars af samsvarandi starfí á Bíldudal, ásamt útsjónar- semi þegar glíma þurfti við erfíð vandamál, urðu til þess að at- vinnureksturinn gekk vel á Blönduósi. Þar eignuðust þau hjón marga góða og trygga vini. Jafn- framt var stutt að fara í heima- haga Sigurlaugar í Skagafjörðinn. Gunnar kunni enda vel við sig í þeirri sveit, og syrgja nú vinir og kunningjar fráfall hans. í dag kveðjum við mikinn heið- ursmann, ósérhlífínn og ráðagóður 3M „Töfra“límband hveijum þeim er til hans leituðu. Hann hefur unnið mikið og sofíð lítið. Ávallt haldið glaðværð sinni og léttri lund. Ég og fjölskylda mín vottum móðursystur minni, börnum þeirra hjóna og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Magnús Pétursson. Vinakveðja frá Blönduósi í vanamanna og vinahóp, er vegið hér á jðrð. Og eftir standa ailt um kring hin auðu djúpu skörð. Við hjónin kynntumst Sigur- laugu og Gunnari nánast af tilvilj- un, en okkur varð fljótt vel til vina. Sameiginleg áhugamál og svip- aðar aðstæður hafa eflaust ráðið þar um, en við fjögur fundum þá skýringu að við hlytum að vera andlega skyld. Við vildum kynnast þeirra börnum og þau okkar börn- um, svo að nánari skýringa þurfti ekki við þegar eitthvað var af þeim að frétta. Við höfðum gleði af að kynnast þeirra fólki í Skagafirði og þau af að kynnast okkar fólki hér heima. Allt í einu vorum við öll í sömu fjölskyldu, deildum gleði og sorg og áttum saman ómældar ánægjustundir. Gunnar Ólafsson var gæfumað- ur, átti góða konu og góð börn sem hann elskaði og dáði. Eftir að hann fékk áfallið og lamaðist hlaut hann slíka ástúð og blíðu frá þeim öllum að við höfum sjaldan orðið vitni að öðru eins. Eflaust hefði hann frekar kosið að detta á sprettinum, en örlögin láta ekki að sér hæða. Elsku Laula vinkona. Elsku Anna, Bragi, Óli og Selma. Við vottum ykkur samúð á sorgar- stund. Þeir missa mest sem mikið hafa átt, en minningarnar lifa, þær ylja, hugga og græða. Við kveðjum Gunnar með kærleik og þökk og kyssum hann blítt í anda. Megi hann líta ljós og rósir á leið til fegri stranda. Nanna og Skúli. Fyrtr nuttma eldhusið Ida- vélar fyrir nútíma eldhúsið Þú finnur örugglega eldavéi við þitt hæfi. ^^EBSsaassr • Breidd 50 sm. • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verð kr. 40.990,- Stgr.kr. 38.980.- EF24K • Breidd 50 sm. • Blástursofn. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verð kr. 48.250,- Stgr.kr. 45.840.- • Breidd 60 sm. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki Verð kr. 49.950.- Stgr.kr. 47.450.- EV64K • Breidd 60 sm • Blástursofn, • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki. Verð kr. 58.900.- Stgr.kr. 55.950.- EV67K • Breidd 60 sm. • Blástursofn • Keramikhelluborð • Undir, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki Verð kr. 94.700 - Stgr. kr. 89.960.- Seppelfricke eldavélarnar eru vandaðar þýskar úrvalsvélar sem metnaður er lagður í. Útlit og notagildi er haft t huga við hönnun vélanna. Fallegar eldavélar og þægilegar í alla staði. Komdu til okkar í heimsókn, sjón er sögu ríkari. SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.