Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 38

Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Jóhann Guðmundsson forstjórí - Mmning Fæddur 13. maí 1917 Dáinn 14. mars 1993 Hinn 14. mars sl. lést á Akur- eyri Jóhann Guðmundsson forstjóri. Með honum er genginn glæsilegur fulltrúi þeirrar kynslóðar er óðum hverfur yfír móðuna miklu. Móðurforeldrar mínir eignuðust þijá tengdasyni sem allir báru Jó- hanns-nafnið. Voru því öll dætra- bömin Jóhannsböm, allir reyndust tengdasynimir mannkostamenn og hafa nú tveir þeirra kvatt okkur. Jóhann Guðmundsson kvæntist * miðdótturinni, Freyju. Með tilkomu hans í fjölskylduna eignuðust hin Jóhannsbörnin nýjan afa og ömmu, þau Rannveigu og Guðmund, for- eldra Jóhanns, en þar áttu Jóhann og Freyja sitt fyrsta heimili. Mikil rausn og höfðingsskapur einkenndi foreldra Jóhanns og man ég glöggt er amma Rannveig byij- aði snemma sumars að kaupa jóla- gjafír handa bömunum og hélt svo áfram að smábæta við gjafímar fram að jólum því að aldrei fannst henni nógu vel gert. Ófáar ferðimar fór ég sem bam í heimsókn til ömmu og afa í Ránar- götu. Þáði góðgjörðir og baðaði mig hlýju þeirra. Sami rausnarskapur einkenndi heimili Jóhanns og Freyju. Þar átt- um við systkinin athvarf sem böm og þar átti ég í æsku mitt annað heimili. Gestrisni þeirra hjóna var með ólíkindum og lætur nærri að þar hafí verið eins konar félagsmiðstöð ættingja úr Ólafsfírði, engum var úthýst, allir boðnir velkomnir hvemig sem á stóð. Margar minna bestu minninga eru frá liðnum ^stundum heima hjá Jóa og Freyju *í hópi kátra frænda sem tóku inn- rás frænku sinnar með stakri ró. Á þessum árum kynntist ég Jóa best, geislandi persónuleika sem engum var líkur, hjartahlýr, skemmtiiegur svo af bar, hjálpsam- ur og gjöfull. Enginn karlmaður hefur nokkru sinni gefíð mér fal- legri blómvönd, glæsilegri konfekt- kassa né stærra páskaegg. Jóhann Guðmundsson var afburðamaður á ýmsum sviðum og er afrakstur erf- iðis hans og eljusemi nú í höndum sona hans. Ég og fjölskylda mín vottum eft- irlifandi eiginkonu, sonum og fjöl- skyldum þeirra, bróður og eigin- konu okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jóhanns Guðmundssonar. Dana Jóhannsdóttir. Á sunnudaginn barst mér fregnin um að Jóhann Guðmundsson, for- stjóri á Akureyri, hefði dáið þá um morguninn. Hann hafði orðið fyrir mörgum áföllum síðustu árin og þau Freyja bæði, en alltaf risið upp á ný. Síðasti spölurinn hafði verið Jóhanni erfíður, en Freyja vék ekki frá honum. Þau voru mjög náin alla tíð og einlægt nefnd í sömu andránni af vinum sínum. í sumar eð var fluttu þau út í Helgamagra- stræti. Þaðan er útsýni vítt og fag- urt, niður á Oddeyrina og út fjörð- inn þar sem hillir undir Saurbrúar- gerði undir Ystuvíkuríjalli. Þama sátu þau löngum og nutu þess að fylgjast með því hvemig lífíð hélt áfram þar sem þau höfðu áður ver- ið svo virkir þátttakendur. Jóhann var Höfðhverfingur í húð og hár og á ættir að rekja til byggð- anna austan Eyjafjarðar og í Fnjóskadal. Hann fæddist í Saur- brúargerði í Grýtubakkahreppi, sonur hjónanna Guðmundar bónda þar Kristjánssonar á Végeirsstöðum og Rannveigar Jónsdóttur. Saur- brúargerði er nú í eyði, rýr jörð og óbyggileg, ef sjávarins hefði ekki notið við, en heyskapur sóttur upp í Gæsadal. Aðstaða til sjósóknar var erfíð. Kamburinn er snarbrattur í sjó niður, en upp hann varð að bera aðföng öll á bakinu, þ.á m. allt byggingarefni, þegar jörðin var húsuð , því að vegur var enginn út Svalbarðsströnd og Kjálka. Það lætur að líkum, að systkinin í Saurbrúargerði, en þau vom sex, sem upp komust, vöndust snemma allri vinnu til sjós og lands. Jóhann var þannig rétt ijórtán ára þegar hann réðst á línubát hjá frændum sínum í Grenivík, fyrst í tvö ár með Stefáni Stefánssyni í Miðgörðum og síðar hjá Oddgeiri Jóhannssyni í Hlöðum, sem hvatti hann til að taka vélstjóranámskeið. Eftir það var Jóhann lengi hjá Guðmundi Péturssyni frænda sínum og út- gerðarmanni á Akureyri á þvi kunna afla- og happaskipi Krist- jáni. Þegar nýsköpunartogaramir vom keyptir til Akureyrar varð Jó- hann kyndari og síðar vélstjóri á Kaldbak, sem Sæmundur Auðuns- son, hinn kunni aflamaður var með og hef ég fyrir satt, að hann hafí treyst Jóhanni umfram aðra, enda var hann þjóðhagi í öllu því, er að iðn hans laut, ósérhlífínn og úr- ræðagóður. Jóhann var á Akureyrartogumn- um til 1958. Þá fór hann í land og vann í hraðfrystihúsinu, en 1960 stofnaði hann Sandblástur og málmhúðun hf. ásamt Aðalsteini bróður sínum. Það var brátt eitt fullkomnasta fyrirtæki sinnar teg- undar hér á landi og algjör braut- ryðjandi í svonefndri heithúðun. Það hefur umfangsmikil og vaxandi við- skipti við einstaklinga jafnt sem opinbera aðila hvarvetna á landinu. Jóhann var sá gæfumaður að synir hans tveir, Jón Dan og Heiðar Þórarinn, tóku við rekstri fyrirtæk- + Bróðir minn, ÓLAFUR FR. ÞÓRHALLSSON, frá Vestmannaeyjum, andaðist 13. mars í Boston í Bandaríkjunum. Jarðarförin hefur farið fram. Ása M. Gunnlaugsson. t Elskuleg mágkona mín, frænka okkar og vinkona, GUÐNÝ KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, síðast til heímilis að Hrafnistu i Reykjavík, sem andaðist 16. mars sl. veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 23. mars kl. 13.30. Jósef Ágúst Guðjónsson, Karítas Sigurlaugsdóttir, Jóhanna Auður Arnadóttir, Einar Pálmason, Ólafur Haukur Árnason, Bára Jakobsdóttir, Jensína Sigurjónsdóttir, Árni Kristinsson, Fanney Tómasdóttir. isins fyrir fímm ámm og hafa rekið það áfram með sama myndarbragn- um. Samstarf þeirra feðga er lýs- andi dæmi þess, hvers einstaklings- framtakið er megnugt, þegar sam- an fer atorka, samheldni og fyrir- hyggja. Þótt Sandblástur og málm- húðun hafí haslað sér völl með eftir- minnilegum hætti, var það ekki í skjóli hafta eða verndaraðgerða, heldur hefur það unnið traust í harðri og oft óvæginni samkeppni. Bautasteinar standa ekki brautu nær nema reisi niður af nið Sonunum kippir í kynið um dugnaðinn. Jóhann kvæntist Freyju Jóns- dóttur útgerðarmanns Bjömssonar í Ólafsfírði árið 1944 og eignuðust þau fjóra syni: Elstur er Jón Dan, forstjóri, kvæntur Ruth Hansen og eiga þau þijú börn. Rúnar, stýri- maður, kvæntur Jónheiði Kristjáns- dóttur og eiga þau þijú böm, Heið- ar Þórarinn, vélstjóri, kvæntur Maríu Garðarsdóttur og yngstur er Guðmundur, framkvæmdastjóri, kvæntur Evu Ingólfsdóttur og era böm þeirra þijú. Jóhann var einstaklingshyggju- maður í þess orðs bestu merkingu, heill í hveiju sem hann tók sér fyr- ir hendur, haldinorður og traustur í viðskiptum. Hann var góður full- trúi þeirrar kynslóðar, sem ekki átti þess kost að njóta skólagöngu, en varð að vinna hörðum höndum fyrir öllu sínu. Vissulega hafði hann oft krappa útivist en á honum átti hvort tveggja eftir að sannast að sígandi lukka er best og að sá er mesti auðnumaðurinn sem verður mikill af sjálfum sér og er ham- ingjusamur í einkalífí. En þeirrar gæfu naut Jóhann og þau Freyja bæði í ríkum mæli. Samheldni þeirra og samstöðu var við brugðið, í blíðu og stríðu, höfðingjar heim að sækja, vinir vina sinna og dreng- ir góðir. Eg sakna vinar í stað þar sem Jóhann var, en til hans sótti ég oft traust og stuðning. Það var heið- ríkja yfír lífi hans. Það má vera Freyju, sonunum og fjölskyldunni huggun í þeirra djúpu sorg og sára söknuði nú, þegar kveðjustundin hefur rannið upp. Við hjónin hugsum til þeirra og blessum minningu Jóhanns Guð- mundssonar. Megi hann í friði hvíla. Halldór Blöndal. Það er ekki lengur vegur frá Saurbrúargerði sem klúkti í brekk- unni utan við víkurskarð austan megin Eyjaíjarðar gegnt Hjalteyri, og inn til Ákureyrar, en á þessu svæði hefur Jóhann lifað lífi sínu og farnast vel. Hann fæddist að Saurbrúargerði 13. maí 1917, eitt af sex bömum þeirra Rannveigar Jónsdóttur og Guðmundar Krist- jánssonar. Nú sést aðeins móta fyrir bæjar- rústum á hól í brekkunni þar sem hægt var að reisa bæ og ekki hefur túnbletturinn veríð stór og sjávar- gatan brött í sjó niður. Guðmundur átti skektu því að stutt var að róa til að fá físk í soðið og ef vinnu var að fá á Hjalteyri var róið í vinn- una, en þá var mikið atvinnluíf á Hjalteyri. Jóhann stundaði sjóinn á bátum frá Grindavík og seinna Akureyri. Hann fór á vélstjóranámskeið á Akureyri og var eftir það vélstjóri á bátum. Síðan fór hann á náms- samning hjá vélsmiðjunni Odda hf. í vélsmíði og lauk því námi, og sjór- inn togaði í unga manninn og var hann lengi vélstjóri á ms. Kristjáni, flaggskipi Guðmundar Péturssonar útgerðarmanns, en það sigldi með ísaðan físk til Englands á stríðsár- unum. Hann var um tíma hjá Véla- og plötuverkstæði Atla hf., þar sem ég var í iðnnámi og þar urðu okkar fyrstu kynni. Það er margs að minnast frá þessum áram, en Jóhann var þá að byrja búskap með konu sinni Freyju Jónsdóttur Björnssonar útgerðar- manns í Ólafsfírði. Hann átti þijár dætur og þær héldu svo mikið upp á Jóhannsnafnið að þær giftust all- ar Jóhönnum. Þá hafði Guðmundur hætt búskap og flust til Akureyrar og íjölskyldan keypti Ránargötu 4, og þar byrjaði Jóhann búskap. Svo komu nýsköpunartogaramir eftir stríð og réðst Jóhann vélstjóri á fyrsta togarann, Kaldbak, og svo fór hann á Harðbak og var það góð reynsla. En hann vildi komast í atvinnu- rekstur. Þá var Atli hf. búinn að kaupa sandblástur og sínksprautun, en hafði ekki kraft í að koma þessu í gagnið og keypti Jóhann tækin og byijaði í skúrræfli hjá Atla hf. Astaðan var mjög léleg. Ég fluttist suður um þetta leyti og það sem næst gerðist var að fyrirtækið hafði gengið það vel að Jóhann hafði fengið lóð og látið teikna hús, steypt sökkla og pantað efni í stálgrind. Fór ég norður í sumarfríi og við smíðuðum sperrar á granninum og reistum, og var húsið tekið í notkun um veturinn. En staðar var ei numið, heit sínk- húðun var takmarkið og eftir nokk- ■i Móöir okkar, I- UNNUR SIGURJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal laugardaginn 20. mars kl. 14.00. IngiTryggvason, Eysteinn Tryggvason, Ásgrímur Tryggvason, Kristín Tryggvadóttir, Helga Tryggvadóttir, Hjörtur T ryggvason, Ingunn T ryggvadóttir, Dagur T ryggvason, Sveinn Tryggvason, Haukur T ryggvason og fjölskyldur. Systir okkar, + ARNDÍS ÞORKELSDÓTTIR, Miðbæjarskóla, Frfkirkjuvegi 1, verður jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. mars kl. 15.00. Halldóra Þorkelsdóttir, Ingunn Þorkelsdóttir. ur ár bað Jóhann mig að skreppa til Evrópu til að afla sér tækja. Við fóram til Noregs, Danmerkur og Þýskalands. í Köln leist okkur best á tækin og fór Jóhann þangað ásamt Jóni Aspar nokkra seinna. Sömdu þeir þá um kaupin, og enn byggði Jóhann yfír sínkhúðunina og skrifstofur, hið ágætasta hús. Var nú komið hið ágætasta fyrir- tæki, byggt upp af dugnaði og elju Jóhanns og Aðalgeirs bróður hans sem átti eitthvað í fyrirtækinu. Þetta er afrek eins manns af eigin rammleik og var hann búinn að láta fyrirtækið í hendur sona sinna fjögurra. Ætla þeir öragglega að halda merkinu hátt eins og faðir- inn, en eins og skáldið sagði, þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Við hjónin munum sakna vinar í stað er við komum til Akureyrar og munum ekki slá á létta strengi meir, en Freyja mín, við vottum þér okkar dýpstu samúð og vonum að þú njótir áranna í fallegu nýju íbúð- inni. Öðram ástvinum sendum við samúðarkveðjur. Jóhann Indriðason. Þegar okkur hjónunum barst sú fregn að Jóhann Guðmundsson væri allur þá streymdu minningar og atburðir liðinna ára fram í hug-' ann. Við Jóhann voram ekki jafn- aldrar, þannig að þegar ég man fyrst eftir honum þá var hann orð- inn fullorðinn maður, en síðan átt- um við eftir að eiga margar góðar stundir saman um langt árabil. Það er ástæðan fyrir því að ég geri til- raun til að minnast hans nokkram orðum. Þótt hugurinn fyllist trega þegar góður drengur er kvaddur, birtir til þegar minningamar hrann- ast upp og það era þær sem lifa og ylja. Ekki ætla ég að rekja ætt- ir hans né starfsferil, það era marg- ir betur til þess fallnir. Ég kynntist Jóhanni 1956. Þá var hann vélstjóri á Akureyrartog- aranum Harðbaki. Voram við þar skipsfélagar. Þau kynni vora góð, en urðu frekar stutt þar sem ég hætti og fór yfír á annan togara hjá sama félagi. Síðan lágu leiðir okkar saman aftur er ég kynntist konu minni þar sem hún var nán- ast heimagangur á heimili þeirra hjóna á Eyrarvegi 37. Kona hans, Freyja Jónsdóttir, er úr Ólafsfirði og er móðursystir konu minnar. Endurnýjuðum við þá okkar fyrri kynni sem hafa staðið æ síðan. Heimili þeirra hjóna var nærri ann- að heimili konu minnar þegar hún var á Akureyri og eftir að við flutt- umst út í Ólafsfjörð þótti alltaf sjálf- sagt að heimsækja Freyju og Jóa þegar komið var í bæinn. Heimili þeirra stóð öllum Ólafsfirðingum opið sem þurftu að skreppa til Akur- eyrar og þurftu að dvelja þar mis- jafnlega lengi. Var sama hvort það væri á nóttu eða degi, allir voru velkomnir. Eru það orðnir býsna margir í gegnum tfðina sem hafa notið gestrisni þeirra sem þau voru rómuð fyrir. Oft var sofið í öllum skotum, en samt alltaf nóg pláss. Eitt var það sem ég virti hann mest fyrir, að alltaf umgekkst hann mann eins og jafningja, aldrei fann maður fyrir því hjá honum að for- stjórinn kæmi í gegn og sérstaklega fann ég það eftir að ég flutti til Akureyrar frá Ólafsfírði vegna veikinda minna. Þá var hann búinn að lenda í hverri veikindahremm- ingunni á fætur annarri og oft hélt maður að nú hefði maðurinn með ljáinn betur, en alltaf reis hann upp aftur misjafnlega laskaður og hélt áfram eins og ekkert gæti bugað hann. Þá kom best í ljós viljinn og dugnaðurinn. Hann var alveg ótrú- legur. Þegar maður sest niður og fer að líta til baka þá flæða svo marg- ar minningar um góðan dreng fram í hugann að maður veit ekki hvað skal taka. Samt vil ég enda þetta með því að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hafa mátt eiga með honum margar góð- ar stundir. Við hjónin sendum Freyju, börn- unum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Magnússon og Kolbrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.