Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 39

Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 39
I I ! j I 3 J B 8 J I I Í i ?n nií lav MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1-8. MARZ 1993 Tryggvi Emils- son - Kveðja Það hefur fækkað í lávarðasveit íslenskrar alþýðumenningar. Sú sveit er ekki fjölmenn enda aðeins skipuð afburðamönnum. Meðlimir í þeirri sveit eru hvorki kjörnir af Alþingi né skipaðri af stjórnvöldum eða menningarstofnunum. Þeir öðlast þennan sess í hugum þakk- látrar alþýðu sem ól þá af sér. Tryggvi Emilsson var einn slíkur. Nú er hann allur. Þennan heiðurssess hlaut Tryggvi fyrst og fremst vegna rit- starfa sinna þótt lífsstarf hans hafi verið annað. Hann starfaði lengstan hluta ævi sinnar í fram- varðarsveit íslenskra verkamanna, en þeirra baráttu helgaði hann öll sín bestu ár. Hann fór ekki að stunda ritstörf fyrr en hann var hættur erfiðisvinni og sestur í helg- an stein. Kjör íslenskrar alþýðu, í víðasta skilningi þess orðs, áttu hug hans allan og hjarta. Hann bar djúpa virðingu fyrir samtökum verka- fólks, sem hann tók sjálfur mikinn þátt í að móta. Hann leit greinilega ekki eingöngu á þau sem tæki í launabaráttu, heldur fremur sem tákn um afl, viljafesti og menningu íslenskrar alþýðu. Með útkomu bókar sinnar Fá- tækt fólk árið 1976 verða um- skipti í lífi Tryggva. Útkoma Fá- tæks fólks var eins og hvert annað ævintýri í íslenskum bókmenntum. Að loknu Iöngu og ströngu dags- verki sest aldraður erfiðismaður niður, tekur sér penna í hönd og skrifar bókmenntaverk sem er ógleymanlegt hverjum sem það les og sem stenst samanburð við margt það besta sem skrifað hefur verið á íslensku. Á köflum er stíll bókarinnar svo fágaður og frá- sögnin svo öguð og hnitmiðuð að fágætt mátti teljast, jafnvel þótt ekki hefði verið um fyrsta verk höfundar að ræða. Þessi bók kom honum í lávarðadeildina. Verka- maðurinn var orðinn rithöfundur. Við Þorleifur Hauksson áttum nokkurn þátt í því að bókin kom út, en þá störfuðum við báðir hjá Máli og menningu. Það mun hafa verið á öndverðu árinu 1976 að til mín kom aldraður maður sem kynnti sig og sagði til nafns. Ég kannaðist strax við nafnið þar sem Mál og menning hafði áður gefið út ljóðabók Tryggva, en sú bók hafði ekki vakið neina sérstaka athygli. Tryggvi, sem verið hafði félagsmaður í Máli og menningu um langan aldur, hóf þá máls á þvi, og var greinilega ögn vand- ræðalegur, að hann hefði heyrt að félagið ætti í ijárhagslegum örðug- leikum og spurði mig eitthvað út í útgáfu nýrra bóka. Ég sagði það rétt vera, félagið ætti í kröggum og geta þess því takmörkuð. Ég lét ótvírætt í það skína að ekkert þýddi að bjóða okkur nýja ljóðabók. Þó kom hann þar að máli sínu, að hér inni á forlagi lægi handrit að bók sem hann ætti og hefði legið alllengi. Mig minnir hann hafi tiltekið einhver ár. Hann hafði upphaflega fengið Kristni þetta í hendur. Síðan hefði hann fengið það sjálfur nokrum sinnum í hend- ur til breytinga. Þar sem hann væri nú úrkula vonar um að Mál og menning myndi gefa handritið út og sjálfur farinn að eldast, vildi hann fá það til baka. Kannski reyndi hann fyrir sér hjá öðrum útgefanda. Hann sagðist upphaf- lega hafa skrifað þetta fyrir sjálfan sig. Sennilega væri þetta því best geymt niðri í skúffu heima. Þar sem ég vissi ekkert um til- vist þessa handrits bað ég hann hafa biðlund í nokkra daga. Við eftirgrennslan fannst handritið og eftir að Þorleifur hafði yfirfarið það sá hann strax hvílíkt fágæti hann hafði milli handanna og var útgáfa þess ákveðin strax næsta haust. Þetta var upphaf að kynnum okkar Tryggva. Þau urðu á tíma- bili allnáin því þann tíma sem ég átti eftir að vera starfsmaður Máls og menningar komu út tvær bækur til viðbótar eftir hann hjá forlag- inu. Það vakti strax athygli mína hve háttvís og gagnmenntaður maður Tryggvi var. Yfir honum hvíldi ein- hver hógvær virðuleiki sem bar í senn vott um innri fágun og djúpa, sársaukafulla reynslu. Lífsbarátt- an hafði menntað hann svo vel að hann vissi að flestir eiga sér eitt- hvað til afbötunar, jafnel verstu óvildarmenn hans. Hann vissi þeir sem höfðu meðhöndlað hann óblítt í æsku höfðu líka sjálfir átt erfiða daga. Hann var þeirrar skoðunar að mennirnir væru ekki vondir að eðlisfari. Óblítt umhverfi hefði hins vegar þau áhfir á sumt fólk, að það ummyndaðist og yrði óblítt sjálft. Gott innræti hans og hlýtt hjartalag gerðu það að verkum að lífsviðhorf hans var jákvætt og afstaða hans til manna og málefna Valdemar Helgason leikari - Minning Vér viljum hérmeð bjóða yður þátttöku í stofnun „Félags ís- lenskra leikara“ á fundi, sem hald- inn verður í Iðnó (uppi) mánudag- inn 22. September kl. 7.30. Virðingarfyllst: Nokkrir leikarar. Árið 1941 fengu tuttugu ogfjór- ir útvaldir leikarar í Reykjavík þetta boð. Þeir urðu allir stofnend- ur þessa nýja félags. í gerðabók frá fundinum segir m.a.: „Þegar þessir leikarar voru valdir var mið- að við minnst 10 ára leikstarf og var því ákveðið að halda sér fast við það aldurstakmark." Einn af þessum stofnfélögum var Valde- mar Helgason. Hann var 38 ára þetta haust og var búinn að starfa lengi með Leikfélagi Reykjavíkur. Við opnun Þjóðleikhússins stóð hann á fjölum þess. Ásgeir Hjartarson segir svo í gagnrýni sinni um sýninguna: „Mörg hinna smáu hlutverka eru minnisverð og vel leikin. Valdemar Helgason er á réttum stað sem Jón varðmaður úr Kjósinni.“ Þeir urðu ógleyman- legir þessir íslensku karlar hans Valdemars. Túlkun hans var svo látlaus, afslöppuð, hlý og kímin. Auk Jóns úr Kjósinni má nefna Jón sterka í Skugga-Sveini og Hjálmar tudda í Manni og konu. Valdemar var sjálfur ljúfur og hljóðlátur maður og vann mikið og gott starf fyrir félag sitt, sat m.a. í stjórn þess sem ritari í sjö ár. Félagið sér nú á bak sínum síðasta stofnanda og áhorfendur góðum leikara. Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags íslenskra leikara. Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 heilsteypt og skilningsrík. Bókin Fátækt fólk er öll gegnsýrð af þessari manngæsku. Við á forlaginu, sem og aðrir velunnarar hans, höfðum hlakkað mikið til að fá í hendur framhaldið af Fátæku fólki. Þá áttu að koma til sögunnar tímar mikillar verka- lýðsbaráttu og harðra þjóðfélags- átaka. Öreigi norður á Akureyri hafði ekki eygt aðra haldbetri stoð í örðugri lífsbaráttu en draumsýn sósíalismans. Sósíalismi sem var byggður á þeirri trú að samstaða fátækra manna um jöfnun og rétt- læti væri mannbætandi í sjálfu sér. Þetta var boðskapur um mann- rækt sem skapaði betri heim og losaði um hlekki alþýðunnar. Baráttan um brauðið reyndist. tæplega jafnoki hinnar fyrri, þótt margir kaflar þar séu afburðagóð- ir. Það er eins og sá frásagnar- máti sem einkenndi Fátækt fólk víki þgar sjórnmálabaráttan kemur til sögunnar. Mér fannst sem ofurafl hugmyndafræðinnar ýtti persónunni Tryggva Emilssyni til hliðar. Ég sakna mannsins því hann var ríkari, dýpri og sérstæð- ari en hugmyndafræðin. Það voru örlög kynslóða á þessari öld að lúta í lægra haldi fyrir kennisetn- ingum. Þær náðu tökum á persón- unum og framleiddu skoðanir. Átakanleg örbirgð, langvarandi atvinnuleysi og breyttir atvinnu- hættir voru frjór jarðvegur fyrir fortakslausar kenningar, og þeirri ógn sem mannkyninu stafaði af Hitler var svarað með nýrri útgáfu af Stóra sannleika. Sú von sem rússneska byltingin blés í bijóst öreigum á árunum milli heimsstyijaldarinnar virkaði eins og bjarghringur í vonlausu baslinu. Hvorki Tryggvi né aðrir heiðarlegir sósíalistar þessara ára verða ásakaðir fyrir það að bjarg- hringurinn lak, var í reynd sakka en ekki flotholt. Öld sem er svo göldrótt að heil- ar kynslóðir skipta oft um átrúnað — um Guði sína — í miðri slægj- unni — sú öld spyr ekki að leikslok- um. Þegar ég kom til Dagsbrúnar sjö árum eftir útkomu Fátæks fólks, varð mér ljós sú djúpa virð- ing sem Dagsbrúnarmenn báru fyrir Tryggva Emilssyni. Þeir voru stoltir af þessum félaga sínum sem hafði náð því að vera lengi ævi virtur forystumaður verkalýðsins og að lokum dáður rithöfundur. Mál og menning þakkar Tryggva Emilssyni samstarfið og áratuga trygglyndi. Við erum stolt yfir því að hafa borið gæfu til að gefa út bestu bækur Tryggva og færa þær þjóðinni. Þær eru varan- leg verðmæti, sem lengi mun verða sótt í. Sjálfur er ég þakklátur fyr- ir marga ánægjulega samfundi við einstakan mann. Ástvinum votta ég innilega sam- úð. Þröstur Ólafsson. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kalii- hlaðborð fídlegir salirogmjög góð þjómista. Lpplýsingar ísíma22322 t Faðir okkar, GÍSLI LÍIMDAL STEFÁNSSON frá Grindavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 18. mars, kl. 13.30. Börn hins látna. 1 - * t Bróðir okkar, GESTUR EINARSSON, Ijósmyndari, Austurbrún 4, Reykjavík, varð bráðkvaddur 15. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Einarsdóttir, Páll Einarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJON HAFSTEINN JÓNATANSSON, rennismiður, Hamraborg 32, áður Kársnesbraut 55, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 15.00. Jóna Briet Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR RAGNARS, ® ;^|JH verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, HHL„^ föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Ragna Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, I Halldór Gunnar, 1.—;——-»■ til heimilis Jörfabakka 10, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + rBs Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, 1 amma, langamma og langalangamma, Bíl ' : A- INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, KambsvegiH, Ai JbL Reykjavfk, er andaðist 12. mars sl., verður jarð- Hw J^H sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars nk. kl. 15.00. ^HK|R .jH Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ásta L. Gunnarsdóttir, Sigurþór Sæmundsson, Sigurður Zóphonfasson, Guðfinna Hannesdóttir, Yngvi Zóphoníasson, Kjartan Zóphoniasson, Stella Hjaltadóttir, Sveinbjörg Zóphoníasdóttir, Sveinn Elíasson, Baldur S. Baldursson, Rósa Valtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kaeru vinir, innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúðarkort, blóm og hlý handtök vegna fráfalls og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, FRIÐSEMDAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Miðkoti, Þykkvabæ, Guð blessi ykkur öll. Ástvinir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU SÆMUNDSDÓTTUR, - Höfn, Hornafirði. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Vigfúsdóttir, Sædís Vigfúsdóttir, Vigdis Vigfúsdóttir, Vigfús Vigfússon og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.