Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 ^STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú nýtur dagsins í hópi vina og ástvina. Farðu varlega í að gera aðra að trúnaðar- vinum. Ágreiningur getur komið upp í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) If^ Þú getur fengið gott tæki- færi til að auka frama þinn í dag. Sumir fá mikið lof fyrir framtak í starfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Einhver ágreiningur getur komið upp í dag varðandi fjármálin, en að öðru leyti er dagurinn góður. Skemmtu þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Heimilið á hug þinn allan i dag. Gott væri að bjóða heim gestum í tilefni af velgengni þinni og góðum árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Félagar skemmta sér sam- an í dag. Sumir eru með giftingaráform í huga. Láttu ekki smámuni fara í taugamar á þér í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ný tækifæri til tekjuaukn- ingar gefast í vinnunni, og þér miðar vel áfram. Láttu ekki afskiptasaman náunga trufla þig. Vog (23. sept. - 22. október) Tómstundamál og róman- tík eru ríkjandi í dag. Reyndu að sýna meiri þolin- mæði varðandi væntanleg- an frama í starfi. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) 9lj(S ^ Heimilið og fjölskyldan eiga hug þinn allan í dag, en ekki er víst að heppilegt sé að bjóða heim gestum í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Áhugavert heimboð berst þér í dag, og þú skemmtir þér í vinahópi. Reyndu að forðast ágreining um pen- inga í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert á réttri leið varðandi j frama í starfi, og ný tæki- færi gefast. Félagar þurfa að mætast á miðri leið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert með ferðaáform á prjónunum. Farðu ekki of geyst í vinnunni, asi og þjösnaskapur geta leitt til mistaka. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ttuK Ætvinur getur þurft á nær- veru þinni að haida þegar þú hefur öðrum hnöppum að hneppa. Góðar fréttir berast varðandi fjármálin. Stjörnusþána á aó tesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND ölvl/-\r-*J l lv U)ELL, I IMA6INE THE REA50N V0U CAN'T TMR0W A 5N0WBALL I5Y0U PON'T MAVE ANV (MANP5.. OF C0UR5E, Y0U COULO ALWAY5 JU5T"U)1N6" IT! Nú, ég geri ráð fyrir því að ástæðan Auðvitað geturðu fyrir því að þú getur ekki kastað bara látið hann snjóbolta sé að þú ert handalaus. „fljúga“. BRJDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Hollendingar hafa nú um sjö ára skeið haldið 16 para boðs- mót — Cap Gemini — í janúar- mánuði, sem svipar mjög til Sunday Times-mótsins í Bret- landi. Brasilíumennirnir Chaga og Branco unnu síðast, eftir harða keppni við Forrester og Robson, og Chemla og Perron. Hér er Chagas að verki, sem sagnhafi í þremur gröndum. Mótherjarnir eru Meckstroth og Rodwell: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁK102 V D964 ♦ 10532 ♦ 6 Vestur Austur ♦D7 |||,i| ♦ 9653 VA107 VG53 ♦ 9874 ♦ ÁD6 * D1032 ♦ G87 Suður ♦ G84 VK82 ♦ KG + ÁK954 Vestur Norður Austur Suður Rodwell Branco Meckst. Chagas — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 grönd* Pass 3 grönd Allir pass •3343 eða 3334!! Utspilið var smár tígull. Meckstroth tók á ásinn og spil- aði sexunni um hæl. Samningurinn er vonlítill, en Chagas hafði það með sér að mótheijarnir voru sterkir! Hann svínaði spaðatíu og spilaði svo hjarta á kónginn, sem átti slag- inn! Rodwell hafði dúkkað hik- laust, enda gat verið mikilvægt að klippa á sambandið við blind- an. En Chagas var ekki að spila við „MeckwelT1 í fyrsta sinn. Hann reyndi eina möguleikann: spilaði aftur hjarta upp á drottn- ingu (!) og fríaði svo 13. hjartað. Eftir spilið tók Rodwell að rýna í kerfiskort Brasilíumann- anna. Jú, svarið á 2 gröndum sýndi flata skiptingu án hálitar. „Ég laug,“ viðurkenndi Chag- as. „Það borgar sig á móti ykk- ur“. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi Akureyrar í ár kom þessi staða upp í skák Þórs Val- týssonar (2.000), sem hafði hvítt og átti leik, og Jóns Björgvins- sonar (2.010). Svartur lék síðast 28. - Dc3-h3 í mjög erfiðri stöðu. 29. Bxh7! (Hótar máti á g8 og 29. - Hxh7 er svarað með drott- ingarfórninni 30. Dxh7+! - Kxh7, 31. Hh5 mát) 29. - Bg4, 30. Hlxg4 - Re7, 31. e6 og svartur gafst upp. Gylfi Þórhallsson sigraði með yfir- burðum í A-flokki á mótinu og er Skákmeistari Akureyrar 1993. Hann hlaut l'/i v. af 10 möguleg- um, vann fimm og gerði fimm jafntefli. Þetta er þriðja árið í röð sem Gylfi sigrar og í sjöunda sinn sem hann hreppir titilinn. Þór Valtýsson varð í öðru sæti með 5‘A v. og Þórleifur Karlsson, Jón Björgvinsson og Rúnar Sigurpáls- son hlutu allir 4'A v. í B-flokki sigraði Stefán Andrésson, Bolung- arvík, sem vann allar átta skákir sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.