Morgunblaðið - 25.03.1993, Qupperneq 13
_________________ MORGUNBLAÐLÐ FlMMTUPAGURfgS. MARZ ']'e93
Nýtt umhverfi fyrirtækja á
Evrópska efnahagssvæðinu
Samkeppnisreglur í hnotskurn
eftir Jóhannes Karl
Sveinsson
Nú dregur nær gildistöku samn-
ingsins um Evrópska efnahags-
svæðið. Samningnum fylgja réttindi
og einnig skyldur sem við verðum
að laga okkur að og uppfylla. Einn
af fylgifiskum EES eru samkeppn-
isreglur sem verða að mestu þær
sömu og gilt hafa hjá EB. Þar hef-
ur verið lögð töluverð áhersla á að
reglurnar séu meira en orðin tóm
og þeim framfylgt af nokkurri
hörku. Það er því fyllsta ástæða til
að reyna að gera sér grein fyrir því
hvernig samkeppnisreglur birtast
og að hverju þeim er ætlað að
stefna. í þessari grein er í stuttu
máli drepið á helstu reglurnar og
nokkur dæmi tekin en smáatriðin
látin liggja á milli hluta.
Nýr og stærri markaður -
aukin samvinna
Ekki þarf að fjölyrða um að nán-
ari samvinna Evrópuríkja á við-
skiptasviðinu, með þróun Evrópu-
bandalagsins og nú tilkomu Evr-
ópska efnahagssvæðisins gefur fyr-
irtækjum mörg ný tækifæri og að-
gangur að stærri mörkuðum verður
nú mun auðveldari en áður. Búast
má við því að mörg fyrirtæki sjái
sér hag í samvinnu sín á milli við
að sinna hinum nýja og fjölbreytta
markaði. Samvinnan getur átt sér
stað með sameiningu fyrirtækja,
stofnun nýrra fyrirtækja og margs
konar samstarfssamningum. Allt
getur þetta verið til góðs og leitt
af sér meiri framteiðni sem ætti að
skila sér í lægra vöruverði og bættri
afkomu fyrirtækja.
Hvers vegna þarf reglur um
samkeppni?
Það má segja að grundvallar-
hugsunin að baki samkeppnisregl-
um, í hvaða formi sem þær birtast,
sé að virk samkeppni í viðskiptum
leiði til mestrar hugsanlegrar hag-
kvæmni í nýtingu auðlinda og
rekstri fýrirtækja. Jafnframt hafa
hagsmunir neytenda áhrif á mótun
reglnanna og einnig má segja að
það sé réttlætanlegt markmið í
sjálfu sér að fýrirtæki sitji sem
mest við sama borð, þ.e. að jafnræð-
issjónarmið séu líka röksemdir fyrir
samkeppnisreglum. Þá verður að
taka fram að reglum um sam-
keppni er ekki sérstaklega ætlað
að vernda fyrirtæki sem eru illa
stödd, eða ósamkeppnisfær, gegn
sterkari fyrirtækjum.
Alla jafna má ganga út frá því
að fyrirtæki keppist um viðskipta-
vini og að ekki þurfi neinar reglur
til að tryggja að svo sé. Því kynni
einhver að segja að samkeppnis-
reglur væru óþarfar; í fijálsu mark-
aðshagkerfí sjái markaðurinn sjálf-
ur um að þeir hæfustu og best reknu
komist af. Reynslan sýnir hins veg-
ar að bæði fyrirtækin sjálf og hið
opinbera hafa tilhneigingu til að
raska hinum almennu samkeppnis-
skilyrðum þannig að ekki verði við
unað.
Hvaða aðferðum er beitt til að
tryggja virka samkeppni?
Bann við samráði: í meginatrið-
um bannar EES-samningurinn (og
Rómarsáttmálinn) alla samninga,
ákvarðanir og samstilltar aðgerðir
fyrirtækja sem hafa að markmiði
að koma í veg fýrir samkeppni eða
takmarka hana, þ. á m. ákvarðanir
um fast verð vöru, skiptingu mark-
aða o.fl. Einfalt dæmi um brot gegn
reglunni er samningnr Alþjóða
knattspyrnusambandsins (FIFA) og
ítalska knattspyrnusambandsins við
ítalska ferðaskrifstofu um einka-
sölurétt á sölu og skipulagningu á
pakkaferðum á heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu á Ítalíu
sumarið 1990. Undanþágur eru
gerðar frá reglunni í sérstökum til-
vikum ef neytendum er veitt „sann-
gjörn hlutdeild“ í þeim ávinningi
sem af samráðinu fæst.
Misnotkun á yfirburðaaðstöðu:
Þær raddir hafa heyrst hér á landi
að með tilkomu samkeppnisreglna
EES þurfí að skipta upp stórum
fyrirtækjum vegna þess að þau
hafí yfirburðastöðu á markaði. Hið
rétta er að markaðshlutdeild fyrir-
tækis er ekki takmörkuð af reglun-
um - það gæti þess vegna ráðið
öllum markaðinum - en það er ein-
ungis misbeiting yfirráðanna sem
er bönnuð. Skilyrði þess að hægt
sé að tala um brot gegn þessari
reglu eru því að viðkomandi fyrir-
tæki ráði svo stórum hluta markað-
arins að það geti tekið ákvarðanir
um óhæfilega hátt verð, ósann-
gjarna samningsskilmála, takmark-
anir á framleiðslu o.fl. án þess að
þurfa að hafa áhyggjur af sam-
keppnisaðilum, viðskiptamönnum
eða neytendum. Ekki eru gefin upp
nein fastákveðin viðmið um það
hvenær fyrirtæki sé orðið markaðs-
ráðandi í þessum skilningi en talið
hefur verið að almennt mætti miða
við helmingshlutdeild eða þaðan af
meira. Það er þó athyglisvert að ráð
er fyrir því gert að 20-40% hlut-
deild á markaði geti talist ráðandi
við sérstakar aðstæður.
Eftirlit með samfylkingu fyrir-
tækja: Árið 1989 tók EB upp regl-
ur um eftirlit með samruna fyrir-
tækja. Sambærileg ákvæði eru í
EES-samningnum, en taka má
fram strax að ekki er líklegt að
samruni íslenskra fyrirtækja komi
til álita vegna skilyrða um lág-
marksveltu. í meginatriðum ganga
samfylkingarreglurnar út á það að
ef tvö eða fleiri fyrirtæki ætla að
sameinast, eða maður sem þegar
ræður yfír einu fyrirtæki nær yfír-
ráðum í öðru fyrirtæki með kaupum
eigna eða hlutabréfa, þurfi að til-
kynna um þá samfylkingu til viðeig-
andi eftirlitsaðila. Hann metur svo
hvort samfylkingin komi í veg fyrir
virka samkeppni á hinum sameigin-
lega markaði. Dæmi um afgreiðslu
samfylkingarmáls hjá EB eru ný-
lega kaup PepsiCo á spænsku gos-
drykkjafyrirtæki þar sem sagði í
niðurstöðu framkvæmdastjórnar-
innar að markaðshlutdeild PepsiCo
á Spáni og í Portúgal færi ekki
yfír 25% með kaupunum, kaupin
hækkuðu hlutdeildina einungis um
1% og að sterkur samkeppnisaðili
á borð við Coca-Cola væri fyrir á
markaðinum. Grænt ljós var því
gefíð þar sem ekki þótti vera hætta
á að virk samkeppni minnkaði.
Ríkisstuðningur: Meginreglan
er að ríkisaðstoð og ívilnanir gagn-
vart fyrirtækjum séu óheimilar ef
ætia má að samkeppni á efnahags-
svæðinu raskist þeirra vegna. Það
eru ekki einungis bein fjárframlög
sem kunna að vera óheimil, hag-
stæð lánskjör og skattahagræði
koma einnig til greina, og ekki
breytir neinu þótt aðstoðin komi
úr sjóðum sem ríkið hefur stofnað
og fjármagnar. Frá meginreglunni
um bann við ríkisaðstoð eru ýmsar
undantekningar þar sem fram kem-
ur að aðstoð vegna sérstakra að-
stæðna, s.s. vegna tjóns af völdum
náttúruhamfara, svæðisbundinna
erfiðleika, sérstakra erfiðleika til-
tekinna atvinnugreina o.þ.h., sé
samrýmanleg eða geti samrýmst
samkeppnisreglum efnahagssvæð-
isins. Framkvæmdastjórn EB hefur
í fjölmörgum tilvikum heimilað rík-
isaðstoð á þeim grundvelli, t.d. til
verksmiðja í austurhluta Þýska-
lands, skipasmíðastöðva í Dan-
mörku og einnig hefur ríkisaðstoð
við fyrirtæki á Spáni og í Portúgal
verið daglegt brauð hjá bandalag-
inu. Á Islandi þurfa sennilega að
verða veruleg umskipti hvað snertir
framkvæmd ríkisstyrkja, vegna
ákvæða samningsins um eftirlit
með þeim, og fyrir þurfa að liggja
fyrirframgerðar áætlanir um að-
stoðina og nákvæmar upplýsingar
um styrki sem veittir eru. Einnig
hafa menn velt því fyrir sér hvort
sjómannaafslátturinn svokallaði
geti talist brot gegn þessari reglu
vegna þess að þar sé um að ræða
óbeinan styrk til útgerðar. Sú niður-
staða yrði þó að teljast afar lang-
sótt nema e.t.v. þegar um er að
ræða afslátt smábátaeigenda, sem
bæði sækja sjó og eru sjálfir í út-
gerð.
Opinber fyrirtæki: Sérstaklega
er tekið fram í EES-samningnum
að samkeppnisreglurnar gildi um
opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem
hafa sérstök réttindi eða einkarétt.
Eru því ríkisstyrkir til opinberra
fyrirtækja að meginstefnu til bann-
aðir. Einnig eru ákvæði í samningn-
um um að hvað ríkiseinkasölur
varðar megi ekki gera greinarmun
milli ríkisborgara aðildarríkja
samningsins við markaðssetningu
eða aðdrætti til einkasölunnar.
Opinber innkaup: Reglur EES-
samningsins tryggja að öll opinber
innkaup og verksamningar, sem eru
yfir tiltekinni lágmarksfjárhæð
skuli boðin út og samningar gerðir
án tillits til þjóðernis fyrirtækja á
efnahagssvæðinu. Útboðin þarf að
auglýsa í stjórnartíðindum EB og
fylgja þarf Evrópustöðlum. Ætla
má að töluverður fjöldi útboða hér
á landi sé yfír þeim viðmiðunar-
Þorskurinn og Krafla
eftir Jakob
Jakobsson
Föstudaginn 5. mars síðastliðinn
birtist í Morgunblaðinu grein eftir
Guðmund E. Sigvaldason jarðfræð-
ing sem hann nefndi: Um vísindi og
stjórnmál. í greininni rekur Guð-
mundur það að á ráðstefnu jarðfræð-
inga, sem nýlega var haldin í Kól-
umbíu, hafi hann verið fenginn til
að tala um framangreint efni og
kosið að segja tvær sögur um sam-
skipti vísindamanna og stjórnvalda.
Önnur sagan greinir frá því að
stjórnvöld tóku mið af umsögn vís-
indamanna en það leiddi til gífur-
legra mistaka og fjárhagslegs tjóns.
Hin sagan segir frá Kröflu og stjórn-
völdum sem hlustuðu ekki á um-
sagnir vísindamanna og niðurstaðan
varð einnig gífurleg mistök og fjár-
hagslegt tjón. Fyrri sagan fjallar um
franska vísindamenn sem voru
ósammála um hættu af gosvirkni í
eldíjalli á eyjunni Guadeloupe í
Karíbahafi. Þegar stjórnvöld óskuðu
umsagna um ástandið skiptust vís-
indamennirnir í tvo andstæða hópa,
annar hópurinn taldi öllu óhætt hinn
spáði miklum hamförum. Stjórnvöld
í Frakklandi gripu þá til þess ráðs
að kalla eftir aðstoð alþjóðlegrar
matsnefndar til að skera úr deilum
franskra vísindamanna. Guðmundur
telur í grein sinni að hér sé nokkuð
nákvæm hliðstæða þess sem virðist
eiga sér stað í skeytasendingum
milli vísindamanna sem fást við sjáv-
arlíffræði á íslandi og afstöðu stjórn-
valda sem verða að velja á milli
misvísandi umsagna og bendir á að
í báðum tilvikum hafí verið kallað á
óhlutdræga erlenda ráðgjafa til að
meta innlendar rannsóknir.
Það er misskilningur hjá Guð-
mundi að þeir íslenskir vísindamenn,
sem fást við rannsóknir í sjávarlíf-
fræði, hafí gefið stjórnvöldum mis-
vísandi umsagnir um ástand fisk-
stofna. Þvert á móti hefur ráðgjöf
þeirra verið einróma og það á ekki
einungis við um sérfræðinga Haf-
rannsóknastofnunar heldur einnig
þá erlendu vísindamenn sem starfa
á vegum Alþjóðhahafrannsóknar-
áðsins en þeir skipta hundruðum.
Misvísandi umsagnir um ástand fisk-
stofna hafa því ekki komið frá þeim,
sem vinna rannsóknarstörfin, heldur
hinum sem hvergi hafa komið nærri
þeim umfangsmiklu rannsóknum
sem stundaðar eru á lífríki sjávar
við ísland. Þá getur Guðmundur
„Nær hefði verið að
taka Kröflusöguna sem
hliðstæðu þess hvað
gerist þegar ekki er far-
ið að vísindalegri ráð-
gjöf. Það er einmitt það
sem hefur gerst í stjóm
á veiðum á íslenska
þorskstofninum.“
þess að athugun alþjóðlegu mats-
nefndarinnar á niðurstöðum fran-
skra jarðvísindamanna hafi leitt í
ljós að nánast allt sem þeir höfðu
fram að færa var vitlaust mælt og
niðurstöðurnar einskis virði. Hann
getur þess hins vegar ekki að er-
lendu ráðgjafarnir staðfestu niður-
stöður Hafrannsóknastofnunar um
ástand þorskstofnsins á síðastliðinu
ári.
Nær hefði verið að taka Kröflu-
söguna sem hliðstæðu þess hvað
gerist þegar ekki er farið að vísinda-
legri ráðgjöf. Það er einmitt það sem
hefur gerst í stjórn á veiðum á ís-
lenska þorskstofninum. Árum saman
hefur þorskaflinn farið langt fram
úr því sem sérfræðingar Hafrann-
sóknastofnunar hafa lagt til. Þetta
á þó ekki við um alla fiskstofna. Til
dæmis hefur oftast verið farið eftir
ráðgjöf íslenskra vísindamanna sem
stunda sjávarrannsóknir um nýtingu
síldarstofnsins, loðnu, rækju og
humars. Enda þótt á ýmsu hafi
gengið í veiðum á þessum tegundum
hafa ekki verið skrifaðar neinar
„svartar skýrslur" um þær eins og
þorskinn og skilur þar milli feigs og
ófeigs.
Hitt verða menn svo að skilja að
stjórn fiskveiða er aðeins einn þáttur
í mjög flóknu samspili manns og
náttúru. Vöxtur og viðgangur sjáv-
ardýra er ekki einungis háður skyn-
samlegri nýtingu þeirra heldur einn-
ig náttúrulegum aðstæðum í hafínu
hveiju sinni. Aðalatriðið er það að
nýtja þessar lifandi auðlindir sjávar-
ins svo hófsamlega að jafnvægi vist-
kerfisins raskist ekki. Þess vegna
er mikilvægt að nýta sem flesta
hlékki fæðukeðjunnar, veiða hval og
sel, þorsk, síld og loðnu en gæta
þess að ofbjóða engri einstakri teg-
und, forðast að einn hlekkur keðj-
unnar bresti. Auðvitað verður engin
keðja sterkari en veikasti hlekkur
hennar. Við skulum ekki gleyma því
13
Jóhannes Karl Sveinsson
„Reynslan sýnir hins
vegar að bæði fyrirtæk-
in sjálf og hið opinbera
hafa tilhneigingu til að
raska hinum almennu
samkeppnisskilyrðum
þannig að ekki verði við
unað.“
mörkum sem sett eru í EES-samn-
ingnum og verði því að auglýsa í
stjórnartíðindum EB.
Niðurstaða
Samkeppnismálum hefur til
skamms tíma verið fremur lítill
gaumur gefinn á íslandi. Síðustu
misseri hefur þó nokkur umræða
spunnist um þessi mál vegna sam-
einingar fyrirtækja og fækkunar
og stækkunar þeirra af öðrum or-
sökum. Innan Evrópubandalagsins
hefur verið lögð veruleg áhersla á
að tryggja virka samkeppni og er
komin nokkuð löng reynsla á fram-
kvæmd samkeppnisreglna. Með til-
komu EES-samningsins, þar sem
mestur hluti samkeppnisreglna EB
fylgir með, og nýjum íslenskum
samkeppnislögum sem eru í sam-
ræmi við EES-samninginn hefur
skapast nýr umræðugrundvöllur
um þessi mál og raunhæf úrræði
fengist til að sporna við samkeppn-
ishömlum. Ég vona að þessi grein
hafí vakið áhuga einhverra á því
að kynna sér þetta mál nánar og
gefí nokkurt yfirlit yfír bakgrunn
samkeppnisreglnanna og með
hvaða hætti þeim er framfylgt.
Höfundur er starfsmaður
Landsnefndar Alþjóða
verslunarráðsins á íslandi.
Jakob Jakobsson.
að á árunum frá 1920 til 1965 var
góðæri á íslandsmiðum, þá var þar
mikill þorskur og mikil síld en allt
frá árinu 1965 hafa skipst á góð og
vond ár til sjávarins og þetta hefur
sett mark sitt á nytjastofnana og
það er einmitt þess vegna sem svo
nauðsynlegt er að stilla fískveiðun-
um í hóf og hafa þær innan þeirra
marka sem náttúran skammtar
hveiju sinni. Þetta hefur mörgum
reynst erfitt á þeirri miklu tækniöld
sem við lifum nú á.
Höfundur er forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar.