Morgunblaðið - 25.03.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
Hin ómetan-
legu tækifæri!
eftirBjarna
Einarsson
í ritstjómargrein Morgnnblaðsins
12. febrúar sl. var íjallað um smá-
munina, þessar 20 milljónir, sem
okkur verður gert að greiða af hluta
Svisslendinga í þróunarsjóð fátækra
Evrópuþjóða samkvæmt endurskoð-
uðum EES-samningi. Niðurstaða
greinarinnar felst í niðurlagi hennar
sem hljóðar svo: „Tuttugu milljónir
króna eru ekki há upphæð þegar
litið er á ríkisútgjöld íslendinga í
heild. Og þær eru smápeningar þeg-
ar litið er til þeirra gífurlegu tæki-
færa, sem EES-samningurinn hefur
upp á að bjóða. Við getum ekki
beðið öllu lengur eftir þessum samn-
ingi, vegna þess að hann er sú leið,
sem við eygjum nú helst til meiri
hagvaxtar og aukningar útflutn-
ingstekna, sem getur skipt hundruð-
um eða þúsundum milljóna króna. “
Þetta er að sjálfsögðu kjami máls-
ins!
Um íslenskan fréttaflutning
Morgunblaðið er stærsta, víðlesn-
asta og ríkasta blað landsins og það
er gott blað. Til slíks blaðs verður
að gera strangar kröfur því áhrif
þess em mikil, því gera verður ráð
fyrir, að mikill hluti þjóðarinnar trúi
því, sem í blaðinu stendur. Einnig
verður fólk að geta gert ráð fyrir
að starfsmenn Morgunblaðsins séu
vel upplýstir um það sem er að ger-
ast utanlands sem innan, ekki síst
um atburði, sem varða mikið hags-
munamál okkar Islendinga. Ekki
skortir til þess fé né aðstöðu m.v.
aðra fjölmiðla.
Undanfarna fímm-sex mánuði
hafa atburðir skeð í Evrópulöndum
og í löndum Norður-Ameríku, sem
varða okkur miklu og, sem ættu
jafnvel að geta skipt sköpum um
utanríkisstefnu okkar. Ég hef furð-
að mig á, að um mikið af þeirri
atburðarás hefur ríkt því sem næst
algjör þögn í íslenskum fjölmiðlum,
og er Morgunblaðið ekki undanskil-
ið. Þessi mál eru í mikilli umræðu
í erlendum útvarpsstöðvum, beggja
vegna hafsins, svo ekki sé talað um
blöð þau og tímarit, sem hingað
berast. En þær fréttir virðast hafa
mjög takmarkaða dreifingu hér.
Vegna fréttaskorts frá innlendum
fjölmiðlum eru menn að taka af-
stöðu til Evrópumála byggða á röng-
um forsendum, á vanþekkingu.
Dæmi um þetta voru umræðumar
á fundi Verslúnarráðs þann 18. febr-
úar. Ef flutt hefði verið erindi um
efnahagsástand og horfur í EB
byggt á þeim staðreyndum, sem nú
liggja fyrir samkvæmt evrópskum
heimildum, er það trú mín, að eng-
inn fundarmanna hefði ljáð máls á
inngöngu í EB og allir hefðu þeir
verið í miklum vafa um afstöðuna
til EES. Þama vom samankomnir
menn, sem vinna að því að hagnast
á viðskiptum. En heimssögulega
atburði er ekki hægt að þegja í hel
að eilífu. Ríkisútvarpið er aðeins að
byrja að segja frá, en aðeins lítið
eitt í einu. Stóri sannleikurinn er
nefnilega sá, að á tímamótaárinu
1993, þegar Evrópubúum hafði ver-
ið lofað gulli og grænum skógum,
standa þeir frammi fyrir efnahags-
samdrætti sem er að breytast í
kreppu og spáð er þar svo hrikalegu
atvinnuleysi, að félagsleg grann-
gerð Evrópuþjóðanna getur verið í
hættu. En forustumenn bæði ein-
stakra þjóða og EB era svo ráð-
þrota, að það eina sem þeir nú sjá
til bjargar er vegagerð.
Gjörbreytt hlutföll gengis
Á árinu 1985 hófst eyðimerkur-
ganga bandaríska dollarans. Þá
hafði Ronald Reagan tekist að koma
Bandaríkjunum því sem næst á
hausinn. Einnig áttu bandarísk fyr-
irtæki þá í mikilli baráttu við miklu
tæknivæddari og betur skipulögð
japönsk fyrirtæki á eigin markaði.
Gengi dollarans féll mikið m.v. Evr-
ópumyntir og þess vegna minnkaði
útflutningur okkar á físki til Banda-
ríkjanna jafnt og þétt en jókst að
sama skapi til EB-landa. íslensku
fiskvinnslufyrirtækin í Bandaríkj-
unum og eigendur þeirra hér heima
skoraðu á eigendur fisksins að van-
rækja ekki bandaríska markaðinn
þóft á móti blési um sinn en á það
var ekki hlustað. Útflutningurinn
til EB óx og óx, fyrst og fremst á
ferskum, óunnum eða lítt unnum
físki og á afurðum frystitogara, sem
fjölgaði mikið. Úr atvinnu dró á
Islandi en hún óx að sama skapi í
Þýskalandi og Englandi.
Eyðimerkurganga dollarans var í
þetta sinn í lengra lagi, en henni
lauk samt í október sl. Frá 1. sept-
ember til 18. febrúar hefur dollar
hækkað um 24%, sterlingspund
lækkað um 11% og markið hefur
hækkað um 6%, sem er jafngildi
íslensku gengisfellingarinnar í nóv-
ember sl.
Mynd eitt sýnir mismun gengis-
breytinga annarsvegar dollars og
punds en hinsvegar dollars og þýsks
marks frá 1. september til 18. febr-
úar. Tölurnar á bak við þessa mynd
tákna m.a., að 18. febrúar var 34%
hagkvæmara að selja físk til Banda-
ríkjanna en til Bretlands en það var
L september og að sama skapi er
orðið 18% hagkvæmara að selja fisk
til Bandaríkjanna en til Þýskalands.
Þetta þýðir, að þær fiskverðslækk-
anir, sem orðið hafa í Bandaríkjun-
um, skipta tiltölulega litlu máli og
sama máli gegnir um tollalækkanir
og niðurfellingar EB samkvæmt
EES-samningi. Þó ekki sé tekið til-
lit til lækkana síðustu daga og vikur
á fískverði í EB era Bandaríkin nú
orðin mun hagkvæmara útflutn-
ingsland fyrir okkur en EB, eins og
þau vora fyrir tæpum áratug. At-
vinna getur nú að nýju aukist í
frystihúsum eins og hún er að gera.
febrúar sl. Á meðan uppsveiflan
byggist á framleiðniaukningu veldur
hún ekki verðbólgu og þá er hún
varanleg. Bandaríkin era að fara
upp um þrep í hagþróuninni. Þá
verður Evrópa a.m.k. tveimur þrep-
um á eftir Bandaríkjunum í fram-
leiðni. En það, sem okkur íslendinga
varðar mestu er, að í Ijós er komið
það sem ég og fleiri höfum lagt
áherslu á, að með því að veðja á
Evrópu með því að ganga í EES,
erum við að veðja á rangan hest.
EES-samningurinn gefur okkur
engar tekjur, engin ný tækifæri og
engan hagvöxt. Innganga í innri
markað EB færir okkur ekkert ann-
að en valdaafsal, samdrátt, atvinnu-
leysi og einangrun frá þeim heims-
hlutum þar sem hlutirnir gerast.
Framtíð okkar á að byggjast á miklu
víðtækara alþjóðlegu samstarfi.
Meira um hagþróun í Evrópu
og víðar
Ekki er langt síðan Evrópa logaði
af bjartsýni og tilhlökkun til hins
mikla tímamótaárs, 1993. Menn
spáðu hagvexti í Evrópu allt fram
á sl. haust. Síðan hafa hagspár ver-
ið endurskoðaðar niður á við með
stuttu millibili. í Bretlandi var þó
komin alvarleg kreppa í sumar. I
vor vora samdráttareinkenni farin
að koma fram í Þýskalandi. Þá var
skrifað í Economist, efnislega, að
Þýskaland væri að breytast úr afl-
vél EB í hemil. Ástæða þessara
skrifa voru erfíðleikar Þjóðveija í
austur-Þýskalandi. Þýskaland er
lang öflugasta land EB og mikil-
vægasti markaður flestra hinna
EB-landanna. Samdráttur þar þýðir
samdrátt í öllum EB-löndum. Nýj-
asta talnaröð um hagþróun í Þýska-
landi var birt í Newsweek, dags.
15. febrúar, sjá mynd 2. Súlurnar
fyrir 1990 og 1991 sýna uppsveifl-
una eftir sameiningu Þýskalands, á
meðan Austur-Þjóðvetjar voru að
nýta nýfengna kaupgetu sína til
kaupa á vestur-þýskum vöram. Síð-
an hafa hin miklu vandamál samein-
ingarinnar náð yfírhöndinni, en þar
hafa engar áætlanir staðist. En auk
Mynd 1 oc no/
30,0% i- 25,0%i- 20,0%-- 15,0% 4 - 10,0%^- 5,0% i- n no/ Jj. 34,4%
17,6%
u,u /o —* 1 ■ $og £ $ og DEM
Mikið hefur verið skrifað um
þessar miklu breytingar á hagþróun
í EB og Bandaríkjunum þótt þær
umræður hafí lítið náð til íslenskra
fjölmiðla. M.a. í Evrópu eru menn
nú sammála um, að gengi dollarans
sé nú álíka traust og gengi EB-
gjaldmiðlanna er veikt. Hægt er að
setja fram tilvitnanir í blöð og tíma-
rit eins og European, Wall Street
Joumal, Economist og þýsku og
bandarísku fréttatímaritin o.fl. í
stóram stíl, en það lengir þessa
grein um of. En í krafti upplýsinga
þessara fjölmiðla er hægt að full-
yrða, að bandaríska hagkerfið er
nú í öflugum vexti en í EB-löndum
blasir við samdráttur og kreppa. Það
sem nú knýr hinn bandaríska hag-
vöxt er stóraukin framleiðni, sbr.
t.d. greinina „America the super
fít“ bls. 67 í The Economist 13.
þess að austur-þýska hítin hefur
sogað til sín jafnvirði margra tuga
trilljóna króna í arðlausri fjárfest-
ingu hefur þýskur sem annar EB-
iðnaður verið að dragast aftur úr
iðnaði Japana og Bandaríkjamanna
í framleiðni. EB-ríkin eiga enn eftir
að ganga í gegnum það, sem banda-
ríski iðnaðurinn gekk í gegnum á
síðasta áratug, það að ná japanska
iðnaðinum. Auk þess eru Bandaríkin
lang fremst allra ríkja í vaxtargrein-
um nútímans, upplýsingaiðnaðinum
(tölvur o.þ.h.) og fjarskiptaiðnaðin-
um. í upplýsingaiðnaði stendur Evr-
ópa óravegalengd að baki bæði
Bandaríkjunum og Asíuríkjum. Við
ríkjandi aðstæður er ómögulegt fyr-
ir evrópsk fyrirtæki að loka þessu
bili. Því veldur m.a. vaxtastefna
Bundesbank, bankans sem ríkir yfír
Evrópu. Þessi sjálfstæða stofnun er
Bjarni Einarsson
„EES-samningurinn
gefur okkur engar tekj-
ur, engin ný tækifæri
og engan hagvöxt. Inn-
ganga í innri markað
EB færir okkur ekkert
annað en valdaafsal,
samdrátt, atvinnuleysi
og einangrun ...“
einráð og virðist, með þijósku sinni,
ætla að stuðla að hruni evrópsks
efnahagslífs án þess að ríkisstjómir
né kommisarar í Brassel geti rönd
við reist. Vonlaust er að Evrópa nái
vopnum sínum í samkeppninni við
Norður-Ameríku og Asíu með
skammtímavexti seðlabanka um 8%
þegar samsvarandi vextir keppi-
nautanna eru innan við 4% og jafn-
vel innan við 3%. Núverandi ríkis-
stjórn íslands og Seðlabankinn að-
hyllast þýsku vaxtakenninguna. Það
er mikilvæg skýring á hinu slæma
efnahagsástandi hér.
þá skoðun að lækka. verði vexti
mjög mikið og fella verði gengi
Evrópumynta ef von eigi að verða
til þess, að óheillaþróun efnahags-
málanna verði snúið við. En eins
og Blake og fleiri segja hafast leið-
togar Evrópu ekkert að, fljóta sof-
andi að feigðarósi og virðast nú í
blindni vera að efna til viðskipta-
stríðs við Bandaríkin.
Það er engin heims efnahags-
lægð. Lægðin er yfír Evrópu, Vöxt-
ur vergrar landsframleiðslu í Banda-
ríkjunum var síðasta ársfjórðung sl.
árs 4,8% en -í-5,5% i Þýskalandi. í
Newsweek, dags. 22. febrúar, segir
í grein sem heitir „The Roaring
’90s?“: „Hin dimmu ský áratugar
fjárhagslegrar (economic) endur-
skipulagningar era að leysast upp
og í staðinn kemur óvænt sólskin."
Efnahagsvandi Japana getur ekki
kallast stórvægilegur á evrópskan
mælikvarða. í iðnríkjum Asíu, öðr-
um en Japan, hefur ekkert lát orðið -
á hagvexti. Mesta ævintýrið er nú
að gerast í fjölmennasta ríki heims-
ins, Kína, þar sem hagvöxtur mæl-
ist í tveggja stafa tölum. Þar er nú
búist við mestu neyslusprengingu
heimssögunnar á árunum fram til
aldamóta þegar um 800 milljónir
manna færast inn á það tekjustig
að geta tekið þátt í neyslukapp-
hlaupinu. Bæði Economist og
Newsweek spá því að hagkerfi Kína
verði orðið það stærsta í heimi innan
tveggja áratuga.
Evrópskir spádómar um
atvinnuleysi
í The European, dags. 30. des.-3.
jan. sl., er sérstaklega fjallað um
atvinnuhorfur í EB. Grein á bls. 35
ber fyrirsögnina „Eight million to
join the work-less force“, sem út-
leggst „Átta milljónir skulu ganga
í sveit atvinnulausra". Greinin hefst
á því, að draugar kreppuára fjórða
áratugarins séu nú að umlykja Evr-
ópu, en milljónir starfa muni glatast
þar á næstu árum. Könnun Europe-
an á ástandi 100 stærstu fyrirtækja
Evrópu bendir til að atvinnuleysi
þeirra vegna muni aukast mjög
verulega fram til 1995. í smærri
Glöggt kemur fram í fréttum og
blaðaskrifum hve skriffinnamir í
Brussel og forastumenn einstakra
ríkja EB standa ráðþrota gagnvart
þeim mikla samdrætti, sem þjáir
efnahagslíf Evrópu, samdrætti sem
er að breytast í kreppu. Athyglis-
vert er að lesa tvær forsíðugreinar
i viðskiptablaði European frá 1.-14.
febrúar sl. Þar er birt viðtal við
Brassel „commissioner" Henning
Christophersen um efnahagsvand-
ræði EB undir nafninu „Get us out
of this mess, EC plea to Japan and
United States“. Þar sárbænir hann
Japan og Bandaríkin um að bjarga
EB úr samdrættinum og kreppunni.
En m.a. kemur einnig eftirfarandi
fram um horfur í gengisþróun, í
eigin þýðingu: „Dollarinn mun
styrkjast gagnvart Evrópumyntun-
um. Mikilvægt er að þessi styrking
verði hæg og skipuleg, annars munu
verðbólgutilhneigingar lifna aftur
ef dollarinn hækkar of ört.“ Hin
forsíðugreinin er eftir dálkahöfund
European, David Blake, og heitir
„Nul point for the timid bureaucr-
ats“. I þessari grein gagnrýnir hann
bæði Brussel-kommisarana og ríkis-
stjórnir EB-ríkja fyrir aumingjaskap
við að leysa eigin heimatilbúnu
vandamál og hann setur m.a. fram
fyrirtækjum, sem háð eru stórfyrir-
tækjunum, tapa, að sögn European,
þrír atvinnu fyrir hvem einn í þeim
stóru. Þar með muni atvinnuleys-
ingjum fjölga samtals um átta millj-
ónir og heildaratvinnuleysi_ verði
orðið yfir 23 milljónir 1995. í blað-
inu er auk þess haft eftir aðstoðar-
framkvæmdastjóra Alþjóða vinnu-
málasambandsins, að raunveralegur
möguleiki sé, að atvinnuleysingjar
Evrópu verði 34 milljónir fyrir alda-
mót. Sársaukanum, sem fylgir þessu
ástandi, líkir hann við drepsóttir og
hungursneyð, sem hijá önnur lönd.
Þetta era, fljótt á litið, ótrúlegar
upplýsingar. En það, sem fram hef-
ur komið hér að framan skýrir þetta
að mestu.
Það sem þessar spár segja er, að
2-3 milljónir manna í EB muni ár-
lega tapa vinnunni allan þennan
áratug. Ekkert samfélag getur stað-
ist slíka þróun, síst af öllu í ljósi
þess, að Evrópubúum var lofað gulli
og grænum skógum frá og með
1993. Vonbrigðin verða hrikaleg.
Því er hætt við, að þessir atvinnu-
leysisspádómar séu um leið spár urh
félagslega upplausn og hugsanlega
skálmöld í Evrópu og er ekki þar á
bætandi.