Morgunblaðið - 25.03.1993, Page 20

Morgunblaðið - 25.03.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 Heimsókn til kristniboð- f anna í Pokoot í Kenya I eftir Margréti Hjálmtýsdóttur Stundum finnst manni sumar klukkustundir vera lengur að líða en aðrar. Þannig var í mínum huga þegar ég sat í breiðþotu KLM, flug frá London/Amsterdam til Nairobi í Kenya. Engin smáflugferð. Þar á Nairobi flugvellinum tók á móti mér og ferðafélaga mínum, ís- lenski kristniboðspresturinn séra Kjartan Jónsson og norski kristni- boðinn Arvid Myra. Þeir keyrðu okkur á hótel og var ég hvíldinni fegin. Næsta dag fór ég í skoðun- arferð um borgina. Nairobi er mik- il borg með stórum byggingum, fallegum blóma- og tjágörðum, kirkjum, moskum, skólum, margs konar söfnum, fyrsta flokks hótel- um og veitingastöðum og fólkið sem ég sá snyrtilega klætt og prútt. Þó var hvítu fólki ráðið frá að ganga einu um götur borgarinn- ar að næturlagi. Þegar ég og ferðafélagi minn vorum á gangi heyrðum við óp og hávær hljóð frá húsi einu miklu. „Nú eru þeir að flengja" sagði fé- lagi minn. „Flengja" spurði ég al- veg undrandi. „Já þetta hús er lög- reglustöðin og þar eru flengdir óknyttastrákar, og sagt er að það gefi góðan árangur til betri hegð- unar“. En úr öðru húsi við sömu götu heyrðist annars konar há- vaði. Það var verið að messa og fólk hrópaði, söng og dansaði af miklu fjöri guði sínum til dýrðar. Já, í Kenya kunna þeir að dansa. í Bomas útileikhúsinu sýndu dans- arar mikla leikni í dansi og akró- batik. Dansarnir voru táknrænir dansar frá ýmsum þjóðflokkum, við mikla hávaðatónlist og trumbu- slátt og með viðeigandi búningum. Ógleymanlegt var að keyra um í National Nairobi Park þar sem Qöldi dýrategunda lifir fijálsu lífi. Hópur gíraffa teygði langa hálsa sína og starði á okkur forvitnislega eins og þeir væru að hugsa hvað þessir skrítnu litlu menn væru ágætt rannsóknarefni. En örugg- ara var að vera inni í bílnum þeg- ar ljónafjölskylda gekk framhjá. Pabbinn með spekinglegan tignar- svip, vel vitandi af veldi sínu. Fal- legu antillópurnar voru þarna í hópum, svo liprar og þokkafullar á hlaupum að mér komu í hug list- dansarar, en einhver af þessum yndislegu dýrum verða sjálfsagt bráðlega á veisluborði ljónapabba. Betra var að keyra greitt framhjá nashyrningunum sem virtust reið- ir, en strútamir gengu um stoltir af sjálfum sér. Dýrategundimar þarna era fjöldamargar og skemmtilegt að sjá þær þarna sjálfstæðar í þessum fallega þjóð- garði. Þvínæst var ferðinni heitið til Pokoot en þar er aðalstarfsvið ís- lensku kristniboðanna í Kenya. Pokoot er eitt af afskekktustu og fátækustu héraðum Kenya en þangað er löng dagsleið I bíl frá Nairobi. Sr. Kjartan keyrði okkur í jeppa sínum og fræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Landið fagurt, fjöll í ijarska, hæðir, dalir og miklir vel hirtir akrar, snotur hús og unglingar að gæta dýra. En þegar lengra er haldið fer að sjást fátæklegra umhverfi, íbúðir fólks litlir moldar- og strákofar, oft sofa dýr og menn saman á kofagólfinu, engir gluggar eða loftræsting. í kofunum er eldstó og þegar reykjarsvæla og lykt af dýraúrgangi blandast saman er loftið ekki beint hressandi fyrir ókunnuga. Þarna vora nokkrar þokkalegar byggingar, svo sem skólar og sjúkrahús, einig stórir komgeymslutumar og fleira sem sr. Kjartan sagði okkur að væru gjafir frá mannúðarsamtökum eða þróunarhjálp frá ýmsum löndum. Eftir því sem lengra dró versn- aði vegurinn og varð að moldargöt- um með skorningum, djúpum gjót- um og snarbröttum brekkum. Ég varð hrædd og hélt að jeppinn væri að velta þá og þegar, en sr. Kjartan sem sjálfsagt hefur heyrt óp og skræki úr aftursætinu, lét það ekki á sig fá, en stýrði jeppan- um af mikilli snilld um þessar veg- leysur. Þegar við svo fórum niður fjall eitt í svörtu þykku myrkri þar Þessi glæsilegi ungi maður á fimmtíu bi-æður. Faðir þeirra sendi þá alla í skóla. Hann á fimm konur. sem enga ljósglætu var að sjá nema geislana frá ljósum jeppans, léttist hugur minn er birtist hús með ljósum í gluggum. Það var bústaður kristniboðshjónanna, sr. Kjartans og frú Valdísar. Húsið er snoturt, þægindin takmörkuð, t.d. rafmagn frá sólarljósinu, vatn oft af skomum skammti. Vörð þurfa þau að hafa sem gengur um með langt spjót og bægir frá óvel- komnum gestum, fjórfættum og tvífættum. En húsráðendur era mörgu vön. Snyrtilegt heimili þeirra, gestrisni, alúðlegt og glað- legt viðmót ásamt hjálpsemi er mér sérlega hugstæð. Næsta dag fóram við á hátíð sem. haldin var í tilefni opnunar nýs grannskóla. Skólinn er mynd- arlegasta skólabygging þar í hér- aði. Islenskir og norskir kristniboð- ar stjórnuðu byggingunni en ís- lensk kona kostaði bygginguna sem gefin var héraðinu. Margar þakkarræður vora fluttar og bamakór söng og að lokum matar- veisla, allt til heiðurs gefandanum. Næstu daga naut ég gestrisni norskra kristniboðshjóna sem bjuggu í ágætu húsi á svo fallegum stað að þegar ég virti fyrir mér útsýnið hugsaði ég að tæplega hefði verið fegurra í paradís. Skemmtilegt var að vakna á morgnana við hanagal og baul í kúm nágrannanna sem röltu ófeimnar um tún kristniboðshjón- anna með smala sínum, og horfa á ljósu börnin hjónanna og dökku börnin haldast í hendur og hlaupa um í leik. Skammt frá var kirkja. Ekki var þar altari eða prédikunar- stóll, aðeins gráir veggir og reftað yfir. En trúarhiti og einlægni kirkjúgesta leyndi sér ekki. Mikil tónlist og söngur, nokkrir héldu tölur og þökkuðu kristna trú. Mér fannst guðsþjónustan falleg og áhrifarík þótt húsakynnin væru fátækleg. Sr. Kjaran og frú fóra með mig í heimsókn til fleiri norskra kristni- boða. Alls staðar sama alúðlega gestrisnin. Við skoðuðum heima- vistarskóla fyrir stúlkur sem Norð- menn byggðu og mikil þörf er fyrir. A einum stað var húsmóðirin hjúkranarfræðingur og rak hjálparstöð fyrir sjúka. Þegar okk- Elite fyrirsæt- an valin í kvöld Tólf Nstúlkur keppa til úrslita á Ömmu Lú Elite fyrirsætukeppnin fer fram í kvöld í veitingahúsinu Ömmu Lú. Að þessu sinni taka 12 stúlkur þátt í keppninni. Húsið opnar fyrir matargesti kl. 19 en dagskráin hefst kl. 21. Stúlkurnar koma fram í tískusýningu, sýndur verður dans og loks tilkynnir fulltrúi Elite í París sigurvegarann. Kristján Rafn Heiðarsson og Auðun Gísli Arnason. Hafnarfjörður Eigendaskipti að Kænunni EIGENDASKIPTI hafa orðið á veitingahúsinu Kænunni við smá- bátahöfnina í Hafnarfirði og hafa þeir Auðun Gísli Árnason og Krist- ján Rafn Heiðarsson tekið við rekstrinum. Auðun Gísli er fram- reiðslumeistari og starfaði við veitinga- og hótelstörf í Skandin- avíu í 9 ár. Síðustu 5 árin hefur hann verið veitingastjóri á Holiday Inn. Kristján Rafn er matreiðslumeist- ari og hefur starfað sem slíkur bæði á íslandi og í Svíþjóð. Síðastliðin 2 ár hefur hann stundað framhaldsnám fyrir matreiðslumenn við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kynnir kvöldsins verður Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Tíma- ritið Nýtt Líf og Icelandic Models eru umboðsaðilar fyrir Elite á ís- landi. Elite fyrirsætukeppnin hefur farið fram árlega nokkur undan- farin ár og hefur þáttaka ætíð verið mikil. Sigurvegarinn hveiju sinni tekur þátt í mikilli keppni sigurvegara í hveiju landi. Stúlkurnar 12 sem taka þátt í keppninni era: Magga Sigríður Gísladðtt- ir, 18 ára. Nína Björk Gunnarsdótt- ir, 16 ára. Lára Sif Jónsdóttir, 18 ára. Sigríður Pétursdóttir, 18 ára. Margrét Ólafsdóttir, 19 ára. Sólveig Einarsdóttir, 17 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.