Morgunblaðið - 25.03.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
Stríðástandi
aflétt
NORÐUR-Kóreustjórn lýsti í
gær yfir, að lokið væri „stríðs-
ástandinu", sem verið hefði um
tveggja vikna skeið, en sagði
ekkert um hvort hún ætlaði að
leyfa alþjóðlegt eftirlit með
kjarnaverum í landinu. 12. mars
sl. ákvað stjómin í Pyongyang
að hætta aðild að samningnum
um bann við útbreiðslu kjarna-
vopna en grunur leikur á, að
verið sé að vinna að smíði þeirra
í Norður-Kóreu.
Áhyggjur í
EB af Belgum
ÁÆTLANIR um einn sameigin-
legan gjaldmiðil Evrópubanda-
lagsríkja frá 1997 hafa orðið
fyrir nokkrum hnekki með
stjómarkreppunni í Belgíu.
Fjögurra fiokka ríkisstjórnin
bauðst í gær til að segja af sér
en þá hafði henni mistekist að
ná samkomulagi um fjárlögin,
skattahækkanir og afnám vísi-
tölubindingar. Ef ekki fínnst
lausn á þessum málum fljótlega
eru horfur á, að Belgía verði
undanskilin í áætlunum um sam-
eiginlega gjaldmiðilinn. Þá gæti
einnig farið svo, að Belgar tækju
við forsetaembættinu innan Evr-
ópubadalagsins í júlí án þess
nokkur starfhæf ríkisstjóm væri
í landinu. Það, sem gerir málin
erfíðari, er skipting landsins
milli tiltölulega velstæðra Flæm-
ingja eða hollenskumælandi
fólks og Vallóna, sem eru fátæk-
ari og tala frönsku.
Sony fær lóð
við Potzdamer
SONY-fyrirtækið japanska hef-
ur fengið leyfi framkvæmda-
stjómar Evrópubandalagsins til
að kaupa eftirsótta lóð við
Potzdamer-torg í Berlín undir
höfuðstöðvar sínar í Evrópu. í
heilt ár hefur staðið yfir rann-
sókn á því hvort yfirvöld í Berl-
ín, sem er umhugað um að laða
til sín stórfyrirtæki, hafi boðið
Sony óeðlilega hagstæð kjör við
kaupin en í fyrra var þýska stór-
fyrirtækinu Daimler gert að
greiða 30 milljón mörkum meira
en það hafði upphaflega greitt
fyrir lóð við Potzdamer-torg.
Sony greiddi um 3,7 milljarða
ísl. kr. fyrir lóðina og mun greiða
1,7 milljarða að auki vegna sér-
stakra skipulagsákvæða.
Vilja hand-
taka Fiat-
forsljóra
DÓMARAR í Mílanó á Ítalíu
hafa fyrirskipað handtöku for-
stjóra eins af dótturfyrirtækjum
Fiat-fýrirtækisins og er hann
sakaður um spillingu og mútur
til stjómmálaflokka. Forstjórinn,
Riccardo Ruggeri, er fjórði for-
stjórinn hjá Fiat, stærsta einka-
fyrirtæki á Ítalíu, sem er sakað-
ur um spillingu, en hann er nú
staddur í Bretlandi.
Kviðristu-
Kobbi af-
hjúpaður
EINHVER kunnasti morðingi
allra tíma, Kviðristu-Kobbi, sem
eltist við vændiskonur í þokufull-
um öngstrætum Lundúna á
Viktoríutímanum, verður af-
hjúpaður í nýrri bók. Til hans
náðist aldrei en í gegnum tíðina
hafa ýmsir verið nefndir til, jafn-
vel sumir háttsettir menn. Ut-
gefandinn Smith Gryphon segir,
að nú verði allt upplýst með
bókinni „Dagbók Kviðristu-
Kobba“, sem hann segir vera
byggða á 64 blaðsíðna handriti,
sem fundist hafi fyrir tveimur
árum.
Lögreglan sagði að mafíuforingj-
amir tveir, Antonio Imerti, 47 ára,
og mágur hans Pasquale Condello,
30 ára, hefðu verið vopnaðir þegar
þeir voni handteknir á þriðjudags-
morgun. Þeir hefðu þó gefist upp
án þess að til skotbardaga kæmi.
Imerti hefur verið nefndur „Nano
Feroce", eða Grimmi dvergurinn, og
mafíuflokkur hans hefur átt í harðri
baráttu um völdin innan mafíunnar
í Calabriu, héraði syðst á meginlandi
Ítalíu.
Vissi um smygl
Gaspare Mutolo, fyrrverandi
mafíósi, hefur nú skýrt rannsóknar-
dómara frá afdrifum rannsóknar-
blaðamannsins Mauro de Mauro sem
hvarf sporlaust af heimili sínu í Pal-
ermo 16. september árið 1970. Eng-
ar vísbendingar fundust um afdrif
hans en orðrómur var þó á kreiki
um að augu blaðamannsins hefðu
verið send í böggli til blaðsins sem
hann starfaði fyrir. Þetta var þó
aldrei staðfest.
Mutolo skýrði frá því að Mauro
de Mauro hefði verið rænt og hann
Höfuðpaur
fyrir rétt
Kairó. Reuter.
YFIRVÖLD í Egyptalandi afhentu
í gær bandarískum alríkislögreglu-
mönnum mann sem grunaður er
um að hafa skipulagt hryðjuverkið
í World Trade Center. Verður hann
leiddur fyrir rétt við komuna til
Bandaríkjanna. Haft er eftir heim-
ildum, að hann heiti Mahmud Abu
Halima, 34 ára gamall, og er talið,
að hann hafí haft náin tengsl við
Omar Abdel-Rahman, öfgafullan,
egypskan prest.
Meðan valdaránstilraunin mis-
heppnaða reið yfír í ágúst 1991
reyndu flestir skynsamir embættis-
menn að láta sem minnst á sér bera.
Sumir voru í sumarleyfi, aðrir beittu
gamalþekktri aðferð og urðu skyndi-
lega „veikir".
Rétt svipbrigði
Þeir snjöllustu fóru fljótt á kreik
er horfur virtust á að valdaránið
væri að fara út um þúfur og lýstu
yfir fullum stuðningi við Jeltsín. Þeir
hlutu sín laun. Hinir, sem stutt höfðu
valdaræningjana, höfnuðu úti í kuld-
anum en á því voru þó undantekning-
ar. Nokkrum tókst að halda sínum
hlut með því að lýsa með nógu fögr-
um og sannfærandi orðum ást sinni
á lýðræðinu og gamla Rússlandi,
einnig skipti miklu að fleygja flokks-
skírteininu í öskutunnuna eða á eld-
inn með eins miklum viðbjóðssvip og
leikhæfileikamir gáfu kost á.
Nú er vandinn meiri. Reiptogið
milli Jeltsíns og þingsins er búið að
standa svo lengi yfir og ekki er
hægt að treysta því að úrslit náist
alveg á næstunni. Þess vegna er
ekki hægt að fela sig á meðan. Jelts-
ín hefur auk þess látið í það skína að
í þetta sinn verði engum fyrirgefíð
/ kirkjugarðinum
Reuter
EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að hætt hefði verið
að flytja særða múslima frá umsetna bænum Srbrenica í austurhluta
Bosníu vegna harðra stórskotaárása Serba. Þijár franskar þyrlur höfðu
flutt 21 særðan mann frá bænum nokkrum klukkustundum áður en hætt
var við frekari flutninga eftir að tveir kanadískir hermenn á vegum Sam-
einuðu þjóðanna særðust, annar lífshættulega, í stórskotaárás Serba á
bæinn. Tvær breskar þyrlur sóttu hermennina. Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna mótmæltu árásunum harðlega, en Serbar höfðu lofað að hætta
árásunum á meðan fólkið væri flutt á brott. „Lengra er ekki hægt að
ganga í fyrirlitlegri framkomu," sagði breski stórdeildarforinginn Roddy
Cordy-Simpson. A myndinni er öldruð, múslimsk kona að leggja blóm á
leiði eiginmanns síns í Sarajevo.
Mafíuforingjar frá
Calabríu handteknir
Róm. Reuter, The Daily Telegraph.
TVEIR af helstu foringjum Calabríu-mafíunnar á Ítalíu hafa
verið handteknir eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni
í sjö ár. Þá hefur vitnisburður fyrrverandi mafíósa í Palermo
leyst ráðgátuna um eitt þekktasta morðið í undirheimum Sikil-
eyjar frá síðari heimsstyrjöldinni.
síðan kyrktur að undirlagi Stefanos
Bontades, sem þá var foringi maf-
íunnar í Palermo. „Þeir sögðu að
hann hefði valdið þeim of miklum
vandræðum," er haft eftir Mutolo.
Mauro de Mauro var á sínum tíma
þekktasti blaðamaðurinn sem sér-
hæfði sig í starfsemi mafíunnar.
Fram hefur komið sú kenning að
hann hafi komist yfír upplýsingar
um hvernig mafían smyglaði eitur-
lyfjum milli Kanada, Bandaríkjanna
og Sikileyjar. „Ég hef nú undir hönd-
um allar nauðsynlegustu upplýs-
ingamar um smyglleiðina milli Sikil-
eyjar, Frakklands og Kanada,“ sagði
hann við starfsbróður sinn áður en
hann var myrtur. Skömmu síðar
komst upp um smygl á heróíni um
Marseille í Frakklandi til Ameríku
sem kvikmyndin „The French
Connection" er byggð á.
1.000 drepnir
Mafíósinn fyrrverandi upplýsti
einnig að mafían í Palermo hefði
ennfremur myrt fréttaritara dag-
blaðsins II Giornale di Sicilia í Pal-
ermo, Mario Francese, sem var skot-
inn til bana við heimili sitt árið 1979.
Það morð var upphafið að blóðug-
asta, mafíustríðinu á Sikiley eftir síð-
ari heimsstyijöldina; hartnær 1.000
manns voru drepnir, limlestir eða
hurfu sporlaust á aðeins fimm árum.
Lögreglumenn og lögfræðingar voru
á meðal fórnarlambanna og 470
meintir mafíósar voru dregnir fyrir
rétt vegna morðanna árið 1986.
Einn af þeim sem töpuðu í stríð-
inu var maðurinn sem talinn er hafa
fyrirskipað morðin á blaðamönnun-
um, Stefano Bontade. Hann flúði til
Bandaríkjanna en var myrtur
skömmu síðar. Banamenn hans voru
sigurvegararnir í stríðinu, Corleone-
mafían sem var undir stjórn Totos
Riina, „foringja allra mafíuforingj-
anna,“ sem var handtekinn á Sikiley
fyrr á árinu.
Togstreitan milli Jeltsíns forseta og afturhaldsins
Þjonanur reyna aö
veðja á réttan hest
Moskvu. The Daily Telegraph.
HÁ EMBÆTTI í Rússlandi hafa ávallt fært mönnum hvers kyns hlunn-
indi auk launanna. Sovétkerfið endurgalt þægum, jakkafataklæddum
þjónum sínum trygglyndið með því að sjá þeim fyrir einkabíl og bíl-
stjóra, íbúð, sumarbústað, niðurgreiddum ferðum á sólarströnd við
Svartahafið að ógleymdum aðgangi að sérstökum verslunum þar sem
hægt var að fá erlendan munaðarvaming. Sumt af þessu hefur verið
afnumið eftir hrun Sovétríkjanna, enn er þó eftir miklu að slægjast.
Nú reyna margir að tryggja sér framtíðarstöðu með því að veðja á
réttan hest í baráttunni milli Borísar Jeltsíns forseta og afturhaldsaf-
lanna á þingi.