Morgunblaðið - 25.03.1993, Page 35

Morgunblaðið - 25.03.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 35 Norræn kvikmyndahátíð Ung og ófullnægð. Úr finnsku myndinni Ástir Söru. Ástir Söru Brunnurinn Sofie Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sofie. Sýnd í Háskólabiói. Leik- stjóri: Liv Ullmann. Handrit: Ullmann og Peter Poulsen. Að- alhlutverk: Karen-Lyse Mynst- er, Ghita Nörby, Erland Josep- hson, Torben Zeller, Jesper Christensen. Danmörk. Sofie er fyrsta bíómyndin sem hin dáða leikkona Liv Ullmann leikstýrir og skrifar hún einnig handrit myndarinnar ásamt Peter Poulsen. Hún hefur fengið frábæra leikara eins og Erland Josephson og Githu Nörby í lið með sér til að segja sögu ungrar gyðingakonu, Sofie, á ofanverðri nítjándu öld en það er Karen-Lyse Mynster sem fer með titilhlutverkið. Ullmann gerir margt gott í leik- stjórn myndarinnar en hefði mátt beita skærunum frekar til að draga söguna saman. Sýningartími henn- ar er tæpur tveir og hálfur tími og er frásögnin ofurhæg og róleg í mjúkri og hlýlegri kvikmyndatöku Jörgens Perssons. Lengdin er bæði veikleiki hennar og styrkur. Það eru ekki síst lítt áberandi smáatrið- in bæði í umhverfi nítjándu aldar- innar og aðallega persónulýsingum og samskiptum persónanna sem gera myndina í senn viðkunnan- lega, skemmtilega og kímna (minnir stundum á Merchant/I- vory-myndirnar) en hún vill verða svolítið langdregin fyrir bragðið og kraftlaus í framsetningu. Sofie segir frá gyðingafjölskyldu í Danmörku en titilpersónan er ung dóttir þeirra Josephson, er fer á kostum sem góðhjartaður líf- snautnamaður, og Nörby. Hún er hálfvegis í tygjum við frægan list- málara þegar ungur og óhijálegur maður úr ijölskyldunni biður henn- ar og fjölskyldan tekur af skarið fyrir hana enda á stúlkan á hættu að pipra eins og margar, sérstak- lega kátar frænkur hennar. Við tekur hjónalíf með fullkomlega geðlausu manngreyi sem deyr á endanum og Sofie snýr heim aftur með syni sínum en veit að aldrei verður neitt eins og áður. Ullmann gefur sér nægan tíma í frásögnina; myndar róleg hendur sem stijúkast og hversdagslíf fjöl- skyldunnar sem samanstendur af óteljandi heimsóknum til pipruðu frænknanna. En leikurinn er góður og aldarfarslýsingin líka og eftir stendur ljúf úttekt á lífi í föstum skorðum, tíma sem líður í kyrrð en er þó aldrei óbreytanlegur og bældar þrár sem aldrei fæst svalað. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Ást Söru („ Akvaaria- rakkaus"). Leikstjóri Claes Ols- son. Handrit Tove Idström. Aðalleikendur Tiina Lymi, Nicke Lignell, Minna Pirila, Sartu Silvo, Antti Virmavirta. Finnland. Sara (Lymi) er ung og falleg stúlka, kannski eilítið kynórafyllri en aðrar. En grillurnar koma henni í koll. Hún kynnist Joni, (Lignell), ungum manni sem virðist hafa alla burði til að fullnægja þörfum hennar og ríku hugmyndaflugi. En þótt hraustur sé og skilnings- ríkur gengur dæmið ekki upp og þau skilja um sinn. Söru virðist skorta sjálfstraust og hún leggur lag sitt við giftan mann en unaðurinn, lætur á sér standa og hún snýr til baka til Joni. Hér er tekið fyrir kunnuglegt vandamál, erfiðleikar einstaklinga að ná saman kynferðislega. Eng- inn má skilja það svo að á ferð- inni sé einhver metnaðarlaus ljós- blámi, öðru nær, það er reynt að nálgast þetta viðkvæma efni á sem eðlilegastan og raunsannastan hátt. Þetta gengur eftir — lengst af. Persónusköpunin er skýr og auð- velt að setja sig inní vandamál unga fólksins. Lymi leikur Söru ágætlega og fellur vel að myndar- persónunni, falleg, hress og kát en dulítið inní sér. Lignell fer engu síður með erfítt hlutverk öllu opn- ari manngerðar sem veit þó ekki sitt ijúkandi ráð er honum reynist um megn að fullnægja hjásvæf- unni. Það er ekki fyrr en langt er lið- ið á myndina að hún fer að gefa eftir og því miður gefst hún upp við að leita svara við vandamálun- um sem hún fjallar um, skilur við persónurnar í sama hjakkinu, í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er ergilegt því maður kann vel við þessar persónur. Þær eru hrein- skilnar og mannlegar, bæði fá hendi handritshöfundar, leikstjóra og ekki síst ágætra leikaranna. Og það er hvergi verið að velta sér uppúr ódýrri nekt né sölu- mannslegum hvílubrögðum þó efn- ið bjóði svo sannarlega uppá það. En botninn er bersýnilega einhvers staðar í Botníska flóanum. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Svartir hlébarðar („Svarte pantere"). Leikstjóri og handritshöfundur Thomas Robsahm Tognazzi. Noregur. Ungar og reiðar manneskjur eru aðalpersónur fyrstu myndar hins norska Thomasar Tognazzi — son- ar Úgno, ítalska leikarans góð- kunna. Þetta eru tveir piltar og þijár stúlkur sem gerist undir- heimafólk og leggst út á eyðibýli einhvers staðar norður í landi. Þaðan leggja þessir sjálfskipuðu útlagar og mótmælendur uppí her- ferðir til borganna þar sem þau ræna og eyðileggja en megintil- gangur neðanjarðarstarfseminnar er að opna augu almennings fyrir slæmri meðferð manna á dýrum. Þau bijótast því gjaman inn í til- raunadýrageymslur og hafa þau á brott með sér. Það er ýmislegt vel gert.í þess- ari fyrstu mynd Tognazzis þó hún beri það líka með sér að vera byij- andaverk. Þetta unga fólk hefur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Brunnurinn (,,Kaivo“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Pekka Lehto. Handrit: Outi Nyytaja. Aðalhlutverk: Maria Larivaara, Auvo Vihro, Liisamaija Laak- sonen. Finnland. Brunnurinn er hrollvekjandi mynd úr finnsku sveitinni í ískaldri og yfírvegaðri leikstjórn Pekka Lehto eftir handriti Outi Nyytaja um móður sem missir tökin á lífí sínu og fínnur óskiljanlega hvöt hjá sér til að myrða tvö yngstu bömin sín. Þessi óþægilega mynd hefst þegar verknaðinum er lokið og lögregla og leitarlið safnast á bóndabæinn þar sem atburðirnir eiga sér stað og leita móðurinnar, sem er týnd ásamt tveimur börn- um sínum. í endurliti er svo rakin sagan sem leiðir til þess að móðir- in grípur til voðaverkanna. Hvar er skýringanna að leita á hegðun móðurinnar? Engin einhlít svör eru veitt við spurningunni og því situr áhorfandinn eftir með gátuna. En nokkrar vísbendingar eru gefnar samvisku yfír hlutum sem almenn- ingur er löngu hættur að sjá eða heyra. Ein persónan segir sem svo að „ef menn drepa kött stendur öllum á sama en ef þeirra skemma bíl þá þýðir það fangelsi". Og yfír- völdin líta á hinar lengst af frið- samlegu og áfallalitlu mótmælaað- gerðir sem glæp og reyna að gera hann sem mestan. Búa til einræð- isherraímynd og þjóðfélagsóvin úr leiðtoganum og sá eitri meðal meðlimanna. Þannig verður góð meining og þörf að glæp í augum fólksins. Leikstjóminni er vissulega ábótavant á köflum, myndin er brokkgeng en á marga góða kafla og umhugsunarverða. Ungu leik- ararnir fimm skila hlutverkum sín- um vel þó að þeir séu að öllum líkindum lítt reyndir að undan- skildum þeim sem fer með aðal- hlutverkið (því miður er engar upplýsingar að hafa um nöfn þeirra í annars vönduðu og vel útlítandi dagskrárblaði hátíðarinn- ar). Handritið er eftirtektai-vert eins og myndin sem á alla athygli skilda. Já, það er varasamt að reyna að breyta heiminum. sem þó reynast sára haldlitlar þeg- ar litið er til hins hryllilega atburð- ar. Móðirín býr með eiginmanni sín- um og þremur börnum á sveita- býli ásamt móður sinni sem er í því að eitra út frá sér og sá óvild á milli hjónanna. Þannig einkenn- ast samskiptin af illsku og hatri og óbilgirni. Brunnurinn er áhrifamikil og átakanleg mynd um örvæntingu, sjálfseyðingu og geðtruflun sem leiðir til voðaverka. Leikstjórnin er fullkomlega án málamiðlunar en myndin lýsir verknaðinum í öll- um sínum hræðilegum smáatrið- um. Þrátt fyrir allt myndast samúð með móðurinni, sem virðist á eng- an hátt gera sér grein fyrir verkn- aði sínum eða geta skýrt hann, en kvelst ósegjanlega með hann á samviskunni. Myndin er frábærlega vel leikin af Mariu Larivaara, Auvo Vihro og öðrum sem fram koma og myndatakan er frískleg; einkenn- ist talsvert af hreyfanlegum kranatökum og loftmyndum. Pekka hefur gert eftirminnilega mynd sem situr í manni. Eríídnkkjur Glsesileg iviiiii- lilaðborð fidlegir Síilir og mjög g(K> þjónustiL TJpplýsingar í sínia 2 23 22 FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIÐIR Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Svartir hlébarðar Innrömmun Listinn, Síðumúla 32 Kappkostum mikifi úrval ramma- lista, hagstæð verð og stuttan biðtíma. Sími 679025. KENNSLA Kynningarnámskeið í hómópatíu veröur haldið 27. og 28. mars. Fyrirlesari verður Ðavid Howell, skólastjóri Midlands skólans í Bretlandi. Upplýsingar í síma 674991. VÉLRITUNARSKÓLINN ÁNANAUSTUM 15 101 REYKJAVÍK SÍMI 2 80 40 Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaöa tölvu- vinnslu. Kennum blindskrift og almennar uppsetningar á nýjar, fullkomnar rafeindavélar. Morgun- og kvöldnámskeið byrja 29. mars. Innritun í s. 28040 og 36112. I.O.O.F. 5 = 17403258V2 = Br. I.O.O.F. 11 = 1740325872= □ HELGAFELL 5993032519 2 Fri. St.St. 5993032519 VII Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma f kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ífÍæfyiAðaldeild KFUM, \/ Holtavegi Aðaldeildarfundur kl. 20.30 í kvöld. Efni: Gamalt og nýtt. Nýja húsið til sýnis kl. 20.00. Allir karlmenn velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða". Þorvaldur Halldórsson stjórnar söngnum. Prédikun og fyrirbænir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins: Helgina 27.-28. mars verður skíðaferð í Bláfjöllum Hjálpræðis- herinn Kirkjuitræti 2 Gist f skála. Brottför laugardag kl. 09. M.a. gengið frá Bláfjöllum að Kleifarvatni. Góð æfing fyrir skíðaferöir um páskana. Dagsferðir sunnudag 28. mars: 1. Kl. 10.30. Skíöaganga, Blá- fjöll - Kleifarvatn. 2. Kl. 13.00. Fjallið eina - Sand- fellsklofi - Sveifluháls. 3. Kl. 13.00. Skíðaganga: Undir- hlíðar - Vatnsskarð. Lengri ferðir um páskana: 8.-10. apríl: Snæfellsnes - Snæ- fellsjökull. 8.-10. apríl: Landmannalaugar- skíðagönguferð. 8.-12. april: Landmannalaugar- skíðagönguferð. 8.-12. apríl: Skíðagönguferð frá Landmannalaugum um Laufa- fell, að Skjólkvíum. 10.-12. apríl: Þórsmörk. Spenn- andi skíðagönguferöir - gisting í húsum. Ferðafélag íslands. Söng- og lofgjörðarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Mæjorarnir Anna og Daniel Óskarsson stjórna og tala. Herkaffi. Flóamarkaðsbúðin, Garðastræti 2, er opin í dag fró kl. 13-18. Flóamarka&ur í Herkastalanum föstudag 10-18 og laugardag 10-14. Spiritistafélag íslands Miðlarnir Pamela Killogg og June Harris verða með stóran skyggnilýsingafund i kvöld 25. mars kl. 20.00 í Ármúla 40, 2.hæö. Húsið opnar kl. 19.00. Ókeypis aðgangur Kaffi selt á staðnum. Engar tímapantanir. Stjórnin. ( kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum. Fjölbreyttur söngur. Ræðumenn Stefán Baldvinsson, Ragnheiður Páls- dóttir og Jón Sævar Jóhanns- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Breski miðillinn Gladys Fieldhouse kemur og starfar hjá Sálarrann- sóknafélagi (slands frá og með 29. mars til 7. apríl nk. Bókanir í einkatíma hjá henni eru hafnar í símum skrifstofunnar 18130 og 618130 og á skrifstofunni á skrifstofutíma. Stjórnin. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.