Morgunblaðið - 25.03.1993, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
IÞROTTIR UNGLINGA / BADMINTON
TBR-helgi í
Kaplakrika
Badmintonspilararfélagsins fóru heim
með átján gull af tuttugu
BADMINTONSPILARAR frá
Tennis og badmintonfélagi
Reykjavíkur hrepptu átján af
tuttugu gullverðlaunum á ís-
landsmóti unglinga sem fram
fór í Kaplakrika um síðustu
helgi. Mótið varfjölmennt, 188
keppendur mættu til leiks frá
tíu féiögum en Ijóst er að þrátt
fyrir góða uppbyggingu víða er
TBR enn stórveldið í íþróttinni,
sérstaklega í eldri unglinga-
flokkunum.
Fjórir spilarar frá félaginu fengu
„fullt hús“ á mótinu, og hrepptu
gullverðlaunin í einliða-, tvíliða- og
tvenndarleik en það voru þau Katrín
Atladóttir í hnátuflokki, Erla Haf-
steinsdóttir í meyjaflokki, Vigdís
Ásgeirsdóttir í telpuflokki og Njörð-
ur Ludvigsson í piltaflokki.
Vigdís Ásgeirsdóttir TBR.
Átti ekki von á keppni
„Eg hef aldrei spilað svona spenn-
andi leik en fyrir leikinn átti ég ekki
von á að þær mundu veita okkur
keppni," sagði Katrín Atladóttir
TBR, þrefaldur íslandsmeistari í
hnátuflokki eftir sigur hennar og
Aldísar Pálsdóttir á þeim Elísu Við-
arsdóttir og Þóru Helgadóttir úr
Badmintonfélagi Hafnarijarðar í úr-
slitum tvíliðaleiksins. Oddalotu
þurfti til að knýja fram úrslit og
leikurinn stóð á aðra klukkustund
sem gerði það að verkum að áætlun
mótsstjórnarinnar riðlaðist á sunnu-
deginum. Katrín og Aldís höfðu bet-
ur í hörkuspennandi oddalotu 17:14
þar sem lengi vel var jafnt á tölum.
Unnum á keppnisskapinu
„Ég held að við höfum unnið þær
á keppnisskapinu, við vorum seinar
í gang og gerðum svolítið af mistök-
um í fyrstu lotunni en spiluðum mun
betur í þeim tveimur seipni,“ sagði
Vigdís Ásgeirsdóttir sem ásamt
Margréti D. Þórisdóttur lagði Skaga-
stúlkurnar Brynju Pétursdóttir og
Birnu Guðbjartsdóttir að velli í tví-
liðaleik telpuflokksins.
Brynja og Birna mættu ákveðnar til
leiks og sigruðu í fyrstu lotunni
15:12. „Við vorum ákveðnar í að
vinna leikinn og byijuðum vel en við
vorum full ákafar í síðari lotunum.
Við höfum oft spiiað við þær áður
og oftast tapað og stundum með
miklum mun,“ sagði Brynja. Þess
má geta að Brynja lék til úrslita í
öllum þremur greinunum í telpna-
flokki en varð ætíð að lúta í lægra
haldi fyrir Vigdísi.
Erfitt að spila úrslitaleiki
„Það er alltaf erfítt að spila úr-
slitaleiki og þá sérstaklega á Islands-
Morgunblaðið/Fro8ti
Björn Jónsson úr TBR varð sveinameistari í einliðaleik.
ÚRSLIT
Úrslitaleikir á íslandsmóti unglinga í
badminton sem haldið var í íþróttahúsinu
i Kaplakrika um síðustu helgi. Keppt var í
einliða-, tvfliða- og tvenndarleik í fjórum
aldursfiokkum.
HNOKKAR OG HNÁTUR (U-12)
Emil Sigurðsson UMSB - Friðrik Christ-
iansen TBR 11:1 og 11:2.
Katrín Atiadóttir TBR - Aldís Pálsdóttir
TBR 12:11 og 11:2.
Emii Sigurðsson UMSB/Bjami Hannes-
son ÍA - Friðrik Christiansen/Helgi Jóhann-
esson TBR 15:5 og 15:2.
Katrín Atladóttir/Aidís Pálsdóttir TBR -
Elísa Viðarsdóttir/Þóra Helgadóttir BH
15:7, 12:15 og 17:14.
Friðrik Christiansen/Katrín Atladóttir
TBR - Helgi Jóhannesson/Aldís Pálsdóttir
TBR 15:0 og 15:12.
SVEINAR OG MEYJAR (U-14)
Bjöm Jónsson TBR - Ingvi Sveinsson
TBR 11:1 og 11:4.
Erla Hafsteinsdóttir TBR - Ingibjörg
Þorvaldsdáttir TBR 11:4 og 11:2.
Haraldur Haraldsson/Ingvi Sveinsson
TBR - Magnús Helgason/Pálmi Sigurðsson
Víkingi 15:11 og 15:6.
Erla Hafsteinsdóttir/Hildur Ottesen TBR
- Anna Sigurðardóttir/Hrund Atladóttir
TBR 15:9 og 15:3.
Björn Jónsson/Erla Hafsteinsdóttir TBR
- Ingvi Sveinsson/Hildur Ottesen TBR 15:4
og 15:2
DRENGIR OG TELPUR (U-16)
Tryggvi Nielsen TBR - Haraldur Guð-
mundsson TBR 15:8 og 15:1.
Vigdís Ásgeirsdóttir TBR - Brynja Pét-
ursdóttir ÍA 11:3 og 11:2.
Haraldur Guðmundsson/Orri Árnason
TBR - Sigurður H. Þórisson/Sveinn Sölva-
son TBR 15:12 og 17:14.
Vigdís Ásgeirsdóttir/Margrét D. Þóris-
dóttir TBR - Brynja Pétursdóttir/Birna
Guðbjartsdóttir ÍA 13:15, 15:11 og 15:9.
Haraldur Guðmundsson/Vigdís Ásgeirs-
dóttir TBR - Orri Ámason/Magnea Magn-
úsdóttir TBR 15:9 og 15:11.
Ýmislegt var gert sér til gamans
í frítímum. Til að mynda var haldin
kvöldvaka á laugardagskvöldið þar
Til Svíþjóðar
í æfingabúðir
Fjórir unglingalandsliðsmenn í
badminton, þau Hjalti Harðars-
son TBR, Birna Guðbjartsdóttir ÍA
og tvíburarnir Jón Einar og Ásgeir
Símon Halldórssynir úr TBR héldu
til Svíþjóðar á mánudag í æfingabúð-
ir hjá sænska félaginu Lugi. Jafn-
framt munu þau stunda nám við
menntaskóla í Málmey sem bíður
upp á bóklega fræðslu um badmin-
ton. Einn íslendingur, Tómas Garð-
arsson stundar nám við skólann.
BSÍ sendir sex keppendur á Evr-
ópumót unglinga sem fram fer í
Búlgaríu um páskana en endanlegt
lið hefur ekki verið valið.
Morgunblaðið/Frosii
Tryggvi Nielsen TBR sigraði örugglega í einliðaleiknum í drengjaflokki og
varð Islandsmeistari í piltaflokki í tvíliðaleiknum.
Morgunblaðið/Frosti
Það var mikið hvíslast á í úrslitum tvíliðaleiksins í tátuflokki. Hér eru það
þær Elísa Viðarsdóttir og Þóra Helgadóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar
sem leggja á ráðin.
PILTAR OG STULKUR (U-18)
Njörður Ludvigsson TBR - Ásgeir S.
Halldórsson TBR 15:6 og 15:3.
Brynja Steinsen TBR - Aðalheiður Páls-
dóttir TBR 11:8 og 11:5.
Njörður Ludvigsson/Tryggvi Nielsen -
Ásgeir S. Halldórsson/Jón E. Halldórsson
TBR 14:17, 15:4 og 15:7.
Brynja Steinsen/Valdís Jónsdóttir TBR -
Aðalheiður Pálsdóttir’/Elísabet Júlíusdóttir
TBR 15:6 og 15:10.
Njörður Ludvigsson/Aðalheiður Pálsdótt-
ir TBR - Ásgeir S. Halldórsson/Brynju Pét-
ursdóttir ÍA 15:9 og 18:15.
mótum. Þetta er fyrsti íslandsmeist-
aratitilinn minn í einliðaleik en ég
er einu ári eldri en flestir í flokknum
og held að ég hagnist á því,“ sagði
Björn Jónsson eftir sigur sinn á
Ingva Sveinssyni í úrslitum einliða-
leiks í sveinaflokki. Björn hreppti
tvenn gullverðlaun á mótinu en varð
af þeim þriðju þegar hann féll út í
undanúrslitaleik í tvíliðaleiknum.
sem íslandsmeistarinn Broddi Kristj-
ánsson sýndi á sér nýja hlið og
skemmti mönnum með söng. Þá
bpídduðu félagar í BH upp á leikjum
við góðar undirtektir og Ákurnesing-
ar buðu upp á nýstárlega tískusýn-
ingu.
Aldís Pálsdóttir og Katrín Atladóttir urðu Tátumeistarar í tvíliðaleiknum
eftir hörkuspennandi viðureign.
Brynja Pétursdóttir ÍA varð að sætta
sig við þrjú silfurverðlaun.