Morgunblaðið - 30.03.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 30.03.1993, Síða 1
56 SIÐUR B 74. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Talsmaður Jeltsíns harðorður eftir ákvarðanir fulltrúaþingsins í gær Reuter Fréttaþyrstir rússheskir hermenn RÚSSNESKIR hermenn fylgjast með fréttum frá rússneska fulltrúaþinginu í herbúðum sínum í Moskvu í gærmorgun. Herinn hefur ekki blandað sér í deilur Borís Jeltsíns forseta og fulltrúaþingsins en hermennirnir láta þjóðmálin þó ekki framhjá sér fara. Þingið er vítisvél sem stefnir Rússum í óefni Moskvu. Daily Telegraph. Reuter. RÚSSNESKA fulltrúaþingið ákvað í gær að efna til þjóðaratkvæðis þar sem kann- aður verður stuðningur við Borís Jeltsín forseta, efnahagsstefnu hans og hvort ástæða sé til að flýta þing- og forseta- kosningum. Akveðið var að a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna yrðu að lýsa stuðningi við Jeltsín til þess að segja mætti að þjóðin treysti honum á forseta- stóli. Talsmenn forsetans sögðu ákvarð- anir þingsins stangast á við stjórnarskrá og kosningalög. Vjatsjeslav Kostíkov, talsmaður Jeltsíns, sagði þingið vera „vítisvél“ sem hefði þann tilgang að grafa undan friði og pólitískum stöðug- leika i landinu. Þingið felldi í gær ýmsar tilskipanir sem Jeltsín hafði gefið út síðustu 10 daga, vék for- setafulltrúum í einstökum héruðum landsins úr starfi og svipti forsetann sérstöku fram- kvæmdavaldi sem hann tók sér nýlega. Rúslan Khasbúlatov þingforseti sagði að þingið hefði borið sigurorð af Jeltsín er hann sleit fjögurra daga aukafundi fulltrúaþingsins í gær. Talið var í gær að Jeltsín muni reyna að sniðganga samþykktir þingsins en þó forðast að taka ákvarðanir er gæfu tilefni til þess að fulltrúaþingið yrði kvatt saman til' nýs auka- fundar. Næsti fundur þess er ekki ráðgerður fyrr en í júní. Jeltsín hefur boðað þjóðaratkvæði 25. apríl en í samþykkt þingsins var hvergi minnst á dagsetningar né ártöl. Hugsanlegt er talið að tvær atkvæðagreiðslur fari fram, önnur að frumkvæði Jeltsíns en hin á vegum þingsins. Til stjórnlagadómstólsins Jeltsín bað í gær stjórnlagadómstólinn að skera úr um hvort þingið hefði brotið gegn stjórnarskránni er það ákvað að greiða at- kvæði á sunnudag um hvort bæri að kæra hann fyrir embættisafglöp. Þingið svaraði með því að biðja dómstólinn að fella dóm um ræðu forsetans á fundi stuðningsmanna eftir at- kvæðagreiðsluna þar sem hann fullyrti að liðs- menn fyrrum sovéska kommúnistaflokksins hefðu staðið fyrir atkvæðagreiðslunni og því hefði hún misheppnast. Sjá „100.000 manns . . .“ á bls. 22. Giulio Andreotti undir smásjá ítalskra saksóknara Meínt tengsl við mafíu valda hruni lírunnar Róm. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRN Ítalíu virtist ekki eiga sér viðreisnar von í gær þegar gengi lírunnar hrapaði vegna frétta um að nokkrir af helstu. stjómmálamönnum landsins væru sakaðir um tengsl við maf- íuna. Skýrt var frá því á laugardag að saksóknarar væru að rannsaka hvort Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefði tengst mafíunni og margir töldu þetta mál verða banahögg Kristilegra demókrata, sem Andreotti hefur drottn- að yfir I hartnær hálfa öld. A Ovissa um Maastricht í Danmörku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. INNAN við 50% danskra kjósenda styður nú Edin- borgar-samkomulagið um undanþágur Dana frá Maa- stricht-samkomulaginu. Stuðningur við Edinborgar- samkomulagið hefur farið dvín- andi. Fyrir mánuði sýndi könn- un Vilstrup-stofnunarinnar 65% fylgi við samkomulagið en aðeins 49% nú. Ný könnun Gallup-stofnunarinnar segir fylgið vera 48%. í báðum nýju könnununum sögðust 30% að- spurðra ekki hafa gert upp hug sinn til Edinborgar-samkomu- lagsins. Andreotti, sem er 74 ára, varð alls sjö sinnum forsætisráðherra ít- alíu og hafði verið lengur við völd en nokkur annar stjómmálamaður á Vesturlöndum þegar hann dró sig í hlé sem Ieiðtogi Kristilegra demó- krata í fyrra. Hann var þá gerður að öldungadeildarþingmanni til ævi- loka, sem er heiður sem hann deilir með Giovanni Agnelli, stjórnarfor- manni Fiat, og fyrrverandi þjóðhöfð- ingjum Ítalíu. Gert er ráð fyrir að öldungadeildin hefji í dag umræður um hvort svipta eigi hann þing- helgi. Ennfremur boðaði Oscar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, forseta beggja þingdeildanna á sinn fund í dag vegna stjómmálakreppunnar. 17 sljórnmálamenn grunaðir Alls var 17 stjórnmálamönnum tilkynnt um helgina að verið væri að rannsaka meint tengsl þeirra við mafíuna. Þar á meðal Antonio Gava, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Paolo Cirino Pomicino, fyrrverandi fjárlagaráðherra. Fækkað í Evrópu- herliði Brusscl. Reuter. WILLIAM Perry, aðstoðar- varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, segir að stjórn Bills Clintons forseta ætli að fækka í bandarísku herliði í Evrópu niður í 100.000 manns. Er þetta fyrsta afdráttarlausa yfirlýsing nýju stjórnarinnar um þessi mál; áður hafði stjórn repúblikanans George Bush ákveðið að fjöldinn yrði 150.000 árið 1995. Er Berlínarmúrinn féll 1989 —voru Bandaríkin með alls um 325 þúsund manna lið í Evrópu. Ýmsir evrópskir leiðtogar óttuðust að Clinton hygðist fækka enn meira í herliðinu, jafnvel að ekki yrði hafður meira en táknrænn fjöldi bandarískra hermanna í álfunni. „Þótt við séum nú að fækka í liðinu — í um það bil 100.000 manns — þá er ástæðan ekki sú að við séum að draga úr skuldbind- ingum okkar í Evrópu heldur er þetta gert vegna minnkandi ógn- unar við sameiginlegt öryggi okk- ar,“ sagði Perry á fundi með meira en 30 varnarmálaráðherrum í aðal- stöðvum Atlantshafsbandalagsins í Belgíu. Balladur myndar stjórn EDOUARD Balladur var út- nefndur forsætisráðherra í rík- isstjórn hægri flokkanna sem tekur við völdum í Frakklandi eftir yfirburðasigur þeirra í þingkosningum. Myndin var tekin er Balladur gekk upp tröppurnar að Elysee-höllinni í gær til að taka við útnefning- unni. Honum er stundum lýst sem „hófsömum thatcherista". Sjálfur kvaðst Mitterrand myndu sitja áfram á forseta- stóli. Sjá „Sáttatónn í röðum helstu . . . á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.