Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 35 Minning Guðmundur Geir Guðmundsson Fæddur 11. júlí 1978 Dáinn 22. mars 1993 Elsku Gummi Geir. Við kveðjum þig í djúpum söknuði. Við munum sakna þess að Heyra ekki í stólnum þínum lengur í skólanum. Gummi Geir stóð sig mjög vel í skólanum og einnig tók hann þátt í spurn- ingakeppni skólans fyrir bekkinn og stóð sig með prýði. Hann var nýfluttur frá Grindavík til Sel- tjarnarness þegar harmafregnin barst okkur, gömlu bekkjarsystk- inum hans. Gummi Geir þjáðist af slæmum sjúkdómi, vöðvarýrnun, sem hefur farið versnandi með hveiju ári sem hann hefur verið með okkur í skól- anum. Við munum vel eftir því að þegar við hófum skólagöngu gat hann farið flestra sinna ferða en síðustu árin var hann bundinn við hjólastól. Þá naut hann umönnun- ar uppeldisfulltrúa í skólanum, sem var hans hægri hönd. Hann hafði mikinn áhuga á náminu og þar á meðal landafræði og sögu. Þar var aldrei komið að tómum kofunum hjá honum. Minn- ingar um ljúfan dreng hrannast upp í hugum okkar á svona stundu og hans verður sárt saknað. Við kveðjum hann með þessum fátæk- legu orðum og sendum fjölskyldu hans og ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Við vitum að fátæk- leg orð segja lítið um Gumma Geir en minningin um hann lifir í hjarta okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stdð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar , göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Þínir bekkjarfélagar úr 9. bekkjum í Grunnskóla Grindavíkur. Sælir em hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. (Mt. 5,8.) Við viljum með fáum orðum minnast bekkjarfélaga okkar Guð- mundar Geirs, sem lést 22. mars sl., og um leið vottum við foreldr- um hans og öðrum ástvinum sam- úð. Guðmundur Geir átti heima í Grindavík þangað til fyrir stuttu þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni á Seltjarnarnesið og hóf skólagöngu í Valhúsaskóla. Hann kom í bekkinn okkar fyr- ir fáum vikum og á þeim stutta tíma sem hann var með okkur fengum við að kynnast mjög sér- stökum strák. Þrátt fyrir veikindi sín virtist hann alltaf vera ánægð- ur. Hann var kurteis og glaðlynd- ur. Við dáðumst að honum og baráttu hans. Þrátt fyrir að hann væri ekki lengi samferða okkur gleymum við honum aldrei. Við lærðum mikið af honum og þökk- um fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum og hefðum viljað hafa hann lengur í hópnum og kynnast honum betur. Við viljum trúa því að hann sé kominn í hendur Drottins sem læknar öll mein. Blessuð sé minn- ing hans. Nú legg .ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. ♦ Æ, virst mig að þér taka, mér yflr láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom - S. Egilsson.) Bekkjarfélagar í 9.-C, Val- húsaskóla, Seltjarnarnesi. Látinn er langt um aldur fram frændi minn Gummi Geir. Mig skortir orð. Gummi Geir fæddist sama dag og faðir minn var jarð- settur og kveður þennan heim á afmælisdegi bróður míns. Gummi Geir fæddist í Grindavík 11. júlí 1978 sonur systur minnar Guðlaugar Þ. Guðmundsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Hann var yngsta barn foreldra sinna, fyr- ir voru systurnar Þorgerður og Elva Björk. Hann Gummi Geir var sann- kallaður gleðigjafi, þótt hann ætti við erfiðan sjúkdóm að stríða mest- an hluta sinnar stuttu ævi. Ég minnist sl. vors þegar við komum saman til að fagna fermingu hans. Gleði og ánægja lýsti upp andlit hans, hann var kominn í fullorðinna manna tölu. Miklar breytingar voru orðnar í lífi hans. Hann var fluttur með móður sinni frá æskustöðvunum í Grindavík, út á Seltjarnarnes, þar var hann kominn í nýjan skóla og leit björtum augum fram á veginn. Ég minnist kvöldstundar fyrir stuttu, er ég sat hjá honum, þegar móðir hans þurfti að skreppa frá. Við ræddum saman um lífið og til- veruna. Hans áform voru að fara í menntaskóla. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú er tekin við ný tilvera hjá Gumma Geir. Hvað sem tekur við eftir þetta líf, er ég viss um að hann heldur áfram að vera hvers manns hugljúfi. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra hans, systra og annarra ættingja, sem nú eiga um sárt að binda og’ bið ég góðan Guð um að styrkja þau í sorg þeirra. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (Tómas Guðmundsson). Jóhanna Guðmundsdóttir. Okkur langar að kveðja kæran vin okkar, Gumma Geir, sem við vorum svo lánsamar að fá að kynn- ast. Gummi Geir kom fyrst til okkar í Lyngsel í janúar 1992 og hófust þá ánægjuleg kynni sem engin okkar hefði viljað fara á mis við. Hann var kátur og fullur af lífs- gleði og horfði björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir sína lík- amlegu fötlun. Stefndi hann til dæmis á framhaldsnám. Gummi Geir var mjög vel lesinn og kom okkur alltaf í opna skjöldu með fróðleiksmolum sínum og til- vitnunum. Hann var mikill herra- maður og sýndi það í verki. Kom hann til dæmis eitt sinn færandi hendi með rós til kærrar vinkonu sinnar sem dvaldist hér hjá okkur. Stoð Gumma Geirs og stytta var tvímælalaust móðir hans, Guð- laug Guðmundsdóttir, sem ávallt birtist með einkason sinn með bros á vör þrátt fyrir ýmsar hindranir sem á vegi þeirra mæðginanna urðu. Elsku Gulla, við biðjum góðan Guð um að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kolbrún, Sigríður, Helga Leona, Helga Magnea, Frið- björg og Helga Hildur. Þriðjudaginn 23. mars barst okkur í Grunnskóla Grindavíkur sú harmafregn að Guðmundur Geir hefði látist. Hann var nýflutt- ur frá Grindavík, hafði aðeins búið á Seltjamarnesi í hálfan mánuð. Gummi Geir var haldinn erfiðum sjúkdómi sem smám saman dró úr honum mátt. Fyrstu skólaárin sín gekk hann hjálparlítið en fljót- lega var hann kominn í hjólastól. Með veru sinni í skólanurrr má fullyrða að Gummi Geir hefur haft þar meiri áhrif en flestir aðrir, bæði á nemendur og starfsfólk. Hann hefur á sinn hátt sýnt okkur fram á að fatlaðir og ófatlaðir eiga samleið og lagt sitt af mörkum til þess að brjóta niður þau viðhorf og hindranir sem aðskilja fatlaða og ófatlaða. Að þessu munum við búa. Þrátt fyrir líkamlega fötlun var Gummi Geir hress, bar sig vel og missti varla dag úr skóla vegna veikinda. Hann var mikill lestrar- hestur og tíður gestur á bókasafni skólans. Hann var ekki gamall þegar hann hafði lesið allt sem þar var til um náttúrufræði, sögu, landafræði og vísindi og rak kenn- arana stundum á gat. Sérstaklega var honum hugleikið allt það er laut að tækni og vísindum. Aðeins 11 ára gamall fitjaði hann upp á umræðu um gufuvélina og áhrif- um hennar við kennara sinn. Það leyndi sér ekki að hann var bráð- skýr og fróðleiksfús. Gummi Geir fylgdist ekki síður með málefnum líðandi stundar og hann var aðalmaðurinn í liði 9. F í spurningakeppni skólans og hef- ur liðið með hann innanstokks unnið alla sína andstæðinga í vet- ur og er komið í úrslit. Oft mátti heyra aðdáunar- og undrunarklið fara um salinn þegar Gummi Geir svaraði erfiðum spurningum um málefni sem flestir jafnaldrar hans höfðu aldrei leitt hugann að. Ráð- gert hafði verið að hann kæmi og lyki keppni með sínum gamla bekk en nú hafa æðri máttarvöld skor- ist í leikinn. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina og geymum minning- ar um góðan og hugprúðan dreng. Ástvinum Guðmundar Geirs send- um við innilegar samúðarkveðjur. Legg ég bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofa fer, sitji Guðs englar yfir raér. (Hallgrímur Pétursson) Starfsfólk Grunnskólans í Grindavík. Bundinn hjólastól jafnaldrar gangandi hjá hverjar vonir hvaða væntingar bærðust um óvissa framtíð geðgóður og glaðlyndur gáfum vel búinn hugprúður byrðina bar móðir og sonur, ylur og ljós þrautir að baki. Steinþór Jóhannsson. MORGUN AUKI BLAÐSINS Hestamennska Þriðjudagsblaöi Morgunblaðsins, 6. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Hestamennska. í þessu blaði verður fjallað um það sem verður á döfinni hjá hestamönnum í sumar og greint frá helstu hestamannamótum og sýningum. Fjallað verður um skemmtilegar reiðleiðir, útbúnað og undirbúning vegna hestaferða, hrossarækt, hestamennsku sem fjölskylduíþrótt, hagabeit, algenga kvilla í hrossum og gefin góð (hest)húsráð. Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blaöauka er bent á aö tekiö er viö auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriöjudaginn 30. mars. Nánari upplýsingar veitir Petrína Ólafsdóttir, starfsmaöur auglýsingadeildar í síma 69 1111 eöa símbréf 69 1110. - kjarni málsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.