Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 AKUREYRI Skíðaveisla í HKðar- fjalli í aprílmánuði Skíðamót Islands, Andrésar Andarleikar og fleira MIKIÐ verður um að vera í Hlíðarfjalli í næsta mánuði, en forsvarsmenn Skíðaráðs Akureyrar og Skíðastaða í Hlíðarfjalli kynntu dagskrána, eða Skíðaveislu á Akureyri í apríl, eins og hún nefnist á fundi fyrir nokkru. Skíða- mót íslands hefst í þessari viku, í kjölfarið kemur páska- vikan með margvíslegri dagskrá, þá alþjóðlegt skíðamót og loks Andrésar andarleikarnir með um 800 keppendum. Skíðamót íslands hefst í þessari viku, fimmtudaginn 1. apríl, og stendur til 4. apríl. Gert er ráð fyrir um 90 keppendum á mótið, þar sem verða um 70 manns er keppa í alpagreinum og er von á mörgum af bestu skíðamönnum landsins til mótsins. Þá er búist við á milli 15 og 20 manns til keppni í skíðagöngu og þar munu einnig fremstu göngumenn lands- ins keppa. Landsbanki íslands gefur öll verðlaun á Skíðamóti ís- lands. Brettakeppni Um páskana verður eins og vanalega mikið um að vera í Hlíð- arfjalli. Síðustu ár hefur Flugleiða- trimm verið haldið á páskadag við miklar vinsældir en hátt á annað hundrað manns hafa tekið þátt í trimminu. Yngstu skíðamennirnir munu spreyta sig í parakeppni og þá verður bryddað upp á þeirri nýjung að efna til brettakeppni, en að sögn ívars Sigmundssonar forstöðumanns í Hlíðarfjalli hafa menn verið að prófa í vetur að renna sér á brettum og nokkrir náð ótrúlegri leikni. Dagana 16. og 17. apríl verður keppt í stórsvigi á alþjóðlegu skíðamóti í Hlíðarfjalli, en að sögn Þrastar Guðjónssonar, formanns Skíðaráðs, er óvíst hvaða erlendir þátttakendur muni mæta til leiks. Hann sagði að bæði Lúxemborgar- ar og Norðmenn hefðu sýnt mótinu áhuga, en það skýrðist betur er nær dragi hverjir kæmu. Á síðasta ári voru um 100 erlendir þátttak- endur á þessu árlega alþjóðlega skíðamóti, sem einnig fer fram í Reykjavík og á ísafirði. Um 800 keppendur Andrésar andarleikamir verða haldnir í 18. sinn dagana 22. til 24. apríl næstkomandi. og er búist við um 800 keppendum víðs vegar að af landinu. Mótið er komið í fastar skorður, að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar formanns Andrésarnefndar og verður með svipuðu sniði og áður. Nú hefur þó verið bætt inn í dagskrá móts- ins keppni í þrautabraut fyrir keppendur á aldrinum 7 til 9 ára. Keppt verður á þremur stöðum í Hlíðarfjalli mótsdagana og sagði Friðrik Adolfsson í Andrésarnefnd að tímatökur yrðu um 3.000 tals- ins, sem gæfi glögga mynd af umfangi mótsins. Um 100 manns starfa við mótshaldið. Frestur til að tilkynna þátttöku á Andrésar andarleikunum rennur út 29. mars næstkomandi. Nóg pláss Áhugi er fyrir því að efna til skíðaveislu í Hlíðarfjalli í apríl- mánuði í framtíðinni, en þá er veðursæld hvað mest og ætti að henta vel öllum unnendum útiveru að bregða sér í Hlíðarfjall. Þó svo að keppnir af margvíslegu tagi séu í gangi í fjallinu tók Ivar skýrt fram að nægt pláss væri fyrir al- menning og það væri útbreiddur misskilningur að almenningur yrði að víkja fyrir keppnisfólki. „Það er nóg pláss fyrir alla í Hlíðar- ijalli,“ sagði ívar. -----♦ ♦ «---- Slasaðist í bílveltu Eyjafjarðarsveit. BÍLVELTA varð hjá Önguls- stöðum síðastliðinn laugar- dag. Kona sem var ein í bíln- um hlaut höfuðhögg og nef- brotnaði og var hún flutt á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Vegurinn var nýheflaður og missti konan stjórn á bílnum þegar hann lenti í lausamöl, sem ekki hafði náð að þjappast niður. Bíll- inn, sem er að Subaru Station gerð er stórskemmdur eftir velt- una. Benjamín Rættum framtíð Háskólans á Akureyri FÉLAGSSTOFNUN stúd- enta við Háskólann á Ak- ureyri efnir til umræðu- fundar á Hótel KEA í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. mars kl. 20, um nútíð og framtíð Háskólans. Á fundinum flytja m.a. ávörp Sigrún Tryggvadóttir formaður Félagsstofnunar stúdenta, Haraldur Bessason rektor, deildarstjórar allra deilda skólans og nemar úr hverri deild, en að loknum framsöguerindum verður opn- að fyrir almennar umræður. Námskeió ætluð atvinnulausum Menningar- og fræðslusamband alþýðu stendur fyrir námskeiðum, sem eru ætluð atvinnulausum. Starfsmenntasjóður félagsmála- ráðuneytisins og Atvinnuleysistryggingasjóður greiða námskeiðs- gjöld. Eftirtalin námskeið verða í Reykjavík. Þau eru haldin ýmist fyrir eða eftir hádegi og standa yfir í 4 virka daga. Sjólfsstyrking, fjármál heirnila, atvinnuumsóknir og mannleg samskipti 31. mars til 6. apríl annað 14. apríl til 20. apríl Tölvunámskeið fyrir byrjendur 5. til 7. apríl WINDOWS-forritið 14. til 16. apríl Tölvunámskeið, framhald 14. til 16. apríl Ritvinnslukerfið WORD 19. til 21. apríl Tölvunámskeið fyrir byrjendur 19. til 21. apríl Tölvunámskeið, framhald 26. til 29. apríl WINDOWS-forrítið 26. til 29. apríl Skráning fer fram í síma 814233frá klukkan 9:00-17:00 alla virka daga. Námskeið eru einnig haldin utan Reykjavíkur í samvinnu við stéttarfélög á hverjum stað. Enska - talmál 13. til 16. apríl Enska fyrir byrjendur 13. til 16. apríl Almenn skrifstofustörf 13. til 16. apríl Bókfærsla 13. til 16. apríl Stafsetning 19.-21 apríl og 26. apríl Rifjum upp reikning 19. til 23. apríl Hagnýtt heimilishald Fatsaumur 1 13. til 16. apríl Fatasaumurll 13. til 16. apríl Matreiðsla 19. til 21. mars IL' X • tu MFA ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór Agæt verkefnastaða ÞAÐ HEFUR verið þokkaleg verkefnastaða hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri frá áramótum og meira að gera en venja er til yfir hávet- urinn. „Við komumst ágætlega í gegnum veturinn, en það er heldur farið að draga úr núna, þó erum við alveg með viðunandi verk- efni,“ sagði Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar Odda. í lok janúar og allan febrúarmánuð var mikið að gera, m.a. var unn- ið allan sólarhringinn við að smíða nýja brú á Margréti EA. Á því tímabili voru starfsmenn teknir úr verkefni við smíði Malavískipsins svonefnda, en nú er aftur verið að vinna í skipinu sem afhenda á í maí. Ný sjúkrabifreið RAUÐA krossdeildin á Akureyri fékk fyrir skömmu afhenta nýja og fullkomna sjúkrabifreið, en við henni tóku þeir Tómas Búi Böð- varsson slökkviliðsstjóri og Úlfar Hauksson formaður deildarinnar, en þeir Birgir Bjarnfinnsson sölumaður og Hannes Strange sölu- stjóri bíladeildar Gobus afhentu bifreiðina. Eauði krossinu fær nýja sjúkrabifreið RAUÐA krossdeild Akureyrar fékk fyrir skömmu afhenta nýja og fullkomna sjúkrabifreið, en það var Globus hf. umboðsaðili Ford á Islandi sem afhenti bifreiðina. Bifreiðin er af gerðinni Ford- Econoline E-350 með 185 hestafla 7,3 lítra diesel vél. Bifreiðinni var breytt hér á landi til sjúkraflutn- inga og önnuðust bifreiðasmiðirnir Óskar Halldórsson og Gunnlaugur Einarsson breytingarnar á henni. Bifreiðin er útbúin fullkomnustu tækjum til sjúkraflutninga og er hún einnig fjórhjóladrifin og sá fyrirtækið Fjallabílar, Stál og stanzar um þá vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.