Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu óheiðarlega við- skiptaaðila í dag. Sameigin- legir hagsmunir félaga eru í sviðsljósinu. Lífsgleðin rík- ir í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Það getur verið erfitt að hafa hugann við vinnuna í dag, og samskiptaörðug- leikar við aðra geta komið upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Vinur gefur góð ráð, en ekki eru allir samvinnuþýðir í dag. Reyndu að skemmta þér án þess að eyða of miklu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS8 Hængur getur verið á freist- andi tilboði sem berst í dag. Nú er hagstætt að bjóða heim góðvinum í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) «et Ekki trúa öliu sem þú heyr- ir í dag. Sumir geta verið raupsamir. Ættingi gæti verið eitthvað afundinn í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. sepLemtx'r) <jbs Þótt þú látir vanalega skyn- semina ráða getur eyðslu- semi náð tökum á þér í dag. Skemmtun þarf ekki að kosta mikið. Vog (23. sept. - 22. október) Þú tranar þér ekki oft fram, en í dag átt þú það til. Gefðu ekki öðrum loforð sem ljóst er að þú getur ekki staðið við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú átt góð samskipti við samstarfsmann í dag. Dag- draumar trufla þig við vinn- una og þú kemur ekki miklu í verk. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Gleðin ríkir hjá þér í dag, en haltu eyðslunni í skefj- um. Barn þarfnast skilnings hjá þér og umhyggju. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Gerðu þér ekki of glæstar vonir hvað vinnuna varðar. Vinur getur látið öfund af- vegaleiða sig, en láttu það ekki á þig fá. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðft Vertu vel vakandi í vinnunni í dag til að forðast að ein- hver fari á bak við þig. Sértu með hugann við annað af- kastar þú ekki miklu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’SZ Taktu ekki neina áhættu í fjármálum í dag. Það getur verið dýrara en þú hyggur að fara út að skemmta sér í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. — : •> - -- HEFLD ÞEIR GE7Z/ ÞETTQ \ I D 1 - -rrr GRETTIR TOMMI OG JEIMIMI LJOSKA fyENN/BS ILLfí í//£> ! r/IISDU NtOUfi, 'j/tO \ÆBA E/N þEG/tg [, L-y TpRA > lEyFE>V\\ ■>/HENUt ftOSOFfí\ V/teá-F/NO ná%| upp/ hja rí FAfSÐt) NtÐÚ&AF H/EEJU I 'a eoLF, ^/eneiÐiRÐO EkJU/ rpRA .1 )(OFAN '/) HANA ? (HEUN/ VIRÐIsr ) VEKA J FERDINAND SMAFOLK Eg á mér heimspeki: „Lífið er eins og golfvöllur". Og „sandgryfja rennur eftir honum“. BRIDS Undanrásum íslandsmótsins í sveitakeppni lauk á sunnudaginn eftir fjögurra daga stífa törn. Í fyrsta sinn í þessari keppni voru spiluð forgefin spil, þau sömu á öllum borðum. Slíkt fyrirkomulag er til muna skemmtilegra og auð- veldar allar samræður á göngum í löngum hléum milli leikja. Marg- ir höfðu sögu að segja af eftirfar- andi spili úr síðustu umferð: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ KD9872 V- ♦ 76 ♦ ÁK652 Suður ♦ 10 V ÁK ♦ ÁKD832 ♦ 10843 Slemma í laufi var algengur samningur í NS, en þar eð tromp- ið féll ekki 2-2 var hún dæmd til að tapast víðast hvar. En ekki alls staðar! í leik Hrannars Erlingsson- ar (Reykjavík) og Eðvarðs Hall- grímssonar (Norðurlandi vestra), sögðu Norðlendingamir þannig á spilin: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Út kom hjarta. Sagnhafi henti tígli úr borði og drap heima með ás. Spilaði svo laufi þrisvar. Vestur átti slaginn á laufgosa og losaði sig „hlutlaust" út á hjarta. Sagn- hafí henti öðrum tígli úr borði. Lagði svo upp með þessum orðum: „Eg hendi sex spöðum niður í tíg- ul og trompa svo spaðatíuna í borði!“ Sagan segir að austur hafði fengið að eiga spaðaásinn til minja. Nokkur pör komust í 6 tígla, sem er heldur betri slemma og vinnst með því að fríspila spaðann. Laufútspil er þó erfitt viðureignar. Þá er eina vinningsleiðin að spila spaðakóng úr borði í öðrum slag. Trompa svo háhjarta í borði til að geta fríað spaðann með trompum. En þetta er óeðlileg leið, því auk þess sem réttur maður verður að halda á spaðaás, verður liturinn að brotna 3-3. Hitt er mun lík- legra að taka trompin og spila spaða að blindum. Þá er nóg að ásinn sé í vestur. Því tapaðist tígul- slemman þar sem lauf kom út. Austur ♦ ÁG6 ♦ D109853 ♦ G105 ♦ D Vestur ♦ 543 ♦ G7642 ♦ 94 ♦ G97 SKÁK Lokin á landskeppni Islendinga og Frakka í skák urðu hádrama- tísk. Staðan var 50-49 Frökkum í vil og einni skák ólokið. Héðinn Steingrímsson (2.420) átti unna stöðu gegn Jean-Rene Koch (2.450). Með sigri hefði hann jafn- að metin í keppninni og einnig tryggt sér titil alþjóðlegs meist- ara. En lánið lék ekki við Héðin. Eftir mikinn tímahraksbarning leyndist ótrúleg vinningsleið Frakkans í stöðunni. Lokahnykk- urinn var laglegur, Koch hafði svart og átti leik: Héðinn lék síð- ast 64. - Hb8-g8, sem var besta tilraunin í stöðunni. 65. Dh4+! - Kxh4, 66.. Hh6+ mát. Þar með sigruðu Frakkar í keppninni með 51 vinning gegn 49. Hrikaleg óheppni Héðins, margir áhorfendur höfðu einmitt dáðst að öruggri taflmennsku hans í tímaþröng, en vinningsleið Frakkans var algjörri tilviljun háð. Héðinn tók þessu þó vel, sem sést best á því að hann tefldi fram í mátið, þannig að þessari skemmti- legu og tvísýnu keppni Iauk á verðugan máta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.