Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 23 Reuter „Jeltsín, Jeltsín!“ UM 100.000 manns fylktu liði í miðborg Moskvu á sunnudag til stuðn- ings Borís Jeltsín forseta og hvöttu hann til að virða fulltrúaþing Rússlands að vettugi. Sprengjutilræðið í World Trade Center á Manhattan 150 sagðir tilbúnir til sjálfsmorðsárása New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. MENNIRNIR, sem grunaðir eru um að hafa valdið sprenging- unni í World Trade Center í New York kröfðust þess að Bandaríkin létu af stuðningi við Israel og ótilgreind araba- ríki, að því er fram kemur í bréfi sem lögregla eignar einum þeirra. Frekari hryðjuverkum var hótað meðal annars gegn „kjarnorkuskotmörkum" og yfir 150 Iiðsmenn „Fimmtu her- deildar Frelsishersins“ voru sagðir tilbúnir að fórna lífi sínu í frekari árásum. Sögðu sérfræðingar í gær að taka bæri bréfið og hótanir þær sem það hefði að geyma alvarlega. Bréfið, sem barst blaðinu The New York Times fjórum dögum eftir sprenginguna, var ekki birt fyrr en á sunnudag að beiðni lögreglu. Með birtingu þess er í fyrsta sinn varpað ljósi á tilganginn að baki verknaðin- um en yfirvöld telja sig nú hafa púsl- að saman heillegri mynd af mönnun- um fimm sem sitja í varðhaldi og tengslum þeirra við sprenginguna. Yfirvöld í Washington segjast ekki vita um tilvist „Fimmtu herdeildar- innar“ en annar öldungardeildar- þingmanna New York-ríkis, A1 D’Amato, fullyrðir að samtökin séu tengd íran og Hamas-hreyfmgu múslima á herteknum svæðum ísra- ela. Hermdarverkamaður fékk dvalarleyfi Innflytjendaeftirlitið viðurkennir að hafa gert mistök þegar það veitti egypska klerkinum Omar Abdel Rah- man dvalarleyfi þrátt fyrir að hann væri á lista yfír meinta hermdar- verkamenn en mennimir fimm sem eru í haldi báðust fyrir í mosku hans í Jersey City. Þá þykir það undarlegt að Mahmud Abohalima, egypskur leigubílstjóri, sem yfirvöld segja vera höfuðpaurinn í hópnum, gat farið margoft inn og út úr Bandaríkjunum með útrunna vegabréfsáritun til að beijast með trúbræðrum sínum í Afganistan gegn sovéska innrásar- hernum. Arið 1990 fékk Abohalima dvalarleyfi í Bandaríkjunum í gegn- um sérstaka undanþágu sem „land- búnaðarverkamaður“ þó hann skráði heimili sitt í Brooklyn, sem hlýtur að teljast eitt óræktarlegasta svæði Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Talsmenn 2,5 milljóna Bandaríkja- manna af arabískum uppruna óttast aukna fordóma í sinn garð nú þegar flest bendir til að egypskir og palest- ínskir innflytjendur beri ábyrgð á dauða sex manna og um 50 milljarða króna tjóni í „versta hryðjuverki í sögu Bandaríkjanna," svo vitnað sé í leiðara The New York Times. Marg- ir múslimar óttast einnig að almenn- ingsálitið setji þá alla undir sama hatt og áhangendur Rahmans. Moska hans er þó aðeins einn af 400 bænastöðum múslima á New York- svæðinu en múhameðstrú er í ör- ustum vexti allra trúarbragða í Bandaríkjunum og á sér nú fjórar milljónir áhangenda. ----♦ ♦ ♦--- New York Post Murdoch tek- ur við aftur Ncw York. Reuter. FJÖLMIÐLAJÖFURINN Rupert Murdoch hefur samþykkt að taka aftur við stjórn dagblaðsins New York Post af auðkýfingnum Abe Hirschfeld. Murdoch sem fæddist í Astralíu en er nú bandarískur ríkis- borgari og átti New York Post á árunum 1977-88. Hann neyddisttil að selja blaðið vegna reglna sem banna að einstaklingar eða fyrir- tæki eigi bæði dagblöð og sjón- varpsstöðvar á sama markaðs- svæði. Murdoch á sjónvarpsstöð í New York. Samkomulagið er með fýrirvara um að bandarísk yfírvöld veiti Murdoch varanlega undan- þágu til að reka blaðið og er al- mennt talið að svo verði. Casey, fyrrv. biskup Barnið get- ið í aftur- sæti bílsins Dyflinni. Reuter. BRESKA dagblaðið Sunday Times birti á sunnudag út- drátt úr opinskáum ævi- minningum Annie Murphy, bandarísku konunnar sem átti í ástarsambandi við írska biskupinn Eamonn Casey. I bókinni skýrir hún meðal annars frá því að bisk- upinn hafi barnað hana í aftursæti sportbíls í kola- námu í grennd við Dyflinni. í bókinni, sem heitir „Forbidd- en Fruit“ (Forboðinn ávöxtur), segir að lögreglumenn hafi næst- um komið að þeim við samfarirn- ar. „Ég hef aldrei kynnst jafn fimum manni í slíkum þrengsl- um,“ segir Murphy. Cásey er 65 ára og sagði af sér í maí eftir að skýrt var frá því að hann hefði átt í ástarsam- bandi við Murphy á áttunda ára- tugnum og barnað hana. Honum er eignaður átján ára sonur henn- ar, Peter. Murphy skýrir ennfremur frá fyrstu nóttinni sem þau sænguðu saman. „Ég kynntist þarna miklu hungri. Þetta var írsk hungurs- neyð holdsins." FERMINGARVÖRUR Allar fermingarvörur, afskorin blóm og blómaskreytingar BLÓMIÐ Grensásvegi 16,Reykjavík,sími811330 ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISSJÓÐi VERZLUNARMANNA ERT ÞÚ AÐ GLATA LÍFEYRISRÉTTINDUM? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. september 1992 til 28. febrúar 1993. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyr- ir mánuðina desember 1992 til febrúar 1993 vanti inn á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þinum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamleg- ast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi siðar en 1. maí n.k. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjald- þrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli ið- gjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. LÍFEYRISSJÓDUR VERZLUNARMANNA HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 814033, TELEFAX (91) 685092.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.