Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 13 Vortónleikar Stefn- is nær miðjum vetri Karlakórinn Stefnir Tónlist Ragnar Björnsson Karlakóravertíðin er að byija og fara fremstir Stefnir úr Mos- fellssveit og er þetta óvenju snemma af stað farið. Efnisskráin að vísu ekki úr erfiðari geiranum, og þó, hvað er ekki erfitt ef list- rænar kröfur eru settar á oddinn. En markmið karlakóranna er ekki síður félagsskapurinn, sem æfing- arnar og annar mannfagnaður á vegum kóranna skapar og skyldi enginn gera lítið úr þeim kennd- um sem þessi samvinna skapar. Ekki er svo verra að syngja sæmi- lega fallega, ef tími og aðrar að- stæður leyfa. Eins og þeir vita sem til þekkja er erfitt að fá fal- legan hljóm í hljóðfærið karlakór, til þarf óvenjugóðan efnivið, góða raddtækni og söngstjóra sem veit hvenær hann á að lemja í borðið og hvenær má leyfa sér að hvíla. Eitt það sem er eftirtektarvert og skemmtilegt við karlakóra er hversu ólíkir þeir eru. Norðlenskir kórar hafa annan hljóm og annan stíl en sunnlenskir og innbyrðis eru sunnlenskir kórar ólíkir hver öðrum og á sama hátt þeir fyrir norðan. Þessi séreinkenni eru vit- anlega mjög mismunandi sterk og til eru þeir sem litlum eða engum einkennum hafa náð, slík fyrirbrigði, hvort sem. eru kórar eða annað, eru hvimleið. Karla- kórinn Stefnir er sannarlega ekki einn þessara hópa, en þó mætti sumt betur fara í söngnum, sem söngstjórinn, Lárus Sveinsson, er vís til að fá bætt með tímanum. Æskilegt væri að fá meira af ungum mönnum inn í kórinn, það mundi hreinsa upp hljóminn. Með- alveikur söngur og meðalsterkur söngur er vandamál kóra og ein- söngvara. Þarna þarf kórinn að leggja áhreslu á að bætu um. Best hljómaði kórinn þegar hann fékk að syngja út, eins og t.d. í kórnum úr Rigoletto. Kórinn hljómaði einnig vel í fallegu, al- þýðlegu lagi, Svarfaðardal eftir Pálmar Eyjólfsson, svo og í Gröf- inni, því ágæta kórlagi eftir Sig- fús Einarsson, sem mér fannst reyndar of hægt sungið. Gaman var að heyra Jón M. Guðmunds- son syngja einsönginn í Vorvísum Jóns Laxdals, en Jón mun hafa sungið einsönginn í laginu fyrst fyrir fimmtíu árum, 1943. Aðal- einsöngvari kórsins var þó Þor- geir Andrésson, sem söng einsöng í nokkrum verkefnum kórsins. Þorgeir brilleraði á háu tónunum og túlkaði sannfærandi, en mið- sviðið er örlítið brotið, spurning hvort hann ætlar röddinni ekki um of þar. Píanóleikari tónleik- anna var Sigurður Marteinsson og skilaði hann sínu hlutverki vel. Opin vika í Tónskóla Eddu Borg Maraþontónleikar til styrktar Hljóðfæra- og tækjasjóði skólans í ÞESSARI viku, 29. mars til 2. apríl, verður mikið um að vera í svokallaðri „Opinni viku“ í Tón- skóla Eddu Borg. Þá er fólki boðið að koma og fylgjast með kennslunni og skólastarfinu. Ásamt hefðbundinni kennslu, verða skipulagðar uppákomur (stuttir tónleikar), á hveijum degi þar sem nemendur leika og syngja tónlist. Markmiðið er að kynna skólann fyrir almenningi og opna hann fyrir foreldrum, svo þeir geti fylgst betur með námi og framförum barna sinna. í lok „Opnu vikunnar" 3. apríl stendur skólinn svo fyrir maraþon- tónleikum í Seljakirkju, Þessir tón- leikar eru áheitatónleikar og liður í þeirri fjáröflun sem farin er af stað til styrktar Hljóðfæra- og tækjasjóði skólans. Áætlað er að tónleikarnir standi yfir í 12 klst. frá 12 á hádegi til 12 á miðnætti. Landsþekktir tónlistarmenn koma þar fram, ásamt nemendum og kennurum skólans. Á meðan tón- leikarnir standa yfir verður kaffi- og kökusala í hliðarsal kirkjunnar. Þar sem skólinn er einkaskóli, að vísu styrktur að litlu leyti af Reykjavíkurborg, er hljóðfærakost- ur ekki mikill. Þar til í haust hefur píanó í eign skólastjóra verið notað við kennslu auk lánshljóðfæris frá velunnara skólans. Sl. haust varð skólinn hinsvegar að fjárfesta í píanóum, þar sem skólastjóri hugði á frekara nám og varð því að fá sitt hljóðfæri aftur heim ög ekki var mögulegt að halda lánshljóð- færinu. Því er mikilvægt fyrir skól- ann að maraþontónlekarnir og áheitasöfnunin takist vel og er von okkar að það safnist hátt upp í kaupverð hljóðfæranna. Tónskóli Eddu Borg var stofnað- ur haustið 1989 og var starfræktur í safnaðarsölum Seljakirkju þann vetur. Fyrsta veturinn bauð skólinn einungis upp á forskólakennslu þ.e. undirbúning fyrir hljóðfæranám. Gífurleg þörf var á tónlistarskóla í hverfinu, það sýndi aðsókn og í hljóðfæranám mynduðust strax langir biðlistar. Til að geta tekið elstu forskóla- bömin inn í hljóðfæranám veturinn eftir og til að verða minnka á bið- listanum, varð að finna stærra og hentugra húsnæði undir starfsem- ina, svo ráðist var í að taka á leigu 150 fm húsnæði í Hólmaseli 4-6, sem nú er í eigu Reykjavíkurborg- ar. Veturinn 1990-1991 bættist svo við kennsla á píanó og tromp- et. í dag er einnig kennt á þver- flautu og námskeið eru haldin reglulega í hljómborðs-, gítar- og bassaleik, auk okkar vinsælu söngnámskeiða þar sem áhersla er lögð á jazz og dægurlög. (Fréttatilkynning) Nýr Favorít Ekki bara betrí, heldur 548 sinnum betri! Verð á Favorít LXi er aðeins kr. 598.000.- á götuna. Nú er hann kominn til landsins, hinn nýi Favorit. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir taekni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú settur saman samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem þýðir: Meiri gæði, aukið öryggi og betri ending. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifmn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst i 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit Við höfum opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 12-16. Aukalega á mynd eru 15" álfelgur. Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.