Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Umhverfisviðurkenning Iðnlána- sjóðs. Umhverfis- viðurkenn- ing Iðnlána- sjóðs veitt Á ÁRSFUNDI Iðnlánasjóðs nk. fimmtudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða fyrirtæki fær um- hverfisviðurkenningu sjóðsins í ár. Dómnefnd skipuð fuiltrú- um frá Vinnueftirliti ríkisins, umhverfisráðuneyti og Iðn- lánasjóði hefur lokið störfum og verður niðurstaða hennar kynnt á ársfundinum. Umhverfisviðurkenning Iðnl- ánasjóðs er listaverk eftir mynd- listarmanninn Magnús Tómasson. Viðurkenning er veitt árlega fyrir- tæki sem skarar fram úr í öryggis- málum starfsfólks og verndun umhverfis. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun afhenda viðurkenninguna í fjarveru Eiðs Guðnasonar umhverfisráðherra. (Fréttatilkynning) r- <— VORVÖRUR Blóma- og grænmetisfræ, sáðpakkar og allar gerðir potta. Gróðurmold í þriggja til þrjúhundruð lítra umbúðum. ® FRJÓhf HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 Arsreikningur Landsbanka Islands vegna síðasta árs staðfestur Vaxtamunur lækkaði frá Ársreikningar undirritaðir JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, undirritar ársreikning Landsbanka íslands. AÐrir á myndinni eru, frá vinstri, Anna Margrét Guðmundsdóttir, varamaður í bankaráði, Björgvin Vilmundarson, formaður bankasljórnar, Halldór Steingrímsson, forstöðumaður reikningshalds bankans, og bankaráðsmennirnir Kjartan Gunnarsson Lúðvík Jósepsson og Kristín Sigurðardóttir. FJARMUNATEKJUR Lands- banka íslands, sem eru að stærstum hluta vaxtatekjur af útlánum, lækkuðu milli ár- anna 1991 og 1992 um rúma þijá milljarða króna og fjár- magnsgjöld bankans, sem eru fyrst og fremst vaxtagjöld vegna innlána, lækkuðu um tæpa þijá milljarða króna, að því er fram kemur í frétt frá Landsbankanum vegna árs- reiknings 1992. Minnkandi velta milli ára stafar annars vegar af minni verðbólgu 1992 en árið áður og hins vegar af minni umsvifum vegna sam- dráttar í efnahagslífi lands- manna. Vaxtamunur bankans lækkaði úr 3,9% árið 1991 í 3,5% á árinu 1992 og eiginfjár- hlutfall er 9,3% eftir þær ráð- stafanir sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til til að styrkja stöðu hans. Hér á eftir birtist í heild frétt Landsbankans: Fjármunatekjur lækka Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, staðfesti í dag með undirskrift sinni á fundi bankaráðs Landsbanka ís- lands, ársreikning bankans vegna ársins 1992. Ársreikningurinn ber merki þeirra ráðstafana sem gripið var til vegna hækkunar á sérstöku framlagi í af- skriftareikning útlána bankans. Fjármunatekjur, sem eru að stærstu leyti vaxtatekjur af útlánum í samstæðureikningi Landsbankans, lækka á árinu 1992 í 10.574 milljón- ir króna úr 13.687 milljónum kr. á árinu 1991. Fjármagnsgjöld, sem eru fyrst og fremst vaxtagjöld vegna innlána, lækka á sama tímabili í 6.895 milljónir kr. úr 9.846 milljón- um kr. Veltulækkun þessi á milli ára stafar annars vegar af lægri verð- bólgu árið 1992 og hins vegar af minni umsvifum vegna samdráttar í efnahagslífi landsins. Vaxtamunur Landsbankans var 3.525 milljónir króna á árinu 1992 samanborið við 3.703 milljónir króna 1991. Vaxta- munur Landsbankans var 3,5% á árinu 1992 og hafði lækkað úr 3,9% frá árinu áður. Þessi vaxtamunur er reiknaður áður en afskriftir útlána voru dregnar frá. Aðrar rekstrartekjur, þar sem þyngst vega þóknanir og þjónustu- tekjur, hækkuðu í 2.496 milljónir króna á árinu 1992, úr 2.257 milljón- um króna á árinu 1991 eða um 10,6%. Önnur rekstrargjöld, þ.e. launakostnaður og annar rekstrar- kostnaður að meðtöldum afskriftum rekstrarfjármuna að upphæð 301 m.kr. á árinu 1992, hækkaði í 4.824 milljónir króna úr 4.703 milljónum króna á árinu 1991 eða um 2,6%. Hagnaður af reglulegri starfsemi Landsbankans fyrir skatta var 66 milljónir króna á árinu 1992 saman- borið við 294 milljónir króna 1991. Eftir skatta var um að ræða 11 millj- óna króna hagnað á árinu 1992, en 104 milljónir króna 1991. Framlag í afskriftareikning útlána var 1.288 milljónir króna á árinu 1992 samanborið við 1.022 milljónir króna á árinu 1991. Við framlag ársins 1992 bætist sérstakt framlag á árinu að upphæð 2.800 milljónir króna. Að teknu tilliti til skattaáhrifa verður bókfært tap ársins 1992, 2.733 milljónir króna. Eftir þessi háu framlög í afskrifta- reikning útlána og endanlega afskrif- uð útlán á árinu að upphæð 1.373- milljónir króna, voru alls 5.347 millj- ónir króna á afskriftareikningi útlána í árslok 1992, samanborið við 2.595 milljónir króna í árslok 1991. Ekki er hér um endanlega afskrift útlána að ræða heldur eru þetta eðlileg og nauðsynleg varúðarsjónarmið í sam- ræmi við viðurkenndar reiknings- halds- og matsreglur. Orsakanna er að leita í vaxandi erfiðleikum í at- vinnulífi landsmanna á síðustu árum, sem hefur leitt til þess að fjárhags- staða fjölmargra viðskiptamanna hefur versnað verulega. Landsbanki íslands greiddi alls 553 milljónir króna í opinber gjöld og skatta á árinu 1992. Samtals voru 1.828 starfsmönnum greidd ein- hver laun á árinu 1992, alls að upp- hæð 2.494 milljónir króna, að með- töldum launatengdum gjöldum. Stöðugildi við bankastörf voru alls 1.061 hinn 1. janúar 1993 samanbor- ið við 1.121 hinn 1. janúar 1992, sem er fækkun um 60 stöður á árinu eða 5,4%. Stefnt er að enn frekari fækkun á yfirstandandi ári eins og þegar hefur komið fram. Áhrif af rekstri dótturfélaga hafa verið færð í samstæðureikningsskil- unum. Þar er um að ræða Landsbréf hf., Lind hf., Hömlur hf., Rekstrarfé- lagið hf., Veðdeild Landsbanka ís- lands og Stofniánadeild samvinnufé- laga. Niðurstöðutala efnahagsreiknings bankans var 105.355 milljónir króna í árslok 1992 samanborið við 105.395 milljónir króna í árslok 1991. Vegna áðurgreinds sérstaks framlags í af- skriftareikning útlána lækkaði eigið fé bankans úr 6.235 milljónum króna í árslok 1991 í 3.614 milljónir któna í árslok 1992. Til þess að bankinn uppfylli lög- boðnar lágmarkskröfur um eigið fé, hefur ríkisstjórnin gripið til sérstakra ráðstafana með eftirfarandi hætti. Landsbankinn fékk víkjandi lán frá Seðlabanka íslands að upphæð 1.253 milljónir króna fyrir árslok 1992. Áður en lokið var við gerð ársreikningsins ákvað Alþingi með lögum að heimila ríkisstjóm Islands að auka eigið fé Landsbanka íslands um allt að 2.000 milljónir króna og gera bankanum kleift að taka víkj- andi lán, að fjárhæð allt að 1.000 milljónir króna, til viðbótar framan- greindu 1.253 milljónir króna víkj- andi láni. Verður sú heimild nýtt til fulls. Eftir þessar ráðstafanir verður eiginfjárhlutfall Landsbanka íslands 9,3% miðað vð árslok 1992. Selma Dóra Þorsteinsdóttir form. Fóstrufélagsins látin Guðmundur Guðmunds- son frá Móum látinn Guðmundur Guðmundsson skip- stjóri frá Móum á Kjalarnesi, Unn- arbraut 14, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 27. mars sl. í Landa- kotsspítala, eftir skamma sjúkra- húsvist að lokinni skurðaðgerð. Guðmundur var 75 ára að aldri, fæddur 16. apríl 1917. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson skipstjóri og síðar bóndi á Móum og kona hans, Kristín Teitsdóttir. Sjómennska á togurum varð snemma starfsvettvangur Guðmund- ar. Á þeim var hann um langt ára- bil. Hann lauk Stýrimannaskólanum 1941. Öll heimsstyijaldarárin var hann í siglingum sem háseti, stýri- maður og skipstjóri og hóf skipstjóra- feril sinn á gömlu togurunum. Þegar nýsköpunartogaramir komu til sög- unnar eftir stríð varð hann skipstjóri á togaranum Garðari Þorsteinssyni frá Hafnarfirði uns togarinn var seld- ur norður til Siglufjarðar 1951. Nokkru seinna varð Guðmundur verkstjóri í frystihúsi ísbjamarins á Seltjamarnesi. Þar urðu starfsárin rúmlega 20. Við sameiningu Isbjarn- arins og Granda hætti Guðmundur störfum þar og gerðist útgerðarstjóri rannsóknarskipa Hafrannsókna- stofnunar. Lét hann af störfum þar fyrir nokkmm árum. Eiginkona Guðmundar, Sigríður Ólafsdóttir, lifír mann sinn. Þeim varð fjögurra barna auðið. SELMA Dóra Þorsteinsdóttir, for- maður Fóstrufélags íslands, lést í Landspítalanum laugardaginn 27. mars, á fertugasta aldursári. Selma Dóra fæddist að Vogi í Presthólahreppi, N-Þingeyjarsýslu, 27. júní 1953. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla íslands 1976 og stund- aði framhaldsnám í stjórnpn við sama skóla 1983-84 en hún vann að undirbúningi og skipulagi þess náms. Hún stundaði framhaldsnám við Barnevemsakdemiet í Ósló 1984-86 og vann við kennslu og fyrirlestrahald í Noregi 1986-87. Selma Dóra vann á ýmsum dag- vistarstofnunum hjá Dagvist barna í Reykjavík. Hún var fóstra og leik- skólastjóri á leikskólanum Ösp, leik- skólastjóri í Völvuborg og forstöðu- maður á Völvukoti, leikskólastjóri í Hálsaborg og verkefnastjóri hjá Dag- vist barna. Selma Dóra var í ritnefnd Fóstru- félags íslands 1976-78. Árið 1980 var hún kosin í stjórn félagsins, var varaformaður 1981-82 og formaður 1982—83. Hún varð aftur formaður félagsins 1987-88. Árið 1988 var Fóstrufélaginu breytt úr fagfélagi í stéttarfélag og gegndi Selma Dóra formennsku í félaginu síðan. Hún tók þátt í ýmsum nefndar- störfum sem vörðuðu málefni leik- skólabama, meðal annars sat hún í nefnd sem samdi lagafrumvarp um leikskóla sem Alþingi samþykkti sem lög árið 1991. Þá var hún fulltrúi Fóstrufélagsins í nefnd sem samdi tillögu að reglugerð við þau lög. Jafn- framt var hún fulltrúi félagsins í Fósturskólanefnd sem íjallaði um framtíðarskipan fóstrumenntunar- innar. Stjórn Fóstrufélags íslands hefur ákveðið að stofna sjóð til minningar um Selmu Dóru Þorsteinsdóttur og er markmið sjóðsins að styrkja fræði- legar rannsóknir tengdar leikskó- lauppeldi og menntun. Eftirlifandi eiginmaður Selmu Dóru er Guðjón Ágústsson múrara- meistari. Þau eignuðust tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.