Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 34
_ .34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Síðhippismi og dauðarokkpönk ÞRIÐJA tilraunakvöld Músíktilrauna, hljómsveitakeppni Tóna- bæjar, sem var einskonar aukakvöld, var haldið sl. föstudag. Þá komust áfram tvær hljómsveitir til viðbótar við þær fjórar sem þegar hafa unnið sér þátttökurétt í úrslitum. Ekki var frum- leika fyrir að fara þetta kvöld, en þó sitthvað forvitnilegt á seyði. Fyrsta hljómsveit á svið hét því sérkennilega nafni Hróðmundur hippi, sem var ekki alveg út í hött, því tónlist sveitarinnar var á köfl- um síðhippísk og jafnvel Þursaleg. Hróðmundur var geysiþétt sveit og lífleg og komst nokkuð örugg- lega í úrslit. Önnur hljómsveit kvöldsins, Svívirðing, var aftur á móti í venjulegra rokki, en svo virð- ist sem sveitarmenn hafi ekki fund- ið sinn stall, því víða bar á áhrifa- völdum og hér mátti heyra S.S.Sól- sprett, þar GCD, síðan Trúbrot og jafnvel S/H Draum. Svo sem ekki leiðum að líkjast, en meiri vinnu þurfa Svívirðingarmenn að leggja í að móta eigin stíl. Þriðja hljóm- sveit kvöldsins var dauðarokksveit- in Edearment. Sveitin státar af afbragðs rymjara og er um margt vel þétt. Margt má þó laga og fyrsta lagið var einfaldlega ekki nógu þungt. Þar vantaði meiri kraft í trommuleik, en í besta lag- inu, því þriðja, mátti heyra hvers Edearment er megnug. Tjalz Giss- ur var fjórða tilraunasveitin þetta kvöld, en margir höfðu bundið við hana nokkrar vonir. Hún uppfyllti þó fæstar þeirra, meðal annars fyrir hrikalegt tækjaklúður, sem setti sveitina gjörsamlega út af laginu í tveimur laga sinna, en hún náði þó í úrslit. Fimmta sveit og sú síðasta fyrir hlé var dauðarokk- pönksveitin Suicidal Diarrhea. Þar voru margir skemmtilegir sprettir, sérstaklega í öðru lagi hennar, Mamma mín er fíkill, og má segja að á köflum hafi keyrslan minnt á Bootlegs. Önnur lög voru þó ekki nógu sterk, en gaman verður að fylgjast með framhaldinu. Fyrsta hljómsveit eftir hlé var Hafnarfjarðarsveitin Disagree- ment. Hún státaði af söngkonu, líkt og reyndar Tjalz Gissur. Gít- arpar Disagreement var ágætlega þétt og gítarhljómur óvenju góður, en fullmikið af sólóum sem rufu framvindu laganna. Söngkonan var greinilega taugaóstyrk, en stóð sig þó vel, sérstaklega í fyrsta lag- inu, sem var og það besta- sem sveitin flutti að þessu sinni. Á fætur Disagreement kom Rack frá Laugarvatni og fyrsta lagið byijaði Ágæt söngkona Dis- Afbragðs rymjari Söngspíra Rack hvet- Svívirðing - GCD agreement. Endearment. ur sína menn. Draumur. Pain í stuði. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Suicidal Diarrhea Wilsonbróðir. minnast Bootlegs. vel. Galli var þó að það var ekkert annað en byijunin, því eftir nokkr- ar kaflaskiptingar var það skyndi- lega búið, án þess að hafa komist almennilega af stað. Annað lag sveitarinnar var einnig þunnt og það var ekki fyrr en í þriðja laginu að eitthvað fór að gerast, en þá var það um seinan. Þriðja sveit eftir hlé var Joseph and Henry Wilson. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hvað þeim Wilson- bræðrum gekk til að taka þátt í músíktilraunpm, því sveitin var eins og stefnulaust rekald. Hvar- vetna blöstu við brotalamir og á köflum eins og sveitarmeðlimir væru að leika hver sitt lagið. Só- lógítarleikarinn sýndi þó þokka- lega takta og ekki er vert að af- skrifa algerlega söngvarann, en trommuleikarinn gerði ekki meira en hanga í takti. Lokasveit kvölds- ins var Pain og enn með ofvirkan gítarleikara, sem iðulega var úti á þekju í geimaldarsólói, þegar skorti kjölfestu. Söngvarar voru tveir, og sérstaklega sýndi annar þeirra mikil tilþrif og tiifinningu, þó ekki hafi lögin boðið upp á mörg tilefni til slíks. Úrslit kvöldsins urðu þau að Hróðmundur hippi og Tjalz Gissur komust áfram, en aðrar sveitir héldu heim í bílskúr að hugsa sinn gang. Árni Matthíasson Alþjóðleg teiknimyndasamkeppni barna og unglinga 30 myndir frá Islandi á sýn- ingu í Ólympíusafninu í Sviss UM 1.000 myndir bárust í alþjóðlega teiknimyndasamkeppni barna og unglinga, sem haldin var hér á landi á vegum AÍþjóðaólympíu- nefndarinnar. Keppt var í þremur flokkum og hefur dómnefnd val- ið tíu verðlaunahafa úr hveijum flokki. Myndirnar verða sendar í alþjóðlega samkeppni og sýningu i Olympíusafninu í Lausanne í Sviss, sem verður opnað næsta sumar. Allir verðlaunahafar fá sérstaka viðurkenningu, húfu og tösku, frá Sportmönnum, umboðsaðila Adid- as. Handknattleikssamband íslands gefur sigurvegurum ennfremur boli fyrir góðan stuðning frá æsku landsins við landsliðið að undan- fömu. 30 verðlaunahafar Verðlaunahafar í teiknimynda- samkeppninni eru: Helga Katrín Tryggvadóttir, Gnúpverjaskóla, Unnur Kjartansdóttir, Miðhúsum 23, Sveinbjörg María Dagbjarts- dóttir, Kirkjubæjarklaustri, Sigurð- ur Karl Guðnason, Kirkjubæjar- klaustri, Hulda B. Árnadóttir, Hofsá, Svarfaðardal, Baldur Gunn- bjömsson, Reykjavík, Guðný Guð- bjartsdóttir, Reykjavík, Bergur Sig- uijónsson, Seltjarnamesi, Hildur Einarsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Elísabet Halldórsdóttir, Reykjavík, og Hildigunnur Borga Gunnarsdótt- ir, Reykási 43. Ingunn Bjarnadóttir, Kirkjubæj- arklaustri, Bergmundur Elvarsson, Reykjavík, Guðrún María Bjarna- dóttir, Reykjavík, Guðlaug Margrét Dagbjartsdóttir, Kirkjubæjar- klaustri, Sigrún Margrét Guð- mundsdóttir, Reykjavík, Sigurður Ingi Siguijónsson, Vestmannabr. 24, Friðrik í 6. SKA í Foldaskóla, Gunnar Már Kristjánsson, Vest- mannaeyjum og Ragnhildur Heið- arsdóttir, Reykjavík. Birna Hjaltadóttir, Árneshreppi, Hildur Sigmarsdóttir, Vestmanna- eyjum, Hilmar Ómarsson, Vest- mannaeyjum, Þómnn Bjarnadóttir, Morgunblaðið/Kristinn Teikningar skoðaðar ÞÓRIR Sigurðsson frá skólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, Þorvaldur Jónasson teiknikennari og Gísli Halldórsson formaður Ólympíunefndar, virða fyrir sér teikningar úr samkeppninni. Kirkjubæjarklaustri, Sigríður Jóns- dóttir, Keflavík, Pála Halldóra Magnúsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir, Vestmannaeyjum, Hrund Sigurðar- dóttir, Nýjabæjarbr. 3, Oddný Steina Valsdóttir, Kirkjubæjar- klaustri, Rut Friðriksdóttir, Hólma- vík og Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, Kirkjubæjarklaustri. Pí 5 MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ PRÓFA þennan ódýra, góða og heimilislega mat'? Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt árið um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifur. Geriö svo vel og verði ykkur að góðu. LAMBALIFUR MEÐ SVEPPUM OG SINNEPSSOSU 1 lambalifur, um 450 g 150 g sveppir, í sneibum olía eba smjörlíki salt ogpipar 11/2 dl mysa 2 1/2 dl vatn éba sob (af teningi) 1 msk sojasósa fínt maísmjöl (maisena) 1-2 tsk dijonsinnep (ósætt) 2 msk rjómi (má sleppa) söxub steinselja Hreinsið lifrina, skerið hana í þunnar litlar sneiðar og þerr- ið þær. Steikið sveppina létt í olíu á pönnunni, saltið þá ögn og piprið og takið þá af pönnunni. Bætið við olíu og brúnið lifrina létt. Kryddið hana með salti og pipar og takið hana af pönnunni. Setjið, mysu, vatn og sojasósu á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í 5 mín- útur. Þykkið sósuna örlítið með fínu maísmjöli hrærðu saman við kaltvatn. Hrærið sinnepið saman við sósuna á- samt ijóma, ef hann er not- aður, og setjið sveppina og lifrina út í. Látið hana sjóða með stutta stund eða þar til hún er heit í gegn og hæfi- lega soðin, en alls ekki leng- ur. Hún að vera mjúk og gjarnan ljósrauð innst. Stráið steinselju ofan á. Berið réttinn fram með soðnum kartóflum og nýju grænmeti. LIFRARPANNA MEÐ EPLUM OG RAUÐROFUM 1 lambalifur, um 450 g 1 laukur, saxaður olía eða smjörlíki salt ogpipar 1-2 græn epli 1 tsk timjan eða kryddmœra (meiran) 1 dl súrsaðar rauðrófur í teningum 1 dl vatn 1 dl sýrður rjómi (má slefrpa) Skerið lifrina í þunnar sneið- ar og síðan í ffemur litla, jafna bita. Þerrið lifrina vel og brúnið hana létt á pönnu á- samt lauknum. Hrærið í á meðan. Kryddið með salti og pipar. Þeir sem vilja geta byrj- að á því að velta lifrarbitunum létt upp úr hveiti með salti og pipar saman við. Afhýðið eplin, takið burt kjamann og skerið þau í ten- inga. Blandið þeim saman við lifrina og laukinn og steikið á- fram stundarkom. Bætíð við tímjani eða kryddmæm. Setj- ið loks rauðrófuteningana og vatnið á pönnuna. Látið sjóða stutta stund en gætíð þess að lifrin soðni ekki um of. Setjið ef tíl vill sýrðan ijóma ofan á eða hrærið hann saman við. Berið fram með soðnum kart- öflum eða brauði og gjarnan hvítkálssalati eða öðm græn- metissalati. SAMSTARFSHÓP U R U M SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.