Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 48
Hjalti Snær Jökulsson og Egill Kristinn Theodórsson. Tveir 4 ára dreng- ir féllu niður um ís og drukknuðu Selfossi. TVEIR fjögurra ára garalir drengir drukknuðu um miðjan dag á laugardag, 27. mars, í smátjörn hjá bænum Osabakka á Skeiðum. Þeir hétu Hjalti Snær Jökulsson, fæddur 14. nóvember 1988, og Egill Kristinn Theodórs- son, fæddur 24. apríl 1989. Drengirnir voru að leik nærri tjörninni, sem hafði myndast af leysingavatni, og er við Skálholts- veg sem liggur skammt frá bæn- um. Tveir fullorðnir voru við vinnu í skemmu sem er nokkra metra frá tjöminni og litu eftir drengjun- um. Þegar ekki heyrðist til drengj- anna um stund var farið að huga að þeim, hvort þeir hefðu hlaupið heim að bænum eða farið í burtu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir höfðu báðir fallið nið- ur um vök á miðri tjörninni þar sem dýpst var undir. Þeir voru báðir látnir þegar til þeirra náðist. Tjörnin er grann, um fet að dýpt, eins og hvert annað rign- ingarlón sem myndast í leysing- um, og var ísilögð, en ísinn var mun þynnri þar sem hún var dýpst. Dýptin í vökinni mældist um 1,70 m. Annar drengurinn, Hjalti Snær, var búsettur á einum Ósabakka- bæjanna en Egill Kristinn dvaldi þar í sama húsi hjá ömmu sinni og afa. Þeir vora miklir mátar og léku sér saman öllum stundum. - Sig. Jóns. Forsætisráðherra um kiaraviðræður ASÍ, VSÍ og ríkisstjómar Ræðst í þessari viku hvort saman gemnir FORYSTUMENN ASÍ og VSÍ áttu fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra síðdegis í gær. Viðræðum verður haldið áfram á næstu dögum. „Við lítum þannig á að við höfum þessa viku sem vinnuviku og það muni ráðast á henni hvort saman gangi,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Skv. heimildum Morgunblaðsins var eitt meginmál viðræðnanna sú krafa launþegahreyfingarinnar að virðisaukaskattur á matvælum verði lækkaður í 14%, en það er talið kosta ríkis- sjóð um fjóra milljarða kr. á ári, en á móti verði vörugjöld á innflutt sælgæti og gosdrykki hækkuð um einn milljarð kr. Talið er of flókið að ætla að und- anskilja sælgæti og gosdrykki lækk- un skatthlutfallsins ef af því verður. Því hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt fram hugmyndir um að ríkið hækki vörugjöld af gosdrykkjum og sælgæti til að vega upp á móti tekju- tapi ríkissjóðs en óvíst er hvernig því þriggja milljarða tekjutapi sem eftir stæði yrði mætt. Áætlað er að lækkun virðisaukaskattsprósentunn- ar myndi lækka framfærsluvísi- töluna um V/2%. Sérfræðingar funda í dag Benedikt Davíðsson forseti ASÍ sagði að sérfræðingar samtakanna og ríkisstjórnarinnar myndu hittast í dag og forystumenn héldu væntan- lega fund með ráðherrum aftur á morgun. Þá hefur stóra samninga- nefnd ASI verið köliuð saman til fundar í dag. Spóka sig í góða, veðrinu Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞEGAR skyndilega hlýnar í veðri eftir umhleypinga undanfarinna vikna er segin saga að fólk spókar sig í miðbænum. Mæður skella börnunum í kerrurnar og rölta um göturnar, hitta kunningja og annan og skipt- ast á sögum. Það gerðu þessar ungu konur á Lækjar- torgi í gær og undu vel sínum hag. Orri Vigfússon fékk flest atkvæði á átakafundi hjá íslandsbanka Samþykkt að greiða 2,5% arð eftir miklar umræður MIKIL átök áttu sér stað á löng'um aðalfundi Islandsbanka í gær þar sem hluthafar lýstu m.a. áhyggjum sínum af afkomu bankans. Geysileg spenna var um kjör í sjö manna bankaráð. Úrslitin urðu þau að Orri Vigfússon fékk flest atkvæði, þar á eftir komu Sveinn Valfells, Magnús Geirsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Einar Sveins- son, Kristján Ragnarsson og Örn Frið- riksson. Haraldur Sumarliðason náði ekki kosningu. Á fyrsta fundi hins nýja bankaráðs seint í gærkveldi var Kristján Ragnarsson endurkjörinn for- maður. Tap bankans í fyrra nam 176,5 milljónum króna samanborið við 61,6 milljóna hagnað árið 1991. Stjórn lagði til að arðgreiðslur til hluthafa yrðu 2,5% og eftir miklar umræður, þar sem hluthafar lýstu m.a. ónægju sinni með lágar arðgreiðslur, var sú tillaga samþykkt. A fundinum, sem stóð frá kl. 16.30 fram undir kl. 22, sagði Orri Vigfússon afkomu félags- ins vera mikið áhyggjuefni. „Svo virðist sem sameining bankanna hafi ekki skilað þeim árangri sem vænst var í upphafi og að hagræð- ingin hafi látið á sér standa. Litlar arðgreiðslur og lágt gengi á hlutabréfum í íslandsbanka á almennum markaði era einnig nýtt áhyggjuefni." Formaður bankaráðs, Kristján Ragnarsson, sagði afskriftir útlána vera aðalvanda bankans. „Glíman við tap á útlánum hefur verið og er meginviðfangsefni okkar í íslandsbanka. Erfið- leikar viðskiptavina okkar, mat á áhættu okkar af útlánum og afskriftir útlána, hafa verið tíma- frekasta viðfangsefnið á bankaráðsfundum. Framlög í afskriftareikning hafa líka ráðið öllu um afkomu bankans," sagði Kristján. Ekki nægileg varúð í útlánum Orri Vigfússon sagði að afskriftir útlána bank- ans bentu ákveðið til þess að í sumum tilfellum hefði ekki verið gætt nógu mikillar varúðar. Hann sagði að nýjar lausnir væra nauðsynlegar, m.a. þyrfti að taka stjórnskipulag bankans til endurskoðunar. T.d. væru aðalbankastjórar nú 3 en heppilegra væri að hafa aðeins 1 aðalbanka- stjóra sem jafnframt bæri mestu ábyrgðina. Um hvort hið mikla fylgi í bankaráðskosning- unni hefði komið á óvart sagði Orri: „Nei, en ég er mjög ánægður með að hafa orðið efstur í kosningunum. Stuðningsmenn mínir eru hinir almennu hluthafar og ég var búinn að fá mikla hvatningu frá þeim.“ Á fundinum var samþykkt sú breyting á sam- þykktum íslandsbanka að kosning í bankaráð skuli í raun virka eins og margfeldiskosning hefur gert. Kosningin skuli fara fram þannig fram að hver hluthafi megi greiða frá einum og upp í sjö mönnum atvæði, en atkvæðamagn- inu megi hann skipta í þeim hlutföllum sem hann vill á milli hluthafanna. Ahyggjur ráðherra vegna upp- sagnar ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af lögmæti uppsagnar Hrafns Gunnlaugssonar, deildarstjóra hjá Sjón- varpinu. Ráðherra segir einnig að honum finnist uppsögnin til marks um harkaleg viðbrögð. „Mér fínnst umhugsunarvert hvort það sé eðlilegt að vísa Hrafni fyrirvaralaust úr starfi vegna ummæla í sjónvarps- þætti um starfsmenn stofnun- arinnar, þótt þau kunni að vera nokkuð hörð. Honum er ekki veitt nein aðvöran, heldur rekinn og ég hef áhyggjur af tjáningarfrelsinu í því sam- hengi,“ sagði ráðherra. Sjá miðopnu: „Hrafni Gunn- laugssyni sagt upp. . .”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.