Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Tap Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði í fyrra var 195 milljónir króna Eignasala og hlutafjár- aukning fyrirhuguð HEILDARTAP síðasta árs á rekstri Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði varð 195 milljónir kr. Bæjarfélagið á Höfn lagði á síðasta ári fram 100 milljónir kr. í hlutafé fyrirtækisins, en Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri telur litlar líkur á því að bæjarsjóður leggi fram meira fé í fyrirtækið, greiða verði úr erfiðleikum þess með hlutafjáraukningu og sölu eigna, eða hvorutveggja. Kvótastaða fyrirtækisins er góð. Hugsanlegar ástæður fyrir hinni löku afkomu á síðasta ári eru lækk- andi afurðaverð og léleg síldarver- tíð, sem þó var burðarás rekstrarins á haustmánuðum. Fyrirtækið er mikið skuldsett og nam fjármagns- kostnaður í fyrra 140 milljónum kr. í byijun síðasta árs var Útgerðarfé- lagið Samstaða hf. sameinað Borg- ey hf. og 1. júlí yfirtók félagið sjáv- arútvegsstarfsemi KASK. Greitt var fyrir með yfírtöku skulda og hlutabréfum í Borgey hf. jafnframt því að bæjarfélagið lagði fram 100 milljónir kr. í hlutafé. Alvarlegt mál „Okkar afskipti helgast fyrst og fremst af því að veija kvótastöðu bæjarfélagsins almennt. Ef aukið hlutafé kemur ekki inn í fyrirtækið er kvótasala framundan. Þessar 100 milljónir kr. voru lagðar fram í þeim tilgangi að veija kvótastöðuna. Það verður að segjast eins og er að þetta var það stór upphæð að mér fínnst varla koma til greina að bæjarsjóður leggi meiri peninga í fyrirtækið. Hins vegar hefur ekki verið rætt um það í bæjarstjórn. Þetta er afskaplega alvarlegt mál og við lítum það alvarlegum augum. Ég gæti ímyndað mér að það þyrfti um 300 milljóna kr. hlutaijáraukn- ingu til að laga stöðu fyrirtækis- ins,“ sagði Sturlaugur. 5.200 tonna kvóti Hann sagði að gengisfellingin væri að fullu gjaldfærð en tekjur af henni kæmu ekki fram fyrr en í reikningi fyrir þetta ár. „Umskipt- in í rekstrinum eru ekki mjög mik- il, en fyrirtækið er afar skuldsett vegna þess að það hefur verið mik- ið fjárfest í kvóta. í allt er kvótinn 5.200 þorskígildistonn, þ.e.a.s. sameiginlegur kvóti Borgeyjar og Höfn Séð yfir til hafnarinnar. dótturfyrirtækisins Hríseyjar." í yfirlýsingu stjórnar Borgeyjar segir að endurfjármagna verði reksturinn. „Vegna brýnnar þarfar á nýju áhættufé inn í fyrirtækið hefur stjórn félagsins átt viðræður við lánardrottna og fjárfesta. Von- ast er til að skriður komist á þau mál á næstunni.“ Heimild til að leita tilboða í i reksturimi AÐALFUNDUR Lífeyrissjóðs i Tæknifræðingafélags íslands hefur samþykkt að stjórn félags- ins verði heimilað að leita form- lega tilboða í rekstur sjóðsins. Tillögur bárust fyrir aðalfundinn um breytingu á rekstrarformi líf- eyrissjóðsins sem felur í sér að stjórn sjóðsins verði heimilað að hefja könnun á því hvort rétt sé að leggja niður skrifstofu sjóðsins og fá verðbréfafyrirtæki til að ann- ast rekstur hans og ávöxtun fjár- muna hans, en í lífeyrissjóðnum eru 1.240 milljónir kr. í samþykkt aðalfundarins segir að ef niðurstaða stjórnar sé að flytja rekstur til verðbréfafyrirtækis fari fram allsheijaratkvæðagreiðsla meðal félaga LTFÍ. VEÐURHORFUR I DAG, 30. MARS YFIRUT: Á sunnanverðu Grænlandshafi er aðgerðarlítil 980 mb laegð sem grynnist, en um 500 km suðsuðaustan af Vestmannaeyjum er vax- andi 975 mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum, norðvest- urmiðum, norðausturmiðum, austanmiðum, Austfjarðamiðum, suðaust- anmiðum, Norður-, Austur-, Færeyja- og Suðausturdjúpi. SPÁ: Lengst af dagsins verður nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt með rigningu um landið austanvert. Norðaustanstrekkingur og sumstað- ar slydda á Vestfjörðum, en suðvestantil veröur vindur breytilegur, víða kaldi eöa stinningskaldi og skúrastrekkingur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg suðaustlæg átt. Skúrir eða él sunnan- og vestanlands en léttir til á Norðurlandi. Hiti 0 til 5 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Stíf suðaustanátt og rigning, fyrst suðvestan- lands. Talsvert hlýnandi veður. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. •0 •A v —J Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstetnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r * / * * * * . í * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V v V V Súld \ Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El ss Þoka ^ r ; —— FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Ágæt færð er á flestum þjóðvegum iandsins, þó er ófært um Steingríms- fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vfða er hálka á vegum, einkum á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar þjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö M tíma hiti veftur Akureyri 2 alskýjaft Reykjavik 5 alskýjað Bergen 4 léttskýjað Helsinki 3 skýjaft Kaupmannahöfn 3 skýjað Narssarssuaq -r-11 skýjað Nuuk +8 léttskýjað Osló 4 skýjað Stokkhóimur 2 atskýjað Þórshöfn 6 súld á síð.klst. Algarve 17 helðskírt Amsterdam 8 heiðskírt Borcelona 16 mistur Bertín 4 úrkoma í grennd Chicago 2 hálfskýjað Feneyjar 10 heiðskfrt Frankfurt 6 léttskýjað Glasgow 7 rigning Hamborg 3 snjóéi 6 sið. klst. London 12 skýjað LosAngeles 8 léttskýjað Lúxemborg 6 léttskýjað Madrtd 18 heiðskírt Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal 5 skýjað NewYork 8 þokumóða Orlando 14 þokumóða Parfs 9 skýjað Madelra 17 skýjað Róm 12 léttskýjað Vfn 2 snjókoma Washington 10 þokumóða Winnipeg 0 alskýjað Um 1400 böm inn- rítuð í gmnnskóla INNRITUN grunnskólanem- enda I Reykjavík fer fram í dag og á morgun, dagana 30. og 31. mars. Um er að ræða innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk grunnskóla á komandi hausti, en þetta eru böm sem eru fædd á árinu 1987. Innritun þessara bama fer fram í grunnskólum borgarinnar milli kl. 15 og 17 báða dagana. 6 ára börn úr Rimahverfi og sækja munu Rimaskóla næsta skólaár verða nú innrituð í Hamraskóla. í þessum hópi eru um 1.400 börn skv. íbúaskrá Reykjavíkur og munu þau skiptast milli 27 grunnskóla. Þessi aldursflokkur er nú skóla- skyldur sem kunnugt er og er mjög áríðandi að foreldrar vanræki ekki að innrita börnin nú, hvert í sinn skóla, á þessum tilgreinda tíma. Þá fer einnig fram þessa sömu daga innritun þeirra barna og ungl- inga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. Þessi innritun fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, kl. 10-15 báða dagana. Hér er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur eða burt úr borginni, einnig þá sem koma úr einkaskólum (svo sem Skóla ísaks Jónssonar eða Landakotsskóla) og ennfremur þá fjölmörgu grunnskóla- nemendur sem þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu inn- an borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að óll börn og unglingar sem svo er ástatt er um verði skráð í Skólaskrifstofunni á ofangreindum tíma, þar sem nú fer í hönd árleg skipulagning og undirbúningsvinna sem ákvarðar m.a. fjölda bekkjardeilda og kennar- aráðningar hvers skóla. (Fréttatilkynnin'g) Meintar ólög- legar veiðar VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð vélbátinn Frigg VE-41 í gær að meintum ólögleg- um veiðum á Hafnaleir, innan 4 mílna frá viðmið- unarlínu. Varðskipið fylgdi bátinum inn til hafnar í Keflavík þar sem skipstjórinn var yfirheyrð- ur hjá lögreglu í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur Riftunarkröfu þrotabús hafnað HÉRAÐSDÓMUR ReyHjavíkur hefur hafnað kröfum þrota- bús Ólafs Laufdals Jónssonar veitingamanns um að rift verði sölu sumarbústaðar Ólafs í Grímsnesi til sonar hans. Héraðsdómur féllst á þau sjónarmið að um gjöf hefði ver- ið að ræða en taldi að á þeim tíma sem sonurinn eignaðist sumarbústaðinn, í júní 1990, hefði fjárhagsstaða Ólafs ver- ið með þeim hætti að ekkert hefði bent til þess að hann yrði gjaldþrota í september 1991. Samkvæmt afsali hafði sum- arbústaðurinn verið seldur á 1,5 milljónir króna en niðurstaða mats- manna var að hann hafí þá verið 2,8 milljóna virði. Engar kvittanir voru gefnar út vegna sölunnar. Dómurinn féllst á með bústjóran- um að ekki væru líkur á að sonur Ólafs hefði haft fjárhagslegt bol- magn til að greiða hið uppgefna kaupverð af eigin fé og því hafi í raun verið um gjöf að ræða. Hins vegar hafi fjárhagsstaða Ólafs, sem rak veitingastaði og hótel, verið góð á þessum tíma og ekkert bendi til að .honum hafí þá mátt vera ljóst að hann yrði gjald- þrota innan skamms. Því var sonur Ólafs sýknaður af kröfum þrota- búsins en hvorum aðilanum var gert að bera sinn hluta málskostn- aðar. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi í málinu ásamt Sigurði P. Sigurðssyni og Sævari Sigurgeirs- syni, löggiltum endurskoðendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.