Morgunblaðið - 30.03.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 30.03.1993, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 mmmn Með morgunkaffinu Ég vara þig við. Þetta er í annað skipti sem þú legg- ur druslunni þinni í einka- stæðið mitt HÖGNI HREKKVÍSI „ SATT AO SEGTA 0LÖTAR MANN S14LWN.” BREF UL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Einelti er hvað þessir menn hafa tii saka unnið til þess að fá sitt nafn aug- lýst með þeim hætti sem greinilega var gert í álösunarskyni fyrir þá — og í öllu falli fyrir Sambandið. Til þess að skilja þetta mál þarf að fara mörg ár aftur í tímann þegar hagur Sambandsins stóð með nokkrum blóma og engan óraði fyrir þeim erfíðleikum sem fram- undan voru. Það var raunar rætt um „kóngsveldi" í Sambandinu á þeim tíma en sannleikurinn var sá að flestir töldu eðlilegt að reynt væri að tryggja að Sambandið fengi hina hæfustu menn í stöður fram- kvæmdastjóra Sambandsins og þeirra laun ákveðin með hliðsjón af launum bankastjóra. Ekki veit ég betur en launabætur í formi viðbótarlífeyris sem svo vel var auglýst á Stöð 2, sé á sama hátt komið úr bankasamningum. Slíkir samningar eru þekktir í öðrum fyr- irtækjum og engin ástæða til þess að úthrópa Sambandið sérstaklega — þess vegna. Aftur á móti breytast viðhorf á tímum lækkandi launa og atvinnu- leysis til sérkjara af þessu tagi. Almennt má telja að fyrrverandi forstjórar og framkvæmdastjórar þurfi síður en aðrir á því að halda að fá sérstakar uppbætur á sinn lífeyri á efri árum. Þetta sjónarmið hafa kaupfélagsstjórar undirstrik- að með fundarsamþykkt nýlega. í þeirri samþykkt var því beint til stjórnar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga að endursemja við kröfuhafa að viðbótarlífeyri. Hér er að sjálfsögðu haft til hliðsjónar mjög erfíð staða Sambandsins og töluverð hætta fyrir viðkomandi gamla starfsmenn Sambandsins að tapa þessum viðbótarlífeyri — að fullu og öllu. Ég vona að þessi fáu orð upplýsi lítillega þetta mál sem ég hef leyft mér að flokka undir einelti. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, kaupfélagsstjóri. Staðarfell í Dölum Frá Sigurði Kristjánssyni: MARGIR munu þekkja hvað stend- ur á bak við þetta orð. Ýmsir munu betur til þess fallnir en undirritaður að skilgreina einelti. Ég hef talið að sá verknaður væri fremur ámælisverður fyrir gerandann heldur en þolandann og lýsti sjúk- legri þörf til þess að hrekkja og kvelja. Ekki vil ég segja að íslensk rannsóknarblaðamennska eigi þetta orð skilið en oft hef ég undr- ast hversu mjög fjölmiðlar höggva nálægt einkahögum fólks og fara frjálslega með viðkvæmar upplýs- ingar. í gegnum tíðina hefur verið ákaflega vinsælt fjölmiðlaefni að gera stórar fréttir út af ágreiningi stjórnenda Sambands íslenskra samvinnufélaga vegna launa stjórnenda þar og nú síðast kemur á Stöð 2 áhrifamikil umíjöllun 18. og 19. mars sl. um eftirlaunamál forstjóra og framkvæmdastjóra Sambandsins. Birtur var langur listi með nöfnum manna og svoköll- uðum lífeyriskröfum. Spurningin Þekkir einhver konuna Þeir sem þekkja konuna á mynd- inni eru beðnir að hafa sam- bandið Henriettu Berndsen í Búðardal í síma 93-41162. Frá Friðjóni Þórðarsyni: í MORGUNBLAÐINU 24. mars er frétt á bls. 19, sem ber yfir- skriftina: SÁA lokar Staðarfeili 1. júní. Ég hygg að mörgum hafi brugð- ið í brún, sem lásu þessa frétt og kunnugir eru málavöxtum. Við samþykkt síðustu fjárlaga, fyrir árið 1993, var látið í veðri vaka, að búið væri að ganga svo frá málum, að starfsemi SAÁ að Stað- arfelli væri íjárhagslega tryggð fyrst um sinn. Nú vita allir, sem til þekkja, að umrædd starfsemi hefur gengið mjög vel frá því hún hófst þama árið 1980. Mér er nær að ætla, að sá árangur, sem þarna hefur náðst, sé í allra fremstu röð á heimsmælikvarða á þessu sviði, hvorki meira né minna. Samvinna við heimamenn hefur verið mjög vinsamleg frá öndverðu, svo og við menntamálaráðuneytið, sem þama ræður húsum. Það liggur ljóst fýr- ir, að þessi umrædda starfsemi SÁÁ getur fengið góða aðstöðu og nægilegt svigrúm til að starfa á Staðarfelli til langframa. í áður- nefndri frétt er haft eftir Þórarni Tyrfingssyni, lækni, formanni SÁÁ, að ástæðan til þess, að sú ákvörðun er uppi að hætta með- ferðarstarfsemi á Staðarfelli 1. júní, sé einfaldlega niðurskurður á ljárveitingum til SÁÁ. Nú er það alkunna, að oft er þröngt í búi og tómahljóð í ríkis- kassanum. Þá er sjálfsagt að spara sem allra mest. Og raunar hlýtúr allur sparnaður að teljast til höfuð- dyggða að öðru jöfnu. Því verður ekki neitað, að allur niðurskurður ríkisútgjalda er bæði vandasamur og óvinsæll. Þar er oft erfitt að velja og hafna. En sá, sem niðurskurðarljánum beitir, getur þó aldrei leyft sé að slá allt, hvað fýrir verður. Þar verður að mínum dómi fyrst og fremst að gefa því líf, sem greiðir götu manna, þar sem þröngt er fyrir fæti, og horfír til mannbóta og betra lífs. Með þessum fáu orðum leyfí ég mér að beina þeirri eindregnu áskorun til þingmanna Vestur- lands og raunar allra alþingis- manna og ráðamanna lands og þjóðar, að SÁÁ verði gert kleift að halda áfram því mannræktar- og hjálparstarfí, sem hefur verið unnið á Staðarfelli á undanförnum árum. FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON, fv. alþingismaður. Víkverji skrifar Fram hefur komið í fréttum, að Albert Guðmundsson lætur af störfum sendiherra í París á þessu ári.'Ef Víkverji man rétt hefur eng- inn sendiherra verið skipaður hjá Sameinuðu þjóðunum, þótt liðið sé hátt á annað ár frá því að síðasti sendiherrann þar lét af embætti. Á krepputímum eins og nú, þegar þar að auki er ekki von um betri tíð á næstunni er ekki óeðlilegt að íhuga, hvort hægt sé að fækka eitthvað sendiráðum Islands erlendis. Augljóst er, að þungamiðjan í samskiptum okkar við Evrópuþjóðir hefur færzt til Brussel, þar sem nú eru starfrækt tvö sendiráð, þ.e. hjá EB og Atlantshafsbandalaginu. Er hugsanlegt að hægt sé að komast hjá því að hafa sendiherra í París og láta nægja að reka þar skrif- stofu með minni umsvifum, eins konar útibú frá Brussel? Með sama hætti má velta því fyrir sér, hvort hægt væri að reka skrifstofu í Lond- on, sem útibú frá Brussel. Samskipti okkar við Norðurlönd eru í hefðbundnum farvegi. Er frá- leitt að spyija, hvort komast megi af með einn sendiherra fyrir öll Norðurlönd með aðsetri í Kaup- mannahöfn en reka viðaminni skrif- stofur í Osló og Stokkhólmi, sem útibú frá Kaupmannahöfn? Með lokum kalda stríðsins má búast við, að umsvif sendiráðs okk- ar í Washington verði í rólegri far- vegi en áður. Er fráleitt að sami sendiherra geti setið í Washington og sinnt Sameinuðu þjóðunum, þótt skrifstofa yrði áfram rekin í New York? xxx Spurningar af þessu tagi eiga fullan rétt á sér eins og nú er ástatt í fjármálum ríkisins og aug- ljóst, að það mundi leiða til tugmillj- óna sparnaðar, ef þetta yrði gert auk þess, sem ríkið gæti losað fjár- muni með sölu dýrra eigna í París, London, New York, Osló og Stokk- hólmi. Ekki er ólíklegt, að ríkið gæti selt eignir fyrir nokkur hund- ruð milljónir króna auk þess, sem umtalsverður sparnaður yrði í ár- legum rekstrarkostnaði utanríkis- þjónustunnar. Hver eru rökin á móti þessu? Er ekki sjálfsagt, að fjárlaganefnd Alþingis taki þetta til athugunar? xxx Tíðar ferðir stjórnmálamanna og embættismanna á fundi sér- staklega á Norðurlöndum eru tíma- skekkja eins og málum er nú hátt- að. Þetta er úrelt samskiptaform. Gott símasamband, símatækni, sem býður upp á símafundi á milli landa, símbréfatæki, allt stuðlar þetta að því, að hægt er að halda uppi eðli- legum samskiptum og skiptast á hugmyndum án þess, að hópur embættismanna og stjórnmála- manna sé stöðugt á ferðinni á milli landa. Er ekki kominn tími til, að fjárlaganefnd þingsins og fjármála- ráðuneytið taki til hendi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.