Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 33 " __★ Smfl ouglýsmgor □ HLlN 5993033019 IVA/ 2 □ FJÖLNIR 5993033019 III □ EDDA 5993033019 I 1 Frl. Miðilsfundir Miðillinn Clive Teal er kominn. Upplýsingar um einkafundi og námskeið í síma 688704. Silfurkrossinn. m, SÍK/KFUM/KFUK, Háaleitisbraut 58-60 Spennandi ferðalag Kristniboðsvika í Reykjavik. Spennandi ferðalag kl. 20.30. I kvöld: „Hver er fararstjórinn? - Hvað með samferðarfólkið? Ástriður Haraldsdóttir svarar því. „Fáein fótmál" - dagbókarbrot: Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. Þú ert velkominn á samkomuna. Svigmót ÍR Stórsvig 12 ára og yngri verður haldið í Hamragili laugardaginn 3. apríl nk. Brautarskoðun kl. 10.00. Þátttaka tilkynnist í sima 37392 eða fax 687845 fyrir miðviku- dagskvöld. Fararstjórafundur verður föstu- daginn 2. apríl kl. 18.00 í fundar- herbergi SKRR. Rútuferð frá BSÍ kl. 8.30 og Rofabæ kl. 9.00. Mótsstjórn. UTIVIST Aðalfundur Útivistar Aðalfundur féagsins verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 30. mars í lönaðarmannahúsinu á Hallveigarstíg 1. Fundurinn hefst ki. 20. Framvísa þarf féalgsskírteinum fyrir árið 1992 við innganginn. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Myndakvöld Gönguferð í Nepal Ferðafélagið verður með mynda- kvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 31. mars nk. kl. 20.30. Helgi Benedlktsson segir frá í máli og myndum 15 daga ævin- týralegri gönguferð sem hann fór í okt. sl. í Nepal. Land Sherp- anna, Nepal, liggur á milli Ind- iands í suðri og Tíbets í norðri. Gönguleið Helga liggur um hlíð- ar, fjöll og dali; ótrúleg ævintýra- veröld. Það verður forvitnilegt að fræöast um þetta liðlega tvö þúsund ára menningarriki - Nepal - þar sem Buddha fædd- ist é 6. öld fyrir Krist. Páskaferðir Ferðafélagsins verða kynntar á myndakvöldinu. Aðgangur kr. 500,- (kaffi + með- læti). Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag Islands. Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni Reykjavíkurmeistararnir kom- ust ekki áfram í úrslitakeppnina Morgunblaðið/Amór „Þetta eru tólf inn...“ — Sveit Glitnis gerir upp fyrri hálfleikinn gegn sveit S. Ármanns Magnússonar í íjórðu umferð sem þeir unnu með yfirburðum og gerðu vonir Reykjavíkurmeistaranna um að komast í úrslit að engu. Talið frá vintri: Aðalsteinn Jörgensen, Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Brids Arnór Ragnarsson Sveitir Landsbréfa, DV, Glitnis, Roche, VÍB, Sparisjóðs Siglu- fjarðar, Tryggingamiðstöðvar- innar og Hjólbarðahallarinnar spila til úrslita um Islandsmeist- aratitilinn í sveitakeppni 1993. Ofantaldar sveitir urðu í fyrsta og öðru sæti í fjórum átta sveita riðlum sem spiluðu í undanúr- slitum á Hótel Loftleiðum sem lauk sl. sunnudag. Mótið hófst sl. fimmtudag og voru sveitir af öllum landshornum í undan- keppninni. Sveit Landsbréfa vann A-riðil- inn nokkuð örugglega, hlaut 160 stig. Sveitin vann 6 leiki og tapaði síðasta leiknum með minnsta mun 14-16 gegn sveit DV sem varð í öðru sæti. Sveit DV varð í öðru sæti með 6 sigra og eitt tap. Þeir töpuðu fyrir sveit Hvolsvallar sem varð í þriðja sæti með 111 stig en DV fékk 133 stig. í B-riðli sigraði sveit Glitnis sem vann 6 leiki og gerði eitt jafntefli. Sveit Roche varð í öðru sæti en Reykjavíkurmeistaramir, sveit S. Ármanns Magnússonar varð að bíta í það súra epli að lenda í þriðja sæti og komast ekki í úrslitin. Lokastaðan í þessum riðli varð þessi: Glitnir 152, Roche 148, S. Ármann 125, Nýheiji 123. Verðbréfamarkaður íslands- banka vann C-riðilinn með nokkr- um yfirburðum, vann alla sína leiki og hlaut 165 stig. Sveitir Sigfúsar Þórðarsonar frá Selfossi og Spari- sjóðs Siglufjarðar háðu baráttu um annað sætið og höfðu norðanmenn betur þegar þeir unnu síðasta leik sinn 25-5 á meðan Sigfus og fé- lagar töpuðu 5-25 fyrir VÍB. Sigl- firðingarnir hlutu 127 stig en Sig- fús Þórðarson 117. Tryggingamiðstöðin tryggði sér sigur í D-riðlinum í lokaumferðun- um, hlaut 145 stig eftir erfiða byijun í mótinu. Hjólbarðahöllin tapaði fyrir Tryggingamiðstöðinni 14-16 í fyrstu umferð en vann síðan alla sína leiki eftir það og tryggði sér annað sætið en þeir spiluðu við helztu andstæðinga sína, Sjóvá/Almennar frá Akra- nesi, í síðustu umferðinni og unnu 17-13. Hjólbarðahöllin hlaut 137 stig, Sjóvá/Almennar hlutu 122 stig og Hrannar Erlingsson varð í fjórða sæti með 120 stig. Mótið fór mjög vel fram og var mjög ólfkt Flugleiðamótinu í vetur þar sem allt var í háalofti allan tímann. Mjög lítið var um kærur og góður andi í húsinu ef svo má að orði komast. Keppnisstjórar voru Einar Sigurðsson og Kristján Hauksson sem jafnframt sá um bókhald mótsins. Mótsstjóri var. Elín Bjamadóttir framkvæmda- stjóri Bridssambandsins. Úrslitakeppnin fer fram á Hótel Loftleiðum um bænadagana. skólar/námskeið tölvur ■ Windows og PC grunnur 9 klst. um Windows og grunnatriöi PC notkunar 5.-7. april kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Freehand teikning og hönnun 15 klst. um þetta skemmtilega teiknifor- rit fyrir Macintosh og Windows, 26.-30. april kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel töflureiknirinn 15 klst. ítarlegra og lengra námskeið fyrir Macintosh og Windows notendur, 14.-20. aprfl kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, S. 688090. ■ PageMaker umbrotsnámskeið 15 klst. námskeið fyrir þá, sem sjá um útgáfu fréttabréfa, ársskýrslna, eyðu- blaða og annaðs prentaðs efnis. Kvöld- námskeið 5.-26. aprfl tvisvar í viku kl. 19.30-22.30 eða 14.-20. aprfl frá kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Meira fyrir peningana 4 vikna ókeypis símaaðstoð, disklingur með leystum verkefnum, íslenskar handbækur og ókeypis fréttabréf um tölvumál er innifalið í öllum námskeiðum okkar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Bókhaldsnóm Bókfærsla fyrir byrjendur (16 klst.). Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald (72 klst.). Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár- hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið. Innritun stendur yfir. ■ Word eða WordPerfect fyrir Windows 15 klst. ítarlegt ritvinnslunámskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Töivuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Tölvunámskeið Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. WordPerfect fyrir Windows, 14 klst. PageMaker fyrir Windows og Macin- tosh, 14 klst. Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word og Excel framhaldsnámskeið, 12 klst. Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. tónlist ■ Hljómborð - píanó - orgel Auk þess MIDI-vinnsla á Atari. Stutt vornámskeið í aprfl og maf. Skemmtilegt námsefni og markviss kennsla. Upplýsingar í síma 91-678150. Guðmundur Haukur, kennari og hljómlistarmaður. Tónskólinn, Hagaseli 15. tungumál l ■ Enskunám í Englandi Bjóðum uppá almenn námskeið og sum- ar námskeið í ensku fyrir alla aldurshópa. Dvalið er í Eastbourne, sem er á suður- strðnd Englands. Frekari upplýsingar veitir Hrönn Haf- liðadóttir, fulltrúi ISAS á íslandi, í síma 44840 milli kl. 17.00 og 20.00 aUa daga. ■ Enskunám í Englandi. Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhhða ensku - 18 ára og eldri, 2ja til 4ra vikna annir. Unglingaskóla, júh' og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. j Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í símum 96-23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. ýmislegt ■ Stafsetningarnámskeiðin eftirsóttu eru að hefjast. Nýjar aðferðir. Góður árangur. Vanir réttindakennarar. Upplýsingar og innritun í síma 668143 alla daga eftir kl. 19.00. ■ Sálrækt - styrking líkama og sálar „Body-therapy“ ★ „Gestalt" ★ Lífefli ★ Liföndun ★ Dáleiðsla ★ Kvíðastjóm m.m. Námskeiö að hefjast. Sálfræðiþjónusta Gunnars Gunnarssonar, s. 641803. ■ Bréfanám er góður kostur Þú sparar tíma og ferðakostnað og ræður námshraðanum. Við notum kennslubréf, hljóðbönd, myndbönd, síma, símbréf og náms- ráðgjöf til að aðstoða þig. Erlend tungumál, íslenska fyrir útlend- inga, íslensk stafsetning, starfsmenntun, s.s. vélavarðamám, siglingafræöi og bókfærsla, nám á framhaldsskólastigi, teikning, sálarfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni um alit land, sími 91-629750. ■ Bréfaskólanámskeið Teikning 1 og 2. Litameðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Híbýla- fræði. Innanhússarkitektúr. Garðhúsa- gerð. Teikning og föndur. Húsasótt og bíóryþmi. Námsgjöldum dreift á 5 mánuði. Sími 91-627644. fjölskYláMí Námskeið með Eivind Fröen um fjölskylduna og hjónabandið verður haldiö í safnaðarheimiU Breið- holtskirkju 14. og 15. aprfl nk. kl. 20-23 bæði kvöldin. Mál hans verður túUcaö jafnóðum á íslensku. Námskeiösgjald kr. 1.500 á mann, veitingar inniíaldar. Upplýsingar og skráning í síma 71879 eftir kl. 14 alla daga. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendaþjónustan sf. nudd ■ Heilsunuddstofa Þórgunnu Skúlagötu 26, býður upp á svæðanudd, slökunarnudd, baknudd og punktanudd. Nota ilmolíur. Einnig námskeið í svæðanuddi, andUts- nuddi og baknuddi. Ungbamanudd fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða. Góð aðstaða. Margra ára reynsla og menntun erlendis frá. Upplýsingar, timapantanir og innritun í síma 21850 eða 624745 (best miUi kl. 10-11 f.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.