Morgunblaðið - 30.03.1993, Page 15

Morgunblaðið - 30.03.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 15 svarsmenn samtaka launafólks hafa látið þessi mál til sín taka. „En okkur svíður aftur á móti hvernig ráðamenn þjóðarinnar hafa svarað þessum talsmönnum okkar, kallað þá lygara, gapuxa og ýmsum öðrum ónefnum. Þær upplýsingar sem verkalýðshreyf- ingin hefur lagt fram, eru nefrii- lega aðeins upplýsingar sem við höfum veitt og styðjast við reynslu okkar. Þarna eru tölur um hvað við þurfum að borga, hve lengi við verðum að bíða og svo framvegis. Það er hart að heyra þetta vefengt og það varð til þess að ég kom fram í útvarpi fyrir nokkru og sagði frá mínu dæmi, en ég hef orðið að vera óvenjumikið að und- anförnu uppi á krabbameinsdeild og legið þar.“ í viðtalinu rekur Selma Dóra síðan þann kostnað sem hún þarf að bera og hvernig hann hefur verið aukinn með ráðstöfunum stjómvalda upp á síðkastið. Þar kemur til dæmis fram að þótt krabbameinslyfin sjálf séu ókeypis gildi ekki hið sama um svokölluð stoðlyf og kveðst hún undanfarna mánuði hafa þurft að greiða tæpar sex þúsund krónur á mánuði fyrir slík lyf, þá koma til sögunnar göngudeildargjöld sem hjá henni geta farið upp í fimmtán þúsund og fjögur hundruð krónur á mán- uði og gjöld fyrir rannsóknir. Hún vekur sérstaka athygli á því að margs konar tilfallandi kostnaður aukist vegna sjúkdómsins og nefn- ir til dæmis kostnað vegna leigu- bílaaksturs til og frá spítala. „Fólk sem fer í lyijagjöf á göngudeild, svo dæmi sé nefnt, getur ekki ekið heim, eigi það þá bíl. Taka verður leigubíl eða finna önnur úrræði. Sjálf verð ég að láta manninn minn taka sér frí frá vinnu, en vinna hans er með þeim hætti að hann fær aðeins greitt fyrir þær stundir sem hann hefur viðveru. Stundum þarf ég að taka leigubíl á göngu- „En hvaða veruleika eru ráðherrarnir og þeirra fylgisveinar að tala um? Er ekki eitthvað bogið við það þegar menn úr veruleika hinna ríku og hinna heilbrigðu vilja meina hinum sem hafa minni efnin eða eiga við sjúkdóma að stríða að tala um sinn veruleika og nauðsyn þess að breyta honum? Er ekki ástáeða til að staldra við þegar ríkisstjórn er far- in að kalla það veru- leikafirringu að vilja kjarajöfnuð?" deildina frá heimili mínu í Selja- hverfi og það kostar sextán hund- ruð krónur fram og til baka í hvert skipti, sem er óbærilega mikið. Útgjöldin falla því til víða frá.“ Tilkostnaður 40 til 45 þúsund krónur á mánuði Selma Dóra segir að næst á eft- ir því áfalli að greinast með alvar- legan sjúkdóm, sé stærsta áfallið það hrun sem verður í lífskjörum í efnalégu t'illiti. „Ég er nú fertug og hef unnið fyrir mér í tuttugu ár, haft sjálfstæðan fjárhag og séð fyrir heimilinu til hálfs við minn mann. Ég tek mér það mjög nærri að vera nú að fullu komin upp á framfæri maka. Það er mér sál- rænt ákaflega erfitt að glata fjár- hagslegu sjálfstæði mínu. Ég á börn sem nú er erfiðara að ann- ast, og því fylgir enn aukakostnað- ur. Þegar við hjónin tókum það saman hvaða kostnað mætti bein- línis tengja við sjúkdóminn mánað- arlega, reyndist þar um 40-45 þúsund krónur að ræða.“ Niðurstöður Selmu Dóru Þor- steinsdóttur ættu að verða öllum umhugsunarefni: „Ég tel að ekki aðeins aldraðir, fatlaðir og sjúkir hafi áhyggjur af þeirri öfugþróun, sem er að eiga sér stað í félagsmál- um okkar, heldur hljóti hún að valda öllum almenningi miklum áhyggjum. Nú hefur þetta kerfi verið byggt upp á löngum tíma og var orðið öflugt, þótt sífellt mætti sitthvað bæta og þróa. En nú er með markvissum hætti og hreint ekki ómeðvitað verið að bijóta það niður sem vannst fyrir samtaka- mátt og baráttu. Á örstuttum tíma hefur tekist að koma málum í það horf að öllum er ekki mögulegt að sækja sér læknisþjónustu. Ég þekki til dæmis dæmi þess að for- eldrar meðal láglaunafólks draga að sækja lækni vegna barns með eyrnabólgu - reyna heldur að sjá hvort meinsemdin lagist ekki af sjálfu sér. Því óttast ég að þetta bitni ekki síst á börnunum, fólk fari seinna til Iæknis og meinin valdi verri og kannske varanlegum skaða. Verst er að hér er um ákveðna pólitíska stefnu að ræða, eins og ég hef sagt. Öðru máli gegndi ef menn ekki vissu hvað verið er að gera. Mér finnst ótta- legt að mín kynslóð sem lifað hef- ur við allsnægtir og er í fýrirsvari í þjóðmálum nú, skuli ekki leita annarra leiða. Ef til vill er það samt svo að einmitt allsnægtafólk- ið, sem ekki veit hvað það er að skorta neitt eða þjást af veikindum, ætlar nú að bijóta upp almanna- tryggihgakerfið okkar í þágu kald- rifjaðrar íjármagnshyggju. Ég bind vonir mínar við það að fólkið í þessu landi, undir merkjum verkalýðshreyfingarinnar, taki höndum saman um að stöðva þetta.“ Þetta viðtal við Selmu Dóru Þorsteinsdóttur segir meira en mörg önnur orð fá lýst. Það er sá veruleiki sem Selma Dóra Þor- steinsdóttir lýsir sem fólk vill ekki una við. Og það á við um þá sem eru heilbrigðir ekki síður en þá sem eru sjúkir. Menn hafna þeim veru- leika sem byggir á auknum álögum á sjúklinga, vaxandi misskiptingu í landinu með atvinnuleysi og hreinni fátækt stórra hópa. Fólk vill komast út úr þessum veruleika og skapa þess í stað samfélag sem byggir á auknum jöfnuði. Þetta er hægt að gera og þetta á að ger'a. Þörf á víðtækri samstöðu Þess vegna vildi fólk sameinast um almenna kröfugerð sem tæki á þeim þjóðfélagsmeinum sem við sjáum vaxa allt í kringum okkur. Úm þetta ríkti mikil samstaða inn- an BSRB. Það er hins vegar mín skoðun að til þess að ná árangri í kröfugerð sem byggir á almennum þjóðfélagsumbótum þurfi verka- lýðshreyfingin öll að leggjast á árarnar. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í Morgunblaðinu að ef fólk hefði haft trú á því að verka- lýðshreyfingin öll yrði samstíga hefðu fleiri samþykkt verkfall inn- an vébanda BSRB en raun varð á. Að sjálfsögðu vill enginn verk- föll. Ef hins vegar fólk hefur trú á því að verkföll taki til landsins alls telja menn sig hafa nokkra vissu fyrir því að verkfall verður stutt ef þá á annað borð þarf til þess að koma. Það er mín skoðun að það sé íslensku samfélagi bein- línis hættulegt ef ekki tekst að stöðva þá þróun sem leitt hefur til vaxandi misskiptingar í íslensku þjóðfélagi. Ef til verkfalls þarf að koma til að svo verði er verkfall að mínum dómi ill nauðsyn. Því fyrr sem samtök launafólks mynda um það víðtæka samstöðu að kveða niður það ranglæti sem verið er að skapa í íslensku samfélagi, því betra. Höfundur er varaformaður BSRB. Námskeið í skyndihjálp RE YK J A VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í skyndi- hjálp sem hefst miðvikudaginn 31. mars. Kennt verður fjögur kvöld, 31. mars, 1., 5., og 7. apríl. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Ár- múla 34, 3. hæð (Múlabæ). Þeir sem hafa áhuga á að kom- ast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur, en skuldlausir félagar í RKÍ frá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nem- endur í framhaldsskólum 50% af- slátt. Þetta gildir einnig um há- skólanema gegn framvísun á skólaskírteini. Meðal þess sem verður kennt verður er blásturs- meðferin, endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við bruna, blæðingum, sárum og mörgu öðru. Einnig verð- ur fjallað um það hvernig koma megi í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu frá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Tekið skal fram að Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda nám- skeið í fyrirtækjum og hjá öðrum sem þess óska. (Fréttatilkynning) yn steinsteypu. Lóttir meöfærilegir viöhaldslitlir. lyrirtlggjandl. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 & & & m m ^GÞÚSITUR UNDi^TÍRll Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn. Tígulegur í útliti en með látlaust yfirbragð, tæknilega vel útbúinn og á ótrúlega lágu verði. Verð frá hr. 1.139.000 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • Ármúla 13, SÍMI: 68 12 oo • beinn SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.