Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993
Minning
Sigríður Sólborg
Eyjólfsdóttir
Fædd 6. september 1945
Dáin 21. mars 1993
Hinsta stund mágkonu minnar,
Sigríðar Sólborgar Eyjólfsdóttur, var
sunnudaginn 21. mars sl. er hún lést
á Landspítalanum.
Siddý fæddist að Leiðólfsstöðum
í Laxárdal 6. september 1945. For-
eldrar hennar voru Eyjólfur Jónas-
son, bóndi í Sólheimum, og Ingiríður
Guðmundsdóttir, húsfreyja þar og
síðar húsvörður við Menntaskólann
í Reykjavík, sem nú lifír einkadóttur-
ina. Albróðir Siddýar er Steinn og
hálfsystkini Ingvi, Ingigerður, Guð-
rún og Una, sem er látin.
Siddý kleif þroskastigann í faðmi
dals og heiðar, bam náttúrunnar,
sem einkenndi alit hennar gildismat.
Hún fluttist með móður sinni ti!
Reykjavíkur 15 ára gömul og var
þeirra samband ávallt náið og kær-
leiksríkt.
Snemma bar á dugnaði og listræn-
um hæfileikum Siddýar. Skólagang-
an var grunnskólanám, öldunga-
deildarnám og Einkaritaraskólinn.
Siddý þroskaði hæfileika sína og
haut listagyðjunnar í handmennt og
ljósmyndun. Nákvæmni og smekkvísi
voru henni í blóð borin. Hún unni
tónlist, bókmenntum og málaralist,
en áðaláhugamálin voru hesta-
mennska og ferðalög.
Siddý vann skrifstofustörf og var
gjaldkeri Alþýðublaðsins er hún hitti
lífsförunaut sinn, Freystein Jóhanns-
son, bróður minn. Þau stilltu saman
lífsstrengi sína. í fangi sínu hafði
Siddý dótturina Láru, 9 ára, og 1975
eignuðust þau soninn Elmar. Siddý
og Freysteinn gengu í hjónaband 22.
nóvember 1975. Eg bakaði brúðar-
tertuna þeirra og bjó þá til svo mörg
hjörtu, að þau komust ekki öll fyrir
á tertunni. Og þannig varð svo þeirra
samband alla tíð fyrir mér; svo ríkt
af ást, að mér fannst stundum eins
og hún gæti ekki komist öll fyrir í
lífí tveggja manneskja. En samt
komst hún öll til skila.
Árið 1985 greindist Siddý með
MND-sjúkdóm. Hvernig þau tókust
á við það verkefni, mágkona mín og
bróðir, verður ekki með orðum lýst,
því sumt er þeirrar gerðar að geym-
ast best með þeim, sem það upplifir
og varðveitir. Þau voru hvort öðru
lífgjafar dagsins, sem Siddý lifði
skemmtileg, fögur og viljasterk.
Þakklæti er mér og ástvinum
Siddýar efst í huga er við kveðjum
hana um stundarsakir, þakklæti til
allra sem gáfu henni hugi og hand-
tök.
Áldraðir tengdaforeidrar þakka
samfylgd og ástúð.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Jóhannsdóttir.
Kveðja frá MND-félögum
Sigríður Sólborg Eyjólfsdóttir
verður borin til grafar frá Langholts-
kirkju í dag. Sigríður háði harða
baráttu við sjúkdóminn MND (motor
neurone disease, sem á íslensku kall-
ast hreyfitaugungahrörnun), en hún
kenndi sér fyrst meins árið 1984.
Það má öllum vera ljóst að erfítt
er að takast á við þungan sjúkdóm
sem þennan, bæði fyrir sjúklinginn
sjálfan svo og fyrir fjölskyldu hans.
Slík veikindi reyna á alla þætti mann-
legra samskipta. Sigríður var þannig
manneskja að hún átti auðvelt með
að fá fólk til liðs við sig. Hún átti
því fjölskyldu og vini sem stóðu með
henni og studdu í hvívetna, vegna
þess að þau töldu sig lánsöm að eiga
hana að ástvini og vini.
Sigríður var frumkvöðull að stofn-
un MND-félagsins á íslandi, sem var
sett á laggirnar í febrúarmánuði síð-
astliðnum. Hún var félagi í MND
Association í Englandi og var um-
hugað um að stofna slíkt félag hér
á landi. Það var okkur ljóst, sem
stóðum með henni að stofnun félags-
ins á íslandi, að henni þótti mjög
vænt um að sjá þennan draum sinn
rætast.
Megi Guð blessa fjölskyldu hennar
og vini í sorg þeirra.
F.h. MND-félags íslands,
Rafn R. Jónsson.
Elsku hjartans Siddý mín, þakka
þér fyrir hugljúfa viðkynningu. Alltaf
gastu brosað framan í sólina, hversu
erfítt sem það var.
Anna Guðný Jónsdóttir,
MS-sjúklingur.
Hugrekki, reisn og stolt einkenndu
Sigríði Eyjólfsdóttur. Glæsilega og
greinda konu, sem tæplega fertug
varð að taka þeim örlögum að hafa
fengið sjúkdóm, sem læknavísindin
standa ráðþrota frammi fyrir. Hún
gafst ekki upp þó á móti blési, held-
ur barðist ótrauð áfram. Sjúkdómur-
inn var óumflýjanleg staðreynd, en
hún náði að lifa með honum, en ekki
eingöngu í skugga hans.
Myndir koma upp í hugann af
samverustundum með Siddý og Frey-
steini á rólegum kvöldum í Flúðasel-
inu eða í spjallferðum eins og á kjör-
dag fýrir nokkrum árum, sem endaði
austur á Þingvöllum. Þann dag hafði
Siddý í fyrsta skipti farið í hjólastóln-
um út á meðal fólks. Ekki auðvelt,
en svona varð það að vera. Það var
stórkostlegt að heimsækja vinina í
Flúðaselinu og þótt sjúkdómurinn
tæki stöðugt meira af líkamlegu
þreki Siddýar var ótrúlegt hvað hún
galdraði fram af veitingum og viður-
gjömingi með aðstoð síns góða eigin-
manns eða Láru dóttur sinnar. Svo
erum við Elmar saman í leynilög-
reglufélagi, en það er annað mál.
Skömmu eftir að Freysteinn og
Siddý fundu hvort annað fundu þau
sameiginlegt _ áhugamál, hesta-
mennskuna. Áhugann á hesta-
mennsku hafði Siddý örugglega hlot-
ið í arf frá föður sínum, Eyjólfi Jónas-
syni í Sólheimum í Laxárdal. Sjúk-
dómurinn illvígi gerði það að verkum,
að hún varð að breyta hestamennsk-
unni og þó hún gæti ekki farið á
hestbak síðustu árin lá leið þeirra
hjóna oft upp í Víðidal til að fylgjast
með lífinu þar.
Sigrarnir voru margir í baráttu
Sigríðar Eyjólfsdóttur við hinn erfíða
MND-sjúkdóm og kannski vannst
einn af þeim eftirminnilegri fyrir
aðeins örfáum vikum er hún var
meðal stofnenda MND-félagsins.
Hún var kjörin í stjórn þessa félags
og vonandi á það eftir að verða öflugt
og mikill stuðningur þeim sem veikj-
ast af MND-sjúkdóminum. Siddý var
alveg ákveðin í að félagið skyldi hún
taka þátt í að stofna og innileg var
gleði hennar í lok stofnfundarins er
hún ræddi um hve vel hefði verið
mætt á fundinn.
Tæpum sólarhring áður en Siddý
Iést var tekin mynd af henni þar sem
Freysteinn hjálpaði henni í gegnum
nýjar dyr út úr vinnuherberginu á
heimilinu út á svalimar. Bros lék um
andlit hennar og augun ljómuðu.
Þótt kalt væri í veðri var vor í svip
hennar. Hún hefur eflaust hugsað
gott til glóðarinnar að geta notið
bestu daga vorsins og sumarsins úti.
Nú upplifír hún sjálfa vorkomuna,
þar sem ríkir eilíft sumar. Fjölskyld-
an í Álfalandinu þakkar fyrir sam-
verustundir og vináttu alla tíð. Megi
góður Guð styrkja ykkur kæri Frey-
steinn, Lára,_ Elmar og Inga.
Ágúst Ingi Jónsson.
Glæsileg kona og sérstæð var hún
Siddý, svo eftirminnileg hvar sem
hún kom vegna þeirrar tignar sem
fylgdi fasi hennar. Maður gætti þess
ósjálfrátt í návist hennar að vera
ekki með hávaða því það fór svo illa
yfirveguðum þokka hennar og kven-
legri fegurð. Svipurinn hennar mildi
bar í sér mikia þolinmæði, skilning
í garð samferðarmannanna og vinar-
þel. Ég minnist þess ekki í þau skipti
sem við hittumst að hún hafi staðið
í orðræðum, en inniegg hennar í
umræðuna var meitlað og markvisst.
Hennar orðræður fóru fram með
augnsvipnum, snarpri athygli tindr-
andi augna sem áttu svo auðvelt með
að tjá innri hug án þess að misbjóða
orðum. Þessi augnsvipur mun lifa
með öllum sem hana þekktu svo lengi
sem lifir glóð augna þeirra. Fáa þekki
ég sem hafa haft eins vítt málsvið
augna sinna, en slíku fólki er svo
auðvelt að hlúa að gestum og gang-
andi, skapa gott andrúm líðandi
stundar. Þannig var hún Sigríður
Eyjólfsdóttir.
Við Freysteinn Jóhannsson höfð-
um unnið lengi saman á Morgunblað-
inu og skyndilega birtist hann með
Siddý, hún þessi fínlega kona, hann
meitlaður úr bakgrunni Siglufjarðar,
fjöllunum mikilúðlegu. Þau voru gott
mótív getum við sagt á vinnumáli
blaðamanna. Og lífíð lék í lyndi,
ævintýri, vonir og þrár og ekrur ei-
lifðarinnar voru víðs fjarri þeim sem
unnust svo heitt. Heimili, fjölskylda,
vinna og tómstundir, hestamennska
og hamingjuríkir dagar* þar sem
blærinn var tekinn fangi og bláhvítur
himinninn bar enga skugga.
Skyndilega í blóma h'fsins bankaði
sjúkdómur að dyrum hjá þessari
þróttmiklu konu, sjúkdómur sem hún
og hennar hafa barist við í mörg ár
af ótrúlegu æðruleysi, slíku að flest
verður hégómi í hefðbundnu hvers-
dagsþrasi þeirra sem búa við heil-
brigði. Þau Siddý og Freysteinn
héldu sínu striki eins og kostur var,
með bjartsýni, von og styrk fólks sem
gefst ekki upp, en gengur hnarreist
og baráttuglatt í sinni mót öriögum
sínum og smíðar góðar stundir úr
brothættum efnivið. Til þess þarf
einstaklinga sem eru dverghagir á
mannlegar tilfínningar. Hjólastóliinn
varð farkostur dansfímrar konu svo
óvænt og andstætt öllu sem til stóð,
en hann var tæki sem hægt var að
nota til góðra stunda á mannamótum
þegar færi gafst. Það hefur verið
þungbært fyrir vin minn, svo einstak-
Iega næman, að sjá konunni sinni
þverra þrek, en það er jafnvíst að
innri styrkur hans hefur eflst að
sama skapi til þess að gefa henni
kraft. Þannig hefur Freysteinn
brugðist við verkefnum sem blaða-
maður, þeim mun léttara vann hann
þau sem þau voru erfiðari og á sama
hátt hefur Siddý gefíð honum mikið
með stóískri ró sinni og lífsþrá.
Þetta hefur verið erfítt, sagði ég
við Freystein þegar tjaldið var fallið.
En ekki leiðinlegt, svaraði hann að
bragði. Þetta svar segir mikið, sann-
ar hvað hægt er að vinna mikið úr
þeirri einföldu ósk sem er von um
líf, lífsanda án nokkurra sérþarfa.
Góður Guð gefí eftirlifandi börnum,
ættingjum og vinum, styrk og gleði
og Freysteini farsæld eftir svo erfitt
en tilfínningaríkt tímabil þar sem
hann brást aldrei blóminu blíða og
sló um það skjaldborg gegn öllum
áttum uns ljósið fjaraði út. Megi
minningin um glæsilega og eftir-
minnilega persónusterka konu end-
ast ævina alla þeim sem áttu hana að.
Árni Johnsen.
Mig langar til að segja fáein
kveðjuorð til Siddýar frænku minnar
og vinkonu.
Ég minnist þess frá því hér á árum
áður, þegar við vorum iðnar við að
þræða námskeiðin til að öðlast betri
líðan, hvað þú varst áhugasöm og
staðráðin í að sigrast á þínum sjúk-
dómi. Ófáar vo/u einnig þær stund-
imar er við reyndum að leysa lífsgát-
una. Valdi sál þín þessa leið? Þeirri
spurningu verður ekki svarað hér.
Mannkostir þínir voru margir, en
ég mat mest trygglyndi þitt og
hversu heilsteypt þú varst, sem þú
sýndir bæði á glöðum og erfiðum
stundum. Og þó að þú værir komin
í hjólastól breytti það engu um að
þú hafðir þetta innsæi í tilfinningar
annarra. Alltaf fór ég ríkari frá þér
en ég kom, af visku og kærleik. Fína
húmorinn þinn og geislandi brosið á
ég _í minningunni.
Ég þakka samveruna í þessari
jarðvist. Guð varðveiti sál þína. Ég
sendi Elmari, Lám, Freysteini, Ingu
og öðmm ástvinum innilegustu sam-
úðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að
gefa þeim styrk.
Eygló B. Sigurðardóttir
Sigga systir dáin, þvíh'k harma-
fregn. Hún lést eftir margra ára
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er
harmur kveðinn að manni hennar,
bömum og aldraðri móður. Munu þau
eiga um sárt að binda. Þar sem hún
var ákaflega sterk í veikindum sínum
kvartaði hún aldrei, heldur var með
hlýtt bros þó að hún væri sjáanlega
oft mikið þjáð. Sigga var litríkur
persónuleiki, glæsileg og virtist allt
leika í höndum hennar meðan henni
entist heilsa til.
Hún átti einstaklega hugprúðan
mann sem stóð við hlið hennar í erfíð-
leikum og mun honum ætíð verða
þakkað það af okkur systkinunum.
Hún var einstaklega góð við aldraðan
• föður okkar, og það lifnaði yfír Sól-
heimum þegar hún birtist þar með
bros á brá. Var þá farið að tala um
hesta og jafnvel skroppið á bak. Hún
var mikið fyrir hesta og áttu þau
hjónin margar ánægjustundir á hest-
baki.
Ég gæti sagt margt til minningar
um Siggu systur, en ég sendi ljóðlín-
ur eftir Jón frá Ljárskógum, kveðjur
frá Dalnum, sem grætur dána dóttur
og geymir hennar bemskuspor:
Létt á lóuvængjum
líður hugurinn
yfir höf og heiðar
heim í dalinn minn,
þar sem grasið græna
grær um bemskuspor,
þar sem leið mitt ijúfa
íjósa æskuvor.
Augum mínum opnast
æskudraumalönd:
lopvær aldan leikur
létt við fjarðarströnd.
Omar mér við eyra
ótal linda hval
- hlýtt er nú og hýrlegt
heima í Laxárdal.
Guð varðveiti fjölskyldu hennar.
Með dýpstu samúð,
Guðrún Eyjólfsdóttir
og börn.
Á stundum stöðvast hugur og
hönd var einhveiju sinni sagt við
sviplegt andlát manns. Slík stund
rann upp fyrir mér er ég fregnaði
lát Sigríðar Eyjólfsdóttur, eiginkonu
starfsbróður míns, Freysteins Jó-
hannssonar fréttastjóra. Áð vísu kom
andlát hennar ekki á óvart, svo lengi
hafði hún kennt sjúkleika þess, er
hún háði svo hetjulega baráttu við
fram til hinstu stundar. En stund
dauðans er ávallt sár, er fólk fellur
frá á besta aldri.
Sigríður Sólborg Eyjólfsdóttir, eða
Siddý eins og kunningjahópurinn
jafnan kallaði hana, fæddist 6. sept-
ember 1945, dóttir Eyjólfs Jónasson-
ar bónda í Sólheimum í Laxárdal í
Dalasýslu, hins landsfræga hesta-
manns, sem lést í hárri elli fyrir rúm-
um fjórum árum, og síðari konu
hans, Ingiríðar Guðmundsdóttur frá
Leiðólfsstöðum í Laxárdal.
Ég man fyrst eftir Siddý sem glað-
legri og fjörugri hnátu á göngunum
í Menntaskólanum í Reykjavík, dótt-
ur húsvarðarins í skólanum, hennar
Ingu, sem var afskaplega vinsæl af
nemendum skólans. Mörgum árum
síðar hitti ég Siddý aftur. Þá hafði
mér verið falið af Blaðamannafélagi
íslands að annast gjaldkerastörf fyr-
ir menningarsjóð félagsins. Á þessum
árum var enginn starfsmaður hjá
félaginu og því urðu kjörnir stjórn-
armenn að innheimta þau gjöld, sem
sjóðnum bar. Hún var þá gjaldkeri
Alþýðublaðsins og víst var það, að
oft varð ég að heimsækja hana á
skrifstofu blaðsins til þess að fá
gjöldin greidd. Þótt erfiðlega gengi
með reksturinn reyndi hún af bestu
getu að standa við skuldbindingar
samninga og hún var ekki öfunds-
verð af því starfí, sem hún þó sinnti
af sannri trúmennsku. Þá hafði
starfsfélagi minn Freysteinn Jó-
hannsson ráðist til Alþýðublaðsins
sem ritstjóri og hann felldi auðvitað
strax hug til hinnar ungu og glæsi-
legu konu í gjaldkerahlutverkinu.
Hún varð sólborgin í lífí hans og
hann bað um hönd hennar í 85 ára
afmæli föður hennar, Eyjólfs í Sól-
heimum, eins og hann hefur sjálfur
sagt frá. „Láttu henni Siggu minni
ekki leiðast," sagði sú gamla kempa,
er hann gaf samþykki sitt fyrir ráða-
hagnum. Víst er að við það loforð
stóð hann dyggilega.
Fyrir um það bil níu árum kenndi
Siddý þess sjúkdóms, sem að lokum
náði yfirhöndinni. En þrátt fyrir erf-
iða baráttu, var hún ávallt glöð er
hún hitti vini sína. Og hún átti næga
gleði, því að eins og einhver sagði,
getur enginn gefíð af gleði sinni,
nema hann eigi hana sjálfur. Hún
bar veikindi sín vel og af miklu æðru-
leysi, alltaf jafn falleg og glæsileg.
Laugardaginn 20. febrúar síðast-
liðinn var mikill gleðidagur í lífí
Siddýar. Þá rættist langþráður
draumur hennar, að stofnað yrði
MND-félag á íslandi. Hún hafði sjálf
setið í þriggja manna undirbúnings-
nefnd að stofnun félagsins og fann
sárt, hve þjóðfélagið var vanbúið að
veita sjúklingum sem haldnir eru
þessum sjúkdómi þá umönnun og
aðstöðu, sem þeir þurfa með. Félagið
varð að veruleika þennan dag og
sóttu stofnfundinn um 50 manns,
sem voru mun fleiri en gert hafði
verið ráð fyrir. Þetta er styrktarfélag
fólks með þann sjúkdóm, sem hún
hafði sjálf og nefndur hefur vérið
MND (Motor Neurone Disease), á
íslensku hreyfítaugungahrömun. Til-
gangur félagsins er að búa betur að
þeim, sem veikir eru, og gera þeim
lífíð bærilegra, m.a. með byggingu
húsnæðis, sem hentar þeim. Siddý
var kjörin í stjóm félagsins.
Siddý og Freysteinn áttu einkar
hlýlegt heimili í Flúðaseli 61. Þar
hafði Freysteinn búið um hana af
mikilli kostgæfni, svo að sem best
færi um hana í löngum og ströngum
veikindum. Hann lét einskis ófreistað
að gera henni lífið eins bærilegt og
hann gat. Við hjónin viljum þakka
allar gömlu samvemstundirnar, sem
verða okkur ógleymanlegar. Um leið
viljum við senda Freysteini, Lám,
Elmari og móður Siddýar, Ingu, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigríðar Ey-
jólfsdóttur.
Magnús Finnsson.
Andlát minnar kæm vinkonu Sig-
ríðar Eyjólfsdóttur, Siddýar, kom
mér ekki svo á óvart vegna langvar-
andi veikinda hennar en þó setti mig
hljóða vegna fregnarinnar og var
bmgðið, jafnvel þó að ég vissi í hvað
stefndi eftir síðustu heimsókn mína
til hennar, svo mjög var af henni
dregið. Samt var lífsvilji hennar svo
mikill og sterkur.
Ég kynntjst Siddý árið 1980 er
ég hóf störf hjá Dagblaðinu þar sem
hún starfaði einnig. Ég laðaðist fljótt
að þessari ljúfu og góðu manneskju,
sem bjó yfír miklum mannkostum,
var skarpgreind, vel skapi farin og
hafði heilbrigðar skoðanir. Mér em
minnisstæðar hinar mörgu yndislegu
samvemstundir okkar, þar sem við
af einlægni ræddum hin margvíslegu
málefni sem voru hvort heldur fé-
lagsleg, andleg og þjóðleg eða gerð-
um bara að gamni okkar og leið mér
alltaf vel eftir samfundi okkar.
Siddý átti því láni að fagna að
giftast eftirlifandi manni sínum,
Freysteini Jóhannssyni, sem reyndist
henni hinn traustasti lífsfömnautur.
Umhyggja hans í veikindum hennar
var svo aðdáunarverð að orð fá vart
lýst. Alltaf eftir heimsóknir mínar
til þeirra hjóna fannst mér að sjúk-
dómur Siddýar væri ekki eins alvar-
legur vegna hinnar miklu lífsorku
hennar og kærleika Freysteins.
Mikið höfðu þessi vinahjón okkar
góða nærveru og mannbætandi áhrif.
Ég kveð þig, elsku vinkona mín,
og þakka þér fyrir allt og er þess
fullviss að nú ert þú komin á góðan
stað og líður vel, „því að eins og
maðurinn sáir, þannig mun hann og
upp skera“.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar,
elsku Freysteinn, Elmar og Lára.
Þórdís Unndórsdóttir,
Jón S. Guðnason.