Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Hvaða veru- leika viljum við? eftir Ragnhildi Guðmundsdóttur Þjóðfélagsumræða á Islandi er komin á mjög sérkennilegt stig svo ekki sé fastar að orði kveðið. Innan BSRB höfum við undanfarin miss- eri lagt höfuðkapp á að veija vel- ferðarkerfið og spoma gegn vax- andi misskiptingu í landinu. Við höfum lagt áherslu á að vetja kaupmátt lágra kauptaxta sem hjá stórum hópum í þjóðfélaginu eru svo lágir að nánast ósæmilegt er að láta þá rýrna umfram það sem þeir hafa verið undangengin samn- ingstímabil. Eða halda menn að fólk með fimmtíu, sextíu, sjötíu þúsund krónur á mánuði geti enda- laust horft upp á kaupmáttinn rýma? Misskipting að leiðarljósi? Það gefur augaleið að fyrir tekjulágt fólk er niðurskurðurinn sem við höfum orðið vitni að und- anfarin misseri bæði inni í sjálfu velferðarkerfínu og á millifærslum til þeirra sem búa við ómegð, sjúk- dóma eða eru að komast inn í húsnæði óbærilegur í bókstaflegri merkingu þess orðs. Þá fyrst verða þó álögurnar og niðurskurðurinn siðlaus þegar haft er í huga að á sama tíma er verið að gefa ríkustu fýrirtækjum landsins skattaafslátt sem nemur stjamfræðilegum tölum. Það er engu líkara en bein- línis sé stefnt að aukinni misskipt- ingu í landinu. I tengslum við fjárlög vora þing- mönnum send varnaðarorð frá BSRB þar sem minnt var á sam- hengið á milli kaupkrafna og niður- skurðar í millifærslukerfinu. Minnt var á að ástæðan fyrir því að hér hefði verið komið upp samfélags- legu húsnæðiskerfi og velferðar- þjónustu væri ekki einvörðungu sú að menn hefðu viljað stuðla að félagslegum jöfnuði heldur væri það staðreynd að samfélagslegar lausnir væra einfaldlega hag- kvæmari og ódýrari en einstakl- ingsbundnar lausnir. I stað þess að greiða fólki laun í samræmi við að það væri alla tíð með börn á framfæri og alla ævina að komast inn í húsnæði eða ætti sífellt við alvarlega og kostnaðar- sama sjúkdóma að stríða hefði þótt hagkvæmara og ódýrara að veita stuðning vegna húsnæðis- kaupa í formi vaxtabóta, að greiða fólki barnabætur á meðan það hefði börn á framfæri og aðstoða vegna lækniskostnaðar þegar sjúk- dómar heijuðu á. Þessi varnaðarorð BSRB hafa stjórnvöld leitt hjá sér eins og ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar bera með sér en sem kunnugt er hefur mjög verið höggvið í velferðar- og millifærslukerfið að undanförnu. I fyrra voru barnabætur skertar um hálfan milljarð, vaxtabætur hafa verið skertar og nú hafa vextir í félagslega kerfinu verið hækkaðir. Þá hafa skattleysismörkin verið lækkuð og mjög þrengt að sjúkl- ingum og örorkuþegum. Umræða sem ekki þolir dagsins ljós? BSRB tók dæmi úr veruleikan- um hvemig þetta kæmi niður á fólki. Þegar þessi dæmi litu dags- ins ljós var' engu líkara en allar gáttir opnuðust í ráðuneytum og var orðbragðið ekki alltaf upp á marga fiska. Forystumenn BSRB voru kallaðir öllum illum nöfnum en þess vandlegá gætt að forðast alla málefnalega umræðu og var engu líkara en ráðherrar litu svo á að hún þyldi ekki dagsins ljós. í þessari umræðu gekk heilbrigðis- ráðherra reyndar enn Iengra og lét Ragnhiidur Guðmundsdóttir sér gífuryrðin ein ekki nægja held- ur fór hann með rangt mál í árás- um sínum á BSRB. Hið sama var uppi á tengingnum þegar BSRB setti fram kröfur sín- ar um að kaupmáttur hins almenna launataxta eins og hann hefur ver- ið á undanförnum misserum yrði varinn og ráðist yrði í skattkerfis- breytingar með jöfnuð að leiðar- ljósi og undið yrði ofan af skerð- ingu gagnvart sjúklingum. Nú geystust menn fram að nýju og töluðu um veruleikafirringu. Þetta fólk væri hreinlega ekki á réttu róli í veruleikanum eins og forsætisráðherra orðaði það svo smekklega. En hvaða veruleika eru ráðherr- arnir og þeirra fylgisveinar að tala um? Er ekki eitthvað bogið við það þegar menn úr veruleika hinna ríku og hinna heilbrigðu vilja meina hinum sem hafa minni efnin eða eiga við sjúkdóma að stríða að tala um sinn veruleika og nauðsyn þess að breyta honum. Er ekki ástæða til að staldra við þegar rík- isstjórn er farin að kalla það veru- leikafirringu að vilja kjarajöfnuð? Og er ekki ástæða til að fara að j spyrna við fótum þegar menn eru kallaðir nöfnum, gapuxar og annað verra, fyrir að gagnrýna það þegar | sköttum er aflétt á stórfyrirtækj- um en álögur auknar stórlega á sjúklinga? Einnig þetta er reynt j að koma í veg fyrir að sé rætt. Umræða um þetta er líka sögð vera veruleikafirrt. Mig langar til að vitna til um- mæla konu sem sjálf hrærist í veruleika sjúkdóma. Hún heitir Selma Dóra Þorsteinsdóttir og var einn af helstu hvatamönnum þess að samtökin Almannaheill voru stofnuð á síðasta ári, en þau sam- tök voru mynduð til að reyna að sporna gegn árásunum á velferðar- kerfið og sívaxandi álögum á sjúkl- inga. Veruleiki Selmu Dóru í mjög athyglisverðu viðtali sem j nýlega birtist í Tímanum segir Selma Dóra meðal annars: „Okk- ur, sem í forystu Almannaheilla völdust, varð það strax ljóst að ein fengju samtökin litlu áorkað og því boðuðum við verkalýðsforyst- I una til fundar við okkur. Við báð- um BSRB, ASI, Kennarasamband- ið og fleiri stóra aðila liðsinnis og óskuðum eftir að þeir töluðu okkar máli. Með þessu má segja að ég hafi, ein af mörgum, byijað að skipta mér af þessu opinberlega." Selma Dóra minnir á hvernig for- Af liveiju selur F&A enskt „Coke“? eftir Friðrik G. Friðriksson Tilefni þessara skrifa era fréttir á Stöð 2 dagana 10. og 11. mars sl. Hinn 10. mars var „kaupmannin- um á hominu" fylgt eftir, þegar hann greip til þess ráðs að kaupa vörur fyrir verslun sína í Bónus og birgðaversluninni F&A á Fosshálsi, af því að þar fékk hann þær ódýr- ari, en hann gat fengið þær hjá sjálf- um framleiðandanum. Þá keypti kaupmaðurinn m.a. Coke í F&A og fréttamaður spurði undirritaðan um verð. Daginn eftir birtist sjálfur forstjóri Vífílfells og hélt all langa hugvekju um Coke, sagði mig fara með rangt mál um verðmismun. En það var ekki satt að ég færi með rangt mál. Hitt er satt, að hann og fyrirtæki hans hafði þá í millitíðinni skyndilega stórlækkað verðið á Coke til að mæta hinni óvæntu samkeppni frá okkur. Skýring á þessu máli er afar ein- föld. Viðtalið við mig var tekið nokkram dögum áður, 2. mars, sama dag og við sendum yfir 500 bréf til smákaupmanna og buðum þeim m.a. Coke á 23% lægra verði, en þeir gátu fengið það frá Vífílfelli. I millitíðinni, þegar Coke-verk- smiðjan frétti þetta, greip hún skyndilega til þess ráðs að lækka heildsöluverð sitt til kaupmanna um 20%. Við viljum einungis nota tækifær- ið og lýsa ánægju okkar með þessa lækkun og fögnum því að sjá svo glæsilegan árangur, sem í þessu til- felli gefur gott aðhald í verðiagi. Engin önnur skýring er sýnileg fyr- ir því, hvers vegna Coke ætti ann- ars að lækka verð sitt skyndilega um 20%. Það er umhugsunarvert af hveiju jafn stórbrotin lækkun skuli ekki vekja meiri athygli, enginn þakkar Vífilfelli fyrir þetta framlag til verð- hjöðnunar og aukningu kaupmáttar, með tilliti til þess að kaupin á Coke era vafalaust meðal stærri kostnað- arliða margrá heimila. Er ástæðan fyrir þessu vanþakk- læti kannski sú að hér sé einungis um að ræða „óhollt límonaði" en ekki nauðsynjavöru? Hver er nú hin raúnveralega ástæða fyrir því, að við hjá F&A gripum til þess ráðs að flytja inn Coke frá Englandi? Hún er sú, að Coke er ein af örfá- um svokölluðum „íslenskum" fram- leiðsluvöram, sem hægt er að flytja inn frá útlöndum. Við vildum með þessum innflutningi sýna fram á með einu dæmi, hve hroðalega ís- lenskir framleiðendur mismuna viðskptavinum sínum með óeðlileg- um „magnafslætti" þannig að verð- ið sem smákaupmanninum er boðið að kaupa það á, er hærra en útsölu- verð stórmarkaða. Þetta furðulega misrétti þýðir það í reynd, að smákaupmennimir á horninu og þeir neytendur sem skipta við þá eru í rauninni látnir borga verðið niður fyrir stórmarkað- ina. Þeir sem era látnir borga brús- ann era m.a. þeir sem ekki hafa bíl til að komast í stórmarkaðina eða geta það ekki af öðram ástæðum, t.d. lasleika eða háum aldri. Þannig eru að öllu jöfnu hinir tekjuminnstu í þjóðfélaginu dæmdir til að greiða hæsta verðið. Einnig gildir þetta um fólkið á landsbyggðinni. í báðum fréttaþáttunum sem birt- ust á Stöð 2 var forstjóra Coke boðið að tjá sig um þetta mál. í íyrra þættinum var haft eftir hon- um, að hann teldi þennan magnaf- slátt ekki óeðlilegan og kom hann með eftirfarandi skýringar: 1. Stórmarkaðir staðgreiða og sækja Cokeið sjálfir. 2. Litli kaupmaðurinn fær Cokeið sent og greiðslufrest. Jafnvel þó þessar skýringar standist, eru þær engan veginn nægilegar. En standast þær? Ökumenn Coke-bílanna, sem heimsækja stórmarkaðina næstum daglega, eru þá sennilega bara að fá sér kaffísopa? Og allir þeir sölu- turnaeigendur og eigendur lítilla hverfisverslana, sem ég hef rætt við, þurfa að staðgreiða. Munurinn á dreifingu ÁTVR á tóbaki og Vífil- fells á Coke til smákaupmanna felst einungis í því, að ÁTVR veitir þó ívið hærri staðgreiðsluafsátt. í fréttatímanum á Stöð 2 daginn eftir, birtist svo sjálfur Coke-for- stjórinn og las upp langan pistil. Það er nokkuð óvenjulegt, en svo vil til, að Coke er stór hluthafi í Stöð 2. Forstjórinn bar sig heldur aum- lega. Það sem hann hafði helst fram að færa var þetta: 1. Að Cokeið hans væri ódýrara „í dag“ en ég hafði haldið fram í fréttaviðtalinu daginn áður. 2. Þá viðhafði hann mörg orð um ágæti íslenska Cokesins, sem búið væri til úr íslensku lindarvatni, svo það væri „eitt það besta“ Coke í öllum heiminum. 3. Hann benti á að 140 manns ynnu í verksmiðju hans og taldi um 1.000 manns byggja alla afkomu sína á framleiðslu og auglýsingum íslensks Cokes. Um 1. Þetta skýrði ég í byijun greinarinnar. Um 2. Víst er íslenskt Coke gott, en það er engu að síður framleitt undir ströngu eftirliti alþjóðlegs auðhríngs, sem fylgist náið með að efni sem notuð era uppfylli þá staðla sem alþjóðafyrirtækið setur. Sama eftirlit er með framleiðslu Coke í öðram löndum. Og hafa menn hugleitt það, að Cokeið sem fallega vaxna fólkið með hvítu tennurnar drekkur fyrir okkur í daglegum sjónvarpsauglýs- ingum, er ekki íslenska Cokeið? Um 3. Sjálfsagt eiga margir af- komu sína undir framleiðlsu og þá ekki síður auglýsingastarfsemi á Coke. Ef forstjórinn var að gefa í skyn, að þessi innflutningur okkar ógni atvinnuöryggi þessa fólks, þá gleymdi hann örfáum atriðum. Hann gleymdi m.a. þeirri stað- reynd að íslenska Coke-fyrirtækið Friðrik G. Friðriksson „En fari sem horfir, ad öll smásöluverslun stefni á fáar hendur, mun verðlag hjá þeim aftur hækka, því eng- inn er eftir til að borga mismuninn.“ er líka stór innflytjandi. Það flytur t.d. inn erlendan bjór, Pripps, sem ekkert íslenskt vatn erf. Einnig flyt- ur það inn Maarud-kartöfluflögur og Toblerone-súkkulaði frá Sviss. Allur þessi innflutningur ógnar þá í raun atvinnuöryggi fjölda fólks í íslenskum iðnaði. Það sýnishorn af enska Coke, sem við fluttum inn til að fá tækifæri til að opna þessa umræðu, er ekki nema smábrot af nefndum innflutningi Coke-sam- steypunnar og er fráleitt að það ógni atvinnu nokkurs manns. Það eina sem við höfum gert af okkur er að knýja fram sjálfsagða lækkun til smákaupmanna. Það undarlega er annars, að við tókum hugmyndina um innflutning á Coke frá stjórnendum Hagkaups, sem fyrr í vetur vöktu máls á því í ijölmiðlum, að þeir ætluðu að flytja Coke inn, þar sem þeir teldu verðið á því alltof hátt frá hinum íslensku framleiðendum, og hafa þeir þó allra síst ástæðu til að kvarta undan verð- inu, því enginn fær það lægra en þeir. Hvernig stóð Coke-fyrirtækið svo að umræddri verðlækkun? Það er athyglisvert að það lækkaði ekki verðlista sinn. Heldur gaf það í stað- inn 20% afslátt til minni kaup- manna. Hvaða afslátt það gefur stórmörkuðunumm vita fáir. Skyldu þeir þá ekki vegna magnsins fá enn meiri afslátt til viðbótar? Þegar svona er staðið að verð- lækkun, er alls óvíst að hún skili sér til neytenda. Kaupmenn geta litið svo á, að einungis sé um tíma- bundna verðlækkun að ræða hjá Coke. Þeir eiga enn birgðir sem þeir staðgreiddu á hærra verðinu. Þeir eru líka hræddir við að lækka, því að þeir vita betur en flestir aðr- ir, að ef verksmðjan hækkar nú verðið aftur, mun þa fara illa í neyt- endur á krepputímum. Verðlagsyfírvöld ættu að gleyma um stundarsakir öllu fijálsræðistali og setja reglur um staðgreiðslu og magnafslætti. Fátt skaðar neytend- ur meira, þegar til lengri tíma er litið, en þessi afsláttarleikur fram- leiðenda og innflytjenda. Neytendasamtökin gætu þá snúið sér að raunhæfari verkefnum í stað þessara mjög svo ófullkomnu verð- kannanna, sem Verðlagsstofnun var búin að gefast upp á. Því þær náðu ekki tilgangi sínum. Slíkar verð- kannanir voru í besta falli ókeypis auglýsing fyrir stórmarkaðina. Raunhæfar verðskrár frá fram- leiðendum og innflytjendum mundu leiða til sanngjarnari samkeppni og stuðla að ábyggilegra verðskyni neytenda. Hvers vegna er kaupmönnum mismunað svo mjög sem raun ber vitni af mörgum íslenskum framleið- endum og innflytjendum? Staða stórmarkaðanna hefur aldrei verið sterkari en þessa stund- ina. Eftir sameiningu Hagkaups og Bónus hafa þeir með klukkubúðun- um svonefndu styrkt stöðu sína jafnt og þétt á kostnað kaupmanns- ins á horninu. Það era fáir íslenskir framleiðendur og enn færri innflytj- endur sem geta boðið slíku veldi byrginn. Flestir kjósa þeir þann kost að gefa óeðlilega mikinn af- slátt. Þetta getur gengið á meðan einhveijir aðrir borga brúsann, það era litlu verslanirnar og viðskipta- vinir þeirra og íbúar á landsbyggð- inni. En fari sem horfir, að öll smá- söluverslun stefni á fáar hendur, mun verðlag hjá þeim aftur hækka, því enginn er eftir til að borga mis- muninn. Höfundur er kaupmaður í F&A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.