Morgunblaðið - 30.03.1993, Page 29

Morgunblaðið - 30.03.1993, Page 29
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 29 í I I 4 I í í 4 I Mikill fjöldi fréttamanna fylgdist með þegar riðið var úr hlaði og talar Steen hér við einn þeirra. Til heiðurs Paul Rask gerðu samborgarar hans í Dollerup gifsstyttu af honum og var tekið fram að ef ekki rigndi þann tíma sem hann yrði í ferðinni yrði hún látin standa þar til hann kæmi til baka. Sex íslenskir hestar til Kína Löng leið og strangir dag- ar framundan ________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson ÞRÁTT fyrir efasemdir margra um að Kínareiðin mikla yrði nokkru sinni farin eru Paul Rask og Steen Gee Christ- ensen lagðir af stað þannig að ljóst er að þetta verður ekki ferðin sem aldrei var farin. Nú geta efasemdarmenn hinsvegar velt vöngum yfir því hvort þeir muni ná endastöð, sem er Pek- ing i Kína. Alls eru þetta um 15 þúsund kílómetrar sem þeir munu riða og hafa þeir ætlað sér 18 mánuði til þess, en í áætlunum er gert ráð fyrir að bæði menn og hestar verði komnir heim til Danmerkur í desember 1994. Paul og Steen virtust yfirvegaðir og æðru- lausir þegar þeir lögðu upp frá Dollerup, heimabæ Pauls, og mátti á þeim skilja að þeir myndu bara ríða eina dagleið í einu og láta skynsemina ráða ferðinni. Að stórum hluta er leiðangur- inn ferð út í óvissuna því einung- is er búið að ná sambandi við hestamannafélög í Þýskalandi, Póllandi, Úkraínu og einhver í Rússlandi. Hafa félög í þessum löndum skipulagt reiðleiðir, út- vegað gistingu og fóður fyrir hrossin og munu sum þeirra leggja til leiðsögumenn. Ekki hef- ur enn tekist að ná sambandi við aðila austar sem myndu aðstoða Paul og Steen, en áfram verður unnið í þeim málum af þeim sem heima sitja undir forystu Marit Jónssonar forseta FEIF, en hún hefur unnið með og stutt þá fé- laga í blíðu og stríðu fram að þessu. Þá er jafnvel gert ráð fyrir þeir verði að halda kyrru fyrir í einn til tvo mánuði næsta vetur vegna vetrarríkis. Yrði það vænt- anlega í Mongólíu. Glaðningur frá kínverska ferðaklúbbnum Hugmyndin að leiðangrinum fæddist í hesthúsinu hjá Steen í bænum Akirkby á Borgundar- hólmi fyrir tveimur og hálfu ári þar sem Paul var í heimsókn og hafa þeir síðan unnið hörðum höndum að undirbúningi. Finna þurfti góða hesta sem líklegt væri að mætti treysta á og einnig styrktaraðila sem væru tilbúnir að fjármagna leiðangurinn. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun mun ævin- týrið kosta 474 þúsund danskar krónur, sem í dag eru rétt tæpar 4,9 milljónir íslenskar krónur. Fyrir utan óvissuna eru ýmis ljón á veginum sem munu ýmist tefja eða valda smá kostnaðarauka við leiðangurinn. Fyrir stuttu barst til dæmis „glaðningur" frá Alþjóð- lega kínverska ferðaklúbbnum þar sem þeir eru krafðir um greiðslu rúmra 600 þúsunda ís- lenskra króna fyrir að fá að ríða 1.200 kílómetra innan landamæra Kína. Marit Jónsson sagði í sam- tali að vissulega yrði unnið að því að fá þennan „glaðning" felldan niður því annars yrðu þeir að spara við sig í mat, líklega að elda allan mat sjálfír og gista í tjaldi alla leiðina. Paul segir áætl- unina hljóða upp á 21 dollar á dag í fæði og gistingu fyrir þá tvo og hestana sex og hann bætti við að þeir hefðu sent fax um hæl og sagt að þeir geti ekki samþykkt þessa kröfu sem þeir í rauninni skilji ekkert í. Þá hefur Paul fengið að kynn- ast kerfinu í Danmörku en hann verður sextugur 12. maí sem þýð- ir að hann fer á eftirlaun 1. júní. Til þess að fá eftirlaunin verður hann að gera smá hlé á ferðinni, væntanlega þegar þeir verða staddir í Varsjá. Þarf hann að fljúga til Kaupmannahafnar og undirrita þar einhverja pappíra til að fá eftirlaunin, en þar með er ekki öll sagan sögð því samkvæmt dönskum reglum mega eftirlauna- þegar ekki vera erlendis lengur en þijá mánuði í senn þannig að hann fær aðeins eftirlaun í þijá mánuði af þeim átján sem hann verður í ferðinni. Yfirmaður hjá eftirlaunasjóðnum segir í viðtali við Jyllandsposten að ekki komi til greina að gera undantekningu fyrir Paul svo hann fái eftirlaunin sín. Segist hann ennfremur ekki geta skilið að eftirlaunasjóðurinn eigi að kosta einhvern leiðangur til Kína. Ævintýraþrá, vísindi og landkynning Þegar þeir félagar eru spurðir um tilganginn að ríða til Kína svara þeir um hæl að meginástæð- an sé ævintýraþrá og svo áhuginn á að ríða hinum harðgerða ís- lenska hesti. Paul segir að þessi ferðamáti hafi alltaf heillað sig. Þá verða gerða vísindarannsóknir á vöðvum hestanna og voru tekin sýni úr þeim áður en ferðin hófst. Þá munu Paul og Steen hafa meðferðis litskyggnur frá Dan- mörku sem ætlunin er að sýna Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Paul Rask tilbúinn í seinni áfangann fyrsta daginn ásamt fylgdarliði, sem reyndar týndi nokkuð tölunni eftir fyrsta áfanga. hjá Kiev til Volgograd í Rússlandi og áfram yfír í Kazakhstan og farið um 200 kílómetra norðan við Kaspíahafið og Aralvatn. Það- an er stefnan tekin á borgina Serrripalatinsk sem er austast í Kazakhstan um 600 kílómetra frá landamærum Mongólíu. Þegar þangað kemur er stefnan tekin á höfuðborgina Ulan Bator og það- an yfír landamærin til Kína og endapunkturinn er Peking. Reiðleið í þúsund metra hæð Það er kannski erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hvað um er að ræða þegar talað er um að ríða 15 þúsund kílómetra. Að meðaltali munu þeir ríða 40 kíló- metra á dag sem þýðir að þeir verði á ferðinni að minnsta kosti 375 daga og hafa þeir þá 165 daga í frí. Munu hestarnir endast ferðina á enda? Ef eitthvað kemur fyrir hestana eru þeir tryggðir þannig að tryggingafélagið sem er einn af stryktaraðilum mun greiða andvirði nýrra hesta sem yrðu væntanlega keyptir á leið- inni. Ljóst má vera að það verða ekki íslenskir hestar ef til kemur því þeir fyrirfínnast ekki í neinu af þeim löndum sem farið er í gegnum nema í Þýskalandi, en gera verður ráð fyrir að enginn þeirra heltist svo snemma úr lest- inni. Vissulega verður þetta mikið álag á hestana. Ekki aðeins það að þurfa að skokka alla þessa leið með þungar byrðar mestan hluta leiðarinnar heldur líka að ferðast í gegnum breytilegt loftslag og ljóst er að hluti leiðarinnar er 1.000 metrum yfír sjávarmáli eða meira. Það verður fróðlegt að sjá hvemig íslensku hestarnir bregð- ast við þessum aðstæðum og þá hvort verði einhver munur á þeim íslenskfæddu og danskfæddu. En eitt er víst, það eru langir og strangir dagar framundan hjá Paul, Steen og hestunum sex. Sveinbjörn Eyjólfsson sá til þess að Paul og Steen færu ekki Iopa- peysulausir í ferðina og færði þeim tvær slíkar. Marit Jónsson formaður FEIF flutti kveðjuræðu, en hún hefur stutt leiðangurinn með ráðum og dáð allan undirbúningstimann. skólabörnum í þeim bæjum sem þeir koma til með að heimsækja á leiðinni. Munu þeir fræða börn- in um Danmörku og íslenska hest- inn og má gera ráð fyrir að Island beri þar eitthvað á góma. Leiðin sem farin verður er í grófum dráttum sú að eins og áður kom fram hófst ferðin í Dollerup, sem er nánast á miðju Jótlandi. Ríða þeir suður Jótland yfir til Þýskalands og þaðan til austurs til Póllands með viðkomu í Varsjá. Þaðan til Úkraínu fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.