Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 78. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 3. APRIL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Konur í stöðu her- foringja Moskvu. Reuter. ELLEFU rússneskar her- konur verða hækkaðar í tign og gerðar að herfor- ingjum, að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass. Blaðafulltrúi varnarmála- ráðuneytisins sagðist ekki geta staðfest fréttirnar en að hans sögn hafa engar konur áður gegnt starfi herforingja í Rússlandi og heldur ekki í gamla Rauða hernum. Þær hefðu hlotið ofurstatign hæst. Konurnar 11 munu starfa í Pétursborgar-umdæmi hersins og veita forstöðu nýliðaskólum í mörgum borgum í umdæm- inu, m.a. Múrmansk og Art- sjangel í norðri og Volodga í Mið-Rússlandi. Konurnar munu sveija holl- ustu og taka við stöðuhækkun- inni við athöfn í næstu viku. Rússar fá afborgunum breytt í löng og létt lán Reuter Til fundar við Clinton BORÍS Jeltsín ræddi við blaðamenn á Moskvuflugvelli áður en hann hélt áleiðis til Vancouver í Kanada til fundar við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta en fundur þeirra hefst í dag. París. Reuter. VESTRÆN ríki, svonefndur Parísarklúbbur, ákváðu í gær að skuldbreyta erlendum lánum sem Rússar áttu að byrja að borga á þessu ári og lækkar það greiðslubyrði þeirra um 15 milljarða dollara, jafnvirði 960 milljarða króna, þegar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum franska fjár- málaráðuneytisins. Ákvörðunin var meðal annars tekin til að sýna stuðning Vestur- landa við umbótastefnu Borís Jelts- íns Rússlandsforseta í verki á við- kvæmum tíma hátrammrar valda- baráttu forsetans og rússneska full- trúaþingsins. Ákvörðun Parísarklúbbsins felst í því að lán sem tekin voru í tíð Sovétríkjanna sálugu og koma áttu til greiðslu á þessu ári verða fram- lengd og endurgreiðslu þeirra dreift á 10 áratímabil. Alexander Shokhín aðstoðarforsætisráðherra undirrit- aði samkomulagið af hálfu Rússa í gær og heimildarmenn sem vildu ekki láta nafna sinna getið sögðu að kjörin sem Rússum væri boðið upp á væru „afar hagstæð". I tilkynningu franska fjármála- ráðuneytisins sagði að ríkisstjórn- irnar sem teldust til Parísarklúbbs- ins væru í aðalatriðum tilbúnar til að semja um breytingar á afborgun- um ársins 1994. Reiknast hefur til að erlendar skuldir Sovétríkjanna hafi numið 80 milljörðum dollara er þau liðu undir lok haustið 1991. Helmingur þeirra var við ríkissjóð erlendra ríkja og afgangurinn við banka- stofnanir. Danskir sjómenn fresta aðgerðum fram yfir helgi Reglur EB Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdótt- ur fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR að dönskum sjó- mönnum lenti saman við norska flutningabílstjóra og lögreglu í gær ákváðu þeir að draga úr mótmælaað- gerðum fram yfir helgi. Þeir sem að aðgerðunum stóðu segja að tilganginum hafi verið náð, en hann hafi ver- ið að sýna samstöðuafl sjó- manna og að þeim væri al- vara með kröfum sínum um úrbætur og aukinn kvóta. Danskir ráðherrar vöruðu sjó- menn við frekari aðgerðum og sögðu að tekið yrði á þeim sem lögbrotum. Stjórnir beggja dönsku sjómannasamtakanna báðu fé- lagsmenn eindregið að láta af mótmælum, meðan viðræður þeirra og sjávarútvegsráðherra stæðu yfir. Næsti fundur er á mánudag og í gær sögðu sjómenn- irnir sem stóðu fyrir aðgerðunum að þær væru aðeins upphafið, ef ráðherra hlustaði ekki á kröfur þeirra. Björn Westh sjávarútvegsráð- herra sagði í gær að fráleitt væri að sjö þúsund sjómenn fengju að- stoð upp á sem samsvarar tólf milljörðum ÍSK. Franskur togari tekinn Breskt herskip tók í gær fransk- an togara á fískislóð, sem deilt er um við Ermarsundseyna Alderney. Spenna milli franskra og breskra sjómanna eykst dag frá degi. ógiltar í írlandi Dyflinni. Reuter. BORGARDÓMUR Dyflinnar, írsku höfuðborgarinnar, ógilti í gær um 500 reglugerðir Evrópu- bandalagsins (EB) sem gefnar hafa verið út í Irlandi frá því landsmenn fengu aðild að banda- laginu fyrir 20 árum. Dómstóllinn úrskurðaði að sú að- ferð sem beitt var við útgáfu reglu- gerðanna á sínum tíma hafi stang- ast á við stjórnarskrána. Var það- ýmist gert með ráðherraákvörðun eða sérstökum tilskipunum. Niður- staða dómsins var sú að ráðherrar hefðu ekki vald til þess að breyta gildandi lögum eða ógilda þau. Slíkt vald lægi einvörðungu og að öllu leyti hjá þinginu. Reglugerðirnar voru settar í tíð margra ríkisstjórna og höfðu víðtæk áhrif á öllum sviðum þjóðlífsins. Búist er við að ríkisstjórnin áfrýji úrskurði borgardóms til hæstaréttar. Kveikjan að úrskurði dómstólsins var að dómari hafði komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð um bann við dreifingu sérstaks efnis sem not- að var til að flýta fyrir vexti eldis- kálfa, sem írski landbúnaðarráðherr- ann hafði gefið út 1990, hefði stang- ast á við stjórnarskrána. Geislavirkni mæld í Moskvu Reuter VÍSINDAMENN mæla geislavirkni á óbyggðu svæði í úthverfi Moskvu. Þar var úrgangur frá kjarn- orkutilraunastofum í borginni grafinn í jörðu í 30 ár en nú er áformað að hreinsa svæðið. Rússar nýhættír losun geislavirks úrgangs Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSAR og áður Sovét- menn losuðu geislavirkan úrgang úr kjarnorkuknún- um kafbátum í sjó allt til ársins 1992. Þetta er brot á alþjóðlegum samningum eins og kemur fram í skýrslu nefndar sem skipuð var af Borís Jeltsín forseta í fyrra. Nefndin hefur lokið störfum og fyrir sjónir al- mennings koma nú stað- reyndir sem áður voru vandlega geymd leyndar- mál. Rússar eiga 228 kjarnorku- knúna kafbáta og eru þeir hlaðnir geislavirku úraníum í hólkum, svip- uðum rafhlöðum, sem skipta þarf um á nokkurra ára fresti. I fyrstu var reynt að endurvinna eldsneytið í hólkunum eða þeim komið fyrir í geymslum á landi. En frá 1972 var þeim alfarið hent í sjó „vegna fjárskorts og hversu auðveld sú leið var“ eins og segir í skýrsl- unni. Árlega var um 26 þúsund rúmmetrum af geislavirku elds- neyti kastað í sjó, aðallega í Bar- entshaf og í austri frá flotastöðinni í Vladivostok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.