Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 ...........—;-----------—|-j--------- Listahátíð í Hafn- arfirði í júní 1993 Alþjóðleg hátíð helguð tónlist LISTAHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfirði dagana 4.-30. júní, og er þetta í annað sinn sem slík hátíð er haldin þar í bæ. Að þessu sinni verður megináhersla hátíðarinnar á tónlist, og meðal þeirra sem koma fram verða breski fiðlusniilingurinn Nigel Kennedy, Sinfóníu- hljómsveit íslands, Sigrún Hjálmtýsdóttir, hafnfirskir kórar, kúb- verski gítarleikarinn Manuel Barrueco, Antidogma Musica, ein þekkt- asta kammerhljómsveit ítala, og Cambrian Brass Quintet frá Bret- landi. Ennfremur koma fram á hátíðinni bandarisku blússöngvararn- ir Chicago Beau og Deitra Farr og margir fleiri. Á hátíðinni verða frumflutt ný tónverk eftir tónskáldin Atla Ing- ólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson, auk þess sem íslenski dansflokkur- inn flytur tvö ný dansverk. Einnig munu verða flutt þrjú ný leíkrit á iistahátíðinni, eftir Kristínu Ómars- dóttur, Áma Ibsen og Jón Friðrik Arason. Nigel Kennedy Nigel Kennedy mun vera í hópi færustu fiðlusnillinga í heiminum í dag. Kennedy er frægur fyrir óvenjulega framkomu og klæðaburð og fer lítt eftir þeim venjum sem klassískir tónlistarmenn hafa þar skapað. Kennedy hefur í auknum mæli snúið sér að gerð annarrar tónlistar en klassískrar, og á tón- leikunum á Kaplakrika mun hann leika kvartetta eftir Beethoven, verk eftir Jimi Hendrix og jazz. Að sögn Steve Lewis, markaðs- stjóra umboðsfyrirtækisins TKO í Bretlandi, hefur Nigel Kennedy fært sig úr klassískri tónlist í áttina til einhvers mitt á milli Segovia og Erics Claptons, og hefur að sögn mikinn áhuga á að færa popp og klassík nær hvort öðru. „Nigel hefur áður spilað á smástöðum í Birming- ham og á einni listahátíð, en kemur svo hingað,“ sagði Lewis. „Það er ótrúlegt að það skuli hafa tekist að fá hann til að koma til íslands og ég held að áhugi hans á landinu hafí haft úrslitaþýðinguna." Þótt hátíðin sé að mestu tileinkuð tónlist, mun einnig nokkuð bera á myndlistarmönnum á hátíðinni. Má þar nefna Manuel Mendive, sem af mörgum er talinn einn athyglisverð- asti myndiistamaður Suður-Ámer- íku. í list Mendives er maðurinn í fyrirrúmi, og homum er ekkert óvið- komandi af því sem mannlegt er. Hann hefur sýnt verk sín í mörgum löndum heims, og skipta sýhingarn- ar tugum. Himnaskúlptúrar Þýski iistamaðurinn Peter Mal- inski hefur farið lítt troðnar slóðir í skúlptúr, og hefur gefið verkum sínum nýja og óvenjulega vídd, með því að útfæra þau í formi flug- dreka. Þessir flugdrekar eða himna- skúlptúrar eru að jafnaði risastórir, eða allt að 100 metrar að. lengd. Auk þess að vera fögur smíð, bera drekarnir vott um verkfræðilega snilld. Þess má geta að Malinski mun halda námskeið í flugdreka- gerð í Myndlistaskóla Hafnarfjarðar frá 7.-12. júní, sem lýkur með sýn- ingu í Höggmyndagarðinum. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að stefna bæjarfélagsins í lista- og (fc íbúðir fyrir aldraða Til endursölu eru 2ja og 3ja herb. íbúðir við Skúlagötu 40 og 40b í Reykjavík. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum frá kl. 9-12 og 13-16. . „FELAG ELDiiI BORGARA FEB söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477. & 011RA 01 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I lUUBLl0/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteígnasali Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: „Gamla“ húsnæðislánið kr. 5 millj. Ný og glæsileg 3ja herb. íbúð 82,3 fm á 2. hæð á vinsælum stað í Grafarvogi. Þvottakrókur á baði. Fullgerð sameign. Laus fljótlega. Hagkvæm eignaskipti Til sölu 4ra herb. töluvert endurnýjuð góð hæð við Miklubraut í skipt- um fyrir 2ja-6ja herb. íbúð helst í Hlíðum eða nágrenni. í Suðurhlíðum Kópavogs Á móti suðri og sól húseign með 5 herb. íbúð á tveimur hæðum og 2ja herb. íbúð í kjallara. Stór og góður bílskúr. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Skammt frá Árbæjarskóla Nýtt og glæsilegt raðhús á tveimur hæðum með 6-7 herb. ibúð um 170 fm. Kjallari um 85 fm., innréttaður með frábærri fjölskylduað- stöðu. Góður bílskúr. Góð lán fylgja. Fellsmúli - sérhiti - laus strax Stór og góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Vel með farin sameign. Mikið útsýni. Sólsvalir. Vinsæll staður. Sanngjarnt verð. Lyngmóar - Stóragerði Mjög góðar 4ra herb. íbúðir. Tilboð: óskast. Fyrir smið eða laghentan Rúmgóð 3ja herb. íbúð í reisulegu steinhúsi í gamla bænum. Þarfnast nokkurra endurbóta. Teikn. á skrifst. Tilboð: óskast. Glæsileg eign - útvals staður Einbýlishús ein hæð 171,2 fm við Selvogsgrunn. Töluvert endurnýjuð. Bílskúr 26,8 fm. Glæsilegur trjágarður. Einn vinstælasti staður í borginni. 1, ALMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAB 21150-21370 FASTEIGHASAUH Sæberg Aðstandendur Listahátíðar í Hafnarfirði SVERRIR Ólafsson, framkvæmdaslgóri, Sonja B. Jónsdóttir, kynningarfulltrúi, Gunnar Gunnarsson, formað- ur, Orn Óskarsson, listrænn stjórnandi, Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri og Arnór Benónýsson, fjármálastjóri. im w* Breski fiðlusnillingurinn Nigel Kennedy. menningarmálum hafi verið sú, að listamennirnir ættu ekki einungis þátt í sköpunarferlinu, heldur einnig Peter Malinski með fljúgandi skúlptúra sína. í stjórn og umsjón framkvæmda. gróska í listalífi Hafnarfjarðar, sem Síðan iistamiðstöðin Hafnarborg var listahátíðirnar beri gleggst vitni. opnuð árið 1988 hafi verið mikil fiteDsö œd£D Umsjonarmaður Gísli Jónsson Prentvillur koma misjafnlega illa út. Einna lakast hefur um- sjónarmanni þótt, þegar ð hefur fallið úr orðinu maður í minn- ingargreinum. Þannig hefur „einstakur heiðursmaður" breyst í einstakan heiðursmaur. Örnólfur Thorlacius minnti mig líka á þá slysalegu villu, þegar ráðherra breyttist í rápherra. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi, að áður fyrr gátu setjarar gert mönnum gramt í geði bæði viljandi og óviljandi. Oft hefur verið til þess vitnað, er setjari breytti í markaskrá (3. próförk) bæjarnafninu Svertingsstaðir í „Svertingjastaðir", af því, sagði hann ávíttur, að honum fannst hitt svo asnalegt. En gefum Órnólfi orðið um sinn: „Á ... útsölu voru vörur boðnar á niðursprengdu verði. Segi menn svo að tungan sé ekki í þróun! Það þarf víðar að huga að lesbíum en í Bandaríkjaher. Oft- ar en einu sinni hefur þess verið getið í eftirmælum hér í blaði allra landsmanna að hin látna hafi verið tvíkvænt. Báðum megin (eða báðumeg- iri) er góð íslenska, svo og beggja vegna. En faðir minn kenndi mér fyrir hálfri öld að órökrétt væri að slá þessum hugtökum saman í beggja megin, sem því miður má stundum lesa og heyra hjá annars ritfærum mönnum og málhögum. Enginn segir eða skrifar hinna megin, sem væri álíka gáfulegt ... Síðdegis hinn 12. febrúar skall hann á með þrumur og eldingar hér á suðvesturhorninu. Óveðrið var í útvarpi og sjón- varpi margsinnis kallað eldinga- veður. Það lýsir fyrirbærinu vissulega, en til þessa höfum við komist af með þrumuveður. Með hlýrri kveðju (þrumu- kveðja ætti líka við eftir það sem á undan er gengið).“ Umsjónarmaður þakkar Örn- ólfi bréf og góðar kveðjur. Eg tók líka eftir þessu með „eld- ingaveðrið". Örnólfur minntist á vísur sem nemendur hefðu oft ort um kennslubækur sínar og höfunda þeirra, og mátti ósjald- an lesa á gömlum eintökum. Flest það, sem umsjónarmaður kann af því tagi, er óprenthæft. ★ Bréfi Örnólfs rektors marg- nefndu fylgdi þessi gamansami eftirmáli: „Ps. Þú vitnaðir nýlega í pistli þínum í ágætan skólastíl. Hér kemur annar, trúlega tilbúinn en ágætt dæmi um samþættingu námsefnis, þar sem höfundur slær saman í eina persónu ýms- um köppum úr íslandssögu Jón- asar afabróður míns frá Hriflu. Ritsmíðin fjallaði um Eggert Ólafsson og var á þessa leið: Hann var manna vígfimastur og stökk hæð sína í öllum her- klæðum, jafnt afturábak sem áfram. Ungur fór hann til Nor- egs og drekkti þar Ólafi konungi Tryggvasyni í ánni Níl. Eftir að Eggert drukknaði á Breiðafirði mælti kona hans, Guðrún Ósvíf- ursdóttir: „Eigi skal gráta Egg- ert bónda heidur safna liði.““ ★ Dramblátum setur Drottinn skammt með djörfung þeirra’ og hrekki, þeim líðst svo sem hann lofar framt, lengra komast þeir ekki. Allt skal mitt traust efunarlaust á hans makt jafnan standa. Hvað munu mér þá mennirnir mega í nokkru granda? (Passíusálmar Hallgrims Péturssonar, 35,7.) ★ Tíningur. 1) Eg hef tekið eftir því, eink- um í ríkisútvarpinu (báðum 686. þáttur vörpum), að menn hafa tekið tilsögn um fjárveitingar. Helgi Hálfdanarson hefur enn sýnt fram á af venjulegum skýrleik hvenær sögnin að veita stýrir að réttu lagi þolfalli og hvenær þágufalli. Fleiri menn eiga þar líka góðan hlut að máli. Þetta er ánægjulegt dæmi ‘ þess að málvöndunarbarátta ber árang- ur, þótt stundum ymji mér í eyrum ljóðlínur Þorsteins: „Vort ferðalag gengur svo grátlega seint,/ og gaufið 'og krókana höfum við reynt .../ 2) Að lofa upp í ermina sína, segir í orðtakasafni próf. Hall- dórs Halldórssonar, merkir „að „lofa e-u, sem hann ætlar sér ekki að efna, getur ekki efnt“. Orðtakið er kunnugt frá 19. öld: Það er eiginlega að lofa upp í ermina sína . . . Frá sömu öld er dæmi um afbrigðið lofa (e-u) upp í ermina á sér ... Upp- runi orðtaksins er óvís.“ Síðan kemst Halldór að þeirri niður- stöðu að orðtakið sé erlent og runnið frá loddaralistum. Þetta orðtak er svo fast orðið í máli okkar, að ekki sýnist brýn ástæða til að breyta því í „að lofa upp í hendina á sér“, eins og heyra mátti í útvarpsviðtali ekki fyrir iöngu. 3) Auk þess legg ég til að við tölum fremur um öryggisleysi en „óöryggi“. Það er svona humm-humm að liefja orð á tveimur forskeytum. Forskeytið ör í öryggi er til að tákna neit- un. í öryggi eru menn ugglaus- ir. ★ Hlymrekur handan kvað: Á Syðri-Hólsbrúnum hjá Brandi var brýnasta huggunin landi. Þegar kútana fyliti þá klukkaði í pilti: „Já, komdu nú kerlingarfjandi!" Vegna frídaga í dymbilviku kemur næsti þáttur á skírdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.