Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Fjórar sýningar _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Jón Baldvinsson í neðri sal Portsins í Hafnar- firði sýnir Jón Baldvinsson 20 málverk, sem hann hefur unnið að undanfarið og stendur sýning- in til sunnudagsins 4. apríl. Jón hefur haldið margar sýn- ingar um dagana og hann hefur meistaragráðu frá listaskóla í San Francisco. Það er ævintýrið og hugarflug- ið, sem lengi hefur öðru fremur einkennt myndheim Jóns og hefur þetta fléttast saman við undur- furðulega tegund guðspeki. Það gerir það að verkum, að mörgum veitist erfitt að fylgja listamann- inum og skynja listheim hans, því hann virkar svo fjarrænn og ókennilegur. Líkur draumaver- öldum, þar sem undarlegar verur fremja sína helgisiði og pataldur við hvunndaginn. Þessi sýning er engin undan- tekning og virðist Jón heldur vera að færast í aukana en hitt og fjar- lægjast hið almenna skynsvið, en um leið er hætta á að hann tapi sambandinu við jarðneska skoð- endur, sem er sýnu lakara. Það skiptir nefnilega miklu máli að vera í sambandi við sitt nánasta umhverfi hvemig svo sem menn finna listrænum athöfnum sínum útrás - vera virkur í sinni samtíð. Skynsvið Jóns virkar einhvern veginn svo óraunhæft og ójarð- neskt og er líkast sem hann hann hafi þrengt sér út í horn, lokað að sér, og við það þrengir hann um leið að sínum bestu eiginleik- um sem málara. Jón vill vera öllum óháður í myndveröldum sínum, en þó glitt- ir í áhrif víða að úr heimslistinni og þá einkum hvað hið táknræna innsæi snertir, borið uppi af artis- tískri kennd. Þessi sérstaki eiginleiki mál- ara, sem ég nefni „artistísk kennd“ og t.d. hefur fengið útrás í fuglamyndum Jóns, hefur löng- um töfrað fram sannfærandi myndheildir, sem hafa haft sam- hljóm með lífsorkunni allt um kring. Það er einmitt sú orka sem listamönnum ber að virkja og vonandi nálgast Jón hana aftur á einhvem hátt. Olafur Gunnar Sverrisson í fremri sal Portsins sýnir Ólaf- ur Gunnar Sverrisson allmikið af skarti, sem hann hefur unnið úr tilfallandi hlutum. Þetta er fyrsta sýning Ólafs, sem starfar annars sem skipa- smiður, en hannar jafnframt modelhúsgögn og fleiri hluti sem gjarnan eru í ætt við skúlptúr. Hann er þannig vanur að fást við logsuðutækið og vinna með það er einmitt uppistaðan á sýning- unni en hann vinnur gripi sína úr stáli, kopar og fleiri efnum. Ólafur hefur stundað nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur í fímm ár og jafnframt aðaliðju sinni hefur hann unnið mikið við gerð skúlptúra fyrir aðra aðila, t.d. í sambandi við Listahátíð í Hafnarfirði 1991, en þar var ein- mitt fagmannlega staðið að verki. Af öllu að dæma er hér um athafnamann að ræða og hinir fjölbreyttu skartgripir hans, sem hann hefur gefíð nafnið „Pýrót“, staðfesta um leið að hann hefur vakandi auga fyrir listerænum hræringum í kringum sig. Auðvelt er að sjá að þessir skartgripir eru öðru fremur ætl- aðir ungu kynslóðinni og þeir bera vissulega vott um áhrif frá tízku, tónlist og lifnaðarháttum unga fólksins í dag, en jafnframt sækir hann táknrænar hugmynd- ir í fornaldir og færir í nýjan búning. Þetta er mjög lífmikil sýning hjá Ólafí og sýnir að hann hefur til að bera mikla leikni með logs- uðutækið og er gæddur drjúgri sköpunargleði. Hér eru hverskon- ar afgangar úr vélsmiðjum virkj- aðir og það sem áður var rusl öðlast nýtt líf og innblásið skreytigildi. Kannski ekki alltaf ýkja frumlegt, en maðurinn er ungur að árum, og þetta telst upplífgandi frumraun. Lárus Karl Ingason Veggi sama salar Portsins prýða 24 ljósmyndir eftir Lárus Kari Ingason og eru þær allar utan ein frá þessu ári. Lárus Karl stundaði ljós- myndanám við Sven Winqvist skólann í Gautaborg á árunum 1987-1989, og hefur sfðan unnið Níels Hafstein. sjálfstætt vð gerð auglýsingaljós- mynda. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum 'samsýningum jafnt erlendis sem hérlendis, og á síð- asta ári hélt hann einkasýningu í Hafnarborg í tilefni útkomu bókarinnar „Straumar" sem hafði með listamenn og listalíf í Hafn- arfirði að gera. Að þessu sinni sýnir Lárus Karl aðallega myndir af fyrirsæt- um, sem eru í og með hluti af samvinnu hans og Ólafs Gunnars Sverrissonar. Það er auðséð að það er unga kynslóðin og æskan sem þeir fé- lagar eru upptendraðir af og þannig eru Ijósmyndirnar í senn munúðarfullar sem ástþrungnar, en skartið eins og veraldlegt til- Iegg og viðbót. Þetta eru í alla staði vel gerðar myndir og bera ágætum hæfileik- um vitni hvort heldur sem Lárus Karl fæst við nakta líkama eða seiðmögnuð andlit. Ljósmyndirn- ar spegla fyrst og fremst tíðar- andann og viðhorf unga fólksins til lífsins, sem eru lítið frábrugðin því sem áður gerðist, einungis í djarfari búningi. Lífsfögnuðurinn og vitundin um grómögnin allt um kring. Ljósmyndirnar eru allar í svart,- hvítu og yfir þeim er mjög sam- stæður blær, jafnframt því sem gerandinn er sér mjög meðvitaður um myndefnið hverju sinni og leitast við að afhjúpa dýpt þess og sérkenni. Hann er svo áfram um það, að hann myndar gjarnan einstaka líkamshluti og dregur fram einkenni þeirra. En þó þetta sé mjög vel gert virkar athöfnin Jón Baldvinsson myndlistarmaður. stundum frekar sem leikur en sterk skírskotun. Allt um það er þetta lífmikil sýning og gott tillegg við skartið í glerskápunum. Níels Hafstein Undanfarið hefur staðið yfir sýning á verkum Níelsar Hafstein í öllum sýningarsölum Nýlista- safnsins. Níels er vel kunnur hugmynda- fræðilegur listamaður, sem telst af næstu kynslóð á eftir SÚM- hópnum og varð bergnuminn af verkum Dieter Rot, spámanni og velgjörðarmanni hópsins. Sá hafði þá einmitt kynnt bókverk sín, og má segja að Níels hafi unnið á skyldum forsendum alla tíð síðan, auk annarra formrann- sókna. Listamaðurinn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis og hafa verk hans þá oftar en ekki tengst bókverkum. Öll verk- in á sýningunni eru í einu eintaki hvert, þau eru lokapunktur rann- sókna höfundar í 20 ár, en gefa þó ekkert til kynna um framhald- ið, eins og fram kemur á einblöð- ungi. Níels fýlgir sýningunni úr hlaði með eftirfarandi hugleiðingum: „Sköpunarferill listaveirks byggir á einföldu leiftri úr djúpi hugans, það endurkastast, spegl- ar sjálft sig, hugmynd kviknar, formast í einfaldleik sinum og glitrar á þræði ljóshraðans. Hugljómun er fjórvíð, glampi augans mælanleg þykkt, bergmál úr fjarska er formfyllt eyra, súg- urinn milli glenntra fingra hefur þríhyrnda lögun. Viðbragð mannsins er þytur af flugi vernd- arvængsins! Rökhugsað listaverk hefur til- finningalega útgeislan, það rís á fagurfræðilegum grunni, vísinda- legu skipulagi, vísar til frum- mynda sjónskynjunar, ýtir við fegurðarkennd skoðandans, göfg- ar hana áreynslulaust." Það er ekki langt síðan Níels hélt sýningu á úrklippubókum frá tíu ára tímabili, 1969-79, sem var merkilegt framtak og þyrfti að koma út í bókarformi, eða fjöl- faldast á einhvern hátt. Hér er kominn áhugi hans á heimildar- gildi ritaðs máls, en einnig lifandi uppsetningu listviðburða líðandi stundar. Núverandi sýning í Nýlista- safninu verður að teljast í senn tormelt og óaðgengileg fyrir hinn almenna listnjótanda og hefði því verið æskilegt að hún nyti stuðn- ings útskýringa á rituðu máli á mjög einfaldan en skilvirkan hátt, eða fleiri sjónrænna áhrifameð- ala. Sýningin er nefnilega ekki sett upp á safni eða viðurkennd- um sýningarsal í stórborg, heldur í smáborg í hjara veraldar og menn verða að aðlaga sig gefnum aðstæðum. Auk þess ögrar slík list ekki lengur, því að menn þekkja vinnubrögðin og þau koma ekki á óvart. Þar fyrir utan er sýningin eitthvað svo samhengis- laus, þó einstök verk njóti sín vel og mjög sé vandað til uppsetning- ar hvers og eins. Á Dokumenta á sl. sumri sá ég hliðstæð verk og t.d. teygjulistaverkin og í sjálfu sér hefðu sum verka Níels- ar átt fullt erindi á þá sýningu. Hér er fyrst og fremst um verk að ræða sem ávallt munu einung- is höfða til fámenns hóps inn- vígðra, eins konar meinlætafullar formrannsóknir og flóknar heimskpekilegar ígrundanir, sem fróðlegt er að minnast við meðal margs annars á hinum stærri sýningum úti í heimi, en vilja missa marks einar sér og verða þreytandi síbylja, einkum hér í fámenninu. En enginn efast um að Níels Hafstein sé heill og einlægur í listsköpun sinni. Ódyrir dúkar HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum kl. 11 - 16 Tónleikar í Laugar- neskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tón- leikum í Laugarneskirkju klukkan 20.30 þriðjudagskvöld- ið 6. apríl nk. Þar mun Hannes Þorsteinn Guðrúnarson gítar- leikari þreyta burtfararpróf sitt frá Tónskólanum. Hannes er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann hóf nám við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar 1983, fyrstu árin hjá Símoni ívarssyni, en síðan haustið 1988 hefur aðalkennari hans verið Páll Eyjólfsson. Hannes lauk kennara- prófi frá Tónskóla Sigursveins vorið 1992. Á efnisskrá verða verk eftir Weiss, Bach, Sor, Al- beniz, John Speight, og Brouwer. Allir eru velkomnir á tónleikana. Hannes Þorsteinn Guðrúnarson, gítarleikari. Hvammstangi Söngkvintettinn Yoces Thules með tónleika AÐ KVÖLDI pálmasunnudags 4. apríl heldur söngkvintett- inn Voces Thules tónleika í Hvammstangakirkju á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga. Voces Thules einbeit- ir sér að flutningi miðaldatónlistar, endurreisnartónlistar og nútímatónlistar og hefur um tveggja ára skeið bæði flutt kirkjulega og veraldlega tónlist. í gömlum íslenskum handritum má finna forna söngva sem Voces Thules hefur tekið á sína söng- skrá. Auk þessa flytur kvintettinn stemmningartónlist frá miðöldum, madrigala frá Bretlandi og megin- landi Evrópu, auk trúartónlistar frá endurreisnartímabilinu. Söngkvintettinn, sem syngur a cappella, skipa Sverrir Guðjónsson og Sigurður Halldórsson contrate- nórar, Guðlaugur Viktorsson ten- ór, Eggert Pálsson bariton og Ragnar Davíðsson bassi. Á síðastliðnu ári var lögð áhersla á að flytja nútímatónlist eftir eistneska tónskáldiðð Arvo Párt, en tónlist hans hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og má segja að hann standi með annan fótinn í miðöldum hvað áhrif snertir. I ár leggur Voces Thules hinsvegar áherslu á flutn- ing messu eftir hið mikla tónskáld William Byrd (1543-1623) en í ár eru einmitt liðin 450 ár frá fæðingu þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.