Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Air Atlanta leig- ir tvær Júmbó- 747 breiðþotur 150 nýir starfsmenn verða ráðnir, þar af 30 til 40 íslenskar flugfreyjur AIR ATLANTA Jiefur tekið á leigu tvær Jumbó-breiðþotur, Boeing 747, og að sögn Arngríms Jóhannssonar, forstjóra Atl- anta, mun félagið leigja þær í verkefni í Saudi-Arabíu með áhöfnum og allri þjónustu er lýtur að vélunum. Arngrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir myndu ráða um 150 manns til vinnu vegna þessara tveggja breiðþota, þar af um 110 flug- freyjur, en reiknað er með að þriðjungur þeirra verði íslenskar flugfreyjur, en hinar frá Svíþjóð og írlandi. Hluti flugmannanna á Júmbóþotunum verða íslenskir lánsflugmenn frá Cargolux. Fyrir rekur Atlanta nú sjö 737-þotur og starfslið er um 100 manns. Með fyrirvara um samþykki íslenskra stjórnvalda tekur Atlanta við vélunum 18. apríl nk. og þá koma þær hingað til lands 19. apríl undir íslenskum skráningarmerkjum. Það eru bandaríski bankinn Cemical og hollenski fjárfeslinga- bankinn NIB sem leigja Atlanta- breiðþoturnar, en þær voru í eigu bandaríska flugfélagsins TWA. Vél- arnar eru leigðar til áramóta með möguleikum á framlengingu. Vél- amar og áhafnir þeirra verða stað- settar í Jedda í Saudi-Arabíu. Pílagrímaflug Meðal verkefna vélanna verður pílagrímaflug. 481 sæti er í hvorri Júmbó-þotu Atlanta. Tvær 737-þot- ur Atlanta eru nú í farþegaflugi í Indónesíu, ein í Víetnam, tvær í Indónesíu og ein er gerð út frá Luton i Bretlandi fyrir BP-olíufélagið með farþega og frakt til Rússlands og ein vöruflutningavél er gerð út frá Köln. Gengisfellingu hafnað á aðalfundi íslenskra sjávarafurða hf. Endurbætur á götum og gangstéttum í borginni Götur koma frekar illa undan vetri ENDURBÆTUR á götum og gangstéttum í borginni hefjast strax eftir páska, en götur virðast koma frekar illa undan vetri, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Utboð hafa farið fram vegna framkvæmda og efniskaupa og er verið að opna tilboðin þessa dagana. A vegum Hitaveitu Reykjavíkur fer fram endurnýjun á dreifíkerfi og eru þær fram- kvæmdir boðnar út í þremur áföngum. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra er gert ráð fyrir að kostnaður vegna fram- kvæmda við malbik verði um 45 til 50 milljónir í sumar. „Þær eru um það bil að hefjast," sagði hann. „Búið er að opna tilboð í viðgerðir á gangstéttum og tilboð í malbiksframkvæmdir verða opnuð í dag. Ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið mun liggja fyrir þegar búið er að fara yfir tilboðin en ef ekkert óvænt gerist með tíðarfar þá getum við byijað strax eftir páska. Götumar koma svona frekar illa undan vetri en ég hef oft séð það verra.“ Kostnaður vegna kaupa á gangstéttarhellum er áætlaður 28,6 milljónir. Endurnýjun á dreifikerfí Endumýjun á dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur er boðin út í þremur áföngum og hefur þegar verið tek- ið 22,1 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Víðis Guðmundssonar, í 1. áfanga. Tilboð hans er 70,1% af kostnaðaráætlun en sjö tilboð bárast í verkið. „í fyrsta áfanga er gamli vesturbærinn," sagði Gunnar A. Sverrisson verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavík- ur. Svæðið afmarkast af Hringbraut og Tjarnargötu og þaðan að sjó. Ánnar áfangi afmarkast af Hringbraut að sunnan, Ingólfsstræti að vestan og Lönguhlíð að austan. Áætlaður kostnaður við áfangann er rúmlega 41 milljón. „Sum svæði era minna hreyfð en önnur en hlutfallslega verður mest unnið í Þingholtunum," sagði hann. Þriðji áfangi er endumýjun á um 20 ára stofnlögnum í Fellahverfi milli Norðurfells og Suður- fells í Breiðholti III. Tilboð í þann áfanga verða opn- uð 29. apríl næstkomandi. Götur víða illa famar UMHLEYPINGAR og saltburður í vetrarfærð- inni hafa haft slæm áhrif á götur borgarinnar eins og sjá má. ÍS verður opið hlutafélag RUMLEGA 38 mUljóna króna hagnaður varð af rekstri Islenskra sjávarafurða hf. eftir skatta árið 1992 á móti tæplega 52 milljóna hagnaði 1991. Hagnaður án dótturfélaga var 24 milljónir króna í fyrra en 80 milljónir 1991. í fyrra var 816.000 dollara, eða 46,9 milljóna kr., hagnaður af rekstri Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis ÍS í Bandaríkj- unum, á móti 736.000 dollara tapi 1991. Hins vegar var 2,6 milljóna kr. halli hjá Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi og 23 milljóna kr. halli hjá Útvegsmannafélagi samvinnumanna hf. 1992. Þetta kom fram á aðalfundi ÍS, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, en þar var samþykkt samhljóða að breyta ÍS úr lokuðu hluta- félagi í opið hlutafélag, þannig að engar skorður verði á framsali hlutabréfa. ÍS og dótturfyrirtæki þess seldu sjávarafurðir fyrir 16,4 milljarða króna í fyrra á móti 17,4 milljörðum árið áður, þegar búið er að taka út sölu milli dótturfélaganna. Útflutningsvelta ÍS var 13,2 milljarðar króna 1992 en 13 milljarðar 1991, sem er 2,9% samdráttur. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem segir m.a.: „Lausn vandans verður að leita í sámræmi við upptök hans. Þess vegna er því hafnað að gengisfelling geti leyst vandann við núverandi aðstæður í sjávarútvegi." Leitað nýrra leiða Sem úrræði út úr vandanum er nefnt að leit- að verði allra leiða til þess að auka aflamagn og framleiðslu þar með. Leggja verði áherslu á leit að nýjum miðum og rannsóknum á þeim og einnig þeim miðum, sem þegar séu kunn. Taka verði allar skuldir sjávarútvegsins til skoðunar, breyta lausaskuldum í löng lán og lengja eldri lán verulega. Þá þurfi með öllum ráðum að lækka vexti. Það sé ekki sjávarútvegi og öðra atvinnulífí í hag að ganga nærri afkomu banka og annarra lánastofnana. Þess vegna verði ávöxtun innlána að lækka jafnhliða því að ávöxtun útlána lækkar. Ennfremur að vinna þurfi að sameiningu fyrir- tækja í sjávarútvegi, þar sem það er hægt, enda verði kostnaði við þá rekstrarfjármuni, sem tekn- ir verði úr notkun, Iétt af fyrirtækjunum, tíma- bundið eða að öllu leyti. Stefnt verði að því að leggja niður fyrirtæki, sem ekki hafa full verk- efni og færa verkefni þeirra yfír á önnur fyrir- tæki, sem geti tekið við þeim án fjárfestingar. Til þess að svo megi verða getur þurft fjárhags- lega fyrirgreiðslu. í aðalstjóm ÍS voru kjömir Hermann Hans- son, Gísli Jónatansson, Jón Guðmundsson, Frið- rik Guðmundsson, Atli Viðar Jónsson, Jón Þór Gunnarsson og Þórólfur Gíslason. Úr aðalstjóm- inni ganga Guðjón B. Ólafsson, Einar Svansson, Rögnvaldur Friðbjömsson og Sigurður Markús- son. Fegurst í Reykjavík Fegurðardrottning Reylg'a- víkur, Brynja Vífilsdóttir. Brynja fallegust BRYNJA Vífílsdóttir, 19 ára Kópavogsbúi, var í gær kjörin Fegurðardrottning Reylgavíkur. Vinsælasta stúlkan í hópi 16 stúlkna, sem kepptu um titilinn, var valin Andrea Róbertsdóttir, 18 ára Garðbæingur. Ljós- myndafyrirsæta höfuðborgar- innar er Nanna Guðbergsdóttir, 18 ára Reykjavíkurmær. Valið á fegurstu stúlku Reykjavíkur fór fram á Hótel Islandi í gærkvöldi. í dag Lyktfrá Kletti Vesturbæingar hafa kvartað undan loðnubræðslulykt 4 70 þúsund bækur Um sjötíu þúsund bækur voru lesn- ar í Lestrarkeppninni miklu 22 IBM Skíðamótið___________________ Ólafur Bjömsson sigraði tvöfalt í fímmta sinn 50 Leiðari_______________________ Hvítur hrafninn flaug(l) 26 Menning/Listir Lesbók ► Coppelía Dansflokksins - ► ÓlöfskáldfráHlöðum-Glerl- Hákon Leifsson - Þór Tulinius - ist um víða veröld - Ný smásaga Trúarleg list - Auður Hafsteins- eftir Einar Má Guðmundsson - dóttir - Hans og Gréta í Kópa- Rabb Hannesar Péturssonar vogi - Baltasar Björgunarbátnum gefið nafn BJÖRGUNARBÁTURINN, sem Slysavarnafélagi íslands hefur verið afhent- ur til eignar og staðsettur verður í Sandgerði verður gefið nafn við hátíð- lega athöfn í Sandgerðishöfn í dag. Athöfnin hefst klukkan 13:30. Ávarp flytur Gunnar Tómasson, fyrsti varaforseti SVFI, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti ísiands, gefur bátnum nafn og séra Hjörtur Magni Jóhannsson blessar bátinn og annan minni, sem honum fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.