Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 23 „Af engii tilefni“ eftir Kristján Ragnarsson Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sendir mér kveðju í Morg-unblaðið á fimmtudag í tilefni þeirra ummæla minna á aðalfundi Islandsbanka, að ekki sé unnt að jafna saman fjárstyrkingu ríkisins til Landsbanka og_ hlutaijáraukn- ingu íslandsbanka. Ég ætla að eftir- farandi ummæli séu þau sem hann leggur út af: „Annars vegar er fé tekið án samþykkis skattgreiðenda og fært Landsbanka, án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja og hins vegar ákvörðun fyrirtækja og einstaklinga um að leggja af fúsum og fijálsum vilja fé í áhættu- rekstur.“ í mínum orðum lá engin gagn- rýni á þá ráðstöfun Alþingis að styrkja eiginfjárstöðu Landsbank- ans svo þýðingarmiklu hlutverki sem hann gegnir í atvinnulífinu. Ég hélt að bankastjóri sem hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins til margra ára teldi þessi aug- ljósu sannindi ekki deiluefni út frá þeim sjónarmiðum að atvinnurekst- ur sé betur kominn í höndum einka- aðila en ríkisins. Ég var alinn upp vestur á fjörðum og innrætt þessi sjónarmið og ég hef ekki skipt um skoðun. Banka- stjórinn hefur hingað til þóst hafa hliðstæð sjónarmið en hann er hins vegar þekktur af því til margra ára að haga seglum eftir vindi og verð- ur ekki skotaskuld úr því nú frekar en fyrr. Athygli vakti að heil vika leið þegar málefni Landsbankans voru til umfjöllunar á Alþingi, án þess að frá honum heyrðust nein gífur- yrði. Höfðu margir orð á því og höfðu um það getspá hver hefði afrekað það að láta manninn þegja í heila viku. Svo brast stíflan. í síð- asta sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins fyllti hann þijár síður í viðtali við Agnesi Bragadóttur og voru þá ekki spöruð stóru orðin. Þegar leið á sunnudagsmorgun birtist hann með samheija sínum um málefni Landsbankans, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bylgjunni og fyllti þar klukkutíma. Mér er svo tjáð að þegar leið enn lengra á daginn hafi verið haft klukkustundar langt við- tal við hann í Ríkisútvarpinu. Minna mátti þetta ekki vera eftir viku- langa þögn. Nú hefur það verið svo að banka- stjórar hafa, vegna eðlis starfs þeirra og trúnaðar, ekki tekið mik- inn þátt í fjölmiðlaumræðu. Það á hins vegar ekki við um Sverri Her- mannsson. Lítillætið hefur aldrei verið hans sterka hlið. Sverrir fullyrðir að íslandsbanki hafi fengið 3,5 milljarða í heiman- mund með kaupum á Útvegsbank- anum, þetta stafi af því að ríkið hafi þurft að taka á sig töpuð útlán þegar Útvegsbankinn hafi orðið Kristján Ragnarsson Sverrir fullyrðir að ís- landsbanki hafi fengið 3,5 milljarða í heiman- mund með kaupum á Útvegsbankanum, þetta stafi af því að rík- ið hafi þurft að taka á sig töpuð útlán þegar Útvegsbankinn hafi orðið gjaldþrota. Þetta er ekki rétt. gjaldþrota. Þetta er ekki rétt. íslandsbanki var ekki til og hafði ekkert með það að gera hvernig þáverandi ríkisstjórn kaus að endur- reisa Útvegsbankann og gera hann að hlutafélagi. Það var ekki fyrr 'en sumarið 1989 að bankarnir þrír, Alþýðubanki, Iðnaðarbanki og Verzlunarbanki sameinuðust um að kaupa Útvegsbankann hf. og sam- einast í ársbyijun 1990 um rekstur hans. Það var samkomulag kaup- enda (bankanna þriggja) og selj- enda (ríkisstjórnarinnar) hvers virði bankinn væri. Þessi nákunni maður málinu, sem Sverrir nefnir til máls- ins, misminnir eitthvað um röð at- burða í þessu máli. Athyglisverð eru viðhorf banka- stjórans til afkomu sjávarútvegsins, sem fram koma í athugasemd hans við mál mitt á aðalfundi íslands- banka, og ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Svo er að skilja að óþarft sé með öllu að bæta afkomu sjávarútvegsins og áhyggjur hans beinast allar að útgerð „krókaleyfis- báta“ hvað svo sem það kemur Landsbankanum við. Svo virðist að hann leggi sérstaka áherslu á að skerða veiðiheimildir þeirrar út- gerðar sem skapa atvinnuöryggið um allt land og þar með afkomu þeirra sem þar búa. Erfiðleikar Landsbankans hafa verð taldir stafa af slæmri rekstrar- afkomu sjávarútvegsins. Af orðum bankastjórans má skilja að hann telji engra ráðstafana þörf til að bæta rekstrarskilyrði greinarinnar, enda þótt hagsmunir þeirra séu samtvinnaðir. Ég get glatt Sverri Hermannsson með því, að fullvissa hann um það að flokksbræður hans í ríkisstjórn hafa ekkert haft með það að gera að mér hefur verið falin formennska í bankaráði íslandsbanka. Það er eingöngu ákvörðun félaga minna í bankaráðinu. Dylgjur hans um að ég _sé full- trúi ríkisins í bankaráði Islands- banka eru heldur broslegar, en það á að tengjast því að Fiskveiðisjóður hefur stutt mig til þessa starfs. Fiskveiðasjóður er fjárfestingalána- sjóður sjávarútvegsins og þar hafa ríkt þau sjónarmið undir ágætri forystu annars bankastjóra Lands- bankans að hagur sjávarútvegsins sitji í fyrirrúmi. Stjórn hans er að meirihluta skipuð fulltrúum einka- aðila. Af orðum bankastjórans er svo að skilja að hann telji sæti i banka- ráði vera bitling. Ég hef skilið orð- ið „bitlingur“ á þann veg að í því felist að þiggja greiðslu fyrir eitt- hvað sem ekki er unnið fyrir. Það virðist því ljóst vera að hann telji bankaráðsmenn Landsbankans, þar sem hann þekkir best til, ekki vinna fyrir kaupinu sínu. Mér sýnist að bankaráðsmenn Landsbankans ættu að taka þessi snupuryrði til sín og vinna fyrir kaupinu sínu með því að hafa eftirlit með störfum þessa bankastjóra því þar er aug- ljóslega af nægu að taka. Höfundur er formaður LÍÚ. Kynning Heimsklúbbs- ins er í dag KYNNING á hnattreisu á vegum Heimsklúbbs Ingólfs verður í dag klukkan 16 í Arsal Hótel Sögu. Um er að ræða ferð kringum jörðina, sem stendur í 4 til 6 vik- ur eftir óskum farþeganna, því að þeir geta framlengt ferðina í Ástralíu, Nýja Sjálandi eða á Suðurhafseyjum og farseðillinn gildir í tvo mánuði. I Morgunblaðinu í gær, þar sem birt var fréttatilkynning frá klúbbn- um urðu þau mistök, að Ingólfur Guðbrandsson var sagður forstjóri Heimsferða, en þar átti að sjálf- sögðu að standa Heimsklúbbs Ing- ólfs, en klúbburinn rekur Ferða- skrifstöfuna Primu. Þá varð einnig misritun, er getið var, hvenær ferð- in hæfist. Hún hefst 3. nóvember næstkomandi. 2000 ÍSLEISTDINGÁR í ^YHIU BÓK 1 i tVf SAM TÍIMK \1 EFNTN ÓMISSANDI UPPLÝSINGAR HEIMA OG í VINNUNNI Nýttu þér sérstakt kynningarverð 8.760 Iop. staðgreitt. Almennt verð er 14.600 kr. Pantaðu bókina 688300, isima ' og við sendum þér hana heim! VAKA-HELGAFELL LIFANDI ÚTGÁFA - ALLT ÁRIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.