Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 41 Þarna hófst okkar samvinna sem bæði varð mikil og náin, samvinna sem stóð æ síðan og sem hvergi bar skugga á. Mér varð fljótt ljóst að þarna fór engin meðalmanneskja. Það fyrsta sem vakti aðdáun mína voru ein- stakir hæfileikar hennar í fóstru- starfínu. Hún var listamaður í samskiptum sínum við börnin. Hún umgekkst hvern einstakling í barnahópnum af einstöku næmi og virðingu. Und- ir hennar leiðsögn byggðu börnin upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu sem e.t.v. er mikilvægasta vega- nesti sem hægt er að fá út í lífið. Selma Dóra sinnti mörgum störfum tengdum leikskólauppeldi á sinni alltof stuttu ævi, en alla tíð leit hún á starfið með börnum í leikskólum sem það mikilvægasta og virðingar- verðasta. Hún lagði jafn mikinn metnað í að segja barnahópi sögu og að flytja fræðilegan fyrirlestur fyrir hundrað manns. Eitt barnanna í hópnum hennar Selmu Dóru í Öspinni var dóttir mín. Ég get full- yrt að það var mikil gæfa fyrir hana að fá jafn mikilhæfa fóstru til að leiða sig fyrstu skrefin á menntabrautinni. Selma Dóra var ekki síður góður stjórnandi og samstarfsmaður. Mannvirðing hennar og stjórnunar- hæfileikar leiddu til þess að hún átti ætíð hug og hjörtu samstarfs- manna sinna. Selma Dóra var glöð í góðra vina hópi. Óteljandi ánægjustundir átti ég með henni þegar fólk kom sam- an við ýmis tækifæri. Allir söfnuð- ust saman kringum hana þar sem hún spilaði á gítarinn eða píanóið og aílir tóku undir, kímnivísur, bar- áttusöngva eða lífsviskukveðskap. Hún lét sig ekki muna um að setja saman texta eða semja lög ef svo bar undir. Og það var alltaf stutt í hina alkunnu kímni hennar. Starfsævi sinni varði Selma Dóra , í þágu uppeldis og menntunar leik- skólabarna og velferðar leikskóla- starfs á íslandi. Baráttuþrek hennar og baráttuvilji var ótrúlegur. Okkur öllum veitti hún styrk og stuðning. Aðdáunarvert baráttuþrek hennar og lífsvilji kom einnig í ljós þegar hún tókst á við sjúkdóminn illvíga sem nú hefur sigrað þessa mikil- hæfu og sterku konu. Menntun fóstrustéttarinnar var Selmu Dóru mikið baráttumál. Hún þreyttist aldrei á að hvetja fóstrur til þess að bæta við þekkingu sína og hún beitti sér af alefli fyrir aukinni og bættri menntun fóstra. Sjálf lagði hún endalausa rækt við eigin menntun og bjó yfir geysivíðtækri þekkingu á leikskólauppeldi. Og hún var óspör á að miðla öðrum. Selma Dóra var einhver al- besti fyrirlesari og kennari sem ég hef kynnst. Hún geislaði til annarra lífskrafti sínum. Hún miðlaði ekki aðeins þekkingu, heldur einnig áhuga, mannvirðingu og óbilandi trú á mikilvægi leikskólauppeldis fyrir börn. Selma Dóra lagði alltaf alúð og metnað í hvert einstakt verk, smátt eða stórt. Ég minnist t.d. fagráð- stefna Fóstrufélags íslands. Þar lagði hún ofuráherslu á að allt færi vel og virðulega fram og væri stétt okkar til sóma. Hvert einasta smá- atriði varð að vera í lagi. Selma Dóra gerði miklar kröfur til sam- starfsmanna sinna. En mestu kröf- urnar gerði hún til sjálfrar sín. Ég hitti Selmu Dóru síðast aðeins tveimur dögum áður en hún lést. Þá var hún farin að líkamlegum kröftum en andlegur styrkur og faglegur eldmóður var óbugaður. Þarna lagði hún línurnar fyrir er- indi sem flytja átti á ráðstefnu á föstudag, síðasta daginn sem hún lifði. Henni var mikið í mun að ráð- stefnan sem við höfðum undirbúið með Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, um málefni leikskóla, færi sem best fram. Selma Dóra var einn mesti mann- kostamaður sem ég hef kynnst. Ég er þakklát fyrir að fá að verða þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eiga hana að samstarfsmanni og vini. Fóstru- stéttin hefur misst mikilhæfan leið- toga. Leikskólabörn á Islandi hafa misst einn sinn ötulasta talsmann. Mestur er þó missirinn hjá fjöl- skyldu Selmu Dóru. Elsku Guðjón, Steini Pétur og Hrefna Ýr. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við ykkar miklu sorg. Systkinum Selmu Dóru, systkinabömum og öðrum aðstandendum sendi ég einnig mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minning hennar mun lifa og vera okkur öllum leiðarljós um lífsins veg. Sesselja Hauksdóttir. Nú er tímabært að kveðja og þakka fyrir sig. Við sem rekjum ættir norður á sléttur hins óendan- lega víðsýnis vitum mætavel að slík eru lögmálin og við lútum þeim með uppréttu höfði — því sumum lætur aldrei vel að lúta lágt. Sumum lætur heldur aldrei að fara fetið — hvað þá að troða hvers manns veg þar sem byrgt er fyrir sýn til allra átta. Hvað er þá annað í boði en að klífa hærra og ganga rösklegar — ryðja björgum úr vegi fremur en að víkja frá settri stefnu — treysta hugarsýninni. Lífsins gönguför getur orðið dýrkeypt slík- um eldhugum brennandi í andanum, en sigurlaunin eru þess virði; strok- ið fijálst um höfuð á fjallatindum sem eru næstir himnunum sjálfum. Því að sóa tímanum í málaleng- ingar? Það hefði þér ekki þótt við hæfí. þó held ég að þú takir það ekki illa upp að gamall baráttufé- lagi leggi sitt litla af mörkum — nú þegar liðnar stundir eru orðnar að endanlegri og óbreytanlegri for- tíð eins og lög gera ráð fýrir. Á grunni fortíðar höldum við áfram og aldrei munu gleymast þær radd- ir sem hljómuðu skærast og sterk- ast í samkór allra sem krefjast betri heims. Þar söngst þú ávallt sópran — hvernig var annað hægt — og náðir eyrum og árangri sem einarð- ur málsvari sem aldrei brást kjark- ur. Þat munaði um þína rödd. Það er gott að hafa glímt í þínu liði — bæði á sigurstundnum svo og þegar á móti blés. Starf undir forystu þinni var til að vaxa af og vonandi met ég að verðleikum læri- meistarastarfíð sem þú lagðir í mig — óreynda fóstru fýrir fjölmörgum árum í stjórn Fósturfélagsins. Eng- inn afsláttur var gefinn á kröfum, hvorki fyrr né síðar. Markið var skýrt; börn landsins- eiga óskoraðan rétt á góðri framtíð. I þeirri fram- tíð verður þú áfram til, þótt fortíðin hefði mátt verða lengri — en þar þurftir þú skemmri tíma en aðrir — éins og ávallt áður. Kveðjur víðáttu og frelsis fylgja þessum fátæklegu þakkarorðum til þín og allra þeirra sem léttu þér síðasta spölinn. Verk þín fylgja okkur öllum inn í framtíðina og verða aldrei burtu tekin. Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra. íslenskar fóstrur kveðja nú for- mann sinn, Selmu Dóru Þorsteins- dóttur, með miklum söknuði. Hún var merk og mikilhæf kona. Víð- sýni hennar og göfuglyndi skipaði henni á bekk þeirra farsælu stjórn- enda sem fínna styrk sinn í að laða hvarvetna það besta fram og gefa öðrum trú og sjálfsvirðingu. I mín- um fyrstu skrefum sem fóstra veitti Selma Dóra mér mikinn styrk, ekki síst í að trúa á sjálfa mig. Þeirri hvatningu og væntumþykju sem hún veitti er erfitt að lýsa í rituðu máli. Fáum eru gefnir slíkir hæfí- leikar sem hún bjó yfír, enda upp- skar hún mikinn mannauð í kring- um sig. Sem formaður félagsins' bar hún hag stéttarinnar fyrir bijósti og sló hvergi af, manngerð hennar og stórhugur lyfti stéttarvitundinni upp til mikils metnaðar og mikil- vægi starfsins. Miklar breytingar hafa orðið í leikskólamálum síðustu ár. Leik- skólar og starfsemi þeirra hefur fengið nýtt gildismat í þjóðfélaginu, þar líður börnum vel í samfélagi við jafnaldra sína við leik og störf á menntastofnun sem gerir miklar kröfur til faglegra vinnubragða. Að styrkja fóstrumar í störfum og hjálpa þeim að skilja ábyrgð sína og vemda eigin virðingu vár eitt af aðalsmerkjum Selmu Dóm. Ég veit að þar lagði hún inn mikinn auð sem skilar sér til íslensku þjóð- arinnar. Þessi sérstæða og góða mann- gerð var ljósberi íslenskra barna. í gullkornum segir: Láfið er mér ekki blaktandi kertaljós sem brennur hægt niður. Það er dýrðlegur kynd- ill sem ég hef fengið í hendur um stund. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stend- ur til að hann megi loga eins skært og hátíðlega og frekast er unnt áður en ég rétti hann áfram til næstu kynslóðar. Kyndillinn hennar Selmu Dóru logaði skært og hátíðlega og hún réttir hann fram til næstu kynslóð- ar. Þess munu íslensk börn og þjóð- félagið njóta og bera kyndilinn áfram með reisn. Það er mér mikið lán að hafa orðið samferða slíkum foringja sem Selma Dóra var. Kraftur hennar og mannkærleikur kom hvarvetna fram og heimili hennar ber þess vitni, þar líður manni vel og allir finna sig velkomna. Gæfa manns hennar og barna er mikil — að hafa átt hana sem maka og móður. Þau hafa mikið misst og söknuður- inn er sár. En minningin mun ekki fölna heldur búa innra með þeim og varpa ljósi á líf þeirra. Selmu Dóru Þorsteinsdóttur kveð ég með djúpri virðingu og þakklæti fýrir vináttu hennar. Guðjóni eiginmanni hennar og bömunum Þorsteini og Hrefnu og fjölskyldunni allri sendi ég hugheil- ar samúðarkveðjur. Guðrún Alda Harðardóttir fóstra. Þegar hin Iífsins beina braut virt- ist blasa við og fræin hennar Selmu voru að springa út og verða að blómum skipuðust veður í lofti og Selma okkar var kölluð burt langt fyrir aldur fram. Þeim sem fylgdust með erfíðum sjúkdómsferli Selmu duldist ekki hve sterkur og stórbrotinn persónu- leiki hún var og að baráttuþreki hennar virtust nánast engin tak- mörk sett. Fyrstu kynni mín af Selmu Dóru voru fýrir um það bil tíu árum þegar ég fylgdi þá sex ára gömlum syni mínum frá fyrra hjónabandi til síns nýja vinar úr hverfínu og bekkjarfélaga, hans Þorsteins þeirra Selmu og Guðjóns. Þetta var á köldum vetrardegi en einmitt þess vegna hafði ég sett upp fremur ófrýnilega loðskinns- húfu sem reynst hafði vel í vetrar- hörku húsbyggjandans. Þar sem við feðgar stóðum á útitröppum Selmu og Guðjóns áttum við Selma okkar fyrsta spjall saman. Strax þá duld- ist það mér ekki að þar fór mann- eskja mikilla mannkosta og vakti sérstaka athygli mína þessi geisl- andi kraftur sem ljómaði af henni. Með drengjunum tókust síðan hin bestu vinakynni en leiðir skildu þegar við fluttumst úr hverfinu. Allnokkrum árum seinna leiddu svo örlögin okkur saman á ný þegar í ljós kom að Selma reyndist vera náin vinkona Örnu þá nýrrar sam- býliskonu minnar. Hlógum við oft að lýsingum Selmu af okkar fyrstu kynnum forðum daga en ég hafði víst birst henni sem fremur ófrýni- legur kall með þá ljótustu loðhúfu sem hún nokkurn tíma hafði séð. Eftir þetta átti ég eftir að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að kynn- ast Selmu Dóru bæði í leik og starfi. Hún lét sig allt varða, hafði sterka réttlætiskennd og var afar viðkvæm fyrir því ef hallað var á þá er áttu undir högg að sækja. Hún var sterk- ur talsmaður mannúðar, vinur vina sinna og óbilandi baráttukona. Við Selma höfum starfað saman að verkalýðsmálum þar sem við fórum með forsvar fyrir fagfélögum sem bæði hafa verið að ganga í gegnum erfitt umbreytingaskeið en í þeim málum nýttist sköpunargáfa henn- ar afar vel enda vildi hún sjaldan fara troðnar slóðir. Nú við þessi kaflaskil eru mér hugleiknar marg- ar fijóar og góðar samræður okkar um þessi mál á góðum sunnudegi í Raufarselinu hjá Selmu og Guð- jóni. Þá áttum við ógleymanlega daga saman í Frakklandsferð Fóstrufélags íslands sem farin var í maí 1988. Þá lék lífið í lyndi hvort sem við vorum í París, á Rivierunni eða í spilavíti Mónakós. Mjög eftir- minnilegt var þegar Selma Dóra opinberaði okkur við Eiffelturninn í París lofthræðslu.sína þegar fara átti upp einar fimmtíu hæðir turns- ins. Þetta fannst mér, slökkviliðs- manninum, erfitt að skilja, en Selma lét ekki bugast heldur var ákveðin í að upp skyldi hún fara, þó eftir nokkurt tiltal. Ákveðið var að ég héldi henni fastataki á meðan lyftan skrölti með öllum sínum óhljóðum upp allar hæðirnar. Þær eru orðnar margar góðar minningarnar af annars stuttum kynnum okkar Selmu Dóru en nota- legustu stundirnar voru þó þegar tónlistin var annars vegar eins og þegar „sönghópurinn“ okkar svo- kallaði kom saman á góðum degi og spilaði og söng, en þá gat Selma átt það til að setjast við píanóið og gefa sig alla á vald tónaflóðinu. Þegar ég kveð nú Selmu Dóru í hinsta sinn vil ég þakka henni fyrir okkar góðu og gjöfulu viðkynni og er ég þess fullviss að jákvæðir straumar eiga eftir að fylgja henni um ókomna eilífð. Þess óskar þinn vinur og baráttufélagi. Guðjón, Þorsteinn og Hrefna, megið þið finna styrk í minningum um hana. Ég votta ykkur samúð mína. Guðmundur Vignir Oskarsson. Fleiri minningargreinar um Selmu Dóru Þorsteinsdóttur ' bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför PÁLS BJÖRNSSONAR, Fagurhólsmýri. Séstaklega þökkum við starfsfólki Skjólgarðs og læknum fyrir góða umönnun. Vandamenn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR LIUU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Droplaugarstaða og hús- hjálpar Félagsmálastofnunarfyriráralanga umönnun og hjúkrun. Jóhann T. Ingjaldsson, Sigrún Ingjaldsdóttir, Halldóra Ingjaldsdóttir, Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Jónatan Jónsson, Sigurður Arinbjarnarson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGFÚSSON frá Eiríksstöðum, verður jarðsunginn frá Bergsstaðakirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, bróður okkar, frænda og vinar, SIGURÐAR SÆMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, Víðimel 49. Sérstakar þakkir sendum við samstarfsfólki hans Í.Búnaðarbank- anum. Fyrir hönd ættingja og vina, Hildur Halldórsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, Þórdís Kristjánsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför HANS J. K. TÓMASSON, ÞÓRÐAR HALLDÓRS GÍSLASONAR, Heiðargerði 124, Hraunbúðum, Reykjavík, Vestmannaeyjum. lést í Landspitalanum 2. apríl síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Kirstín D. Pétursdóttir, Jónfna Guðjónsdóttir, Ólafía S. Hansdóttir, Ingveldur Þórðardóttir, Rútur Snorrason, Lára G. Hansdóttir, Björn Björnsson, Dýrfinna P. Hansdóttir, Hörður Jónasson, Dýrfinna Tómasdóttir Hallgrímur Þórðarson, Guðbjörg Einarsdóttir, Ellý Þórðardóttir, Hreinn Svavarsson, Kristín Þórðardóttir, Einar Norðfjörð, og barnabörn. barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.