Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Reuter Táknræn mótmæli TYRKNESKA stjórnin hóf í gær herferð gegn einkareknum útvarps- og sjónvarpsstöðvum í landinu, 500 að tölu, og var lögreglu skipað að leggja hald á allan tækjabúnað þeirra. Ráðherr- ar gáfu í skyn fyrir ári, að einkarekstur ríkisins yrði afnuminn og spruttu þá stöðvamar upp um allt Tyrkland þótt ólöglegar væru enn. Stjórnvöld segja, að útsendingar þeirra séu farn- ar að trufla önnur fjarskipti, til dæmis flugvéla, en ótti við, að öfgafullir múslimar notfæri sér fjölmiðlafrelsið mun einnig ráða nokkru. Hér eru tveir starfsmenn einkarekinnar sjónvarps- stöðvar að mótmæla lokuninni og hafa á tákn- rænan hátt ýmist bundið fyrir augu eða vit. NATO mun framfylgja flugbanni yfir Bosníu Stoltenberg tekur víð sem sáttasemjarí Ósló, Brussel. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Jan Gunnar Furuly. Reuter. THORVALD Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, þá í gær boð Boutros Boutros-Ghalis, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, um að taka við af Cyrus Vance sem sáttasemj- ari í deilunum í Júgóslavíu. Talið er, að brotthvarf Stolten- bergs verði til að veikja ríkisstjórn Gro Harlem Brundtlands en þingkosningar verða í september. Hermálanefnd Atlants- hafsbandalagsins, NATO, er að leggja síðustu hönd á undir- búning undir að framfylgja flugbanni yfir Bosníu. Brundtland ákvað í gær, að Johan Jörgen Holst vamarmálaráðherra tæki við af Stoltenberg sem utanrík- isráðherra en Jörgen Kosmo, formað- ur dómsmálanefndar þingsins, við af Holst sem vamarmálaráðherra. Stjómarandstaðan á Stórþinginu tel- ur augljóst, að þessar breytingar veiki ríkisstjórnina enda er Stolten- berg einn helsti þungaviktarmaður- inn þar á bæ. Það hefur líka vakið furðu, að Kosmo, sem er fyrrum byggingaverkamaður, skuli hafa ver- ið skipaður vamarmálaráðherra. Af vamarmálunum hefur enga reynslu eins og hann raunar viðurkennir. Talar serbó-króatísku Thorvald Stoltenberg er að mörgu leyti vel fallinn til að gerast sátta- semjari í Júgóslavíu. Hann var sendi- fulltrúi í Belgrad á árunum 1961-64 og náði þá góðum tökum á serbó- króatísku auk þess sem hann þekkir vel til í lýðveldunum. Hermálanefnd NATO ræddi í gær um eftirlit með flugbanninu yfir Bosníu en líkegt er talið, að allt 100 bandarískar, franskar, breskar og hugsanlega hollenskar orrustuþotur muni fylgja því eftir. Bosníu-Serbar hafa brugðist mjög illa við því og segja það munu stórauka átökin í landinu. ISUZU vörubílagrindur árgerö '92 á hagstæöu veröi Burðargeta á grind frá þremur til sex tonn, einnig 4x4 BÍLHEIMAR ISUZU Höfðabakka 9, sími 634000 og 634050 ISUZU AZT-alnæm- islyfið gerir ekkertgagn NÝJAR rannsóknir benda til, að alnæmislyfið AZT, það fyrsta á almennum markaði, hafi engin áhrif á þróun sjúkdómsins. Eru niðurstöðurnar mikið áfall fyrir þúsundir manna, sem tekið hafa lyfið í þeirri trú, að það tefði fyrir veirunni og fram- lengdi þar með líf þeirra, sem eru smitaðir en hafa enn engin sjúkdómseinkenni fengið. Skýrðu Reuíers-fréttastofan og breska blaðið Daily Telegraph frá þessu í gær en að sögn Arthurs Löve, læknis á Rannsóknastofu í veirufræði við Há- skóla Islands, koma þessar niðurstöður ekki á óvart. Hafi marga verið farið að gruna, að lyfið hefði lítil áhrif. urnar af söiu þess á hálfu ári fram til febrúar sl. 12,6 milljarðar króna. Fréttir af niðurstöðum rannsóknar- innar urðu til þess, að hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu verulega í verði. í Bandaríkjunum einum nota 125-150.000 manns lyfið reglulega. AZT notað hér Arthur Löve, læknir á Rannsókna- stofu í veirufræði, segir, að vaxandi efasemdir hafí verið um gagnsemi AZT en nú sé verið að gera tilraun- ir með að beita mörgum lyfjum sam- tímis. Þá sagði hann, að AZT væri nokkuð notað hér. Rannsóknirnar voru gerðar á 1.749 sjálfboðaliðum og voru helm- ingnum gefin 250 milligrömm af AZT íjórum sinnum á dag en hinir fengu skammt af öðru og óvirku efni. Eftir þijú ár voru 8% þeirra, sem tóku AZT, látin og 7% þeirra, sem fengu óvirka efnið. Ekki kom fram neinn munur á þróun sjúk- dómsins hjá hópunum tveimur, 18% í hvorum létust eða sýndu einkenni á lokastigi. Gífurlegur hagnaður AZT er framleitt hjá breska lyfja- fyrirtækinu Wellcome og voru tekj- Reuter. Allen mætir HÉR MÁ sjá leikarann Woody Allen mæta í dómshús New York borgar ásamt lögfræðingi sínum, Elkin Abramowitz, í gær. Sálfræðingur vill að Allen hitti Dylan New York. Reuter. SÁLFRÆÐINGUR, sem kallaður var til vegna forræðis- máls Ieikaranna Woody Allen og Miu Farrow, telur að Allen eigi að fá að umgangast sjö ára ættleidda dóttur sína Dylan, jafnvel þó í ljós komi að hann hafi í raun misnotað hana kynferðislega. Allen hefur verið meinað að um- gangast Dylan allt frá því að Farrow sakaði hann í fyrra um að hafa mis- notað barnið kynferðislega. Allen hefur aftur á móti vísað öllum slíkum ásökunum staðfastlega á bug læknar segja ekkert benda til að misnotkun hafí átt sér stað. Sálfræðingurinn Susan Coates sagði við vitnaleiðslur á fimmtudag að það ætti ekki að útiloka föðurinn úr lífi barnsins. Hún taldi rétt að veita Allen umgengnisrétt „þegar fram líða stundir" jafnvel þótt rann- sókn leiddi í ljós að fótur væri fyrir ásökununum. Yfírgaf Farrow réttarsalinn grát- andi þegar hún heyrði vithisburðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.