Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 7

Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 L ,iL/.'DLy')U/J iúfrJ, !C: Sjóbirtingsveiðin hefur farið þokkalega af stað, betur en í fyrra í Geirlandsá og í Vatnamótunum, en rólegar en endranær í Varmá í Ölfusi, en helst er fylgst með þessum ám í upphafi veiðitímans. Árferði ræður jafnan nokkru um það hvernig tekst til og þar sem skilyrði voru með besta móti nú er ekki laust við að þeir væru til sem væntu þess að veiðin yrði betri en raun varð. 11 punda fiskur úr Geirlandsá Stærsti fiskurinn sem hefur frést af við opnun vertíðarinnar var 11 punda fiskur sem Hólmgeir Hólm- geirsson veiddi á flugu í Ármótun- um í Geirlandsá. Sá fiskur var einn 15 birtinga sem veiðimenn í Geir- landinu höfðu veitt á hádegi í gær. Gunnlaugur Óskarsson sem þarna var að veiðum sagði að áin hefði verið nokkuð skoluð fyrsta daginn, en síðan hefði kólnað og áin þá hreinsast. Það virtist verá nokkuð af fiski og það hefði vakið athygli þeirra að birtingurinn væri nokkuð dreifður. Gunnlaugur og félagar opnuðu einnig í fyrra og fengu þá aðeins 6 fiska, en skilyrði voru ekki sem best. Nokkuð gott í Vatnamótunum Veiðimenn í Vatnamótunum fengu tíu sjóbirtinga fyrsta veiði- daginn, fiesta á flugu. Voru það fiskar frá 2 pundum og upp í 7 pund þeir stærstu. Að sögn -töldu menn að talsvert væri af fiski á svæðinu, en hann væri ekki í torf- um heldur dreifður og því þyfti nokkra yfirferð til að næla í góðan afla. Þetta er betri opnun en í fyrra á þessum slóðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessi glaðlegi hópur sem Morgunblaðið hitti fyrir við Varmá i Ölfusi hafði lítið fengið annað en birtinginn sem einn í hópnum heldur á, 4 punda fisk. Þetta eru, f.v.: Sigurður Rósarsson, Rún- ar Sigurðsson, Gunnar Rósarsson, Gunnlaugur Rósarsson, Rósar Eggertsson og Helga Nína og Paul O’Keefe úr Veiðimanninum. Launuðu gestrisni meðstuldi TVEIR menn launuðu gestrisni manns í austurborginni aðfara- nótt fimmtudags með því að koma aftur að húsinu um morg- uninn, fá dóttur húsráðanda til að hleypa sér inn og hverfa á brott með sjónvarpstæki, mynd- bandstæki og 30 þúsund krónur í peningum. Þá óku þeir á brott á bílaleigubíl, sem húsráðandi hafði til umráða. Mennirnir tveir voru gestir hús- ráðanda um nóttina, en hurfu svo á brott. Um kl. 8 um morguninn komu þeir aftur að húsinu og fengu unga dóttur húsráðanda til að hleypa sér inn. Hún leit svo á að þeir væru gestir föður síns, sem var sofandi inni í rúmi. Mennirnir tveir létu greipar sópa og hurfu svo á brott í bílnum. Rann- sóknarlögregla ríkisins fer nú með rannsókn málsins. ---» ♦ "4- Saklaus klifrari LÖGREGLUNNI var tilkynnt í gær að maður væri að klífa hús í Þingholtunum og höfðu vegfar- endur af þvi áhyggjur, að þarna væri þjófur á ferðinni. Lögreglan kom á staðinn og ræddi við manninn, en í ljós kom að hann bjó í húsinu og hafði gleymt lyklum að íbúð sinni. Hann hafði því gripið til þess ráðs að klífa hús- ið til að komast inn um glugga. -------♦ ♦ ♦- Gripinn með þýfi í bílnum LÖGREGLAN handtók á fimmtu- dagskvöld ölvaðan mann, sem var að bjástra við þýfi í bíl sínum. Lögreglunni var bent á grunsam- legt athæfi mannsins og þegar hún kom á staðinn var hann að bjástra við ýmislegt í bíl sínum. Þar kenndi ýmissa grasa, m.a. var þar að finna slípirokk, hjólsög og kynstrin öll af snyrtivörum og reyndist vera um þýfi að ræða. Þá fundust nokkur grömm af hassi á manninum, en hann var fluttur í fangageymslur. -------» ♦ »- Staltreyj- um ÍR-inga ÞJÓFUR, sem virðist sérstaklega hrifinn af ÍR, var á kreiki við Miklagarð í gær. Brotist var inn í bíl, sem stóð við verslunina. Úr honum var stolið 20 íþróttatreyjum í ÍR-litunum. Nýr framhjóladrifinn 5 gíra Favorit LXi pallbíll kostar aðeins 478.000.- , en pallbíll með stálhúsi kr. 536.000.-. Verð eru án vsk, en með skráningu og verksmyðjuryðvörn. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit pallbíl. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. ÁFUUMFEKD! Nýr Favorit pallbíll Verklegur vinnufélagi á frábæru verðil Favorit LXi pallbíll kostar aðeins kr. 478.000.- án vsk. Favorit LXi pallbíll með stálhúsi kostar aðeins kr. 536.000.- án vsk. Favorit er nú fáanlegur í pallbílsútgáfu. Þetta er sparneytinn vinnuþjarkur, sem hentar vel til flestra verka. Burðargetan er 500 kg og vörurýmið getur rúmað allt að 2150 lítra. Favorit pallbíll er framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Eftir að Skoda sameinaðist Volkswagen hafa fjölmargar endurbætur á Favorit litið dagsins Ijós, og nýtur pallbíllinn góðsafþeim. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og nýtir eldsneytið betur. Favorit pallbíll eyðir aðeins 6,0 I /100 km. í hurðum eru styrktarbitar, og fjöðrunin er endurbætt. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Verktakar, iðnaðarmenn, útgerðarmenn og fyrirtæki geta því treyst þessum hörkuduglega vinnufélaga til verka. Og verðið er ótrúlega gott! Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.