Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 31

Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 31 MUSIKTILRAUNIR TONABÆJAR Landsbyggðarrokk LOKA undanúrslitakvöld Mús- íktilrauna var haldið sl. fimmtu- dagskvöld og komust þá tvær hljómsveitir í úrslit til viðbótar við þær sex sem þegar höfðu tryggt sér úrslitasæti. Allar hljómsveitirnar voru utan af landi, enda sækja utanbæjar- hljómsveitir mjög að komast á síðasta undanúrslitakvöldið, til að spara sér aukaferð í bæinn ef þær myndu komast í úrslit. Úrslitin voru svo í gærkvöldi. Nokkuð bar á því að utanbæjar- sveitimar væru betur æfðar og þéttari en margar Reykjavíkur- sveitimar sem fram hafa komið í tilraununum; greinilegt að þær taka þátt af meiri alvöru. Fátt var þó um nýjungar í tónlist, en víða góðir sprettir. Fyrsta tilraunasveitin, Tomb- stone frá Akureyri, byijaði leik sinn af miklum krafti, en gítarpar hennar hefði mátt gæta betur af stillingum, því lítið heyrðist í gít- umm í fyrsta laginu. Söngvari sveitarinnar var með ágæta rödd, en beitti sér ekki sem skyldi. Á eftir Tombstone kom Urmull, fyreta ísfirska rokksveitin í Músík- tilraunum í alllangan tíma. Rokkið lifir góðu lífí fyrir vestan, ef marka má frammistöðu sveitarinnar, því hún var skemmtilega þétt og gerði margt afbragðsvel. Sérstaklega var skemmtileg skælifetlafimi gít- arieikara og þegar best lét var leikur Urmla með því besta sem heyðist þetta kvöld. Stjánar frá Akureyri, sem fylgdu fast á hæla Urmuls, byrjuðu með ógæfulegu Greifarokki, en í öðru lagi sveitar- innar small allt saman í þétta rokkepík. Þriðja lag sveitarinnar var firnagott, en líkast fulllangt. Allodimmug, eða Gummi dolla afturábak, frá Neskaupstað, var fjórða tilraunasveitin þetta kvöld- ið, og hjó í sama rokkknérunn. Lagasmíðar voru þó á köflum órokklegar, þó ágætar væru, fyrsta lagið minnti á Sálina, annað á Sú Ellen og það þriðja, sem var skemmtilegast og sýndi að sitt- hvað er í sveitina spunnið, á Óð- menn. Textinn í síðasta laginu var átakanlegur. Burkni bláálfur hét önnur austansveitin af fjérum þetta kvöld. Burkni er í raun ekki nema uppkast að hljómsveit með uppköst að lögum. Ekkert var sungið í lögunum og fyrstu tvö ekki burðug. Þriðja lagið var aftur á móti allgott. Fyrsta hljómsveit eftir hlé, Unhuman Casualties frá Akur- eyri, var eina dauðarokksveit kvöldsins. Ekki bar þó mikið á dauðarokki, en sveitin byggði mik- ið á einum manni, fyrirtaks gítar- léikara. Lagasmíðar voru í léttari kantinum og niðurstaðan einkonar poppdauðarokk. Besta lagið var það síðasta, en víða brotalamir í hinum. Önnur þriggja Neskaup- staðarsveita, Lilli gó, fylgdi á hæla norðanmanna og þar mæddi lika mest á gítarleikara sveitarinn- ar. Hann féll þó ekki vel inní það sem félagar hans voru að gera; á tímum eins og hann kæmi frá anarri plánetu, þungarokksplán- etu, en hinir stóðu jafnfætis í poppinu. Ekki lyfti sveitinni þó bassaleikari hennar hafí komist í svo mikið stuð að hann varð að klifra upp á stól. Söngvari Lilla var með þröngt raddsvið og fór margsinnis út fyrir það. Frá Vest- mannaeyjum kom Blekking, hljómsveit annarrar ættar en það sem á undan var komið. Ekki var þar á ferð yfírmáta frumleg sveit, en hún gerði sitthvað vel. Blekking státaði af söngkonu, sem var yfír- veguð og örugg á sviði, og þó fullmikið sveitarballabragð hafí verið af lögum sveitarinnar, er ekki ástæða til annars en spá henni nokkrum frama, þó síðasta lagið hafí verið erfítt áheymar. Lokaorðið átti svo Ævintýri Hans og Grétars frá Neskaupstað, sem tók sveitunga sína í nefið. Þar var á ferð áberandi skemmtilegasta sveit kvöldsins og þá ekki síst fyrir þá sök að þar var loks reynt að gera eitthvað nýtt. Sérstaklega var fyrsta lagið, Drottinn, skemmtilegt með góðri keyrslu, en annað lagið var stefnulaust. Sveitarmen komust þó á sporið á ný í síðasta laginu og tryggðu sér úrslitasæti með Tombstone, sem var vel atkvæðahæst í sal. Árni Matthíasson Urmull - skælifetlafimi. Lilli gó. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Burkni bláálfur uppkast. Stjánar - rokkepík. Allodimmug Austanpopp. Blekking í ballstuði. Unhuman Casualties - poppdauðarokk. Morgunblaðið/Amór Sigurvegararnir í Keflavíkurverktakamótinu. Talið frá vinstri: Valur Björnsson, Guðmundur Þórðarson, Garðar Gíslason, Þórður Krist- jánsson, Kjartan Sævarsson, Bjarni Jónatansson, Gunnar Schram og Arnór Ragnarsson. Brids Umsjón ArnórG. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Annað Keflavíkurverktakamótið á þessum vetri var spilað sl. mánudag. Eins og fyrra kvöldið spiluðu saman vanir og óvanir keppnismenn og var þátttaka viðunandi en ekki líkt því eins góð og í fyrra skiptið. Spilaður var Michell-tvímenningur og sigruðu Garðar Gíslason og Þórður Kristjánsson í N/S-riðlinum, hlutu 204 stig. í öðru sæti urðu Valur Björnsson og Guðmundur Þórðarson með 196 stig og Guðjón Jónasson og Högni Oddsson þriðju með 194 stig. Nýliðinn Gunnar Schram sýndi góð tilþrif í A/V-riðlinum en hann sigraði ásamt Amóri Ragnarssyni. Þeir fengu 214 stig. Bjami Jónatansson og Kjart- an Sævarsson urðu í öðm sæti eftir hörkukeppni með 212 stig og Gísli Hauksson og Svavar Jensen þriðju með 182 stig. Meðalskor var 168 í báðum riðlum. Næsta mánudag hefst Samvinnu- ferða/Landsýn-mótið sem er aðaltví- menningur vetrarins. Þetta mót verður bæði spilað með og án forgjafar og veitt tvenn verðlaun. Mótið stendur yfir í fjögur kvöld og er búist við mjög góðri þátttöku en keppnisformið er barometer, sem er eitt vinsælasta tví- menningsformið. Spilað verður í Stapanum 5., 13., 19. og 26. apríl og hefst keppnin kl. 19.45. Keppnisstj. er ísleifur Gíslason. Bridsfélag Sauðárkróks Þá er lokið aðalsveitakeppni félags- ins. AUs tóku 10 sveitir þátt. Úrslit urðu þessi: Sv.ÓlafarHartmannsdóttur 178 (Guðmundur Ámason, Kristján Blöndal, Steinar Jónsson.) Sv.ElísabetarKemp 168 (Þórdís Þormóðsdóttir, Einar Svansson, Skúli Jónsson, Sigurður Sverrisson.) Sv.JónsS.Tryggvasonar 164 (Lánis Sigurðsson, Höskuldur Jónsson, Víðir Á. Sigurðsson.) Sv.GunnarsÞórðarsonar 154 (Jón Öm Bemdsen, Páll Hjálmarsson, Stefán Skarphéðinsson.) Bridsfélagið Muninn Hafm er aðalsveitakeppni vetrarins með þátttöku 10 sveita og tveimur umferðum af 9. Staðan: er lokið Karl G. Karisson 46 Björn Blöndal 46 Gunnar Sigurjónsson 34 Gísli R. ísleifsson 34 Gunnar Guðbjörnsson 32 EyþórJónsson _ 27 Spilað er á miðvikudögum kl. 20. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Hafinn er 24 para barometer og er staða efstu para þessi eftir 11 umferð- ir ef 23. TryggviTryggvason-HeimirTryggvason 147 Guðlaugur Nielsen - Leifur Kristjánsson 98 KáriSiguijónsson-EysteinnEinarsson 88 RúnarHauksson-PállSiguijónsson 65 FriðjónMargeirsson-ValdimarSveinsson 48, HermannJónsson-BaldurÁsgeirsson 47 Víkingsbrids Þriðjudaginn 30. mars urðu úrslit þessi: Margét Þórðardóttir — Ragnheiður Nilsen 184 Sveinn Sveinsson - Brynjar Bragason 179 Magpús Theadórsson - Olafur Friðriksson ^ 169 JönÖm-EmaHrólfsdóttir 168 GuðbjömÞórðarson-SigfúsÖm 168 Spilað er alla þriðjudaga kl. 19.30 í Víkinni, Traðarlandi. AFMÆUSHA11D 2. OG 3. APRIL OKEYPIS í tilefni af 1. árs afmæli Nýherja bjóöum viö þér að koma í verslun okkar í Skaftahlíð 24 meö uppáhaldsljósmyndina þína og viö munum stækka hana fyrir þig í fullkomnu litljósritunarvélinni frá Rank Xerox, þér aö kostnaðarlausu. Auk þess bjóöum viö þér aö skoöa verslun okkar og þau tilboö sem þar bjóöast. Ýmislegt veröur í boði fyrir börnin, hlutavelta, veitingar o.fl. o.fl. Líttu viö í Skaftahlíö 24 föstudaginn 2. apríl og laugardaginn 3. apríl og taktu þátt í afmælisveislunni meö okkur. AWA-R-D XERGX <Q> NÝHERJI SKAFTAHLlD 24 - SlMI 69 77 00 AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.